Morgunblaðið - 30.07.2015, Side 68
ÚTIVIST og hreyfing68
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015
NÚ Í NÝJUM UMBÚÐUM
LJÚFFENGA HEILHVEITIKEXIÐ
SEM ALLIR ELSKA
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
E
f marka má umsvifin hjá
Fjallakofanum virðist ekkert
lát ætla að verða á útivist-
aráhuga landsmanna. Nóg er
að gera í verslununum þremur: í
Hafnarfirði, Kringlunni 7 og á
Laugaveginum og skemmir ekki fyr-
ir að erlendir ferðamenn þurfa oft að
birgja sig upp af útivistarvörum áð-
ur en haldið er af stað í ferðalag um
landið. „Erlendu gestina vanhagar
um allt frá einni lítilli skeið til að
borða nestið upp í það að þurfa að
kaupa útilegubúnaðinn allan eins og
hann leggur sig,“ segir Sigríður
Kragh, sölumaður hjá Fjallakof-
anum Kringlunni.
Skósalan er einn af burðar-
stólpum verslunarrekstursins og
segir Sigríður að neytendur kunni
að meta breitt úrvalið sem spannar
allt frá sandölum upp í stóra og
vígalega jöklaskó. Hún segir fólk
vel meðvitað um mikilvægi þess að
fjárfesta í vönduðum skóm fyrir
sportið. „Sumir virðast vilja eiga
eitt par af skóm fyrir hvert göngu-
stig: eitt par fyrir rólega göngutúra
um Elliðaárdalinn, annað fyrir fjall-
göngurnar og þar fram eftir göt-
unum. Svo eru hinir sem kaupa eitt
par sem helst á að að duga í hvað
sem er, á öllum árstímum,“ útskýrir
Sigríður. „Sama er með fatnaðinn,
að sumir koma sér upp safni af
margs konar jökkum með mismun-
andi eiginleika á meðan aðrir leggja
ríka áherslu á að finna margnota
flík sem gagnast hvort heldur í
göngu um óbyggðir, reiðhjólatúr
eða skíðaferð. Og helst þarf þá líka
að vera hægt að rölta inn á næsta
kaffihús í jakkanum án þess að
stinga um of í stúf.“
Hugsa sig vel um
Neytendur virðast upp til hópa
vanda sig mjög við kaupin. Segir Sig-
ríður ekki óalgengt að fólk dvelji
löngum stundum í versluninni og beri
saman skó og yfirhafnir til að finna
réttu flíkina. Horfi fólk þá bæði á eig-
inleika eins og vatnsheldni og öndun,
en passi líka upp á þyngdina. Munað
getur um hvert viðbótargramm þeg-
ar farið er í langar fjallgöngur og
hvað þá ef fólk fer hlaupandi. „Þar
sjáum við miklar framfarir í Gore-
Tex-skeljunum sem verða bæði
þynnri og léttari en halda sömu eig-
inleikum hvað varðar öndun og vatns-
heldni. Miðar öll þróunin að því að
létta útivistarvörurnar og minnka
umfang þeirra, hvort sem um er að
ræða göngustafi eða matarílát.“
Í dag hafa flestir snjallsímann
með í för þegar haldið er af stað upp
á fjöll og sanda. Er ekki amalegt að
geta svarað símtölum, jafnvel skoð-
að tölvupóstinn og kíkt á Facebook
uppi á hæstu tindum. Segir Sigríður
að fólk taki símann með til afþrey-
ingar og til að ljósmynda það sem
fyrir augu ber. Vandinn við tæknina,
frábær sem hún er, er hins vegar að
ekki er enn hægt að hlaða tækin með
því að finna innstungu bak við næstu
vörðu eða undir næstu mosaþúfu.
Velja margir að leysa málið með sól-
arsellum frá Goal Zero.
„Um er að ræða sólarselluspjald
sem fest er aftan á bakpokann. Sólin
lendir á spjaldinu og hleður smám
saman lítinn rafhlöðupakka sem svo
er hægt að nota til að hlaða símann,
spjaldtölvuna , myndavélina eða
GPS-tækið. Þykir sumum jafnvel
skemmtilegt að tengja lítinn hátal-
ara við rafhlöðupakkann og arka um
fjöll við hljóminn af líflegri tónlist.“
Ísland hefur ekki þótt bjóða upp á
kjöraðstæður fyrir virkjun sólar-
orku en Sigríður segir að ekki þurfi
glampandi sól til að hleðsla myndist.
„Svo lengi sem bjart er yfir þá safn-
ast rafmagn á rafhlöðuna á meðan
gengið er.“
Sólarsellurnar hlaða snjallsímann
Útivistarskór og yfirhafnir fást úr æ betri og léttari efnum Sólarrafhlaðan tryggir að hægt sé að kíkja á Face-
book í miðri fjallgöngu Neytendur hugsa sig margir vel og lengi um og vanda sig við valið á útivistarfatnaðinum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Notagildi Sigríður segir suma vilja eiga eina yfirhöfn fyrir hverja tegund útivistar á meðan aðrir leggja áherslu á
að velja flík sem hentar til hvers kyns nota, hvort heldur stefnan er tekin á næsta jökul eða á huggulegt kaffihús.
Hjá Fjallakofanum má finna eitt
og annað sem getur gert dæmi-
gerða fjölskylduútilegu þægi-
legri og skemmtilegri. Sigríður
nefnir sem dæmi saman-
brjótanlegan pott sem er léttur
og nettur. „Lítið fer fyrir pott-
inum þegar hann er brotinn
saman, en svo er hann eins og
góður súpupottur þegar hann
er í notkun á prímusnum. Eins
er hægt að fá önnur ílát svo
sem bala sem nýtist vel í upp-
vaskið, nú eða sem fótabað eftir
gönguna, en fer svo ekkert fyr-
ir eftir að búið er að brjóta
hann saman.“
Strákarnir hafa haft ákveðið
forskot á stelpurnar í úti-
legunum hvað það varðar að
kasta af sér vatni. Kvenfólkið
þarf oft að hafa mikið fyrir að
gyrða niðrum sig og leita að
hentugum stað til að sitja á
hækjum sér og spræna. Karl-
peningurinn þarf varla nema að
renna niður buxnaklaufinni og
gæta þess að standa undan
vindi. GoGirl-pissutrektin jafnar
kynin heldur betur hvað þetta
varðar og segir Sigríður að
þessi skemmtilega litla græja
seljist mjög vel.
„Er um að ræða lítinn sívaln-
ing úr sílíkoni sem myndar eins
konar trekt og beinir bununni
frá líkamanum. Má meira að
segja fá framlengingu á trekt-
ina og þá er hægt að fara í
pissukeppni við strákana ef svo
ber undir, og hafa betur! Eftir
notkun er trektin sett í lítinn
plasthólk en með fylgja hansk-
ar og plastpoki til að auka á
hreinlætið. Nota má trektina
nokkrum sinnum í hverri ferð
og svo þarf bara að skola þegar
komið er heim eða gengið fram
á næsta læk,“ segir Sigríður.
„Það munar ekki hvað síst
um GoGirl þegar gengið er á
jökla, allir festir saman með
línu og ekki hægt að finna sér
stað til að fara afsíðis. Þá geta
konurnar gert eins og karl-
arnir ef þeim verður mál og
látið vaða þar sem þær standa.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sprænt GoGirl pissutrektin hefur hitt í mark hjá kvenþjóðinni.
Samanbrotinn bali og
kynjajafnandi trekt