Morgunblaðið - 30.07.2015, Side 82
82 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015
✝ Eðvarð Jóns-son fæddist
29. apríl 1934 á
Bjarmastíg 1 á
Akureyri. Hann
lést á heimili sínu
21. júlí 2015.
Foreldrar Eð-
varðs voru Jón
Eðvarð Jónsson
rakarameistari, f.
á Húsavík 11. apr-
íl 1908, d. 19. jan-
úar 1993, og Halldóra Þóra
Rósa Kristjánsdóttir, f. 1. júlí
1905 á Fremri-Kotum í
Skagafirði, d. 2. febrúar 1988.
Eðvarð átti fimm systkini,
en samfeðra eru Reynir Jóns-
son, f. 2. desember 1938, Sig-
urður Heiðar Jónsson, f. 2.
maí 1942, d. 7. júní 2011, og
Aðalbjörg Jónsdóttir, f. 24.
júní 1944. Systkini sammæðra
eru Margrét Jónsdóttir, f. 28.
apríl 1943, og Gunnlaugur
Matthías Jónsson, f. 12. nóv-
Barnabörnin eru Jón Eðvarð
Viðarsson, f. 7. september
1998, Gunnþórunn Sól Rík-
arðsdóttir, f. 10. september
1999, Elena María Ríkarðs-
dóttir, f. 15. október 2005,
Auður Berglind Arnarsdóttir,
f. 30. júlí 2008, og Brynhildur
Lára Ríkarðsdóttir, f. 7. októ-
ber 2012. Sambýliskona Eð-
varðs síðustu árin var Hrafn-
hildur Sigurðardóttir, f. 2.
ágúst 1937. Árið 1980 stofn-
aði Eðvarð prjónastofuna
Glófa sf. ásamt systur sinni,
Margréti Jónsdóttur, og störf-
uðu þau þar bæði til ársins
2005 þegar fyrirtækið var selt
nýjum eigendum. Áður en Eð-
varð sneri sér alfarið að
rekstri Glófa hafði hann
starfað sem verkstjóri,
vélaviðgerðamaður og hönn-
uður í samtals 30 ár á prjóna-
stofunni Heklu sem var hluti
af iðnaðardeild Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga (SÍS)
á Gleráreyrum á Akureyri.
Eðvarð verður jarðsunginn
frá Akureyrarkirkju í dag, 30.
júlí 2015, kl. 13.30.
ember 1940, d. 7.
júní 2000.
Eðvarð kvænt-
ist Gunnþórunni
Rútsdóttur 23. júlí
1960, f. á Bakka-
seli í Öxnadal 11.
ágúst 1940, d. 18.
nóvember 1989.
Heimili þeirra
hjóna var á
Byggðavegi 148 á
Akureyri.
Eðvarð og Gunnþórunn
eignuðust þrjú börn, Viðar
Örn barnalækni, f. 30. mars
1961, en fyrrverandi sam-
býliskona hans er Guðlaug
Unnur Þorsteinsdóttir, f. 2.
mars 1961, Margréti Dóru
dagforeldri á Akureyri, f. 3.
febrúar 1963, gift Arnari
Guðmundssyni, f. 1. júlí 1965,
og Eddu Rut grunnskólakenn-
ara, f. 22. apríl 1977, en hún
er gift Ríkarði Bergstað Rík-
arðssyni, f. 8. ágúst 1975.
Einn daginn er ég kom heim
voru komnar nýjar græjur.
Pabbi var að tengja hátalarana
og koma græjunum fyrir í nýju
veggsamstæðunni. Mikið var
gaman, nú skyldi hlustað á plöt-
urnar í frábærum hljómgæðum
en pabbi hafði mikið dálæti á
tónlist, naut þess að liggja uppi í
sófa og hlusta þegar tími gafst.
Hann var dálítið tækjasjúkur og
kom oft heim með eitthvert raf-
magnstæki fyrir jólin.
Á hverju sumri fórum við í
ferðalög innanlands, Austurland,
Laxárdalinn, Mývatnssveit og
Ásbyrgi og eitt skipti fórum við í
Skaftárfell, amma og afi með.
Það er mjög eftirminnileg ferð
sem tók heila viku. Föðursystk-
ini pabba bjuggu á Húsavík, allt-
af var mikill ævintýraljómi yfir
heimsóknunum þangað en þau
höfðu reynst pabba afskaplega
vel og var hann í miklu uppá-
haldi hjá þeim. Foreldrar mínir
ferðuðust mikið erlendis og þá
einkum til sólarlanda með vina-
fólki og fór ég með í þær nokkr-
ar. Alltaf mikill glaumur og gleði
og farnar margar skoðunarferð-
ir á daginn og fátt betra en að
svala þorstanum með góðum
bjór og skála og segja brandara,
sem voru yfirleitt í grófari kant-
inum.
