Morgunblaðið - 30.07.2015, Page 54
54 FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
SVIÐSLJÓS
Guðrún Vala Elísdóttir
vala@simenntun.is
Langi mann að heimsækja óhefð-
bundið, skemmtilegt en friðsælt
kaffihús á Vesturlandi liggur bein-
ast við að renna upp á Hvanneyri.
Þar er Skemman kaffihús opið alla
daga frá 13.30 til 18 og er þetta
annað sumarið sem það er rekið.
„Við opnuðum um miðjan júní í
fyrra,“ segir Stefanía Nindel, einn
rekstraraðila, „og viðtökurnar voru
svo góðar að við ákváðum að halda
áfram núna í sumar.“
Stefanía, sem er með masters-
gráðu í fjármálum og búsett á
Hvanneyri, hafði lengi gengið með
þann draum að opna kaffihús.
„Ég var búin að fá húsnæðið leigt
en var eiginlega hætt við þegar ég
frétti af annarri konu hér sem átti
sama draum og ég.“
Sú kona er Rósa Björk Jóns-
dóttir, grafískur hönnuður sem þá
var nýlega flutt að Hvanneyri og
þriðji aðili kom þeim Rósu og Stef-
aníu saman. Í ljós kom að þrátt fyr-
ir að þekkjast ekkert, höfðu þær
sömu hugmyndir um rekstur á
kaffihúsi. Húsnæðið, sem er gamla
skemman á Hvanneyri, er í eigu
Landbúnaðarháskólans og er elsta
uppistandandi húsið þar, byggt
1896. Sóknarnefndin leigir húsið og
fékk fyrir nokkrum árum styrk til
að gera það upp.
„Við náðum strax vel saman, ég
sé um bókhaldið en Rósa kaffi-
málin. Enda var það svo að þegar
við fórum að leita að kaffiframleið-
anda spurði ég um kílóverðið en
hún um sýrustig og ræktunar-
aðferðir,“ segir Stefanía og hlær.
Þær kaupa kaffið af Reykjavík
roasters, sem flytja inn kaffi beint
frá ræktendum og rista sjálfir. Þær
vildu bjóða upp á hágæðakaffi og
styrkja sjálfbærni, og segja þær að
Reykjavík roasters hafi algjörlega
mætt kröfum þeirra.
Lausnirnar koma til manns
Kaffið bera þær fram í fallegum
bollum sem eru hannaðir og fram-
leiddir af Elísabetu Haraldsdóttur
listakonu, en jafnframt er sölusýn-
ing í Skemmunni á listmunum
hennar. Í sumar bættist þriðji
rekstraraðilinn í hópinn; Kolbrún
Þórarinsdóttir matartæknir, sem
hefur lengi dreymt um að reka mat-
sölustað. Hún var nýlega flutt á
Hvanneyri þegar hún ljóstraði því
upp á prjónakvöldi sl. vetur, að hún
saknaði þess að hvorki væri verslun
á staðnum né veitingastaður.
„Skömmu síðar hringdi Stefanía í
mig og bauð mér samstarf og ég sló
til.“
Stefanía var þá búin að ráða sig í
fullt starf í Borgarnesi og sá fram á
að hún hefði minni tíma fyrir kaffi-
húsareksturinn. „Þess vegna var
það góður kostur að fá Kolbrúnu
með okkur,“ staðfestir Stefanía.
„Við skiptum með okkur helgunum,
en ég get lítið verið á virkum dög-
um. Þetta sýnir líka að maður á
ekki að óttast að segja frá hug-
myndum sínum og draumum. Í
staðinn fyrir að vera hræddur um
að hugmyndum manns verði stolið,
eru líkurnar meiri á því að til
manns komi lausnir, eins og gerðist
í okkar tilfelli.“
Laxavöfflur, hvað er nú það?
Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn hafa
þær svipaðan stíl, smekk og hug-
sjónir sem samræmast í góðri sam-
vinnu. Auk þess hafa þær fjóra ung-
linga sér til aðstoðar á kaffihúsinu.
