Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 62
62 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015
Árið 1962 hélt fé-
lagið Frjáls menning
ráðstefnu í tilefni af
ráðagerðum um, að
ríki Fríversl-
unarbandalagsins
bættust í Efnahags-
bandalag Evrópu.
Spurningin var, hvað
þá yrði um Ísland,
sem í hvorugu banda-
laginu var.
Eftirfarandi orð Bjarna Braga
Jónssonar á ráðstefnunni eru upp-
hafsorð umræðu um auðlindaskatt
á Íslandi: „Efnahagsbandalagið á
að geta skilið, að við eigum þessar
auðlindir í þjóðarsameign og þurf-
um að halda því áfram, og við
þurfum með einhverjum hætti að
geta takmarkað ásóknina og skatt-
lagt hæfilega þessa uppsprettu.
Við höfum gert það með tolla-
pólitíkinni í raun og veru. Þess
vegna vil ég halda því fram, að ef
við göngum í slíkt bandalag, sem
ég tel að muni þá vera með auka-
aðild, þá muni vera raunhæft að
hækka nokkuð verðið á erlendum
gjaldeyri til mótvægis við lækkun
tollanna, en taka tilsvarandi hluta
af gjaldeyriskaupum frá sjávar-
útvegi og fiskvinnslu og líta á þann
skatt sem auðlindaskatt til þjóð-
arinnar.“ - Að hækka verð á er-
lendum gjaldeyri er oftast nefnt
gengislækkun.
Í Fjármálatíðindum 1975 út-
færði Bjarni málið með greininni
Auðlindaskattur, iðnþróun og efna-
hagsleg framtíð Íslands. Þar kem-
ur fram, að helstu ráðamenn efna-
hagsstjórnar landsins eru á sama
máli og hann. Það var einmitt árið
1975, að Íslendingar voru að því
komnir að eignast forræði yfir svo
til öllum fiskimiðum við landið. Því
var eitt atriði í máli Bjarna orðið
brýnt úrlausnarefni, það að hafa
stjórn á nýtingu fiskimiðanna. Um
það efni vísar hann til fræðigreina,
sem urðu stofn umræðu um hag-
fræðilega fiskveiðistjórn; þær eru
eftir Bretana Gordon (1954) og
Scott (1955). Reyndar vísa Bret-
arnir á sóknarstjórn til hag-
kvæmrar nýtingar sameiginlegrar
auðlindar, en í umræðu hér og
annars staðar er vísað
á aflastjórn, og þykj-
ast menn engu að síð-
ar styðja mál sitt með
uppstillingu Bret-
anna.
Annað atriði í máli
Bjarna var, að það
væri réttlátt, að eig-
andi hinnar sameig-
inlegu auðlindar, eins
og hann kvað þjóðina
vera, tæki með valdi
(ríkisins) gjald af
þeim, sem hagnýttu
sér hana. Þar hefur verið föst sú
hugsun, að fiskstofnarnir séu auð-
lind. Svo er ekki, það er lífríkið,
sem ber uppi nytjafiskana, sem er
auðlind, á sama hátt og skóglendi
er auðlind, en ekki skógarviðurinn.
Þriðja atriðið er það, sem felst í
orðunum iðnþróun og efnahagsleg
framtíð í greinarheiti Bjarna, að
sjá til þess, að ríkidæmi sjávarins,
sem væri takmarkað, spillti ekki
fyrir starfsemi, sem getur vaxið.
Það vildi hann gera með því, að
ríkið taki hluta af gjaldeyrinum,
sem sjávarútvegurinn aflar, og
kallar það auðlindaskatt.
Á ráðstefnunni 1962 kom fram,
annars vegar, að leitað yrði eftir
því við aðild Íslands að Efnahags-
bandalaginu, að Ísland héldi for-
ræði fiskimiða – landhelgin var þá
12 mílur, og hins vegar, að öll fyr-
irtæki bandalagsins hefðu sama
rétt til fiskveiða við Ísland, en ís-
lenska ríkið seldi réttinn þeim,
sem best byðu; þannig héldu Ís-
lendingar arðinum af auðlindinni.
Rétturinn, sem þá hefur alltaf ver-
ið átt við, er réttur til afla.
