Morgunblaðið - 30.07.2015, Side 50

Morgunblaðið - 30.07.2015, Side 50
50 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Landsnet hefur lagt fram drög að kerfisáætlun fyrir tímabilið 2015- 2024. Þar er kynnt áætluð þróun notkunar og framleiðslu raforku tengdri flutningskerfinu, auk þeirr- ar uppbyggingar sem fyrirhuguð er á meginflutningskerfinu. Telur Landsnet að tenging yfir hálendið, með öflugum flutningslínum til norð- urs og austurs, sé besti valkosturinn til að byggja upp meginflutnings- kerfið til framtíðar, með stöðugleika að leiðarljósi. Einnig hefur Landsnet gert til- lögu að framkvæmdaáætlun til næstu þriggja ára. Gangi þær áætl- anir eftir þarf fyrirtækið að ráðast í stórar fjárfestingar á næstu árum. Landsnet hefur gefið út að árleg fjárfestingarþörf sé 7-10 milljarðar króna, eða 70-100 milljarðar á næstu tíu árum. Framkvæmdaáætlunin er í 21 lið, þar af falla 11 undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Kerfisáætlun er lögð fram í sam- ræmi við raforkulög en einnig fylgir umhverfisskýrsla, samkvæmt lögum um umhverfismat áætlana. Efnið er aðgengilegt á heimasíðu Landsnets en hægt er að senda inn at- hugasemdir til og með 1. september nk. Haldinn verður opinn kynning- arfundur í næsta mánuði um kerfis- áætlunina og umhverfisskýrsluna. Engin aukning eftir 2016? Landsneti ber að leggja þessa áætlun fram árlega og fá samþykki Orkustofnunar á henni. Þar þarf að koma fram áætlun um uppbyggingu flutningskerfisins til næstu tíu ára auk framkvæmdaáætlunar til næstu þriggja ára. Markar kerfisáætlunin stefnu varðandi leyfisveitingar til framkvæmda, sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Í kerfisáætluninni er m.a. grein- ing á líkum á aflskorti til ársins 2024. Þar er reiknuð út möguleg viðbótar- aukning álags á hverju ári. Miðað er við óbreytt flutningskerfi og aukn- ingu samkvæmt raforkuspá. Er orkunotkun stórnotenda ekki tekin með í þennan reikning, þeirra sem nota meira en 10MW á ári. Á þessu ári er gert ráð fyrir 50MW viðbótaraukningu umfram áætlaða stóriðju og um 25MW á næsta ári. Eftir það telur Landsnet álagsaukningu ekki mögulega nema til komi nýjar virkjanir. Þá gæti far- ið að bera á raforkuskorti í landinu. Í lok tímabilsins, árið 2024, þurfa að hafa komið til 140MW af nýju virkj- uðu afli til að anna álagsaukningu miðað við raforkuspá. Miðar Lands- net við að líkur á aflskorti fari ekki yfir viðmiðunarmörk uppá 1 klst. af hverjum 10.000. Sem fyrr segir er ekki verið að miða við orkunotkun stóriðjunnar, heldur eingöngu al- mennings og lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Í slíkri raforkuspá er m.a. horft til fjölgunar íbúa og ferða- manna næstu tíu árin. Besti valkostur um hálendið Við áætlun á þróun flutningskerf- isins leggur Landsnet fram tvo meg- invalkosti, annars vegar með teng- ingu yfir hálendið og hins vegar aðgerðir við núverandi byggðalínu. Undir þessum aðalkostum, A fyrir hálendisleið og B fyrir byggðaleið, eru lagðar til níu mismunandi út- færslur með blöndu af nýbyggingum og spennuhækkun úr 132 kV í 220 kV. Nýbyggingar geta svo ann- aðhvort falið í sér loftlínu eða jarð- streng, segir í skýrslu Landsnets, á þeim svæðum þar sem aðstæður kalli á það samkvæmt stefnu stjórnvalda. Landsnet metur þessa valkosti og ber þá saman, einkum m.t.t. stöð- ugleika og styrks flutningskerfisins, aukins flutnings, sveigjanleika orku- afhendingar, rekstraröryggis, nánd- ar við virkjanakosti, flutningstaps og framkvæmanleika. Byggt á þessum