Morgunblaðið - 30.07.2015, Síða 74

Morgunblaðið - 30.07.2015, Síða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Þ au hjónin eru að sögn Sigrúnar jöfnum höndum fyrir harðkjarna-útivist og huggulega útiveru og hafa víða farið í leit að návist við náttúruna, hér á landi sem erlendis. „Það má segja að við séum gefin fyrir hvoru tveggja. Eða öllu heldur þá er Jóhannes, mað- urinn minn og sjálfur forritarinn á bak við vefinn minn, CafeSigrun.com, harðkjarna úti- vistargaur. Hann trítlar reglulega á hæsta tind Afríku, Kilimanjaro, með hópa sem far- arstjóri hjá www.afrika.is og er í febrúar á leið í annað sinn með hóp til Rwenzori- fjallanna á landamærum Úganda og Kongó. Hann hefur líka farið á hæsta tind Kenýa, Mt. Kenya, og var einnig að ljúka við Lauga- vegsmaraþonið fyrir stuttu. Ég aftur á móti er sú sem er að taka myndir út um allar triss- ur en fer ekki á þessi hæstu fjöll, læt þau lægri duga. Ég er þó lítið gefin fyrir rólegheit og kósí tjaldvagnastemningu,“ bætir Sigrún við og kímir. „Við höfum einnig gengið saman um frumskóga Virunga-fjallanna í Rúanda þar sem við kíktum aðeins á górillur. Svoleiðis göngur eiga vel við mig.“ Hnetur, súkkulaði, harðfiskur Þeir sem þekkja vef Sigrúnar vita sem er að þar eru góð hráefni í aðalhlutverki og hún hefur afskaplega takmarkað umburðarlyndi fyrir sykri, geymsluefni, transfitum og þess- háttar. Hún hefur því skiljanlega skoðanir á því sem á að fara í bakpokann þegar pakkað er fyrir útiveru og útivist. „Fyrir styttri ferðirnar tek ég tilbúnar samlokur eða vefjur með sem þola kannski ekki mikið slark en eru fínar í nesti í lok dags. Þarna skiptir hitastigið sem maður er að ganga í máli því maður getur tekið nánast allt með sér í poka á einum degi hér á landi en er- lendis er maður bundinn af meiri hita,“ út- skýrir Sigrún. „Það vill til dæmis enginn draga upp túnfiskssamloku eftir 8 tíma göngu í 30 stiga hita svo dæmi sé tekið. Fyrir lengri ferðalög er algjörlega ómissandi – það er að segja hafi maður ekki hnetuofnæmi – að taka með sér hnetusmjör, hnetubland og súkkulaði. Hnetusmjör dugar endalaust, það þránar ekki í hita og gefur manni frábæra orku og má smyrja því á nánast hvað sem er. Það sama má segja um cashew-hnetumauk og mönd- lusmjör. Hnetubland er auðvelt að útbúa og kemur manni ótrúlega langt og súkkulaði þarf ekki að fjölyrða um. Heimatilbúið orkunasl er alltaf með í pokanum hjá mér, þurrkaðir ávextir og svo harðfiskur, vel innpakkaður. Sé farið í mikla hæð dettur matarlystin niður og þá er mikilvægt að drekka nóg, og svitni mað- ur er mikilvægt að ná upp söltunum aftur, til dæmis með kókosvatni og viðbættu salti en sumir taka með sér tilbúin orkugel í þeim til- gangi. Það er einnig ákaflega gott að taka mjólkurduft sem blanda má í svolítið vatn og sem nota má í kakó, kaffi, meira að segja múslí eða hafragraut á morgnana.“ Sigrún bætir því við að prímusinn sé alltaf með og á honum sé hitað kvölds og morgna. „Jóhannes er einnig ákaflega mikill unnandi kaffis og leggur mikið á sig í nokkurra daga göngum að taka með sér gott kaffi. Hollt, heimatilbúið konfekt með hnetum og þurrkuðum ávöxtum er loks ákaflega góð orka og fín umbun þegar í náttstað er komið. Einnig er ótvíræður kost- ur að sé maður að fara í kulda verður heima- tilbúna konfektið ekki glerhart, ólíkt tilbúnum sælgætisstöngum. Einnig er gott að vera með pakkasúpur úr heilsubúð og hrísgrjónanúðlur en þær eru ákaflega fljótlegar í suðu og pakkasúpurnar sömuleiðis.“ Tilbúnar máltíðir fara ekki með Aðspurð segist Sigrún sjálf hafa farið flatt á því að kaupa tilbúinn útilegumat sem ekki reyndist neitt sérstakt góðmeti. Síðan láti hún slíkt alfarið eiga sig. „Já, í gönguferð einni í kringum Corrour- vatnið í Skotlandi fyrir mörgum árum áðum við að kvöldi og ég dró upp tilbúna útivistarn- úðlusúpu sem lofaði góðri næringu og enn betra bragði. Það tók mig nánast allt gasið úr kútinum að sjóða nægilega mikið vatn og upp undir tvær klukkustundir til að ná fitunni úr skálinni eftir matinn – sem ég gat ekki klárað, vel að merkja – því þetta var hert jurtafita. Þá hugsaði ég með mér; nei, andskotinn, ég geri þetta frekar sjálf en að bjóða æðunum upp á þennan viðbjóð. Síðan þá hef ég ekki keypt tilbúinn útilegumat.