Upp úr 1980 bar á því, að þess
væri krafist, að fest yrði í lög, að
fiskveiðiauðlindin væri sameign
þjóðarinnar, og mælt með því, að
ríkið seldi aflaheimildir, gjarna af
sömu mönnum. Að þessu stóðu
þeir, sem leynt og ljóst ætluðu Ís-
landi stöðu í Efnahagsbandalag-
inu, því hlaut maður að taka eftir á
þessum árum.
Í þessu ljósi verður skilið,
hvernig framsal fiskveiðiheimilda
komst á í áföngum. Þar er hlutur
Halldórs Ásgrímssonar í ráðherra-
stöðu mestur. Síðan árið 1972 átti
Halldór sér þá hugsjón, að Ísland
gengi í Efnahagsbandalagið. Hann
varð þingmaður Framsókn-
arflokksins 1974, án þess að flokks-
menn hefðu hugmynd um þessa af-
stöðu hans, og fyrr en varði var
hann orðinn varaformaður flokks-
ins og síðar formaður. Hann var
þingmaður 1974-78 og 1979-2006
og ráðherra 1983-1991 og 1995-
2006, sjávarútvegsráðherra 1983-
1991. Það var fyrst í viðtali í
Morgunblaðinu 18. ágúst 2006, að
mönnum varð kunnugt um þessa
staðföstu hugsjón hans, rétt eftir
að hann hafði sagt öllu af sér. Það
kemur fram í grein Svans Krist-
jánssonar, Lýðræðisbrestir ís-
lenska lýðveldisins. Frjálst framsal
fiskveiðiheimilda í Skírni haustið
2013, hvílíkt kapp Halldórs var ein-
mitt í því máli, framsali fiskveiði-
heimilda.
Þannig verður einnig skilið,
hversu vegna þeir, sem vilja hafa
Ísland í Evrópusambandinu,
brugðust illa við í ár, þegar lagt
var til að miða auðlindagjald á
sjávarútveg við afkomu fyrirtækja,
en ekki aflamagn. Með því móti
verður nefnilega ekki sameig-
inlegur grunnur til að miða við öll
fyrirtæki Evrópusambandsins, eins
og gæti orðið með sölu á aflarétti
þeim til handa.
Enn má skilja í þessu ljósi það
kapp, sem þeir, sem hafa ætlað Ís-
landi stöðu í Evrópusambandinu,
hafa sýnt við að fá sett í stjórn-
arskrá ákvæði um þjóðareign á
fiskimiðunum. Slíkt ákvæði yrði
efni í málatilbúnað við upptöku Ís-
lands í Evrópusambandið, þar sem
menn mættu ætla sér að halda því
fram, að með því viðhafa sölu á
aflaheimildum á Íslandsmiðum
væru öll fyrirtæki sambandsins við
sama borð, íslensk fyrirtæki jafnt
og fyrirtæki annarra ríkja sam-
bandsins.
Hugmyndir að baki stjórn
ríkisins á fiskveiðum
Eftir Björn S.
Stefánsson » Í huga sumra var
frjálst framsal
aflaheimilda ætlað
til að greiða fyrir
upptöku Íslands
í Evrópusambandið.
Björn S. Stefánsson
Höfundur er í Vísindafélagi
Norðmanna.
Fyrir 100 árum var
mikil vakning meðal
Íslendinga varðandi
þjóðernisvitund sína.
Þjóðin var að rífa sig
upp úr aldalangri ör-
birgð þar sem nátt-
úruhamfarir og erlend
yfirráð höfðu lagst á
eitt með að brjóta
andlegt þrek lands-
manna niður. Afleið-
ingar þeirra erfiðu tíma leiddu m.a.
til fólksflótta til Vesturheims. Flest-
ir vesturfaranna flæmdust úr landi
vegna fátæktar og því er athygl-
isvert að sterk íslensk þjóðern-
iskennd gaf „flóttafólkinu“ styrk í
nýjum krefjandi aðstæðum og þjóð-
erniskenndina varðveita afkomend-
urnir enn sem dýrmæta arfleifð.
Þjóðin þekkir sögu sína og upp-
runa í norrænum víkingum og írsk-
um þrælum. Þjóðin þekkir sögu
kristnitökunnar og ætti að vita að
írsku ambáttirnar sem víkingarnir
gerðu að kynlífsþrælum eignuðust
börn sem þær fræddu um kristni.
