Morgunblaðið - 30.07.2015, Síða 48

Morgunblaðið - 30.07.2015, Síða 48
48 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flottir í fötum ÚTSALAN í fullum gangi 40-50% afsláttur ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Eyjafjörður Sveitarfélagið Fjallabyggð hefur selt gamla gagnfræðaskólahúsið við Hlíðarveg 18-20 á Siglufirði. Því verður breytt í íbúðarhús.    Það er félag í eigu Þrastar Þór- hallssonar, fasteignasala og stór- meistara í skák, sem keypti húsið. Þröstur á ættir að rekja til Siglu- fjarðar; faðir hans, Þórhallur Sveinsson byggingameistari, er fæddur þar og uppalinn.    Hönnun vegna breytinga á hús- inu stendur yfir og er gert ráð fyrir að vinna við þær hefjist síðari hluta næsta mánaðar.    Búast má við miklum mannfjölda við Eyjafjörð um helgina; Unglinga- landsmót UMFÍ fer fram á Akureyri þar sem einnig er hin árlega hátíð Ein með öllu um verslunarmanna- helgi að vanda og á Siglufirði er Síld- arævintýri á dagskrá.    Allt stefnir í fjölmennasta Ung- lingalandsmót frá upphafi, að sögn starfsmanns Ungmennafélags Ís- lands. Þátttökutilkynningar eru hátt í þrjú þúsund og gert ráð fyrir að 10 til 12 þúsund komi Akureyrar vegna mótsins.    Á Unglingalandsmótinu, þar sem þátttakendur eru 11 til 18 ára, er keppt í fjölmörgum hefðbundnum íþróttum en einnig í tölvuleikjum og stafsetningu og þá fer fram upp- lestrarkeppni. Þetta er 18. Ung- lingalandsmót UMFÍ.    Aðstandendur Einnar með öllu fullyrða að dagskráin hafi aldrei verið glæsilegri. Fimm stórir útitónleikar verða um helgina og fjöldi annarra viðburða í bænum. Öll dagskráin er á einmedollu.is á netinu.    Eitt og annað hefur fest sig í sessi á Einni með öllu. Nefna má tónleikana „fimmtudagsfíling“ í göngugötunni sem verður, eins og nafnið bendir til, í kvöld, kirkju- tröppuhlaup, samkomuna Mömmur og muffins í Lystigarðinum og Dyn- heimaböll þar sem kynslóðirnar, sem skemmtu sér á þeim góða ung- lingastað á árum áður, hafa síðustu ár slett úr klaufunum.    Hljómsveitin Dúndurfréttir verður með tónleika á Græna hatt- inum á Akureyri í kvöld og annað kvöld, Ljótu hálfvitvarnir verða þar á laugardaginn og hljómsveitin Maus treður upp á sunnudags- kvöldið. Páll Óskar verður með ball í Sjallanum aðfaranótt sunnudags og sólarhring síðar verða Amabadama og Úlfur Úlfur á sama stað.    Söguganga verður um verk- smiðjusvæðið á Gleráreyrum á laug- ardaginn og á sunnudaginn er árleg samkoma við Iðnaðarsafnið þar sem boðið verður upp á eina með öllu, m.a. rauðkáli og „kók í bauk,“ eins og Akureyringar segja víst...    Einni með öllu lýkur svo með svo- nefndum Sparitónleikum á flötinni fyrir neðan Samkomuhúsið á sunnu- dagskvöldið, frá klukkan níu til mið- nættis, þar sem rúsínan í pylsuend- anum er flugeldasýning sem björgunarsveitin Súlur sér um. Síð- ustu ár er talið að 15 til 20 þúsund manns hafi verið á lokatónleikunum.    Fólk er hvatt til þess, í tilefni Einnar með öllu, að skreyta bæinn rauðan „í samræmi við hjartað sem hefur sett svip sinn á bæinn,“ eins og það er orðað í tilkynningu. „Því eru rauðar seríur, rautt skraut eða eitt- hvað rautt og fallegt það sem á við á Akureyri um verslunarmannahelg- ina en veitt verða verðlaun fyrir best skreyttu götuna.“    Athyglisverð myndlistarsýning, Staðfesting, hefst í Kompunni, í Al- þýðuhúsinu á Siglufirði, á laugar- daginn. Þar sýnir Svava Þórdís Baldvinsdóttir Júlíusson og er það fyrsta einkasýning hennar á Íslandi.    Svava fæddist á Siglufirði 1966 en flutti 10 ára til Kanada með fjöl- skyldu sinni. Hún er nú búsett í Ont- ario-fylki þar sem hún er starfandi listamaður. Svava byrjaði listnám sitt 1993 og lauk Bachelor of Fine Arts í NSCAD-háskóla 1997 og lauk svo MFA í York-háskóla í Toronto 2007. Kompan er opin daglega kl. 14 til 17 þegar skilti er fyrir utan húsið.    Fuglahræðum hefur fjölgað verulega í Eyjafjarðarsveit upp á síðkastið. Ástæðan: árlega hand- verkshátíð sem verður um aðra helgi. Í fyrra skreyttu íbúar sveitina með óvenjulegum póstkössum, nú voru þeir hvattir til að setja upp fuglahræður og margir hafa svarað kallinu. Unglingafjöld og fullorðnir synir Hræðsla Ein fuglahræðanna sem nú má sjá í Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tilhlökkun Hluti þeirra krakka úr Ungmannafélagi Akureyrar (UFA) sem tekur þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ. Ál Verk eftir Svövu Þórdísi sem sýnir í Kompunni á Siglufirði. Svissneskur ljósmyndari, Walter Huber, sýnir í Saga Fotografica á Siglufirði á laugardag og sunnudag. Huber vann fyrstu verðlaun í samkeppni svissneskra náttúru- ljósmyndara á þessu ári og var jafn- framt valinn ljósmyndari ársins þar á bæ. Verðlaunamyndina, sem sjá má hér að ofan, tók hann úr þyrlu austan við Mýrdalsjökul. Walter og Ruth eiginkona hans, sem eru tæplega sjötug, eru sann- kallaðir Íslandsvinir; hafa sótt land- ið heim ellefu sinnum frá aldamót- um, dvalið hér samtals í 19 mánuði á þeim tíma og Walter verið iðinn með ljósmyndavélina. Myndirnar sem Huber sýnir á Siglufirði eru allar teknar á Íslandi. Saga Fotografica er á Vetrar- braut 17 og þar verður opið frá kl. 13 til 16 um verslunarmannahelgina. Myndir Hubers verða sýndar á skjá og eru tvær sýningar hvorn dag; fyrst klukkan 13-14 og aftur 15-16. skapti@mbl.is Ljósmynd/Walter Huber Ísland Verðlaunamynd svissneska ljósmyndarans sem sýnir á Siglufirði. Svissneskur ljósmynd- ari sýnir á Siglufirði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.