Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 87

Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 87
MINNINGAR 87 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 ✝ Þórólfur Ingv-arsson fæddist 16. apríl 1944. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 20. júlí 2015. Hann var sonur hjónanna Ingvars Þórólfssonar, húsa- smiðs og útgerð- armanns í Vest- mannaeyjum, f. að Króki í Gaulverja- bæjarhreppi 27. mars 1896, d. 13. apríl 1975, og Þórunnar Friðriksdóttur, húsfreyju, f. að Rauðhálsi í Dyrhólahreppi 28. apríl 1901, d. 13. júlí 1972. Systkini Þórólfs voru Þór- hildur, f. 25. nóvember 1922, d. 8. ágúst 2000, Þórunn, f. 6. des- ember 1923, d. 6. október 2013, Friðrik, f. 2. apríl 1926, d. 17. janúar 2004, Hulda, f. 10. maí 1927, d. 28. apríl 2000, Vigfús, f. 1. nóvember 1928, Hafsteinn, f. 12. október 1932, d. 29. jan- úar 2014, Hafdís, f. 2. mars 1935, d. 26. janúar 1997, Ingi, f. 22. apríl 1937, Jóna, f. 25. júní 1939. Þórólfur kvæntist 19. októ- ber 1963 Jónheiði Pálmeyju Þorsteinsdóttur frá Akureyri, f. 31. október 1944, dóttir Rann- veigar Jónsdóttur, f. 13. nóv- 3) Elva Eir, f. 16. apríl 1975, eiginmaður Björn Gestsson, f. 12. október 1972. Börn þeirra eru Júlíus, f. 9. september 1994, sambýliskona Arna Margrét Ólafsdóttir, þeirra barn Lára Eir. Gestur, f. 10. júlí. Katla Eir, f. 15. júní. Þórólfur ólst upp og bjó í Vestmannaeyjum til tvítugs er hann flutti til Akureyrar. Hann nam rennismíði hjá Vélsmiðj- unni Magna í Vestmannaeyjum. Eftir að Þórólfur flutti til Ak- ureyrar vann hann hjá Vél- smiðjunni Atla en megnið af starfsævinni var hann til sjós en starfaði inn á milli hjá Slippn- um á Akureyri. Eftir fertugt fór Þórólfur aftur í nám og nam vélstjórn í Verkmenntaskól- anum á Akureyri. Þórólfur hætti á sjó 65 ára gamall og hóf þá aftur störf í Slippnum. Þór- ólfur lauk starfsævi sinni hjá Áveitunni á Akureyri þar sem hann starfaði allt þar til hann veiktist í desember 2014. Þórólfur var mikill söng- maður og þegar hann flutti til Akureyrar gekk hann í Karla- kórinn Geysi. Þegar hann var til sjós gerði hann hlé á karla- kórsstarfinu. Um tíma söng hann einnig með Kirkjukór Ak- ureyrarkirkju. Þegar Þórólfur hætti á sjó gekk hann aftur til liðs við Karlakór Akureyrar- Geysi og söng með þeim allt þar til hann veiktist, hann var einn- ig meðlimur í kvartett kórsins. Útför Þórólfs fór fram frá Akureyrarkirkju 28. júlí 2015. ember 1902, d. 15. febrúar 1994, og Þorsteins Gunn- laugs Halldórs- sonar, f. 24. febr- úar 1886, d. 19. febrúar 1972. Börn Jónheiðar og Þórólfs eru: 1) Ingunn, f. 19.maí 1963, börn hennar eru: Jón- heiður Pálmey Halldórsdóttir, f. 11. apríl 1980. Hennar börn eru Emilíana, hennar barn er Matthías Ísak, Amos Esra, Thea Lív, Nóel Bent, Leon Ismael. Þórólfur Ævar Barkarson, f. 22. febrúar 1983. Hans börn Natalía Sól og Amanda Líf. Amanda Eir Indr- iðadóttir, f. 18. júní 1989, kær- asti Chinonso Emmanuel. 2) Anna Júlíana, f. 8. maí 1966, eiginmaður Gunnar Rún- ar Guðnason, f. 30. mars 1959. Börn þeirra eru Hreinn Logi, f. 24. október 1984, sambýliskona Dagný Elísa Halldórsdóttir. Ingvar Leví, f. 25. maí 1989, sambýliskona Linda Þuríður Helgadóttir. Gunnar Jarl, f. 27. maí 1991, sambýliskona Ingi- björg Hulda Jónsdóttir. Jón- heiður, f. 23. febrúar 1997, kær- asti Helgi Höskuldsson. Elsku pabbi minn. Það er laug- ardagsmorgunn, ég er nýkomin á fætur og mér er litið út um gluggann. Þegar ég leiði hugann að atburðum síðustu daga finnst mér sem himnarnir gráti með hjarta mínu