Veiði var eitt af áhugamálun-
um og eitt sinn fórum við í Lax-
árdalinn og þar var tjaldað og
eldaður matur og svo haldið til
veiða. Pabbi gekk niður að ár-
bakkanum og fór að kasta flugu.
Já, þarna var hann örugglega
kominn með stærsta lax sem um
gat en var það þá ekki ég sjálf
föst á önglinum. En þetta fór allt
saman vel og mamma náði öngl-
inum úr höfðinu á mér.
Afi Jón var rakari og einnig
bróðir hans pabba og voru þeir
saman með rakarastofu í Strand-
götu og ég man eftir að við
systkinin fórum með pabba á
laugardagsmorgnum þangað að
hitta afa og svo fórum við stund-
um út bakdyramegin til Odds í
Höfn svo pabbi gæti fengið sér
kók og pylsu með rauðkáli og við
keyptum okkur smá nammi fyrir
peninginn sem afi gaukaði að
okkur. Þegar við Viðar vorum
unglingar fæddist Edda Rut
systir okkar. Mikil hamingja
fylgdi komu hennar og fannst
mér ég fullorðnast mikið við
komu hennar. Mamma vann á
kvöldin svo að pabbi sá um
litluna sína og kúrðu þau gjarn-
an saman fyrir framan sjónvarp-
ið.
Pabbi og mamma áttu marga
góða vini sem komu í heimsókn
og vinir utan af landi komu jafn-
vel í gistingu og var þá sofið í
stofunni, það þótti ekki mikið
mál. Dýnum skutlað á gólfið og
allir glaðir. Þau stunduðu líka
KEA-böllin og var þar stór hóp-
ur vina sem hittist til að hita upp
fyrir djammið. Þá sat ég gjarnan
heima og passaði litlu systur.
Eftir að mamma dó fór ég að
vinna hjá honum í Glófa og var
ég oft hægri höndin hans og
minnisbók ásamt Möggu systur
hans.
Ég man ekki öðruvísi eftir
pabba en ljúfum og góðum
manni sem var alltaf góður við
börnin sín og hann átti erfitt
með að segja nei við okkur svo
hann sagði oftast: Spyrjið
mömmu ykkar. Mamma var
mjög ákveðin kona og lét okkur
alveg vita hvað henni fannst um
hlutina en sanngjörn.
Nú kveð ég föður minn og
minnist alls þess góða er við átt-
um saman með þakklæti og gleði
í huga og veit að mamma og
hann hafa sameinast á ný.
Þín dóttir,
Margrét Dóra.
Blessaður öðlingurinn hann
faðir minn er látinn, liðlega 81
árs að aldri og verður borinn til
grafar í dag. Það er haft eftir
bráðfallegri móður minni að
snaggaralegt göngulag og lík-
amshreyfingar pabba hefðu
strax slegið hana út af laginu
þegar hún var svo ljónheppin að
kynnast honum. Ljúft lundarfar
og að hann skyldi spila á ten-
órsaxófón í vinsælli danshljóm-
sveit dró örugglega ekki úr
áhuga hennar. Lífsganga þeirra
saman einkenndist af ástríki og
gagnkvæmri virðingu og bar þar
aldrei skugga á. Þetta reyndist
uppskrift að góðu sambandi og
umgjörð fyrir barnauppeldi.
Faðir minn gekk í Barnaskóla
Akureyrar, síðan í Gagnfræða-
skólann og um hríð var hann í
Iðnskólanum. Eflaust hefur
þröngur efnahagur eitthvað haft
að segja um val á framtíðarstarfi
en pabbi þreyttist ekki á því síð-
ar að ræða hversu mikið hann
hefði langað til þess að verða
læknir. Atvikin höguðu því hins
vegar þannig til að hann réðst
ungur til starfa að prjónastof-
unni Heklu á Akureyri. Ekki leið
á löngu þangað til hann var orð-
inn lykilstarfsmaður, viðgerðar-
maður prjónavéla, hönnuður og
verkstjóri og starfsferillinn ráð-
inn en þar starfaði hann við góð-
an orstír í nær 30 ár.
Kvöld eitt á miðju sumri reis
hann hins vegar upp úr sófanum,
þar sem hann hvíldi sig alltaf eft-
ir vinnu, og sagðist ætla að
kaupa sér vettlingaprjónavél.