matsþáttum og mælikvörðum, og með hliðsjón af áhrifum á gjaldskrá og umhverfi, þá telur Landsnet valkost A1 bestan (sjá meðf. kort). Valkostur B1 er sagður kerfislega betri kostur en A1, en ekki eins álitlegur m.t.t. til umhverfisþátta og mikils fram- kvæmdakostnaðar. Samkvæmt upp- lýsingum frá fyrirtækinu er áætl- aður kostnaður við A1-leiðina 40-50 milljarðar króna og B1 gæti kostað 60-70 milljarða. Hálendisleiðin er mun styttri, eða 514 kílómetrar, á meðan byggðaleið 1 er 861 kílómetri. Endanlegur kostnaður fer eftir ýmsum þáttum, m.a. hlutfalli jarð- strengja, landslags og veðurálags. Landsnet telur að tenging milli norðurs og suðurs í A-kostum sé sá áfangi sem bjóði upp á fljótförnustu úrbæturnar á kerfislægum eig- inleikum og þar skari valkostur A1 fram úr. Þá kemur fram í umhverf- isskýrslu Landsnets að í útfærslum A-valkosta er gert ráð fyrir að 50 km af tengingu yfir hálendið yrði lögð í jarðstreng. Með jarðstrengsút- færslu yrði dregið úr sjónrænum umhverfisáhrifum en slíkar út- færslur hefðu einnig áhrif til auk- innar hækkunar á gjaldskrá. Landsnet segir valkost A1 lagðan fram með heildarstöðugleika að leið- arljósi. Hann geri ráð fyrir að stóru virkjanirnar, sem tengdar eru byggðalínunni, séu tengdar saman með sterkum tengingum ásamt því að þær séu tengdar við stærsta framleiðslukjarnann á Suðurlandi með línu yfir hálendið. „Þessi kostur skilar mikilli aukn- ingu í stöðugleika ásamt töluverðri getu til að flytja afl milli landshluta með stuttum línum, samanborið við byggðalínuhring. Einnig felur þetta í sér að ekki er verið að flytja aflið í gegnum álagsþunga staði sem myndi mögulega fela í sér aukna þörf fyrir stýrt launafl til spennu- stýringar,“ segir m.a. í skýrslu Landsnets. Ýmsar framkvæmdir Sem fyrr segir ráðgerir Landsnet talsverðar framkvæmdir á næstu þremur árum. Eru þær listaðar upp hér að ofan. Af þeim fela tvær í sér styrkingu meginflutningskerfisins utan suðvesturhornsins í 10 ára áætlun, þ.e. Kröflulína 3 og Blöndu- lína 3. Miklar framkvæmdir eru fyr- irhugaðar á Norðausturlandi, með tengingu kísilvers á Bakka ásamt tengingu Þeistareykjavirkjunar og breytingum í Kröflu. Landsnet segir áætlaða Suðurnesjalínu 2 stórbæta afhendingaröryggi á Suðurnesjum og svara aukinni flutningsþörf. Þessu tengt verði Sandskeiðslína 1 byggð ásamt tengivirki á Sandskeiði og þar skapist svigrúm til niðurrifs á Hamraneslínum 1 og 2. Þá bendir Landsnet á að auk uppgefinna fram- kvæmda þá verði ráðist í styrkingar og endurnýjun á flutningskerfinu víðs vegar um landið. Veruleg umhverfisáhrif Helstu niðurstöður umhverf- ismatsskýrslu Landsnets eru þær að allir valkostir í flutningskerfinu muni valda neikvæðum og veruleg- um áhrifum á land, landslag, lífríki og ásýnd. Séu valkostirnir bornir saman, m.t.t. umhverfisáhrifa, þá hafi leið A2 minnst neikvæð áhrif og þar á eftir komi leiðir A1 og B2. Leið B1 er talin hafa bæði neikvæðustu umhverfisáhrifin en jafnframt veru- lega jákvæð áhrif á samfélag. Þá er það niðurstaða umhverf- ismatsins að jarðstrengur á Sprengi- sandi muni draga verulega úr um- fangi neikvæðra áhrifa á landslag og ásýnd. Jafnframt muni tillögur að mótvægisaðgerðum draga úr eða koma í veg fyrir neikvæð áhrif á um- hverfið, t.d. á landslag og ásýnd. Hálendisleið besti kosturinn  Landsnet leggur fram áætlun til 2024 um flutningskerfi raforku  Ráðast þarf í framkvæmdir upp á 70-100 milljarða króna næstu tíu árin  Líkur á raforkuskorti eftir tvö ár, verði ekki meira virkjað Framkvæmdaáætlun