því úti er úrhellis- rigning. Það er hins vegar svo að alltaf styttir upp um síðir og ég veit að nú ert þú kominn í dýrðina hjá Drottni. Ég veit líka að elsku tengdasonur þinn og mágur minn fór á ykkar fund í gærkvöldi og ég veit að nú hafið þið báðir fengið lausn frá þrautum ykkar og fyrir það er ég þakklát. Hann pabbi var einstakur og litríkur persónuleiki. Þegar ég horfi til barnæskunnar þá var pabbi stór og stæðilegur, taustur og öruggur fyrir mig sem litla stelpu. Að vera sjómannsdóttir gefur feðginasambandinu óneit- anlega öðruvísi blæ. Ég man þeg- ar pabbi var að koma í land, hvernig spenningurinn byggðist upp jafnt og þétt áður en hann kom. Svo fannst mér oft eins og tíminn sem pabbi var í landi væri svo ótrúlega fljótur að líða og þá var hann farinn aftur. Þegar pabbi tók sér frí á sjón- um og fór í nám í vélstjórn var góður tími. Pabbi var mjög metn- aðarfullur gagnvart náminu sínu. Það er ekki svo langt síðan að hann var að rifja þennan tíma upp með mér og vildi þá meina að ég hafi aldrei stundað námið eins vel og þegar hann var líka í námi. En þannig var hann pabbi, ég var allt- af eins og hann, að hans mati og það var sama hvað það var, það var honum að þakka eða ég hafði það frá honum. Ég skaut nú reyndar yfirleitt á hann til baka og dró úr mikilvægi hans. Svona var bara sambandið á milli okkar pabba og þennan leik lékum við endalaust fram og til baka. Ég veit samt að pabbi vissi að ég var stolt af því að vera dóttir hans og æ oftar segi ég sjálf „nú er ég eins og pabbi“. Við vorum stundum sögð svo smámunasöm og ná- kvæm og þegar við vorum rétt að byrja þá voru aðrir hættir að nenna að fylgjast með. Við pabbi gátum endalaust rætt öll heimsins mál fram og til baka, við vorum kannski ekki alltaf sammála en það gat þá bara verið þeim mun skemmtilegra að kryfja málin. Við pabbi deildum sama afmælisdegi og kannski vorum við lík þess vegna, kannski var það bara í gen- unum. En hvað sem því líður verð- ur tómlegt hér eftir að eiga af- mæli án hans og blómanna frá honum. Síðustu sex ár vann pabbi í landi og fengum við fjölskyldan að njóta nærveru hans meira. Mamma og pabbi áttu líka góð ár saman, þau keyptu sér hjólhýsi og voru dugleg að nota það og svo fóru þau í sólarlandaferðir m.a. með eldri borgurum. Rúmri viku áður en pabbi dó fórum við fjöl- skyldan með honum á ættarmót til Vestmannaeyja. Það var ómet- anlegt fyrir pabba að komast í síð- asta skipti á æskuslóðirnar og hitta yndislega ættingja. Það var ekki síður ómetanlegt fyrir mig og fjölskyldu mína. Nú þegar ég hef lokið skrifum mínum hefur stytt upp og birt úti og það gefur mér fyrirheit um bjartari tíma en minninguna um minn yndislega og góða pabba mun fylgja mér í gegnum lífið um ókomna tíð. Elsku pabbi, við eigum fyrir- heit um endurfundi á himninum. Þar til næst, Guð geymi þig. Elska þig alltaf, þín dóttir, Elva Eir. Sú var lenskan í Vestmanna- eyjum að menn voru gjarnan kenndir við húsin er þeir bjuggu í. Þau báru yfirleitt nöfn þeirra sveitabæja þaðan sem menn fluttu. Þórólfur var einn þeirra sem ávallt þekktist af heimili sínu, Birtingarholti. Það var auðvellt að laðast að Þórólfi. Hann var glaðvær og gamansamur, mikill sjálfstæðis- maður og trúmaður. Hann kvæntist systur tengda- móður minnar og var ég því ná- tengdur Þórólfi. Gamansemin kom oft í ljós hjá honum. Hann var með stærri mönnum en konan hans talsvert lægri. Þá talaði hann um að hafa verið sendur í fjöl- skylduna sérstaklega til að bæta hana þar sem á vantaði. Ekki fór hann nánar út í þá