Með blik í augum fletti hann upp
í erlendu fagtímariti og sýndi
mér stoltur þá vél sem hann vildi
kaupa. Ég var langt kominn með
menntaskólann og átti hreinlega
ekki von á þessu frumkvæði frá
svona „gömlum“ manni. Það að
hann skyldi ekki leggjast strax
aftur í sófann sagði mér að nú
væri eitthvað merkilegt í vænd-
um. Skömmu seinna, árið 1980,
hafði fyrsta prjónavélin verið
pöntuð og hann stofnað prjóna-
stofuna Glófa (vörumerkið
„Varma“) með Margréti systur
sinni.
Fjöldi tjaldútilega með pabba,
mömmu og eldri systur koma
upp í hugann. Þó að Moskvíts og
Skoda hafi á þeim árum ekki
verið almennilega rykheldir voru
árviss hósta- og nefstífluköst
okkar á íslenskum þjóðvegum
léttvæg þegar hugsað er til
þeirra gæðastunda sem fjöl-
skyldan átti þarna saman.
Pabbi var hrifnæmur maður
og naut þess sem í boði var
hverju sinni. Íslenskur matur
fékk hæstu einkunn hjá honum
og setningar eins og „þetta er
langbesta lambalæri sem ég hef
nokkurn tíman smakkað“ heyrð-
ust í hvert skipti sem veislumat-
ur var á borð borinn.
Með sínum heiðarleika, dugn-
aði til vinnu og nærgætni við
móður mína og okkur systkinin,
var pabbi góð fyrirmynd. Það
mikilvægasta sem ég lærði af
honum var það sem ég sá hann
gera, ekki endilega það sem
hann ráðlagði mér. Mér er þó
minnisstætt að eitt sinn þegar ég
hafði haldið veislu sagði hann
stundarhátt í símanum suður yf-
ir heiðar: „Viðar, þú passar þig á
því að drekka afgangsbjórinn áð-
ur en hann fer fram yfir síðasta
söludag.“ Þessu heilræði verður
miðlað til komandi kynslóða í
fyllingu tímans.
Minningar lifa um góðan
dreng og föður sem alltaf studdi
mig með ráðum og dáð. Með
barnabörnunum hefur honum
verið tryggður farvegur fyrir ei-
líft líf, og er það vel.
Viðar.
Nú þegar elsku pabbi minn
hefur kvatt okkur reikar hug-
urinn að æskunni og þeim tíma
sem ég átti með honum og for-
eldrum mínum báðum. Ég er
yngst þriggja systkina en
mamma og pabbi voru orðin 36
og 43 ára gömul þegar ég fædd-
ist. Samband þeirra einkenndist
af mikilli ást og hlýju. Ég man að
þau tóku svo oft utan um hvort
annað og þá vildi ég iðulega vera
með í faðmlaginu. Amma og afi í
móðurætt bjuggu á neðri hæð-
inni þannig að ég þurfti aldrei að
vera með lykil um hálsinn. Þegar
ég kom heim úr skóla hitaði
amma oft handa mér kakó og gaf
mér eitthvað gott að borða og afi
var alltaf tilbúinn að spila við
mig. Það var því gott að alast
upp á Byggðaveginum.
Pabba og mömmu þótti gam-
an að ferðast og fór ég með þeim
í margar ferðir bæði innanlands
og utan. Úr þessum ferðum á ég
dásamlegar minningar. Þegar ég
var 12 ára dó mamma hins vegar
skyndilega og þá má segja að al-
gjör kaflaskil hafi orðið í mínu
lífi. Heimilislífið sem hafði ein-
kennst af gleði og festu varð
undirlagt af sorg og óvissu. Þrátt
fyrir sorgina talaði pabbi mikið
við mig um mömmu og minningu
hennar hefur alltaf verið vel
haldið á lofti. Fyrir það verð ég
alltaf þakklát. Pabbi stóð frammi
fyrir því krefjandi verkefni að
ala upp dóttur sem var að kom-
ast á unglingsaldur. Það var ekki
auðvelt en pabbi fékk góða hjálp
frá ömmu Margréti og Möggu
Dóru systur. Einnig þurfti hann
að læra að elda mat þar sem
mamma hafði alfarið séð um þá
hlið heimilishaldsins. Þetta
bjargaðist samt allt saman vel og
við pabbi urðum enn tengdari
fyrir vikið. Við gátum setið og
spjallað tímunum saman um lífið
og tilveruna og hann stóð með
mér í öllu því sem ég tók mér
fyrir hendur. Pabbi var líka
stríðnispúki og mikill húmoristi
og við grétum stundum saman
úr hlátri. Hann lagði áherslu á að
ég væri dugleg að læra. Að loknu
stúdentsprófi fór ég í háskóla og
er kennari í dag og veit að pabbi
var stoltur af mér. Þegar ég
kynntist Rikka, manninum mín-
um, urðu þeir fljótt miklir fé-
lagar. Nokkrum mánuðum síðar
veiktist pabbi alvarlega og þurfti
að fara í endurhæfingu á Krist-
nes. Hann stóð sig eins og hetja
og þurfti stífa þjálfun til að tala
og skrifa á ný. Hann var svo
ákveðinn í að láta sér batna að
ekki leið á löngu þar til hann var
búinn að taka bílpróf á ný. Eftir
þetta fór þó heilsu hans hægt
hrakandi og mér fannst oft erfitt
að vera ekki nær honum. Við fór-
um þó reglulega norður með
dæturnar þrjár að hitta hann.
