Morgunblaðið - 30.07.2015, Side 76

Morgunblaðið - 30.07.2015, Side 76
76 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Sæludagar um verslunarmannahelgina – fyrir alla fjölskylduna Frábær dagskrá: Íþróttir fyrir alla Vatnafjör Hoppukastalar Frábærar Vatnaskógar kvöldvökur Leiksýningin Hafdís og Klemmi og leyndardómar háaloftsins Tónleikar: Pétur Ben, Regína Ósk og Friðrik Ómar Frábær tjaldstæði (Án áfengis) Enn er laust í nokkra viðburði: Unglingaflokkur 4. - 9. ágúst. - Fyrir unglinga 14 til 17 ára, bæði kyn Gauraflokkur 10. -15. ágúst. - Fyrir 10–12 ára drengi með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir. (Þarf að sækja um á www.kfum.is) Feðgaflokkur 28. til 30. ágúst - Fyrir feður og syni 7 ára og eldri. Heilsudagar karla 4. til 6. september - Fyrir karla 18 ára og eldri. Skráning og nánari upplýsingar á www.kfum.is og í síma 588 8899 Þökkum frábæra þáttöku í sumar Komdu á Sæludaga í Vatnaskógi um Verslunarmannahelgina! ÚTIVIST og hreyfing Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is S umarið er annasamasti tími ársins hjá Ólafi Vigfússyni í Veiðihorninu. Stangveiði- menn flykkjast að ám og vötnum og reyna að fá laxinn eða silunginn til að bíta á meðan skot- veiðimennirnir undirbúa veiðiferðir haustsins. Ólafur segir að sumarið hafi þó farið hægt af stað þetta árið og skrifist það á kuldatíðina undan- farnar vikur og mánuði. „Það var kalt lengi framan af sumri og eru sum vötnin upp til fjalla og heiða núna fyrst að komast í vorbúning. Þessa allra síðustu daga hefur stangveiðin loksins farið almenni- lega af stað og má tala um spreng- ingu í lax- og silungsveiði.“ Þegar hrunið margumtalaða skall á landsmönnum breyttust áhersl- urnar hjá stangveiðifólkinu. Ólafur segir að dregið hafi úr boðsferðum í dýrar laxveiðiár og hinn almenni veiðimaður leitað meira í ódýrari silungsveiði. Hann segir það vera mýtu að stangveiði verði að vera dýr og að sportið sé varla nema á færi forríkra manna og kvenna sem ferðast helst ekki öðruvísi á milli staða en með þyrlum. „Stangveiði- menn eru upp til hópa bara venju- legt íslenskt fólk,“ segir Ólafur og bætir við að ef eitthvað sé hafi fjölg- að í hópi stangveiðimanna á undan- förnum árum. „Sennilegasta skýr- ingin er að fólk hafi meiri tíma til að sinna þessu áhugamáli eftir hrun, en hafi um leið skorið niður útgjöld eins og ferðalög til útlanda. Upp- götvuðu Íslendingar þá hversu gam- an það er að halda af stað með tjald og veiðistöng og verja nokkrum dögum við vatn á friðsælum stað og reyna að landa nokkrum silungum. Sé ég það í versluninni hve nýlið- unin er mikil og ófáir ungir veiði- menn að koma inn í sportið.“ Mikil aukning milli ára Nú virðist kreppan loks komin í baksýnisspegilinn og segir Ólafur að megi greina merki þess að fleiri láti eftir sér að kaupa dýrustu veiði- leyfin. Boðsferðirnar frægu heyri þó enn til undantekninga. „Það hefur líka orðið mikil aukning í sölu á vandaðri veiðibúnaði og sölu á veiði- varningi almennt. Erum við hér hjá Veiðihorninu að sjá um 30% aukn- ingu flesta mánuði ársins miðað við sömu mánuði í fyrra.“ Að sögn Ólafs eru mun fleiri sem stunda stangveiði en skotveiði. Má áætla að virkir skotveiðimenn séu á bilinu 6-7.000 talsins en að ár hvert prófi um 80.000 Íslendingar að veiða á stöng. Segir hann að síst hafi dregið úr ástundun skotveiðimanna undanfarin ár en umgjörðin utan um veiðarnar sé að taka áhugaverð- um breytingum: „Við sjáum verða til smáfyrirtæki í kringum veiðisvæðin þar sem heimamönnum og ferðamönnum er leigður aðgangur að svæðinu með skipulegum hætti. Þetta er nýleg þróun og fyrir aðeins örfáum árum var fyrirkomulagið víðast hvar þannig að maður einfaldlega bank- aði upp á hjá bónda og þurfti kannski ekki annað en að vera með viskípela meðferðis til að fá leyfi til að skjóta.