“ Það er að mörgu að huga þegar pakkað er í bakpokann og þegar gengið hefur verið úr skugga um að nestið sé hollt og gott þarf að huga að því að passa þyngd farangursins, bendir Sigrún á. „Það er algert lykilatriði að vera ekki með of þungt nesti. Best er að setja allt það í poka eða plastbox sem er í krukkum til að létta umbúðirnar, passa að hitastigið, hvort sem er kalt eða heitt, hafi ekki óæskileg áhrif á nestið, að borðbúnaður eins og hnífa- pör og diskar sé ekki of þungur, að skipu- leggja nestið í samræmi við lengd göngu þannig að til dæmis bananar séu borðaðir á fyrsta degi en ekki þeim síðasta þegar þeir eru orðnir að mauki. Ég tek heldur aldrei, aldrei með tilbúna rétti eða núðlur eða slíkt því oft getur verið búið að bæta í það efnum til að auka geymsluþol. Einnig þarf að gæta þess að taka ekki of lítið af næringu með því fólk misreiknar sig oft hvað það varðar.“ Skemmtileg útivist í sumar Sigrún og Jóhannes hafa þegar farið í skemmtilega útivist hérlendis í sumar og frek- ari landvinningar eru á dagskránni hjá þeim hjónum. „Við vorum að klára nokkurra daga hesta- ferð í Vestur-Landeyjum með góðu fólki og það var mikið borðað af góðum mat en svo í september er ferð til Kilimanjaro og í febr- úar er það Rwenzori-fjallgarðurinn og er undirbúningur þegar hafinn fyrir báðar ferðir.“ Þess má að lokum geta að sælkerar og áhugafólk um hollan mat geta farið að láta sig hlakka til haustsins því þá kemur fyrsta bók Sigrúnar út. „Já, fyrsta bókin mín kemur út í haust og er langstærsti hlutinn nýjar uppskriftir sem ekki hafa litið dagsins ljós.“ Meira lætur hún ekki uppi að svo stöddu en matgæðingar nær og fjær fylgjast eflaust spenntir með. jonagnar@mbl.is Aldrei tilbúinn útilegumat  Sigrún Þorsteinsdóttir heldur úti hinum sívinsæla vef cafesigrun.com þar sem hollusta og góð hráefni eru í fyrirrúmi  Hún og eiginmaðurinn eru mikið útivistarfólk og taka ekkert nema hollt nesti í útivistina Ferðalangur Þessi mynd er tekin þegar Sigrún sigldi um á Lake Bunyonyi í Úganda ásamt eiginmanninum, á ferðalagi einu sinni sem oftar. Afríka Hér eru þau Sigrún og Jóhannes stödd á fagurhvítum sandi á Diani strönd í Kenya. Nota má þurrkaðar aprikósur, gojiber, trönuber, valhnetur, cashewhnetur og fleira í staðinn fyrir hráefnið í upp- skriftinni. Afar gott er að bæta dökku súkkulaði í naslið en það gerir það orku- ríkara og um leið aðeins hollara vegna andoxunarefnanna og járnsins sem má finna í súkkulaðinu. Ég nota lífrænt framleitt hráefni eins og kostur er en það er sérstaklega mikilvægt þegar kemur að salthnetunum en þar eru gæði oft lök. Ein lófafylli saxaðar, ristaðar heslihnetur Ein lófafylli pistasíuhnetur, skurnlausar Ein lófafylli salthnetur Ein lófafylli graskersfræ Ein lófafylli dökkar rúsínur Ein lófafylli ljósar rúsínur Ein lófafylli gráfíkjur Byrjið á því að rista heslihneturnar á heitri pönnu í nokkrar mínútur eða þangað til hýðið fer að losna af. Nuddið hýðið af og saxið hneturnar gróft. Setjið heslihnet- ur, pist- asíuhnetur, salt- hnetur, graskersfræ og rúsínur í stóra skál. Saxið gráfíkj- urnar (snúið end- ann af fyrst) gróft og setjið út í skálina. Blandið vel saman. Orkunasl Fyrir 2-3 300 g þykkar hrísgrjónanúðlur (eða aðrar núðlutegundir) 2 pakkar hollar pakkasúpur úr heilsubúð t.d. sveppasúpa eða kartöflusúpa 1 lítri vatn (gæti þurft aðeins meira) 10 g þurrkaðir sveppir, blandaðir Smá klípa salt og pipar (sem má geyma í litlum staukum eða pokum) Þið þurfið pott fyrir u.þ.b. 2 lítra af vökva Aðferð: Blandið súpunni út í kalt eða heitt vatn samkvæmt leiðbeiningum og hrærið. Brjótið þurrkuðu sveppina aðeins (eða klippið í sundur) og setjið út í súpuna. Látið suðuna koma upp og setjið þá núðl- urnar út í og látið malla í um 7 mínútur. Setjið meira vatn út í ef ykkur finst vanta meiri vökva. Kryddið með salti og pipar. Berið fram og njótið úti í náttúrunni. Nota má aðrar núðlutegundir en hrís- grjónanúðlur, t.d. soba núðlur (úr bók- hveiti) eða spelt spaghetti. Athugið þó að suðutími gæti breyst eftir því hversu þykk- ar núðlur þið notið. Gott að hafa í huga  Fyrir kjötæturnar má taka smávegis af rifnum, grilluðum kjúklingi eða öðru kjöti til að henda út í súpuna.  Sojahakk hentar vel sem auka prótein fyrir grænmetisætur.  Ég notaði sveppasúpu en hægt er að kaupa fleiri bragðtegundir, t.d. tómatsúpu eða kartöflusúpu. Þær eiga að vera án aukaefna eða bragðefna. Kaupið helst líf- rænt framleiddar súpur og úr heilsubúð.  Venjulegar pakkasúpur úr búð eru oft hlaðnar alls kyns drasli svo ég kaupi þær aldrei. Útilegunúðluréttur ÚTIVIST og hreyfing
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.