Fyrir tveimur árum flutti hann á
Dvalarheimilið Lögmannshlíð.
Það er góður staður sem minnir
miklu frekar á heimili en stofn-
un. Þar er elskulegt starfsfólk og
einnig ýmis dýr til að gleðja
heimilisfólkið.
Þegar ég kom til að kveðja
pabba í hinsta sinn var mikil ró
yfir honum. Mikið þótti mér erf-
itt að þurfa að sleppa hendinni
hans. Við systkinin sátum lengi
hjá honum og það sem fyrst kom
upp í huga okkar var hversu góð-
ur maður pabbi var. Minningin
um yndislegan föður lifir.
Elsku pabbi, nú ert þú kominn
í öruggan faðm mömmu. Þetta
er nýtt upphaf hjá ykkur og ég
vona að þið njótið ferðarinnar.
Þín,
Edda Rut.
Hann Eðvarð Jónsson,
tengdafaðir minn, hefur kvatt
þessa tilveru saddur lífdaga. Mig
langar að minnast hans með ör-
fáum orðum. Kynni okkar hófust
1989 þegar Magga Dóra, eldri
dóttir hans, og Gunnþórunnar
fór að bjóða mér heim til sín á
Byggðaveginn í upphafi okkar
kynna. Komst ég fljótt að því að
hann og afi minn þekktust vel og
höfðu í gegnum árin átt í við-
skiptum með ullarvörur og áttaði
mig þarna á því hvaða maður
þetta var sem kom reglulega um
sumartímann og fylgdist með því
hvort vettlingarnir hefðu ekki
selst vel frá síðustu heimsókn.
Þau hjón tóku mér afar vel frá
fyrsta degi og fyrir það er ég
þeim þakklátur. Fljótlega eftir
að kynni okkar tókust lést Gunn-
þórunn langt um aldur fram og
var Edda augljóslega mikið áfall.
Það sumar náðum við Margrét
þó nokkrum samverustundum
með þeim sómahjónum í hjólhýs-
inu í Vaglaskógi, sem var heimili
þeirra um helgar.
Eddi var heiðvirður maður,
ekki mjög langmáll og ef maður
bað Edda að þegja yfir einhverju
fór það ekki lengra. Hann helg-
aði líf sitt prjónaskap og vann
lengi fyrir Sambandið á gullald-
arárum þess, þegar hann var
„upp á sitt besta“ í þeim bransa
er óhætt að segja að ekki hafi
margir haft jafn yfirgripsmikla
þekkingu á prjónavélum og
vélprjónaskap og hann. Ávallt
vann hann sitt verk vel eins og
margir samstarfs- og samtíðar-
menn geta vitnað um. Fyrirtæk-
ið Glófa rak hann ásamt Mar-
gréti systur sinni og mökum
þeirra í u.þ.b. aldarfjórðung.
Þrennt er ég sérstaklega
þakklátur Edda fyrir, í fyrsta
lagi að hafa eignast Möggu Dóru
sem dóttur, sem hefur verið lífs-
förunautur minn og vera þannig
afi Auðar Berglindar, dóttur
minnar. Hitt tvennt lýtur að því
að njóta lífsins þegar daglegu
amstri sleppir, hann öllum öðr-
um fremur kenndi mér að meta
það að setjast niður og dreypa á
góðu viskíi og hlusta á fallegan
djass og blús.
Hvíl í friði, Eddi minn.
Arnar (Addi).