Húsið sjálft er ekki nema um 60
fermetrar að grunnfleti og í sumar
fengu þær afnot af efri hæðinni
líka. „Við höfum aðeins tekið á móti
hópum og þá höfum við fengið mat
frá Kræsingum í Borgarnesi,“ segir
Kolbrún, „enda ekki hægt að elda
stórar máltíðir hér og gott að vera í
samstarfi við aðra aðila í héraði.“
„Eldhúsið er mjög lítið,“ segja þær
„aðeins 4,7 fm og því ekki aðstaða
til að matreiða flókinn eða mikinn
mat, en við fjárfestum í vöfflujárni
og belgískar vöfflur eru uppistaðan
í bakkelsinu hjá okkur.“
Vöfflurnar eru ósætar og því
hægt að bera þær fram hvort sem
er með jarðarberjasósu og rjóma
sem þær segja vinsælast, eða með
alls konar áleggi. „Við erum komn-
ar með gömlu íslensku skonsu-
hugmyndina skrefi lengra,“ segir
Rósa, „með reyktum laxi, smurosti
og piparrótarrjóma.“ Hér er að
sjálfsögðu notaður reyktur lax úr
héraði, frá Eðalfiski í Borgarnesi.
Heimamenn velviljaðir
„Viðtökurnar urðu strax mjög
góðar,“ segir Stefanía. „Við vissum
auðvitað að það yrði ekki biðröð
fyrsta daginn og uppbygging á
svona rekstri tekur tíma, en sum-
arið í fyrra var mjög gott. Þrátt fyr-
ir að hafa ekkert auglýst hefur traf-
fíkin aukist jafnt og þétt í sumar,
hingað koma sumarbústaðagestir
og fólk úr nágrannasveitarfélögum
auk heimamanna.
Í fyrra komu mest Íslendingar en
núna hefur erlendum gestum verið
að fjölga, við vorum svo heppnar að
í fyrrasumar kom þýsk kona hing-
að, sem var að skrifa fyrir þýskan
ferðabækling og í sumar hefur
komið nokkuð af Þjóðverjum sem
sáu þá umfjöllun.“
Þær langar að þróa reksturinn
áfram og vinna að uppbyggingu,
t.d. að taka við fleiri hópum í fram-
tíðinni, kannski hafa opið í hádeg-
inu og vera með einfaldan en góðan
hádegismat með hráefni úr hér-
aðinu.
„Það er mikilvægt að hafa ein-
hverja starfsemi á staðnum. Áður
heimsótti fólk Ullarselið og fór á
Landbúnaðarsafnið en hvergi var
hægt að kaupa kaffi,“ segja þær og
bæta við að þær séu afar þakklátar
fyrir mikla velvild frá heimamönn-
um sem bæði hafa verið duglegir að
koma og fá sér kaffi og leggja lið
þegar þarf, eins og á Hvanneyrar-
hátíðinni þegar fullt af sjálfboða-
liðum kom og aðstoðaði þær þegar
mikið var að gera. Skemman –
kaffihús verður opið alla daga til 9.
ágúst. Síðan er áformað að vera
með vetraropnun og verður nánar
sagt frá henni á fésbókarsíðu kaffi-
hússins.
Skemman – skemmtilegt kaffihús
Þrjár konur reka saman kaffihús á Hvanneyri Áttu sama drauminn en þekktust ekki fyrir
Viðtökurnar urðu strax mjög góðar Fá kaffið beint frá ræktendum og veitingar úr héraði
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Samhentar Stefanía Nindel, Kolbrún Þórarinsdóttir og Rósa Björk Jónsdóttir reka Skemmuna kaffihús.
Veitingar reiddar fram Melkorka Sól Pétursdóttir að störfum. Í gömlu húsi Skemman kaffihús á Hvanneyri er í húsi sem var reist 1896.
Kynning Heimagerðar auglýsingar.