“ Eftir situr að Ísland er mikið veiðisamfélag miðað við önnur lönd. Segir Ólafur að úti í heimi, þar sem fólk býr í stórum borgum, vilji það gerast að tengslin við náttúruna rofni og það kalli á löng ferðalög að finna tún þar sem má veiða fugla eða ár þar sem má veiða fiska. Á meðan veiðimönnum fjölgar hér á landi fer þeim fækkandi úti í heimi. Á við tíu jógatíma En hvað er það sem heillar svona við sportið? Við fyrstu sýn gæti það virst frekar leiðinlegt að standa úti í á heilu dagana með vatnið upp að mitti, bíðandi eftir að laxinn bíti, eða liggja hreyfingarlaus í leyni, kall- andi á grunlausar gæsir. Ólafur seg- ir að fyrir marga skipti bráðin sjálf mestu, enda er nýveiddur lax eða nýskotin gæs herramannsmatur. „Veiðimannseðlið leynist í okkur öll- um, þó það sé misdjúpt á því. Þeir sem fá að nálgast þetta veiðigen aft- ur, þeir skilja fljótt út á hvað þetta sport gengur. Sumir stunda veið- arnar eins og keppnisíþrótt og keppa bæði við sjálfa sig og veiði- félagana og koma ekki ánægðir heim nema með troðfulla poka af fiski eða fugli, eða troðfulla mynda- vél af slepptum laxi og myndirnar fara svo rakleiðis inn á Facebook.“ Sjálfur segist Ólafur upplifa mik- ið frelsi þegar hann er við veiðar úti í óspilltri náttúrunni. „Sérstaklega ef ég er einn, í þögninni, umvafinn lyktinni af gróðrinum. Það jafnast á við tíu jógatíma að hlusta á árniðinn og maður hreinsast allur að innan.“ Veiðieðlið býr í okkur öllum  Íslendingar eru þjóð stang- og skotveiði- manna og ef eitthvað er hefur veiðimönnum fjölgað undanfarin ár, þrátt fyrir kreppuna Morgunblaðið/Eggert Uppgangur Ólafur segir söluna aukast mjög á milli ára þó að stangveiðin hafi farið hægt af stað þetta sumarið. Reglulega bætast spennandi nýj- ungar við úrvalið hjá Veiðihorn- inu. Ólafur segir að ein merki- legasta þróunin í stangveiðinni sé ný efnablanda sem minnki hliðartitringinn í stönginni svo að auðvelt verður að kasta lín- unni af mikilli nákvæmni. „Er um að ræða efni sem byggist á þróunarvinnu Boeing í Banda- ríkjunum og hefur aldrei verið auðveldara að punktakasta. Ef fiskurinn leynist á litlum reit í ánni er hægt að koma flugunni á hárréttan stað.“ Önnur skemmtileg græja er Waterwolf-myndavélin. „Hún er eins aðrar sportmyndavélar, á borð við Go-Pro, en hönnuð til að vera vatnsheld og þola að vera fest við línu og kastað út í vatnið. Svo má hengja spún eða orm neðan í myndavélina og taka upp þegar fiskurinn bítur á agnið.“ Ólafur vill líka vekja sérstaka athygli á Faðmi sem er íslensk hönnun og framleiðsla. „Faðmur er armband sem hefur að geyma málband og er fest um úlnliðinn með segulstáli. Víða er ekki leyfilegt að vigta fiskinn og mæla menn því stærðina í senti- metrum frekar en í pundum áður en þeir sleppa. Með Faðmi þarf bara að halda um sporðinn og svo draga fram málbandið. Ligg- ur þá stærðin fyrir og hægt að sleppa fiskinum lausum.“ Í skotveiðideildinni má síðan finna nýja útfærslu af tálfuglum sem eru léttir og samanbrjót- anlegir og mun meðfærilegri en stóru plastfuglarnir. „Nýju tál- fuglarnir pakkast mjög vel og eru með stillanlegan háls svo að hægt er að láta líta út eins og fuglinn sé að bíta gras eða sé á verði.“ Miklar framfarir í veiðistöngum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.