Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 56
56 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Tyrkir herða enn loftárásir sínar á stöðvar kúrdísku uppreisnarhreyf- ingarinnar PKK í norðvesturhluta Íraks og stefna þannig í hættu sam- komulagi sem þeir eru að ná við Bandaríkjamenn um samstarf gegn hryðjuverkamönnum Ríkis íslams, IS, í Sýrlandi og Írak. Þáttaskil urðu nýlega þegar Tyrkir gerðu í fyrsta sinn árásir á IS-liða handan landa- mæranna í Sýrlandi, að sögn til að hefna fyrir mannskæða sjálfsmorðs- árás í landamæraborginni Suruc sem er aðallega byggð Kúrdum. Er um raunveruleg þáttaskil að ræða? Recep Tayyip Erdogan, for- seti Tyrklands, og fleiri ráðamenn í Ankara hafa áður sagt að þeir myndu ekki taka beinan þátt í átök- unum í Sýrlandi en fordæmt stjórn Bashars al-Assads forseta fyrir hörku hans gegn andstæðingum sín- um. En gagnrýnendur tyrkneskra ráðamanna segja að árásirnar gegn IS núna séu yfirvarp: markmiðið hafi alltaf verið að leggja til atlögu gegn PKK og einnig Kúrdum í Sýrlandi en öflugur vígahópur þeirra, YPG, er tengdur PKK. Tyrkir reyni að blekkja Bandaríkjamenn sem treysta mjög á aðstoð hersveita Kúrda bæði í Írak og Sýrlandi í bar- áttunni gegn IS. Vilja stofna griðasvæði Bandarískir embættismenn hafa nú staðfest að ætlun Tyrkja og Bandaríkjamanna sé að koma á fót griðasvæði í norðanverðu Sýrlandi, þangað geti íbúar sem hafi misst heimili sín vegna átakanna flúið. En harðar árásir Tyrkja á PKK geta truflað þessar fyrirætlanir. YPG hefur síðustu vikurnar náð miklum árangri í bardögum gegn IS- mönnum og stefnir nú að því að hrekja þá frá helstu bækistöð þeirra í norðanverðu Sýrlandi, Raqqa. Það olli mikilli bræði í röðum YPG þegar Tyrkir gerðu í vikunni loftárásir á byggðir Kúrda í Sýrlandi. Yfirmenn tyrkneska flughersins neituðu reyndar að þeir hefðu látið gera slík- ar árásir. Tyrkneska lögreglan hefur síð- ustu vikur handtekið alls liðlega 1.300 manns sem sagðir eru grunaðir um að ganga erinda IS, PKK og harðlínuflokka marxista víða í land- inu. HDP-flokkurinn, sem nýtur stuðnings margra Kúrda í Tyrk- landi, vann óvæntan sigur í þing- kosningum í júní og fékk 13% at- kvæða og 80 þingsæti. Annar formanna HDP, Selahattin Demir- tas, segir í viðtali við BBC að Erdog- an stefni að því að efna aftur til kosn- inga við fyrsta tækifæri. Vilji Erdogan og AK-flokkur hans, sem missti óvænt meirihlutann á þingi í júní, nú reyna að æsa upp þjóðern- istilfinningar Tyrkja gegn kúrdíska þjóðarbrotinu og kljúfa um leið stjórnarandstöðuna. Ætlun Tyrkja með árásum á PKK og Kúrda í Sýr- landi sé að hindra hina síðarnefndu í að ná valdi á samhangandi svæði í norðurhluta Sýrlands, þróun sem gæti eflt sjálfstæðisóskir Kúrda en þeir eiga hvergi sitt eigið ríki. Höfðað til þjóðernistilfinninga „Tyrkneska stjórnin hefur miklar áhyggjur af því að Kúrdar reyni að stofna sjálfstætt ríki í Sýrlandi,“ sagði Demirtas. „Með griðasvæðinu ætla Tyrkir að stöðva Kúrda, ekki IS.