sálma en eitt- hvað var hæft í þessu mannbæt- andi hlutskipti því dæturnar eru afbragðs fljóð. Hann lærði renni- og vélsmíði í Vélsmiðjunni Magna í Vest- mannaeyjum og vann eftir það við Vélsmiðjuna Atla á Akureyri sem og vélstjóri á sjó við góðan orðstír. Það þjakaði Þórólf lengi vel samviskubitið vegna ofdrykkju sem hann glímdi við. Fá úrræði reyndust honum haldgóð. Hann hafði lesið í Biblíunni það sem Páll postuli sagði við Korintumenn hverjir mundu ekki erfa Guðs rík- ið og hann tók það til sín. En Páll segir: „Villist ekki. Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrk- endur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa.“ Þessi upptalning sat í hon- um af því hann var „drykkjumað- ur“. Fyrir 35 árum fór hann í með- ferð að Staðarfelli. Hann skalf all- ur og nötraði vegna langvarandi drykkju. Hann gat ekki haldið á vatnsglasi án þess að skvettist úr. Þá kraup hann við stól og bað Jesú að lækna sig og frelsa. Hon- um fannst herbergið fyllast af nærveru Frelsarans. Þegar hann stóð upp sáu menn augljósa breytingu á honum. Bjartara yf- irbragð og enginn skjálfti. Gerði hann gangskör í því að fylgja Jesú Kristi í anda og sannleika. Hann hafði vitað um hann og trúað því að hann væri sá sem frelsaði synd- uga menn en nú varð alger um- breyting á. Hann lét niðurdýfast og gekk til liðs við Hvítasunnu- söfnuðinn á Akureyri. Stundum féll hann og oft glímdi hann en hann gafst ekki upp og sætti sig aldrei við fall eða tap á göngunni með Kristi. Orðræða hans var sú að Jesús gæfi honum líf og bata. Við sem fylgdumst með honum um árabil gátum greint vel að Orð Jesú urðu Þórólfi veganesti og hönd Drott- ins leiddi hann áfram veg lífsins. Við lok ævinnar getum við hæg- lega sagt að hann er maður sem Jesús Kristur fékk að endur- skapa. Í dag kveðjum við Þórólf og þökkum honum samfylgdina í þessu jarðneska lífi þjáninga og þrauta en um leið fögnum við því að hann fær nú að dveljast í örm- um Jesú í Guðs ríkinu þar sem dauðinn ríkir ekki heldur réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda. Síðasti sálmurinn sem hann söng fylgir hér og á erindi við hvern þann sem vill ganga veg Drottins: Allan veginn er hann með mér, einskis meira þarfnast ég. Gæsku hans ég get ei efað, gyllir hún minn stig og veg. Æðri frið og öruggleika öllum gefur hann í sér, enda hvað sem upp á kemur, örugg borg er Jesús mér. (Fanny Crosby – Á.E.) Snorri Óskarsson. Þórólfur Ingvarsson HINSTA KVEÐJA Kæri Þórólfur. Við kveðjum þig nú með djúp- um söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að vera vinir þínir í öll þessi ár. Sé ég fjöld af förnum dögum, finn mér skylt að þakka að nýju góðhug þinn og alúð alla, endalausa tryggð og hlýju. (Guðmundur Böðvarsson) Jónheiði, dætrunum og fjölskyldunni allri sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Megi góðar minn- ingar veita styrk á þessum erfiðu tímamótum. Ingibjörg (Inga) og Hafsteinn. ✝ Jóna MálfríðurSigurðardóttir fæddist 12. apríl 1931 á Litla Hálsi í Grafningi. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöðum að kvöldi laug- ardagsins 4. júlí 2015. Foreldrar henn- ar voru Málfríður Jónsdóttir, f. 6.1. 1893, d. 6.11. 1957 og Sigurður Guðmunds- son, f. 23.12. 1879, d. 25.6. 1937. Systkini hennar voru 1) Sigurást Sólveig, f. 25.10. 1913, d. 16. 12. 1994, 2) Lilja Jó- hanna, f. 1.7. 1915, d. 10.8. 1995, 3) Aðalheiður, f. 26.6. 1918, d. 4. 9. 1998, 4) Haraldur, f. 22.7. 1921, d. 28.6. 1991, 5) Ingibjörg, f. 31.7. 1923, d. 7.5. 