Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015
„Yfir sumartímann er jöfn og stöð-
ug umferð yfir Kjöl og lítill munur
á fjölda þeirra bíla sem koma úr
suðri eða fara héðan að norðan.
Eða þannig blasir þetta við mér,
séð héðan úr eldhúsglugganum,“
segir Birgitta H. Halldórsdóttir á
Syðri-Löngumýri í Blöndudal.
Best er Birgitta þekkt fyrir
skáldsögur sínar, þó ritstörfin séu
aðeins aukageta frá daglegum
störfum þeirra Sigurðar Inga Guð-
mundssonar, eiginmanns hennar,
sem reka blandað bú á Löngumýri.
Eru til dæmis með allmikið af
sauðfé sem rekið er í fjallhaga sem
ná inn að Hveravöllum.
„Ég reyni að komast upp á heið-
ar mjög reglulega. Hveravellir eru
staður sem gefur mér ótrúlega
mikla orku, þetta er eins konar
hugleiðsla. Margir eiga í vitund
sinni staði sem búa yfir svona
krafti,“ segir Birgitta sem hefur
fylgst af áhuga með umræðum um
gerð heilsársvegar yfir Kjöl en slík-
ar hugmyndir koma upp reglulega.
„Ég vil vissulega ekki útiloka
neitt í þessu sambandi. Hins vegar
þurfum við að skoða hlutina í
stóru samhengi, því mikil auðlegð
felst í því að halda náttúrunni
ósnortinni svo sem því að ekki sé
lögð hraðbraut yfir hálendið.“
Ótrúleg er orkan
ÓSNORTIÐ HÁLENDI AUÐLEGÐ, SEGIR BIRGITTA Á LÖNGUMÝRI
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Í Blöndudal Guðbjörg Pálína Sigurðardóttir og móðir hennar, Birgitta H. Halldórs-
dóttir. Lengst til hægri er ung frænka þeirra mæðgna, Birta Júlía Þorbjörnsdóttir.
Keilan á Bláfellshálsi er eitt
margra kennileita á leiðinni yfir
Kjöl sem til eru sögur um. Í Kjal-
hrauni er hinn frægi Beinhóll, þar
sem Reynisstaðabræður úr Skaga-
firði með fylgdarmönnum sínum
urðu úti árið 1780 þegar þeir ráku
norður yfir heiðar sauðfé sem þeir
höfðu keypt syðra. Hvað raunveru-
lega gerðist við Beinhól fyrir 225
árum og hver var, eins og Jón
Helgason orti „beisklegur aldurtili“
manna þar hefur alltaf verið óráðin
gáta og leysist varla úr þessu.
Atburður þessi varð til þess að
ferðir milli landsfjórðunga yfir Kjöl
lögðust að mestu af. Margt í málinu
þótti tæplega af þessum heimi, rétt
eins og margir telja að reimt sé í
sæluhúsi Ferðafélag Íslands við
Hvítárnes. Slíkt mun þó fjarstæða,
en sagan er þó enda góð.
Kvika á Hveravöllum
Úr Hvítárnesi blasir við stálið
þar sem Langjökull fellur fram í
Hagavatn. Innar sést Hofsjökull og
hvarvetna blasa Kerlingafjöll við,
fjallaklasinn fallegi með öllum sín-
um tindum, hnjúkum, hvilftum, döl-
um og fönnum. Á fjöllunum á síð-
ustu árum hefur verið byggð upp
góð aðstaða fyrir ferðafólk, enda
margt að sjá þar.
Norðan vatnaskila og í Húna-
vatnssýslu eru Hveravellir, sem
bera nafn með rentu. Áberandi þar
er Öskurhólhver vegna druna og
blísturshljóða. Sá er enn virkur sem
hvellandi bjalla og raunar er hvera-
svæðið allt stöðug kvika og breytist
reglulega. Þá eru á Hveravöllum
enn minjar um Fjalla-Eyvind og
Höllu sem þar höfðust við í útlegð
sinni seint á 18. öld. Annars hefur
mörgu verið breytt og annað bætt á
Hveravöllum síðustu árin, stígar
verið markaðir, gistiaðstaða bætt
og nýlega var opnaður veitinga-
staður.
Ekki fljótfarið
Norðan Hveravalla er leiðin
greið. Að stórum hluta er ekið á
sandflákum og þar er í vegkanti
skilti sem vísar á Stórasand, sem er
norðan Langjökuls. Á sínum tíma
var stundum rætt að stytta mætti
leiðina milli landshluta með því að
leggja þar veg, það er úr upp-
sveitum Borgarfjarðar í Skaga-
fjarðardali.
Hugmyndin um Stórasandsveg
náði aldrei flugi, en meira hefur
verið rætt um heilsársveg yfir Kjöl.
Þar er ágætur áfangi, því stór hluti
leiðarinnar milli Hveravalla og nið-
ur í Blöndudal er uppbyggður veg-
ur sem Landsvirkjun lét útbúa
vegna virkjunar Blöndu fyrir um
þrjátíu árum. Því er leiðin greið
niður í Blöndudal, en sleppir Kjal-
vegi sem stysta en þó alls ekki
fljótfarnasta leiðin milli byggða
sunnanlands og nyrðra.
Á Geirsöldu á Kili er hringsjá og minnisvarði um Geir Zoëga sem var frægur ferðagarpur.
Stórisandur sem er norðan Lang-
jökuls gæti komist í alfaraleið.
Sprungin tunga Langjökuls sem fellur fram í Hvítárvatn, sem myndar vatnsmestu á landsins.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Norðurland vestra er kjörlendi hestamennskunnar og í Blöndudalnum tekur stóðið sprettinn. Svona voru trippin rekin, segir alþekkt máltækið.
Kynjamyndir í Hveradölum í
Kerlingafjöllum vekja athygli.