Morgunblaðið - 30.07.2015, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 30.07.2015, Qupperneq 64
64 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum Flestu fólki líkar vel við miðborg Parísar. Skyldi það vera til- viljun? Nei, ástæðan er sú að borgin var skipu- lögð með það fyrir aug- um að hún væri harm- ónísk, þ.e. að byggingar féllu hver að annarri með ákveðnu mynstri, sem George-Eugene Haussmann sagði fyrir um. Sem dæmi var ætlast til þess að byggingar sem stæðu hlið við hlið væru sex hæðir og svalir væru á 3. og 6. hæð. Verslanir á 1. hæð og góðar íbúðir fyrir ofan. Arkitektar og verk- takar gátu ekki leyft sér að byggja hvað sem þeim sýndist á úthlutaðri lóð. Reykjavík Reykjavík byggðist upp frá lokum átjándu aldar en eiginlegt götuskipu- lag varla fyrr en um 100 árum síðar. Vegna lágrar sólstöðu og skugga- varps voru menn framan af á því að hús ættu varla að fara yfir 3-4 hæðir. En hér var enginn Haussmann og er ekki enn þótt margir merkismenn hafi lagt til byggingasögu Reykjavík- ur. Byggðin varð því sundurleit en samt nokkuð í samræmi við fjögurra hæða hugmyndina innan gömlu Hringbrautarinnar, sem hér er til umfjöllunar. Verktakaskipulag Eftir síðari heimsstyrjöld varð breyting og svo virðist sem vaxandi stefnuleysi hafi ráðið för en að verk- takar hafi fengið að valsa frjálslega um. Verktakar tóku að byggja hús sem harmónera mörg hver ekki við umhverfið, þ.e. gömlu byggðina, auk þess sem ekki hefur verið gætt að því að tryggja mannlíf í miðborginni með brottflutningi verslunar og íbúa þaðan. Mætti lesandinn ímynda sér hvernig Reykjavík liti út ef ekki væri Morgunblaðshöllin og nýbyggingar við hana, Landsímahúsið við Austurvöll, viðbótin við Útvegsbankahúsið (Héraðsdóm) og svarta furðuverkið á Lækj- artorgi. Í staðinn væru lægri og smærri hús í samræmi við gamla umhverfið í kring. Ímyndið ykkur Ingólfstorg. Sá sem þetta ritar sér birtuna og sólina streyma inn í götur og torg ef ekki væru þessi hús. Hann fagnar því einnig, að endurbyggð voru gömul hús við Lækjartorg eftir brunann mikla og að forðað var niðurrifi gam- alla húsa á mótum Skólavörðustígs og Laugavegar þar sem verktakar höfðu stórvaxnar hugmyndir. Á sama tíma jókst því miður skuggavarpið í Skuggahverfinu vegna nýrra háhýsa. Hvar er Haussmann? En áfram skal byggja og enn eru N.N. verktakar á ferð. Enginn veit hverjir þeir eru eða hver gaf þeim valdið. Þeir tilkynna bara fyrirætl- anir sínar. Skipulagsyfirvöld og kjörnir fulltrúar almennings segjast engu ráða vegna furðulegrar skaða- bótaskyldu gagnvart verktökunum. Hver leyfði kjörnum fulltrúum að gefa frá sér vald og ábyrgð? Birtar hafa verið myndir af fáránlegum hug- myndum að hóteli við Lækjargötu þar sem langeldurinn stóð. Og nú síð- ast birtist risavaxið deiliskipulag sunnan við Hörpu, sem augljóslega mun loka sjónlínum úr miðborginni að Hörpunni og Esjunni. Maður sýp- ur hveljur og veltir því fyrir sér hvort við Reykvíkingar getum virkilega ekki fundið einhvern Haussmann? Kaupstaðurinn á að vera fagur og mannvænn þótt vissulega þurfi að tryggja að hann sé ekki dautt safn gamalla húsa. Tillaga Á mynd nr. 1 er fyrirliggjandi deili- skipulag sunnan við Hörpu, ég kalla það Hörpuborg. Byggingarmagn Hörpuborgar er 62.000 fermetrar eða jafn stórt og fyrri áfangi fyrirhugaðra nýbygginga Landspítalans, sem sprengja á niður í gömlu Hringbraut- ina (annað byggingarslys í uppsigl- ingu, sem ég hef fjallað um áður og bent á lausn á). Ég er talsmaður þess að reist verði hótel við Hörpu á norð- vesturbakka lóðarinnar en tillaga mín er sú að ekki verði byggt austanvert á lóðinni frá Hörpu að Lækjartorgi og að svarta húsið á Lækjartorgi verði rifið. Holan við Hörpu verði notuð að hluta til þess að hleypa Geirsgötu í stokk neðanjarðar/sjávar og undir hótelbygginguna eða komi upp sunn- an við hótelið. Með þessum hætti myndast stórt torg, Hörputorg, sem væri gönguleið frá Hörpu alveg að