Ásatrúarmenn höfðu því í raun lagt
grunninn að falli trúar sinnar með
þrælahaldi á kristnum konum sem
innrættu börnum sínum kristin við-
horf og ruddu jarðveg-
inn að kristnitökunni
árið 1000. Á grunni
kristninnar lagði svo
þjóðin hornstein að lífi
sínu gegnum aldirnar
og fyrstu ritin sem
gefin voru út á prenti
voru biblíuleg rit.
Handrit Íslendinga-
sagna túlka gjarnan
heiðin og kristin við-
horf þar sem þjóð-
menningin rís upp úr
tötrum fátæktar í
sterkum þjóðhollum viðhorfum. Ís-
lendingar vildu allir vera bæði
kristnir og heiðnir.
Biblían hélt/heldur ísraelsku
þjóðinni saman í gegnum ótrúlegar
þrengingar aldanna. Biblían leggur
áherslu á að rækta þjóðernisvitund
og standa vörð um land og þjóð.
Biblían hefur einnig veitt Íslend-
ingum innblástur varðandi þjóðern-
isvitund. Guð veit hvað er mik-
ilvægt. Íslendingasögur
fornbókmennta draga fram hetju-
ímyndir manna og kvenna undir
ýmsum formerkjum. Hetjusögur
gamla tímans voru og eiga að vera
lesefni æskufólks og gefa þjóðinni
innblástur sem styrkir í harðri lífs-
baráttu. Bækur eins og Njála, Egils
saga og Grettis saga hafa í gegnum
ár og aldir verið lesnar samhliða
Biblíunni, með góðum árangri fyrir
þjóðernisvitund landsmanna.
Setning eins og „Fögur er hlíðin,
svo að mér hefur hún aldrei jafn-
fögur sýnst, bleikir akrar en slegin
tún, og mun ég ríða heim aftur og
fara hvergi.“ lýsir ættjarðarást.
Þjóðskáldin gengu í lið með
hetjum fornsagnanna „Því Gunnar
vildi heldur bíða hel en horfin vera
fósturjarðar ströndum“ kvað Jónas
Hallgrímsson. Ættjarðarljóð þjóð-
skáldanna stöppuðu stáli í landann.
Ungmennafélögin unnu að því að
styrkja æsku landsins til sálar og
líkama. Sterkum leiðtogum þeirra
fylgdi eldmóður athafnanna, sem
smitaði út frá sér og þjóðin tók
slaginn þar sem hugurinn bar menn
hálfa leiðina að settum markmiðum.
Guð Biblíunnar gaf íslenskri þjóð
land, sjálfstæði, skóla og sjúkrahús.
Guð gaf velferðarkerfi. Sagt er að
sterk bein þurfi til að þola góða
daga. Fylgifiskar velmegunar eru
því öfl sem reyna mjög á mannleg
gildi. Ef „mannauður“ menntunar-
innar byggist ekki á manngildum
og samábyrgð er voðinn vís.
Skyldurækni og fórnfýsi í þágu
lands og þjóðar, sem grundvölluð er
á þjóðhollustu, er sterk stoð í sam-
félagi manna en sérgæði, heimtu-
frekja og ofmat á eigin verðleikum
eru oft merki um óþjóðrækni, stoðir
slíkra eru fúnir raftar efnishyggju.
Biblían, sem vísar mjög til mann-
gilda, segir að speki sé að trúa á
Guð en heimska að gera það ekki.
„Þekkingin blæs menn upp en kær-
leikurinn byggir upp.“ (1. Kor. 8:1.)
„Dramb er falli næst,“ segir
málsháttur. Á árunum fyrir hrun
gafst aldrei tími til að fara með
„þjóðarbílinn“ í skoðun og loks var
honum ekið um, ljóslausum og
bremsulausum og þegar hann lenti í
skurði utan vegar var heimskreppu
kennt um kæruleysið. „Ökumað-
urinn“ hafði bílpróf en röng for-
gangsröð verka olli slysinu. Þjóð-
holl gildi voru aftengd og
„miskunnsömu Samverjarnir“ buðu
100% íbúðalán, o.s.frv.