“ Erdogan hefur sakað HDP um að styðja PKK og aðra sjálf- stæðissinna og vilja kljúfa ríkið. Harðlínustefna Erdogans og forsætisráðherra hans, Ahmeds Davutoglu, gegn PKK hefur komið vest- rænum leiðtogum í mikinn bobba. Tyrkir hafa að vísu fengið loforð frá Atlantshafsbandalaginu um óskil- greindan stuðning vegna „óstöðug- leika á landamærunum og hryðju- verkastarfsemi“, eins og það er orðað. En margir hafa efasemdir um heilindi Tyrkja. Minna má á að Ur- sula von der Leyen, varnarmálaráð- herra Þýskalands, sagði á fundi NATO á þriðjudag að hún hefði áhyggjur af „árásunum á PKK“. Séð í gegnum fingur með mannréttindabrot En eru Kúrdar á svæðinu öllu sameinaðir gegn Erdogan og ríkis- stjórn hans? Það sem Tyrkir óttast mest er að Kúrdar á öllu svæðinu handan landamæranna hefji virkan stuðning við kröfur þjóðarbrots Kúrda í Tyrklandi, um 15 milljónir manna, sem vilja aukið sjálfsforræði og sumir fullt sjálfstæði. Ósvífin mannréttindabrot Tyrkja gagnvart Kúrdum gegnum tíðina undir yfir- skini baráttu gegn klofningi ríkisins valda því að margar Evrópuþjóðir hafa oft hikað við að fordæma árásir og hryðjuverk PKK sem hafa barist fyrir sjálfstæði í rúma þrjá áratugi. Um 40.000 manns hafa fallið í þeim átökum. En vegna mikilvægis Tyrk- lands, ekki síst í kalda stríðinu, hafa bæði NATO og Bandaríkin reynt að friða Tyrki með því að skilgreina PKK sem hryðjuverkasamtök. Langöflugustu herflokkar Kúrda í baráttunni gegn IS eru peshmerga, hersveitir sjálfstjórnarhéraðs íraskra Kúrda í norðanverðu land- inu. Í þeim sveitum eru sennilega um 200 þúsund manns, margfalt meira lið en í sveitum YPG og PKK. Að vísu er peshmerga yfirleitt illa vopn- um búið vegna tregðu margra vest- rænna ríkja til að selja þeim fullkom- in vopn af ótta við viðbrögð stjórnvalda í Bagdad. Þau óttast að verði peshmerga-sveitirnar of öflug- ar muni Kúrdarnir stofna algerlega sjálfstætt ríki í héruðum sínum, rífa sig lausa. Auk þess gætu Kúrdarnir notað tækifærið til að leggja undir sig nokkur umdeild, írösk svæði með olíulindum. Enn er deilt um það hvernig skipta skuli tekjum af olíu- sölu milli héraða Kúrda og annarra hluta Íraks. Íraskir Kúrdar og Erdogan Samskipti Tyrkja og sjálfstjórnar- héraðs Kúrda í Írak, með aðalstöðv- ar í borginni Erbil, hafa verið góð síðustu árin. Þess má geta að Kúrd- arnir hafa lengi (í óþökk ráðamanna í Bagdad) selt mikið af olíu til Tyrk- lands, oftast með tankbílum. Þetta smygl fer að sjálfsögðu fram með vit- und og vilja ráðamanna í Ankara. Þótt margir Kúrdar finni til ákveð- innar samkenndar með þjóðbræðr- um sínum í PKK líta sumir þeirra á liðsmenn samtakanna sem öfgafulla marxista. Ráðamenn í Erbil hafa hrósað Erdogan sem hefur þrátt fyr- ir allt aukið réttindi tyrkneskra Kúrda í valdatíð sinni. Þeir hvetja nú bæði Erdogan og PKK til að semja um frið. Athygl- isvert er að PKK hefur ekki enn slit- ið friðarviðræðunum með formleg- um hætti. Fljótlega mun koma í ljós hvort Erdogan lætur undan og hefur aftur viðræður. En þangað til það gerist getur Ríki íslams hrósað happi yfir því að Tyrkir líti á Kúrda sem enn hættulegri óvini en ofstæk- isfyllstu íslamista Mið-Austurlanda. Óttast sjálfstæðisþrá Kúrda  Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti lemur á PKK og reynir að sundra stjórnarandstöðunni  Vísbendingar um að loforð hans um baráttu með