Eðvarð Jónsson
✝ Lilja JóhannaBragadóttir
fæddist 23. júní
1977. Hún lést 21.
júlí 2015.
Hún ólst upp í
Hveragerði hjá
kjörforeldrum sín-
um Guðrúnu Jó-
hönnu Ein-
arsdóttur, f. 25.
janúar 1938, d. 18.
desember 1997, og
Braga Guðmundsyni, f. 17.
ágúst 1936. Eiginmaður Lilju
Jóhönnu er Sigurður Reginn
Ingimundarson, f. 25. nóvember
1972, frá Ólafsfirði. Þeirra börn
eru Sylvía Rós, f. 23. október
1996, og Bríet Eva,
f. 25. desember
2000. Þau bjuggu
síðustu 10 árin á
Álftanesi. Lilja Jó-
hanna stundaði
nám í Hringjsá og
lauk síðan sjúkra-
liðanámi og stúd-
entsprófi frá Fjöl-
brautaskólanum í
Breiðholti. Þá lá
leið hennar í Há-
skólann í Reykjavík þar sem hún
stundaði nám í sálfræði frá
2014.
Lilja verður jarðsungin frá
Bessastaðakirkju í dag, 30. júlí
2015, kl. 15.
Kveðja frá Gleym
mér ei styrktarfélagi
Gleym mér ei styrktarfélag
var stofnað til að styrkja málefni
sem tengjast missi barns á með-
göngu. Lilja Jóhanna var félag-
inu liðsstyrkur og góður félagi.
Hún lagði meðal annars dygga
hönd á plóg í undirbúningi að
innihaldsríkri og fallegri minn-
ingarstund um missi á meðgöngu
og barnsmissi í Bústaðakirkju á
síðasta ári. Hennar störf fyrir fé-
lagið einkenndust af alúð og
samviskusemi. Að leiðarlokum
viljum við þakka fyrir störf
hennar í þágu félagsins og send-
um aðstandendum öllum innileg-
ar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Gleym mér ei
styrktarfélags,
Anna Lísa Björnsdóttir
og María Peta H.
Hlöðversdóttir.
Látin er félagskona Kven-
félags Álftaness, Lilja Jóhanna
Bragadóttir. Lilja Jóhanna gekk
til liðs við kvenfélagið í janúar
2012. Hún sótti fundi og starfaði
að ýmsum málum innan félags-
ins en hún var í jólaballsnefnd
2013. Sú nefnd sér um að halda
jólaball fyrir börn og fjölskyldur
á Álftanesi ár hvert. Lilja var rit-
ari í stjórn kvenfélagsins 2014-
2015, sem er stórt og viðamikið
starf sem hún sinnti af mikilli
samviskusemi. Hún tók einnig
þátt í ýmsum viðburðum á veg-
um kvenfélagsins eins og kaffi-
hlaðborðinu 17. júní, kirkju-
kaffinu og fleiru. Hún kom með
okkur í ferð til München sumarið
2013 og áttum við þar, 36 hress-
ar konur, yndislegar stundir
saman. Á síðasta janúarfundi fé-
lagsins vorum við með þema um
Taíland og þar sem Lilja Jó-
hanna hafði farið í ferðalag
þangað sumarið 2014 fengum við
frábæran fyrirlestur hjá henni
um ferðina hennar, bæði í máli
og myndum. Þar sagði hún frá
sinni upplifun af landinu, fólkinu,
menningunni og matnum. Einnig
kynnti hún okkur fyrir Núvitund
sem hún hafði kynnt sér þar og
var einróma álit okkar sem sótt-
um fundinn hve dýrmætt það var
að fá að kynnast henni á svo per-
sónulegum nótum.
Hún var góður félagi og minn-
umst við hennar með mikilli
hlýju og kærleika.
Við vottum fjölskyldunni inni-
lega samúð okkar og biðjum Guð
að styrkja þau í sorginni.
Fyrir hönd Kvenfélags Álfta-
ness,
Anney Bærings-
dóttir, formaður.
Lilja Jóhanna
BragadóttirElskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi oglangafi,
EIRÍKUR RAFN THORARENSEN
loftskeytamaður,
Klausturhvammi 9,
Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, mánudaginn
27. ágúst.
.
Rafn Thorarensen, Bryndís Þorsteinsdóttir,
Elín G. Thorarensen,
Ingveldur Thorarensen, Ragnar Eysteinsson,
G. Magnús Thorarensen, Gunnlaug Þorvaldsdóttir,
Jón Thorarensen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandend-
ur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar