Morgunblaðið - 30.07.2015, Qupperneq 85
MINNINGAR 85
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015
hægt er, elsku Katrín, og halda
fast í allar góðu minningarnar
um okkar yndislegu frænku. Við
elskum þig.
Vilhjálmur Árnason og
Sigurlaug Pétursdóttir.
Hér situr maður hálf annars
hugar og hugsar um þetta und-
arlega líf. Katrín Ólöf, svilkona
mín, farin, svo ung frá drengj-
um sínum og eiginmanni, Þór-
ólfi, sem hún átti að frá 16 ára
aldri. Hvernig má þetta vera
allt saman? Hver er tilgangur-
inn? Þetta eru svo stórar spurn-
ingar að það er ekki hægt að
upphugsa nein skynsamleg svör.
Ég finn ró í því að trúa að við
munum sameinast öll að nýju og
að það sé eitthvað sem okkur á
þessari jörð er ekki gefið að
skilja að svo stöddu. Eina sem
við getum gert í stöðunni er að
halda áfram lífi okkar á meðan
það varir og spila rétt úr þeim
spilum sem okkur voru gefin.
Katrín var með afburðum
jarðbundin og dugleg kona.
Æðruleysi hennar er varla hægt
að lýsa með orðum. Hún spjall-
aði um veikindi sín í stóískri ró
og sagði að svona væri þetta
bara, tölfræðin væri ekki beint
henni í hag. Aldrei fann ég örla
á reiði eða að hún fyndi fyrir
óréttlæti í sinn garð. Það var
hreint ótrúlegt að vitna þessa
yfirvegun, allt til dauðadags
hennar. Hún á ekki langt að
sækja yfirvegunina því foreldr-
ar hennar, Böðvar og Gestný,
hafa staðið við hlið hennar og
fjölskyldunnar eins og klettar
með æðruleysið að vopni. Nú er
dóttir þeirra farin en Katrín
skildi eftir sig tvo yndislega
drengi sem verða ljósin sem
lýsa í myrkrinu.
Þórólfur hefur alla tíð stutt
Katrínu dyggilega og í veikind-
unum stóðu þau mjög þétt sam-
an og nutu hvers dags sem
kostur var. Katrín, Þórólfur og
drengirnir hafa átt marga góða
að á þessu ári. Foreldrar Katr-
ínar og tengdamamma stóðu
vaktina með fjölskyldunni dag
og nótt frá upphafi og aðrir
stóðu fast á hliðarlínunni. Fjöl-
skyldan er þétt með þetta fólk í
forystunni.
Hvíl í friði elsku Katrín.
Sonja B. Guðfinnsdóttir.
Í dag verður Katrín frænka
borin til grafar eftir snögg og
erfið veikindi. Katrín var að
læra heimilislækningar. Hún
var yndisleg eiginkona Þórólfs
og yndisleg mamma Matthíasar
og Benedikts. Þau náðu að gifta
sig í apríl. Við kveðjum elsku
Katrínu með þessu versi:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
...
(Vald. Briem)
Elsku Þórólfur, Matthías,
Benedikt, Gestný, Böðvar, Sig-
urjón, Inga Þórunn og Þor-
steinn, megi góður Guð vera
með ykkur á þessum erfiðu tím-
um.
Ykkar frænkur,
Alda og Bára.
Þegar móðir tveggja ungra
barna er hrifin á brott í blóma
lífsins, þá hugsum við eðlilega
um það hve lífið getur verið
óréttlátt. Vinátta okkar við
Gestnýju og Böðvar, foreldra
Katrínar Ólafar hófst á náms-
árunum og í heil sex ár að loknu
námi bjuggu svo fjölskyldurnar
hlið við hlið, fyrst tvö ár á
Blönduósi og svo fjögur í Väst-
erås í Svíþjóð. Á þessum árum
skapaðist vinátta milli Katrínar
og barnanna okkar, Þóru og
Heimis, og nándin við þessa
góðu vini var okkur öllum dýr-
mæt og gefandi. Eftir Svíþjóð-
arárin varð langt á milli heim-
ilanna en vináttan óbreytt og
alltaf jafn notalegt að hittast og
upplifa óskilyrta tryggð þeirra,
nokkuð sem yngri börn okkar,
Birna og Ragnar, hafa notið.
Eins og pabbinn, þá valdi Katr-
ín sér læknisfræði sem lífsstarf.