Á allra síðustu árum hafa stöku
menn kynnt sig sem menningarleg
örverpi með því að greina hetjur
fornbókmenntanna út frá sjúkleg-
um hugarheimi sínum og þannig
reynt að saga stoðirnar undan
menningararfleifð hreysti og hug-
prýði. Lúmsk viðhorf fjölmenningar
hafa fundið upp orð eins og „þjóð-
remba“ en því orði er ætlað að nið-
urlægja þjóðholl viðhorf. Skoð-
anakannanir sýna að helmingur
æskumanna landsins, þeirra sem
erfa landið, lítur á það sem jafn-
góðan og sjálfsagðan kost að setjast
að til frambúðar erlendis. Það þarf
að taka til í þjóðarvitund ungmenn-
anna eins og gert var hér áður fyrr.
Sjálfstæði landsins er í veði. Fjöl-
menningarvellan er fúlegg sem
fjarlægja þarf úr hreiðri þjóð-
arinnar með ræktun lands og lýðs í
grónum viðhorfum íslenskrar
menningar.
Það er ekki hægt að úrelda Biblí-
una eða Íslendingasögurnar og
kasta þeim auðlindum á eldinn í
skiptum fyrir vatnsgraut andlausr-
ar fjölmenningar sem hvergi hefur
ríkisfang.
Íslenski hundurinn var að úr-
kynjast og deyja út þegar síðustu
„eintökin“ voru flutt til Kanada og
kyninu bjargað af fyrirhyggjusömu
fólki. Kannski er eins að fara fyrir
íslenskri þjóðhollustu og leita verði
í sjóði Vestur-Íslendinga til að efla
þjóðarvitundina. – Íslandi allt.
Ég bið Íslendingum Guðs friðar.
Þjóðhollur
Eftir Ársæl
Þórðarson » Ásatrúarmenn höfðu
því í raun lagt
grunninn að falli trúar
sinnar með þrælahaldi á
kristnum konum
Ársæll Þórðarson
Höfundur er húsasmiður.
Jæja, þá er stóra stundin að renna
upp, verslunarmannahelgin er hand-
an við hornið. Gerið það nú fyrir
mig, allir ökumenn, að keyra varlega
og hafa í huga að betra er að koma
seint en aldrei. Munið einnig að öku-
maður sem er að skrifa smáskilaboð
undir stýri er 23 sinnum líklegri til
að valda slysi en ella.
Áhyggjufull mamma.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Helgin framundan
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Umferðarslys Hver vill hafa það á samviskunni að hafa valdið slysi?
Félag eldri borgara
Reykjavík
Mánudaginn 27. júlí var spilaður
tvímenningur á 16 borðum hjá brids-
deild Félags eldri borgara í Reykja-
vík.
Efstu pör í N/S
Guðlaugur Bessas. – Guðm. Sigursteins. 398
Pétur Antonss. – Guðlaugur Nielsen 375
Magnús Oddss. – Oliver Kristófersson 373
Björn Árnason – Auðunn R. Guðmss. 363
A/V
Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 392
Jón Hákon Jónss. – Björn E.Péturss. 361
Óli Gíslason – Magnús Jónsson 353
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 351
Bikarkeppnin
Nokkrum leikjum er lokið í ann-
arri umferð bikarsins. Sl. þriðjudag
var hörkuleikur milli Málningar og
Þróttar sem lauk með sigri hinna
fyrrnefndu, 85-73.
Önnur úrslit sem þekkt ru:
Rúnar Einarsson – GSE 178-78
Lögfr.stofa Ísl. – Sigurjón Harðars. 103-71
Skinney Þinganes – Guð. Ólafss. 105-74
Síðasti spiladagur annarrar um-
ferðar er 9. ágúst.
16 borð hjá FEBR
Fimmtudaginn 23. júlí var spilað-
ur tvímenningur á 16 borðum hjá
bridsdeild Félags eldri borgara í
Reykjavík.
Efstu pör í N/S
Guðlaugur Nielsen – Pétur Antonsson 399
Hulda Hjálmarsd. – Unnar A. Guðmss. 386
Hrafnh. Skúlad. – Guðm. Jóhannss. 379
Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 353
A/V
Jón Jóhannsson – Sturlaugur Eyjólfss. 384
Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 383
Oddur Halldórss. – Ægir Ferdinandss. 364
Björn Péturss. – Ólafur B. Theodórs 360
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is