Morgunblaðið - 30.07.2015, Page 83

Morgunblaðið - 30.07.2015, Page 83
MINNINGAR 83 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 ✝ Guðrún Þór-unn Árnadótt- ir ljósmóðir fædd- ist 9. febrúar 1923 á Hyrningsstöðum í Reykhólasveit. Guðrún lést á Dvalarheimilinu Höfða 21. júlí 2015. Foreldrar Guð- rúnar voru Jónína Guðrún Arin- björnsdóttir og Árni Híerónýmusson. Systkini Guð- rúnar eru: Baldvin Árnason látinn, Jóhannes Kristinn Árnason, látinn og Margrét Auður Árnadóttir. Hálfbróðir, samfeðra: Auðunn Guðmundur Árnason, látinn, og hálfbræður sammæðra: Þorvarður Jóns- son, látinn, Guðmundur Ar- inbjörn Jónsson, látinn. Eig- inmaður Guðrúnar er Jóhannes Páll Halldórsson frá Patreksfirði, fæddur 21. júlí 1924. Foreldrar hans voru Halldór Jóhannesson og Mar- Þórunn. Heiðar Guðberg, f. 1961, eiginkona hans er Hrafn- hildur Konný Hákonardóttir, börn þeirra eru Kristín Erla, Björgvin Þór, Jóhannes Gunn- ar og Hákon Guðberg. Guðrún stundaði nám á Hús- mæðraskólanum á Staðarfelli og útskrifaðist síðan sem ljós- móðir frá Ljósmæðraskóla Ís- lands á Landspítalanum. Guðrún starfaði sem ljós- móðir í Reykhóla- og Geira- dalshreppi til ársins 1952 eða þar til hún eignaðist sitt fyrsta barn. Jafnframt ljósmóð- urstörfunum vann hún á Hótel Bjarkarlundi á sumrin. Haustið 1952 fluttu Guðrún og Jóhann- es til Patreksfjarðar og bjuggu á Bjarkargötu 3 til ársins 1995. Guðrún var heimavinn- andi húsmóðir þar til yngsta barnið fermdist. Hóf þá störf við fiskvinnslu og var verk- stjóri hjá Hraðfrystihúsinu Skildi og Hraðfrystihúsi Pat- reksfjarðar. Guðrún og Jó- hannes fluttu til Akureyrar 1995. Nokkrum árum síðar fluttu þau á Akranes og hafa búið á Dvalarheimilinu Höfða frá árinu 2008. Útför Guðrúnar Þórunnar fer fram frá Reykhólakirkju í dag, 30. júlí 2015, kl. 14. grét Sigríður Hjartardóttir. Guðrún og Jó- hannes gengu í hjónaband í Króks- fjarðarnesi árið 1952 og eignuðust 6 börn og þau eru: Margrét, f. 1952, eiginmaður hennar er Bryon Rowl- inson, börn þeirra eru Róbert Árni, Richard John, Jóhannes Páll og Jóna Kristbjörg. Þorsteinn Kristinn, f. 1953, börn hans og Sigureyjar Guðrúnar Lúðvíks- dóttur, d. 2009, eru Lúðvík, Jó- hann og Rúna Dís. Nína Erna, f. 1954, dætur hennar eru Guð- rún Ósk, Vallý Rán, Inga Rós og Guðný María. Bryndís, f. 1957, eiginmaður hennar er Hörður Sigurharðarson, synir þeirra eru Árni Elliott og Hall- dór Kristinn. Halldór, f. 1959, eiginkona hans er Jóhanna Katrín Eggertsdóttir, börn þeirra eru Eggert, Brynjar og Elsku besta mamma mín er nú búin að kveðja okkur eftir langa og farsæla ævi og er ég svo heppin að hafa fengið að njóta hennar svona lengi. Það er svo ótal margs að minnast því alltaf varst þú tilbúin að hjálpa til og það var sama hvað það var og ekki er hægt að hugsa sér betri mömmu. Þú sast yfir mér í þrjá daga þeg- ar ég átti Guðrúnu Ósk og hefði ég ekki getað verið án þín og ekki tókst þú í mál að fara heim að hvíla þig. Við bjuggum hjá ykkur pabba fyrstu sex árin hennar og við hefð- um ekki getað fengið betri leið- sögn og hjálp og er ég ævinlega þakklát fyrir þann tíma. Síðan fæddust hinar dæturnar og enda- laust gátu þær allar leitað til þín á Bjarkargötuna með allt sem þær vantaði sama hvort það var að fá góða matinn, kökurnar þínar, fá prjónaða