1939, 6) Petrún Gunnþórunn, f. hann húsvörður hjá Landspít- alanum. Dóttir Jónu og kjör- dóttir Reynis er Sólveig Ingi- björg, f. 23.11. 1954, maki Leó Jóhannesson. Börn þeirra: a) Reynir, f. 20.8.1979, maki Katr- ín Rós Baldursdóttir. Synir þeirra: Leó Ernir og Maron Birnir. b) Bjarnfríður, f. 2.6. 1985, maki Mikael Marinó Ri- vera, dóttir þeirra: Karmen Sólveig. Jóna lauk prófi frá Hús- mæðraskólanum á Laugum vorið 1951. Á yngri árum starf- aði hún við almenn verkakonu- störf, lengst af hjá Bæj- arútgerð Reykjavíkur þar sem hún var fiskimatsmaður, en á árunum 1963-1968 vann hún á Ljósmyndastofunni Myndiðn. Haustið 1968 réðst hún til starfa hjá Fræðslumyndasafni ríkisins og síðar Náms- gagnastofnun þar sem hún var við almenn skrifstofustörf allt til starfsloka árið 2001. Þá gegndi hún ýmsum trún- aðarstörfum fyrir stéttarfélag sitt SFR. Útför Jónu verður gerð í kyrrþey. 25.5. 1925, d. 14. 5. 1927, 7) Sigurður, f. 16.12. 1926, d. 6.2. 1984, 8) Pet- rún Gunnþórunn, f. 12.3. 1931, 9) Bjarkey f. 17.12. 1932, d. 1.1. 2012, 10. Guðni Ársæll, f. 23.11. 1934. Hálfsystkin sam- feðra voru 1) Þor- steinn Kristján, f. 9.3. 1902, látinn, 2) Þórlaug Marsibil, f. 17.11. 1903, látin, 3) Guðmundur f. 14. 6. 1905, lát- inn, 4) Áslaug, f. 15. 8. 1907, látin, 5) Bergþóra, f. 10.1. 1910, látin. Jóna giftist 1961 Gesti Reyni Guðjónssyni, f. 21.4. 1926, d. 27.5. 1977. Gestur Reynir starf- aði um langt árabil sem vefari hjá Álafossi og síðar Últímu en síðari hluta starfsævinnar var Þegar ég fyrst hitti Jónu bar ég augum stóra konu og alvar- lega til augna að mér fannst. Að vísu má vera að þessi sýn mín hafi að því leyti til verið ýkt að ég var með kvíðahnút í maganum, að dirfast að ætla að eiga einkadóttur hennar upp frá því. Kvíðinn reyndist ástæðulaus. Því von bráðar breiddist út bros og einlæg vin- átta allar götur síðan. Reynir maður hennar stóð henni þá við hlið og rétti mér höndina glað- beittur. Mér varð strax rórra þegar ég fann handtakið sem var hlýtt og þétt. Það reyndist hjálparhönd tilvonandi tengda- föður. Honum entist þó ekki aldur til að sjá okkur Sólveigu verða lögboðin hjón því ári síð- ar varð hann bráðkvaddur vegna heilablóðfalls. Það var mikill missir og mestur fyrir Jónu sem syrgði mann sinn æ síðan. Reyndar hafði sorgin áð- ur knúð dyra hjá Jónu. Þá var hún aðeins sex ára gömul send í fóstur, í burtu frá móður og níu systkinum, pabbi hennar þá nýlega dáinn og heimilið leyst upp að þeirra tíma sið. Fóst- urfaðir hennar, Sæmundur Gíslason, bjó henni heimili með aldraðri móður sinni að Ölfus- vatni í Grafningi, bar Jóna þeim ávallt vel söguna. Sjálf- sagt hefur það hjálpað að móðir hennar og systkini voru ekki svo langt undan. Það var heil- næm stund fyrir okkur sem yngri vorum að verða vitni að síðasta endurfundi systkinanna frá Litla-Hálsi í október síðast- liðnum. Að vísu hafði þá kvarn- ast úr hópnum, aðeins eftir yngsti bróðirinn, Guðni læknir, og tvær aldraðar systur, Jóna og Petrún, sem er búsett í Am- eríku. Var þó von bráðar sem allur systkinaskarinn væri þar samankominn við hlátrasköll þvílík að lá við háskalegum bakföllum. Mikið gátu þau hlegið, mikið brosað mildilega og væntumþykjan svo gegnheil að við fengum tár í augun. Mildi Jónu var viðbrugðið. Jafn mikið sem hún sem barn kann að hafa farið á mis við þann kærleik og blíðu sem nán- ustu einir geta veitt, þá sparaði hún ekki faðminn þar sem börnin voru. Svo rammt kvað að blíðuhótum ömmunnar og langömmunnar, að dótturinni þótti nóg um enda engum hollt að vera ofdekraður. Þá setti sú gamla á sig svip og sagði sem svo: Hana, leyfðu mér þetta! Og víst var ást hennar til barnanna endurgoldin. Það fann hún svo vel og naut til síð- ustu stundar. Þó að Jóna setti fjölskylduna ofar öllu þá lét hún sig margt varða þar fyrir utan. Hún hafði róttækar skoðanir um þjóð- félagsmál, þótti gaman að ræða málin og átti stundum snarpar snerrur við undirritaðan. Strengir okkar slógu þó ágæt- lega í takt, einkum þegar kom að málefnum sögu, náttúru og tungu. Hún hafði það fyrir sið að leggja fyrir mig gátur um ís- lenskt mál og ágerðist með ár- unum. Korteri fyrir andlát spurði hún: Leó! hvort er rétt- ara að segja: mér þykir þetta gott, eða mér finnst þetta gott? Var fátt um svör, enda vissi ég ekki betur en tengdamóðir mín væri sofandi. Blessuð sé minn- ing mætrar konu. Leó Jóhannesson. Elsku amma mín, Jóna Mál- fríður Sigurðardóttir, hefur kvatt okkur. Amma var minn helsti stuðn- ingsmaður í gegnum ævina. Við vorum miklar vinkonur alveg frá fyrstu tíð. Þegar ég var lítil þótti mér mikið gaman og gott að kíkja í bæjarferð til ömmu, og voru ófáar ferðir farnar á tjörnina, á kaffihús og á KFC þar sem amma lét sig hafa það að fá sér einn legg þrátt fyrir að leggja fæð á kjúklingakjöt. Þegar ég hugsa um ömmu koma orðin góðmennska og gjafmildi upp í huga mér. Amma var sú allra gjafmildasta manneskja sem hægt er að hugsa sér, og snéri það ekki eingöngu að fólkinu hennar. Hún mátti ekkert aumt sjá, og gaf ósjaldan aur til þeirra sem minna máttu sín. Ef barn fædd- ist í fjölskyldunni okkar eða nánasta umhverfi var það fyrsta sem hún sagði að hún þyrfti að kaupa eitthvað fallegt, sem hún svo gerði. Við amma hittumst í hverri viku síðustu ár, og í hvert skipti spurði hún mig hvort okkur vantaði ekki eitthvað, og tók hún af mér lof- orð um að láta sig vita ef eitt- hvað vantaði. Dóttur minni, Karmen Sól- veigu, þótti undurvænt um langömmu sína. Það sama átti við um ömmu, hún sá ekki sól- ina fyrir stelpunni sinni. Þær voru góðar vinkonur og Kar- men Sólveig naut þess að sitja hjá ömmu, leika sér, hlusta á sögur og þiggja súkkulaðibita eða brjóstsykursmola. Ömmu þótti langömmubörnin þrjú þau allra fallegustu, gáfuðustu og skemmtilegustu börn sem höfðu fæðst, og sagðist hún að sjálfsögðu alls ekki vera hlut- dræg. Amma var mjög frændrækin, og fjölskyldan skipti hana miklu máli. Þegar við mamma mín fórum í mæðgnaferð til Petu frænku, systur ömmu, til New Jersey var það ömmu mikils virði. Því miður komst amma ekki með okkur, en hún naut þess í gegnum okkur, hlustaði á sögur úr ferðinni og skoðaði myndir. Húmorinn hennar ömmu var alltaf á sínum stað, alveg fram að síðustu stundu. Þegar við mamma sátum hjá henni síð- asta daginn ásamt fleira fólki spurði hún hvort það væri ekki mögulegt að fá sér eins og einn vindling, og brosti þá um leið sínu blíðasta. Elsku amma mín, þakka þér fyrir allt. Bjarnfríður Leósdóttir Þú veist að tímans köldu fjötra enginn flýr, enginn frá hans löngu glímu aftur snýr. Því skaltu fanga þessa stund því fegurðin í henni býr. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason) Með söknuði í hjarta kveð ég ömmu Jónu eins og hún var alltaf kölluð. Jóna var mikill öð- lingur sem vildi fólkinu sínu allt það besta og það sýndi hún alla tíð í orði og á borði. Að leiðarlokum vil ég þakka henni af heilum hug fyrir allar samverustundirnar, þakka allt sem hún gerði fyrir mig og fyr- ir stelpurnar mínar. Þín verður sárt saknað um alla ókomna tíð. Mikael Rivera. Jóna Málfríður Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.