Hún flutti ásamt manni sínum
og tveimur ungum sonum þeirra
á bernskuslóðirnar í Svíþjóð og
lagði þar stund á sérnám í
heimilislækningum. Símtalið frá
Böðvari í desember síðastliðn-
um þegar hann sagði okkur að
Katrín væri alvarlega og mikið
veik gleymist seint. Meðferð gaf
henni um nokkrun tíma talsvert
skárri líðan og við höfum skynj-
að hvernig fjölskyldan öll hefur
með samheldni og æðruleysi
meðvitað nýtt hann vel til sam-
veru og samskipta. Við trúum
því að það muni nú reynast
hjálplegt við að takast á við
hinn mikla missi.
Þórólfi, eiginmanni Katrínar,
sonum þeirra, Matthíasi Erni og
Benedikt Arnóri, Sigurjóni
bróður Katrínar, Böðvari og
Gestnýju og öðrum aðstandend-
um vottum við okkar innileg-
ustu samúð. Guð blessi minn-
ingu Katrínar Ólafar.
Pétur, Ólöf (Lolla), Birna,
Ragnar, Þóra og fjölskylda,
Heimir og fjölskylda.
Það má segja að í hverjum
vinahópi hafi hver og einn vinur
ákveðið hlutverk, ákveðna
færni, ákveðið skap, og þegar
blandan er rétt verður úr sterk-
ur vinahópur sem stendur sam-
an í gegnum súrt og sætt. Þann-
ig varð okkar hópur þegar við
kynntumst Katrínu.
Við Solla, Halla, Björg, Anna
og Berglind höfðum allar þekkst
frá því í grunnskóla en á 17. ári
drógu tvær okkar stelpu úr
handboltanum með í hitting. Á
þeirri stundu, eins áreynslulaust
og dagur rennur við nótt eða
alda dansar við strönd, varð
Katrín besta vinkona okkar. Við
vorum allar hugfangnar af
henni frá fyrsta hittingi og ræð-
um oft að það sé eins og hún
hafi verið vinkona okkar frá því
að við vorum 7 ára. Hún var
púslið sem vantaði til að full-
móta myndina okkar.
Katrín var sú okkar sem var
laus við allt drama. Það kom sér
gríðarlega vel í hópnum þar
sem við áttum það til að leyfa
prófkvíða, kærastamálum eða
meðgönguáhyggjum að heltaka
okkur. En sérstaklega kom það
sér vel á ögurstundum eins og
þegar hluti hópsins fór á Tóm-
atahátíðina á Spáni og festist
inni í þvögunni og varð mjög
svartsýnn á að snúa nokkru
sinni út úr tómataflóðinu, eða
finna þurfti rétta útganginn af
risavöxnu evrópsku hringtorgi
og enginn vissi hvar hann var.
Já, Katrín hélt sko kúlinu og
vísaði veginn.
Katrín erfði hina víðfrægu
Holtagerðis-gestrisni sem til
dæmis leiddi af sér að við erum
allar farnar að mæta í stórfjöl-
skylduboð til Gestnýjar og
Böðvars á aðfangadag, örkuðum
Fimmvörðuháls með engum fyr-
irvara en þó með þriggja rétta
máltíð og gistingu í fellihýsi fjöl-
skyldunnar síðasta sumar, og
sátum ótal boð á heimili þeirra
Tóta.
Það sem okkur þótti svo vænt
um var að Katrín kom alltaf til
dyranna eins og hún var klædd
og við máttum vita það að hver
einasta skoðun, hvert einasta
ráð og hvert einasta heilræði
var alltaf heiðarlegt og yfirleitt
byggt á mikilli rökhugsun. Hún
var kletturinn okkar og við
byggjum svo margar meginregl-
ur í okkar lífi á ráðum Katrínar,
og viðurkennum það hérmeð að
nú pissum við allar á almenn-
ingssalernum án þess að óttast
smit – Katrín sagði að það væri
í lagi.
Það má segja að við höfum
lifað lífi okkar saman, þroskast
saman, upplifað stór og lítil
augnablik saman: Við fylgdum
Katrínu á ballið þar sem hún og
Tóti áttu fyrsta kossinn, við
lærðum saman á Bókhlöðunni,
við útskrifuðumst, urðum vinn-
andi konur, urðum mömmur,
ferðuðumst saman, hlógum
saman, grétum saman.
Þvílíkt líf. Þvílík vinátta.
Nú þegar elsku vinkona okk-
ar hafur kvatt okkur allt of
snemma og púslið vantar á ný,
fyllum við út í myndina með
einstökum minningum af stór-
fenglegri vináttu, samveru með
yndislegu strákunum hennar –
og bara fjölskyldu hennar allri,
og öllu því sem hún kenndi okk-
ur allt þar til hún kvaddi.