sokka, vettlinga eða saumaða flík. Alltaf varst þú tilbú- in að hjálpa. Þegar þið fluttuð frá Patró og ég flutti aftur á æsku- heimilið var gott að koma aftur heim. Þú varst búin að gera garð- inn svo fallegan og rækta upp blóm og tré sem ég reyni að halda við en því miður er ég ekki með eins græna fingur og þú, en ég geri mitt besta. Það voru margar stundirnar sem við áttum í fallegu sveitinni þinni og þar voru þið pabbi búin að gróðursetja og hlúa að bænum. Þar voru þið mörg sumur og alltaf leið ykkur best þar. Yndislegt var að vera með ykkur þar og alltaf nóg pláss fyrir alla eins og hefur alltaf verið þar sem þið hafið búið. Undanfarin ár dvölduð þið á Dvalarheimilinu Höfða og þar var virkilega vel hugsað um þig og ég veit að það verður vel hugsað um pabba af því frábæra starfsfólki sem vinnur þar. Elsku besta mamma mín. Hvíldu í friði í fallegu sveitinni þinni. Ég mun ætíð sakna þín. Blessuð vertu baugalín. Blíður Jesú gæti þín, elskulega móðir mín; mælir það hún dóttir þín. (Ágústína J. Eyjólfsdóttir) Þín dóttir, Nína. Mér hlýnar alltaf í hjarta er hugsa ég um þig Um svipinn þinn blíða og bjarta sem brenndi sig inn í mig Mér virðist frostin flýja svo fagnar hugskot mitt, þegar ég hugsa um hlýja handartakið þitt. Og orðin er þú sagðir og indælu brosin þín, það eru örsmáir englar sem annast og gæta mín. (Guðrún Auðunsdóttir) Elsku mamma, þetta ljóð „Vernd“ kemur oft upp í hugann þegar mér verður hugsað til þín, því er það mér ofarlega í huga núna á þessum erfiðu tímum þeg- ar við erum að kveðjast, og ég sit hérna í yndislegu sveitinni þinni, sem þú unnir svo heitt, og hugsa til þín, lífið á eftir að verða svo miklu fátæklegra þegar þú ert ekki til staðar. En við verðum að ylja okkur við yndislegar minningar, m.a. úr sveitinni þinni á „Hlíðinni minni fríðu“ Barmahlíð og um hana orti Jón Thoroddsen ljóðið sem þú kenndir mér snemma og síðasta ljóðið sem við fórum með saman um daginn, elsku mamma mín Brekkufríð er Barmahlíð, blómum víða sprottin, fræðir lýði fyr og síð: fallega smíðar Drottinn. Elsku mamma, þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér og gerðir fyrir mig og börnin mín öll, það er ómetanlegt, hvort sem það var á Bjarkargötunni, Norðurgötunni , sveitinni þinni eða á Akranesi, alltaf stóð faðmur þinn opinn og eigum við ótal yndislegar minn- ingar frá því sem við getum yljað okkur við. En nú skilur leiðir okk- ar í bili en ég veit þú ert komin á betri stað hjá ömmu, afa og Heiðari litla og fleira góðu fólki. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla á fold. Þú veist hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Litli strákurinn þinn, Heiðar Guðberg. „Sofa dróttir dala, Dóri fór að smala“ Þetta brot er úr langri Smala- þulu sem hún Guðrún, tengda- móðir mín, raulaði oft fyrir mig og alveg fram á síðasta dag gat hún flutt þessa þulu. Hún sofnað svefninum langa hinn 21. júlí, níu- tíu og tveggja ára gömul, í örmum eiginmanns síns, Jóhannesar. Margar yndislegar minningar koma upp í huga minn þegar ég lít yfir okkar samferð. Allar flottu af- mælisterturnar til barnanna minna sem þú settir saman úr allskonar kexi og kökum, sem urðu að flottum húsum, vörubílum og ævintýralestum. Þú naust þess að dekra við barnabörnin þín enda var faðmur þinn og