Bandaríkjamönnum gegn IS séu aðeins skálkaskjól Istanbúl ANKARA ÍRAK GEORGÍA Svartahaf Miðjarðarhaf GRIKKLAND ARMENÍA ÍRAN TYRKLAND SÝRLAND Adana Ceylanpinar Kobane Tal Abyad SurucKilis Diyarbakir Mosúl 100 km Lice 32 menn biðu bana í Kúrdabænum Suruc. Talið er að vígamenn samtakanna Ríkis íslams hafi gert árásina Tyrkneskur landamæravörður lét lífið í árás vígamanna IS í grennd við borgina Kilis Tyrkneskar herþotur gerðu árásir á skotmörk í Sýrlandi. Tugir vígamanna Ríkis íslams (IS) og PKK handteknir Incirlik herflugvöllur PKK Mars 2013: Vopnahléi lýst yfir Meira en 40.000 manns hafa beðið bana í átökum PKK og Tyrkja frá 1984 Leiðtogi: Abdullah Öcalan (í fangelsi frá 1999) Verkamanna- flokkur Kúrdistans Stofnaður 1978 Tveir tyrkneskir lögreglumenn drepnir í landamærabænum Ceylanpinar. PKK lýsti árásinni á hendur sér 22 23 24 26 27 28 NATO lofar stuðningi við Tyrki í baráttunni gegn „hryðju- verkastarfsemi“ Stjórnvöld í Tyrklandi boðuðu frekari hernaðaraðgerðir gegn PKK í Írak Átök milli tyrkneskra mótmælenda og lögreglu í Istanbúl 20. júlí Helstu byggðir Kúrda Nokkrir mikilvægir atburðir eftir mannskæða sjálfsmorðsárás í sunnanverðu Tyrklandi 20. júlí Herferð Tyrkja gegn Ríki íslams og vígasamtökum Kúrda AFP Burt! Óeinkennisklæddir lögreglumenn í Ankara handtaka mann sem tók þátt í mótmælum vegna morða á Kúrdum í borginni Suruc í liðinni viku. Kúrdar segja stjórn Erdogans styðja með óbeinum hætti IS sem stóð fyrir árásinni. Flugvellir í Tyrklandi » Tyrknesk stjórnvöld heim- iluðu í liðinni viku Bandaríkja- mönnum að nota tvo tyrkneska herflugvelli, Incirlik og Diy- arbakir, til loftárása á stöðvar Ríkis íslams (IS). » Þær hafa fram til þessa þurft að fljúga langa leið frá bækistöðvum við Persaflóa. » IS hefur á að skipa mun færri hermönnum en Íraksher. En hann er þjakaður af lélegum baráttuanda vegna deilna sjíta og súnníta í landinu. » Stjórn Assads Sýrlands- forseta á nú mjög í vök að verj- ast. En hún nýtur stuðnings Ír- ana sem líta á alavítann Assad sem trúbróður sjíta. » Margir Tyrkir álíta IS vera eina aflið sem geti truflað áform sjíta í Íran um að þenja út veldi sitt um Mið-Austur- lönd. Nær allir Tyrkir eru súnn- ítar. Erdogan Tyrklandsforseti hefur verið óslitið við völd í landinu frá 2002, fyrst sem forsætisráðherra en sem forseti síðan í fyrra. Hann er súnní-múslími og en hef- ur að jafnaði þótt fremur hófsamur, a.m.k. miðað við harðskeytta íslamista. En einræðishneigð hans hefur verið gagn- rýnd og komið hafa upp spillingarmál, tengd honum. Forsetaemb- ættið er nánast tyllistaða og Erdogan hugðist láta þingið gera það mun valdameira. En til þess þarf hann tvo þriðju hluta þingsæta. Vonbrigði hans voru því mikil þegar sú áætlun rann út í sandinn í júní sl. AK- flokkur hans missti meirihlutann. Nú sakar forsetinn HDP, nýjan vinstriflokk á þingi, sem styður réttindi Kúrda, um að styðja PKK. Vill hann að þinghelgi fulltrúa HDP verði aflétt svo að hægt sé að rannsaka mál þeirra og ákæra þá sem sannað verði að hafi samband við PKK. Hótar stjórnarandstæðingum ERDOGAN VILL TRYGGJA SÉR MEIRI VÖLD Tayyip Recep Erdogan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.