Landsnets 2015-2018 Heimild: Kerfisáætlun Landsnets 2015-2024 Í framkvæmd frá fyrra ári Sigalda - teinatengi Sigöldulína 3 - aukning flutningsgetu Neskaupsstaðarlína 1 - ídráttarrör í Norðfjarðargöng Framkvæmdir á þessu ári Selfosslína 3 að Þorlákshöfn Hellulína 2 að Hvolsvelli Suðurnesjalína 2 Grundarfjörður - nýtt tengivirki Hrauneyjafosslína 1 - styrking Spennuhækkun til Vestmannaeyja Tenging kísilvers í Helguvík Framkvæmdir 2016 Nýr spennir í Mjólká Afhendingarstaður á Bakka Tenging Þeistareykja Tenging Húsavíkur frá Laxá Kröflulína 3 að Fljótsdalsstöð Hvolsvöllur - nýtt tengivirki Grundarfjarðarlína 2 að Ólafsvík Ólafsvík - tengivirki Framkvæmdir 2017 Sandskeið - tengivirki Sandskeiðslína 1 í Hamranes Fitjalína 3 í Helguvík Framkvæmdir 2018 Stækkun Búrfellsvirkjunar Blöndulína 3 til Akureyrar Sauðárkrókslína 1 í Varmahlíð - ný tenging Líkur á aflskorti í raforkukerfinu Heimild: Kerfisáætlun Landsnets 2015-2024 Árleg viðbótaraukning umfram áætlaða stóriðju 100 50 0 -50 -100 -150 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 MW Helstu valkostir Landsnets til 2024 Heimild: Kerfisáætlun Landsnets 2015-2024 A-1 A-2 H ál en di sl ei ð B yg gð al ei ð B-1 B-2 Nýjar 220 kV línur Núverandi 132 kV línur uppfærðar í 220 kV Í drögum að kerfisáætlun Lands- nets er þemakafli um sæstreng á milli Íslands og Evrópu. Þar segir að skiptar skoðanir séu um slíkan streng og því skipti máli að allar ákvarðanir verði byggðar á traust- um grunni. Nákvæm útfærsla á tengingu strengsins við flutnings- kerfið hefur ekki verið skoðuð, né tenging nýrra virkjana sem kunna að verða byggðar vegna strengs- ins. Landsnet telur að miðað við fullt afhendingaröryggi sæ- strengsins þurfi tvær tengingar á afhendingarstað. „Samkvæmt þeirri grófu mynd sem hef- ur verið birt, er styrkinga þörf í íslenska flutn- ingskerfinu ef það á að geta sinnt flutningi að landtöku- stað sæstrengs,“ segir m.a. í skýrslu Landsnets. Bent er á að staðsetning, stærð og eðli nýrra virkjana (þ.e. vindorka, vatnsorka eða jarðvarmi) geti haft veruleg áhrif á styrkingarþörfina. Styrkinga þörf á flutningskerfi LANDSNET FJALLAR UM SÆSTRENG TIL EVRÓPU Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ligg- ur óafgreidd stefna Landverndar gegn Landsneti þar sem krafist er ógildingar á síðustu kerfisáætlun, sem lögð var fram árið 2014 og gildir til 2023. Stefnan var lögð fram í byrjun þessa árs en að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, framkvæmdastjóra Landverndar, verður málið tekið fyrir í héraðs- dómi í haust. Landvernd telur að Landsnet hafi brotið lög með því að taka ekki af- stöðu til nema brots af innsendum athugasemdum við gerð áætlunar- innar og umhverfismats hennar, líkt og lög kveði á um. Þá telur Land- vernd að áætlunin hafi ekki verið í samræmi við raforkulög. Landsnet setji fram sína eigin raforkuspá, sem ekki sé heimild fyrir, og fyr- irtækið gefi sér þær forsendur í sinni spá að nær allur orkunýting- arflokkur rammaáætlunar komi til framkvæmda á næstu tíu árum. Þá bendir Landvernd á að í áætl- uninni hafi ekki verið fjallað um umhverfisáhrif raunhæfra valkosta, líkt og jarðstrengja eða blandaða leið loftlína og jarðstrengja. Fyrirtaka í héraðsdómi í haust LANDVERND FÓR Í MÁL VEGNA SÍÐUSTU KERFISÁÆTLUNAR Morgunblaðið/Einar Falur Raflínur Flutningskerfi raforku er að mati Landsnets komið að þolmörkum og brýn þörf á að bæta það, til að tryggja öryggi í afhendingu orkunnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.