heimili þeim alltaf opinn. Ferðirnar okkar saman í sveitina þína fögru, Hyrn- ingsstaði, þar sem þú fæddist og sleist barnsskónum. Þar áttum við fjölskyldan saman góðar stundir í gamla bænum. Ég man okkar síðustu ferð saman þangað en þá var ellikerling búin að ná tökum á þér þannig að lítið var hægt að spjalla á leiðinni en þá settum við disk í tækið og hækk- uðum í botn og sungum fullum hálsi með Helga Björnssyni. Þú hafðir svo mikið yndi af því að syngja og kunnir alla texta svo vel. Elsku tengdamamma, þín verður sárt saknað og vil ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér með elsku þinni og kærleik. Ég trúi því að nú sért þú komin á betri stað og raulir Smalaþuluna með foreldrum þínum og systkin- um. Blómin hlæja sæl við sól sunnan undir græna hól komið er heim á kvíaból kindurnar og smalinn En sú blessuð blíða um allan dalinn. (Höf. ókunnur.) Þín tengdadóttir, Konný Hákonardóttir. Elsku amma mín, mikið er ég feginn að hafa átt þig að. Að geta komið til þín og afa eftir skóla þegar við bjuggum á Akureyri. Sama hvernig skóladagurinn hafði gengið var alltaf tekið á móti mér á sama máta, endalaus um- hyggja og ást sem geislaði af þér. Þú vildir allt fyrir mig gera, og gekkst svo sannarlega úr skugga um að ég fengi góðan mat alla daga. Svo sátum við oftar en ekki saman inni í stofu að horfa á Nonna og Manna. Ég er svo þakk- látur fyrir að hafa notið svona mikils tíma með ykkur á þessum mikilvægu mótunarárum, því þú kenndir mér svo sannarlega margt. Ég hefði ekki getað verið á betri stað, því hjá þér leið mér alltaf vel. Svo núna, mörgum árum seinna, er ég sat hjá þér á Höfða héldumst við í hendur og horfð- umst í augu og mér leið nákvæm- lega eins og litla ömmustráknum á Akureyri. Takk fyrir kveðjuna yfir höfin amma mín, þú hefur ávallt sýnt mér endalausa umhyggju og kær- leik og ég veit að þú munt vaka yf- ir mér um ókomin ár. ... Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. .... (Bubbi Morthens) Ástarkveðjur, þinn, Hákon Guðberg. Guðrún Þórunn Árnadóttir ✝ Margrét Kristínfæddist í Kaup- mannahöfn 30. jan- úar 1924. Hún lést 22. júlí 2015. Foreldrar henn- ar voru Björn Rögn- valdsson bygg- ingameistari og Ingibjörg Sigríður Steingrímsdóttir húsmóðir. Hinn 17. júlí 1943 giftist Margrét Kristín Sigurði Úlfarssyni húsgagnasmíðameist- ara og kennara. Foreldrar hans voru Úlfar Jónsson, bóndi Fljóts- dal í Fljótshlíð, og Kristrún Kristjánsdóttir húsmóðir. Þau eignuðust tvö börn: 1) Björn Úlfar, f. 1.11. 1944. Hans maki er Júlía Ósk Halldórs- dóttir, f. 6.6. 1943. Þau eiga þrjú börn: a. Margréti Kristínu, b. Krist- rúnu Lindu, c. Úlfar Þór. Björn og Ósk eiga sex barnabörn og eitt barna- barnabarn. 2) Sigríði Mar- gréti, f. 20.12. 1954. Hennar maki er Ágúst Benedikts- son. Þau eiga þrjú börn: a. Stellu Ingi- björgu, b. Sigurð Grétar, c. Hrannar Má. Sigríður og Ágúst eiga þrjú barnabörn. Margrét vann lítið sem ekkert utan heimilis en helgaði heimili þeirra hjóna alla sína starfs- krafta meðan heilsan leyfði. Árið 1952 flutti fjölskyldan í húsið sem þau hjónin höfðu byggt og bjuggu þar til ársins 2011 er þau fluttu í þjónustuíbúð. Síðustu tvö árin bjó Margrét Kristín á hjúkrunarheimili. Útför Margrétar Kristínar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 