Elsku Tóti, Matthías og
Benedikt. Við vinirnir erum hér
fyrir ykkur alltaf. Ykkar,
Björg, Sólveig, Hallfríður,
Anna og Berglind.
Eins og oft vill verða hjá
fólki sem flytur milli landa
myndast ákveðin tengsl við
aðra í svipaðri stöðu. Hjá okkur
í heimilislæknahópnum í Väste-
rås gerðist það eitthvað svo
sjálfkrafa að einstaklega góð
samheldni myndaðist og úr varð
ein stór fjölskylda að heiman
sem hefur átt margar góðar
stundir saman síðustu árin. Nú
kveðjum við elsku Katrínu okk-
ar með miklum söknuði. Hún
var yndisleg manneskja á allan
hátt sem var gaman að um-
gangast og gott að tala við,
hafði þægilega nærveru, var
skemmtileg og góð í gegn. Ein-
faldlega ein af þeim sem gerir
heiminn betri.
Engin ein leið er rétt, hvað
þá auðveld, að takast á við það
að fá lífshættulegan sjúkdóm en
við getum ekki annað en dáðst
að því hvernig Katrín og fjöl-
skylda hennar gerðu það af
miklu hugrekki og æðruleysi.
Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast Katrínu og
fyrir þann tíma sem við fengum
með henni þó hann hafi verið
allt of stuttur. Lífið heldur
áfram um sinn og Katrín Ólöf
Böðvarsdóttir mun ávallt eiga
sinn örugga sess í huga okkar
og hjörtum.
Tóta, Matthíasi, Benedikt,
foreldrum Katrínar, bróður og
öðrum aðstandendum vottum
við okkar dýpstu samúð.
Gunnþórunn, Geir,
Steinar, Elín, Tryggvi,
Þorbjörg og börn.
Það er erfitt að setjast niður
og skrifa minningargrein um
hana Katrínu okkar sem fór allt
of fljótt frá fjölskyldu sinni og
vinum. Katrín byrjaði að vinna
með okkur í Blönduvirkjun
sumarið 1996. Hún var yndisleg
vinkona, yfirveguð, brosmild og
með fallega nærveru. Hún var
til í fjörið og féll strax inn í hóp-
inn. Katrín var með góða út-
geislun sem smitaði frá sér. Til
dæmis þegar hún sá einhverja í
pásu í vinnunni kallaði hún
ávallt „farðu að vinna,“ en þetta
kallaði hún með sérstökum tón
og glettni sem kom öllum í gott
skap. Við munum minnast Katr-
ínar sem skemmtilegs, góðs og
trausts vinar. Hópurinn var
samheldinn og gerði ýmislegt
saman. Spiluðum mikið, stund-
uðum sveitaböllin í Miðgarði og
fórum í skemmtilegustu útileg-
urnar og vorum öfundaðar af
öðrum krökkum sem ekki voru í
Blöndugenginu. Blönduvirkjun-
arárin voru yndislegur tími og
þar urðu til frábærar minning-
ar, ævilöng vinasambönd og
nokkur hjónabönd, þar á meðal
Katrínar og Tóta. Við erum svo
þakklát fyrir þennan tíma.
Hvíldu í friði elsku Katrín og
takk fyrir vináttuna í gegnum
árin. Elsku Tóti, Matthías Örn,
Benedikt Arnór og fjölskyldur,
við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur og megi guð
gefa ykkur styrk á þessum erf-
iðu tímum. Hugur okkar er hjá
ykkur öllum.
Fyrir hönd samstarfsfélaga
Katrínar og Tóta í Blönduvirkj-
un sumrin 1996 og 1997,
Halla Hrund, Halla
og Arndís.
Ein af okkur er nú fallin frá.
Ung kona í blóma lífsins. Svo
ótal mörg verkefni sem hún
mun aldrei fá tækifæri til þess
að ljúka eða takast á við. Ást-
vinir skildir eftir í sorg.
Óraunveruleikatilfinning
hellist yfir á sama tíma og
ískaldur raunveruleikinn blasir
því miður við. Reiði, vanmátt-
arkennd og sorg heltaka og
gera veröldina svarta.
En síðan, inn á milli, brjóta
ljósgeislar sér leið í gegnum
myrkrið. Bjartar og fallegar
minningar um dásamlega konu
lýsa upp veröldina að nýju.
Þakklæti og stolt yfir að hafa
fengið að vera henni samferða,
þó ferðin hafi verið stutt. Minn-
ingar um afrekin sem hún náði
að ljúka á meðan hún lifði.