Lækjartorgi og myndi kallast á við Arnarhól (sjá mynd 2) og myndi nýt- ast til mannfagnaða borgarbúa. Gamli hafnargarðurinn fengi að standa á Hörputorgi og e.t.v. yrði Lækurinn opnaður á ný. Útsýni að Hörpu og Esjunni og frá Hörpunni að Lækjargötu væri tryggt. Íhuga ætti að auki að minnka byggingarmagn á suðvesturhluta lóðarinnar og setja þar niður smærri og lægri byggingar. En stóru húsin, þ.m.t. höfuðstöðvar Landsbankans, verði utan gamla kaupstaðarins. Hörpuborg eða Hörputorg? Eftir Pál Torfa Önundarson » Tillaga mín er sú að ekki verði byggt austanvert á lóðinni frá Hörpu að Lækjartorgi. Nýtt Hörputorg nái frá Hörpu að Lækjartorgi … Páll Torfi Önundarson Höfundur er læknir, áhugamaður um fegurð og mannlíf í gömlu Reykjavík. Hörpuborg Byggingarmagn er 62.000 fermetrar. Hörputorg Torgið mætti nýta til mannfagnaða. Það sem stöðugt er í umræðunni um þess- ar mundir eru flugvallarmálin í Reykjavík og bygging nýs landspítala. Það er greinilegt að borg- arstjórn Reykjavíkur vinnur að því að Reykjavíkurflugvelli verði lokað. Ég vil því setja fram mínar til- lögur um þessi mál. Það er unnt að leysa bæði þessi mál á einfaldan hátt ef menn hugsa aðeins fram fyrir nefið á sér. Rögnunefndin svo- nefnda kom með nýjar tillögur, sem kosta miklar fjárhæðir í fram- kvæmd og deilur eru um staðsetn- ingu Landspítala og sjúkraflug tengt því. Lausnin á þessu er ein- faldlega að leggja nið- ur Reykjavíkurflugvöll og færa innanlands- flugið til Keflavíkur. Þar ætti síðan að byggja nýjan hátækni- spítala Íslands. Það eru á döfinni áætlanir um hraðlest- arkerfi milli Reykjavík- ur og Keflavíkur og verður þá fljótlegt að komast á milli fyrir starfsfólk sem getur haft búsetu hvar sem það vill á höfuðborgarsvæðinu eða á Reykjanesi. Hér er þarf starfsfólk ekki að æsa sig yfir því að þurfa að flytja „út á land“. Reykvíkingar gætu áfram haft sína bráðamóttöku og starfrækt eitt sjúkrahús eins og gert er í öðrum þéttbýliskjörnum. Allar meiri háttar aðgerðir yrðu gerðar á hátæknispítala í Reykja- nesbæ . Nauðsynlegt getur verið að hafa sérstaka lest til að flytja sjúk- linga sem koma með sjúkrabílum frá hinum ýmsu landshlutum. Það ætti ekki að vera ríkinu ofviða að útbúa sjúkraklefa vel búinn tækj- um, þegar læknishéruðum á land- inu tekst að tækjavæða sjúkra- bílana með nýjustu tækjum. Borgarspíltalinn gæti þá nýst sem hjúkrunarheimili aldraðra, eins og einhvern tíma var hugmyndin og sárlega vantar. Reyndar var lagt fé til byggingar hans úr framkvæmda- sjóði aldraðra á sínum tíma. Kannski væri hægt að nýta bygg- ingar á Vallarsvæðinu í tengda þjónustu og/eða sjúkrahúsið í Reykjanesbæ. Var ekki búið að koma upp mjög fullkominni skurð- stofu þar fyrir nokkru síðan? Há- tæknisjúkrahús þarf að rísa sem næst flugvelli. Það verður það greinilega ekki í Reykjavík. Nú segja menn auðvitað að búið sé að eyða fé í hönnun spítalans í Reykja- vík, en það hlýtur að vera hægt að nýta hönnunina þó staðsetning verði önnur. Er ekki betra að staldra við og hugsa upp á nýtt, en að troða spítalanum niður þar sem aðgengi er erfitt og við flugvöll sem á að loka, og sjá svo eftir áratug eða svo, að hlutirnir ganga ekki upp? Auðvitað segja einhverjir sér- fræðingar að „venjuleg kona úti á landi“ eigi nú ekki að þykjast hafa vit á þessum málum, En þegar mál- ið er skoðað án tillits til einhverra sérhagsmuna og fordóma, blasir þessi lausn við. Ég skora á stjórn- völd að skoða þetta með opnum huga! Í framhaldi mætti skoða flutning fleiri stofnana, sem þjóna öllu land- inu, til Reykjanesbæjar, allt starfs- fólk getur haldið sinni vinnu, þarf bara að skjótast með hraðlest í 10- 15 mínútur. Eftir Þrúði Kristjánsdóttur Þrúður Kristjánsdóttir »Reykvíkingar gætu áfram haft sína bráðamóttöku og starf- rækt eitt sjúkrahús eins og gert er í öðrum þétt- býliskjörnum. Höfundur er fv. skólastjóri. Ekki bæði sleppt og haldið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.