30. júlí 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Í dag verður amma okkar í Teigó borin til grafar frá Árbæj- arkirkju. Við vorum svo heppin að fá að hafa hana hjá okkur svona lengi og langar okkur að minnast hennar í örfáum orðum. Við systkinin vorum mikið hjá ömmu og afa í Teigó. Amma var heimavinnandi og alltaf með rós- ótta svuntu. Hún átti alltaf eitt- hvað með kaffinu þegar gesti bar að garði og passaði hún uppá að eiga eitthvað handa okkur krökk- unum líka. Ansi oft var þröng á þingi í litla eldhúsinu í Teigó en samt alltaf nóg pláss hjá henni enda hafði hún gaman af að fá gesti. Hún sagði okkur margar sögur af sjálfri sér þegar hún var ung og ein af þeim kemur oft upp í huga okkar. En það var þegar hún var að passa og vildi gera góðverk og bakaði pönnukökur handa húsfrúnni. Ekki fór það vel í það sinn en seinna meir gerði hún bestu pönnukökur í heimi. Ef það var sól var gjarnan sest úti á altan eins og hún kallaði það og hafði hún yndi af blómunum í garðinum og þegar rósirnar hennar voru í blóma var engin undankomuleið en að skoða þær, enda voru þær alltaf fallegar. Eins var alltaf gaman leika sér úti í palli í alls konar dundi. Hún var líka iðin við að gefa villikött- unum, sem voru í stokknum fyrir ofan húsið hennar, rjóma á disk en hún var mikill dýravinur. Hún átti mikið af fallegum hlutum og var æði oft farið til hennar ömmu fyrir jólin til að pússa silfrið hennar sem að sjálfsögðu átti að vera fínt um jólin. Oft var líka set- ið við borðstofuborðið að perla og spila Svartapétur en það spil var mikið spilað af öllum börnum sem komu í Teigó. Elsku amma, takk fyrir yndislegan tíma. Við vitum að afi er búinn að bíða eftir þér og hann verður klárlega sá fyrsti sem tekur á móti þér. Elsku amma, takk fyrir allt og hvíl í friði. Kristrún Linda Björns- dóttir, Margrét Kristín Björnsdóttir og Úlfar Þór Björnsson. Elsku amma mín. Nú ertu komin til afa, sem þú hefur saknað svo sárt síðan hann kvaddi okkur fyrir 4 árum. Hjart- að mitt er fullt af söknuði en samt svo glatt yfir öllum skemmtilegu minningunum frá tímanum okk- ar. Við vorum mikið saman og oft- ar en ekki fórum við í bíltúr. Mér hefur alltaf þótt gaman að aka bíl, og þú elskaðir að láta mig keyra um miðbæ Reykjavíkur til að segja mér frá öllum minningum þínum um þann stað. Hvar hver átti heima, hvaða búð var á þessu horni og síðast en ekki síst í hvaða húsum þú bjóst og hvaða hús pabbi þinn byggði. Hann byggði mörg hús í miðbænum og þú varst svo stolt af verkum hans, enda fagmaður mikill. Mörg þeirra standa enn. Þú fæddist í Kaupmannahöfn og varst þar fyrstu árin þín. Mér hefur alltaf þó óskaplega vænt um Kaupmannahöfn, líklega vegna tengsla þinna við þann stað. Ég hugsaði alltaf til þín í ferðunum mínum þangað og elsk- aði að hringja í þig og segja þér hvað ég var búin að vera að gera. En þú fluttir svo til Íslands og bjóst í miðbæ Reykjavíkur, þar til ársins 1952, þegar þið afi byrj- uðuð að byggja Teigagerði 16. Vel til fara og með skóflu í hönd grófuð þið saman grunninn að fal- lega húsinu ykkar, sem var svo í ykkar eigu allt til sumarsins 2015. Þið ferðuðust mikið, jafnt inn- anlands sem utan. Sumarið 1981 fór ég með ykkur til Danmerkur – í fyrstu utanlandsferðina mína. Þar ferðuðumst við mikið. Við höfum oft talað um þessa ferð í gegnum árin og skoðað saman myndir frá henni. Alltaf fannst þér jafn skemmtilegt að segja mér söguna um mig úr þessari ferð, þegar við ókum um Dan- mörku og ég leit út um gluggann á bílnum og sagði: „amma, er engin sveit hérna?