Vönduð, yfirveguð, gáfuð,
skemmtileg, hugrökk, sterk og
góð eru lýsingarorð sem koma
upp í hugann og lýsa Katrínu
vel. Konu sem hugsaði áður en
hún talaði, hugsaði áður en
framkvæmdi. Baráttukonu sem
gafst ekki upp þrátt fyrir kröft-
ugan mótvind. Þessir eiginleik-
ar gerðu hana að einstökum
lækni, einstakri manneskju.
Missirinn er því mikill. Við
höfum misst ástkæran kollega
og vinkonu. Skjólstæðingar
hennar hafa misst dýrmætan
lækni. Mestur er þó missirinn
fyrir fjölskyldu hennar, litlu
drengina hennar tvo, eigin-
mann, foreldra og bróður. Til
þeirra sendum við okkar dýpstu
samúðarkveðjur. Elsku Tóti,
Matthías, Benedikt, Gestný,
Böðvar og Sigurjón. Við óskum
þess að þið öðlist styrk til þess
að takast á við sorgina og að
minningarnar muni lýsa skugga
ykkar.
Til elsku Katrínar: Þú snertir
hjörtu okkar. Við munum sakna
þín. Hvíl í friði kæra vinkona.
Fyrir hönd félaga þinna úr sér-
námi í heimilislækningum,
Sigurbjörg Ólafsdóttir.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
BIRNA ÞÓRLINDSDÓTTIR,
Safamýri 83,
Reykjavík,
sem lést á Landakoti föstudaginn 24.
júlí, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju föstudaginn
31. júlí kl. 13.
.
Gunnar Þór Guðmannsson, Sigrún A. Jónsdóttir,
Björn Þór Gunnarsson, Helga Elíasdóttir,
Katrín Ösp Gunnarsdóttir
og barnabarnabarn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð,
vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar
MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR,
Neskaupstað.
.
Már Sveinsson,
Ingvar Másson,
Sigurður Másson,
Sveina María Másdóttir.
Þökkum innilega hlýhug og samúð vegna
andláts okkar elskulega
ÍSLEIFS SUMARLIÐASONAR.
.
Sigurlaug Jónsdóttir og fjölskylda.
HANNES PÁLSSON
bankamaður,
Sólheimum 42, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 23. júlí.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju
miðvikudaginn 5. ágúst kl. 13.
.
Guðrún Hannesdóttir, Þorbjörn Broddason,
Kristín Hannesdóttir, Nicholas Groves-Raines,
Halla Hannesdóttir, Vífill Magnússon,
Páll H. Hannesson, Liv Jorunn Seljevoll,
Pétur H. Hannesson, Erla Dís Axelsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir,
systir og mágkona,
BRYNJA BRAGADÓTTIR,
doktor í vinnusálfræði,
varð bráðkvödd á heimili sínu, Huldulandi
20, laugardaginn 25. júlí. Útförin fer
fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 7. ágúst kl. 13.
.
Ragnar Kristinsson,
Inga Björk Ragnarsdóttir,
Valgerður Ragnarsdóttir,
Inga Björk Sveinsdóttir, Bragi Sigurþórsson,
Sólrún Bragadóttir,
Þórdís Bragadóttir, Þorbjörn Guðjónsson,
Friðrik Bragason, María Guðmundsdóttir.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUNNAR RUNÓLFSSON
rafvirkjameistari,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
sunnudaginn 26. júlí. Útförin fer fram frá
Dómkirkjunni miðvikudaginn 5. ágúst kl. 15. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á að láta hjúkrunarheimilið Sóltún njóta
þess.
.
Ingibjörg Elíasdóttir,
Elías Gunnarsson, Ingunn Sæmundsdóttir,
Þórdís Gunnarsdóttir,
Guðrún Gunnarsdóttir, Jakob Þór Pétursson.
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
ÞORSTEINN BERGÞÓRSSON
olíubílstjóri,
Stekkjarholti 7,
Ólafsvík,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akranesi 27. júlí, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju
laugardaginn 1. ágúst kl. 14.
Fyrir hönd annarra ástvina,
.
Jóhanna Bergþórsdóttir,
Guðmundur Bergþórsson, Matth.Kristrún Friðjónsdóttir,
Ásdís U. Bergþórsdóttir, Helgi Kr. Gunnarsson,
Hrönn Bergþórsdóttir, Björgvin Ármannsson,
Freyja E. Bergþórsdóttir, Þórarinn Hilmarsson,
Björk Bergþórsdóttir, Guðni Sigurðsson,
Aron K. Bergþórsson, Kristín B. Karlsdóttir.