“ Íslenska barnshjartað gat ómögulega skil- ið að til væri sveit án fjalla! Elsku amma mín – ég gæti endalaust haldið áfram um minn- ingar mínar um þig og afa. Ég vil þakka fyrir alla bíltúrana og kaffihúsaheimsóknirnar sem voru ótal margar. Þér fannst fátt skemmtilegra en að enda bíltúra á kaffihúsi, með góðum kaffibolla og kökusneið. Enda var alltaf til kaffi og með því í Teigagerðinu. Þrátt fyrir mikil veikindi síðustu dagana þína varstu enn að bjóða mér kaffi – það er nú alveg ómögulegt að fá fólk í heimsókn og fá sér ekki kaffi! Takk fyrir allt amma mín, þú varst mér svo góð og yndisleg. Með söknuð í hjarta kveð ég þig að sinni. Þín, Stella Ingibjörg. Elsku amma í Teigó. Ég er svo heppinn að hafa fengið að kynn- ast og taka þátt í lífi ömmu í Teigó, fengið að dást að dugnaði, nákvæmni og elju ömmu. Amma var mikil handavinnukona og hún saumaði út dúka, teppi, áklæði á stóla og fleira sem ég ekki kann að nefna sem var svo smátt stundum og ótrúlega flókið að fá- ir hefðu lagt í að byrja að sauma og hvað þá að klára. Amma vildi alltaf að öllum liði vel og þegar maður fékk að gista þá var sko stjanað við mann. Ég hef gist á fimm stjörnu hótelum og þau eiga ekki séns í það að gista hjá ömmu í Teigó. Tekið á móti manni í dyragættinni með kossum og knúsi, taskan yfirleitt borin inn fyrir mann, fylltur á manni maginn af einhverju góð- gæti, leikið í sólríkum garðinum í Teigó því þar var alltaf gott veð- ur, flett í gegnum gömul albúm með myndum frá siglingum afa og ömmu um spennandi lönd, horft á gömul áramótaskaup og grínþætti sem búið var að taka upp og geyma árum saman, búið um rúm með straujuðum sæng- urfötum, flóuð mjólk og suðu- súkkulaði fyrir svefninn, pakkað inn í sængina eins og púpu þannig að manni yrði örugglega ekki kalt og svo leið manni alltaf eins og amma hefði vakað yfir manni alla nóttina og passað mann. Amma var blíðasta kona sem ég hef kynnst og knúsin voru líka löng og innileg. Stundum var maður orðinn hálf vandræðaleg- ur en amma meinti hverja ein- ustu sekúndu sem hún knúsaði mann og akkúrat þannig langar mig að minnast ömmu í Teigó í löngu innilegu knúsi og þökk fyr- ir allt sem hún kenndi mér þó ég muni seint strauja þvottapoka. Sigurður Grétar. Margrét Kristín Björnsdóttir Okkar ástkæra, INGIBJÖRG FRIÐJÓNSDÓTTIR, Bogga frá Baldursheimi, verður jarðsungin frá Skútustaðakirkju föstudaginn 31. júlí kl. 13.30, jarðsett í heimagrafreit í Baldursheimi. . Ásgeir Baldursson, Þórhalla Þórhallsdóttir, Grétar, Inga Arnhildur, Þórlaug, Elva, Rósa Björg, Eva Sóley og fjölskyldur. Ástkær faðir, sonur, bróðir og vinur, JÓN GUÐMUNDUR MARTEINSSON, lést á heimili sínu sunnudaginn 26. júlí 2015. Jarðarförin mun fara fram í kyrrþey. . Emil Andri Jónsson, Helena Ósk Jónsdóttir, Marteinn E. Sigurbjörnsson, Sigríður Ásta Þórdísardóttir, Marteinn Ólafsson, Þórdís Marteinsdóttir, Hafsteinn A. Marteinsson, Sveinbjörg Sævarsdóttir, Valgeir Elís Marteinsson, Ingibjörg Fríða Margeirsdóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.