Morgunblaðið - 30.07.2015, Page 90

Morgunblaðið - 30.07.2015, Page 90
90 MINNINGARAldarminning MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Agnar Kofoed-Hansen fæddist í Reykjavík þann 3. ágúst 1915. Foreldrar hans voru þau Emilía Kristbjörg Benediktsdóttir og Agner Fransisco Kofoed-Han- sen. Emilía var af breiðfirskum ættum en Agner var danskur og kom hingað til lands árið 1907 eftir að hann var skipaður skóg- ræktarstjóri Íslands. Agnar gekk í Miðbæjarskólann og síðar lá leiðin í gagnfræðaskóla Reykvík- inga. Á þessum árum tók hann virkan þátt í starfi KFUM og skátahreyfingarinnar. Agnar átti sem barn við nokkra vanheilsu að stríða og segir frá því í endur- minningum sínum að meðal þess sem hann drakk í sig af lesefni á þeim stundum hafi verið frásagn- ir af helstu flugköppum í fyrri heimstyrjöldinni ásamt frásögn- um af flugafrekum Lindbergs. Þetta ásamt þeim vísi að flugiðk- un sem þá var hafin í Vatnsmýr- inni og Vatnagörðum kveikti áhuga Agnars á flugi. Þegar hann var þrettán ára bauð faðir hans honum í stutt skemmtiflug með Súlunni yfir Sundin og út fyrir Gróttu en eftir þá ferð var ásetn- ingur hans að læra að fljúga orð- inn járnharður. Upphaflega hugði Agnar á flugnám í Englandi en þegar það reyndist fjárhagslega ókleift þá fékk hann augastað á flugliðsfor- ingjaskóla danska sjóhersins en Ísland var þá sambandsríki Dan- merkur og Agnar að auki hálfur Dani. Með stuðningi aðila í stjórnarráðinu hér heima var umsókn Agnars samþykkt og hélt hann utan síðla árs 1934. Hann lauk flugnáminu undir her- aga og útskrifaðist sem flugliðs- foringi. Hann fékk starf sem flug- maður hjá flugfélaginu DDL í rúmlega hálft ár og fékk jafn- framt leyfi til að starfa í flug- rekstrardeild félagsins til að kynna sér til hlítar uppbyggingu og rekstur áætlunarflugfélags. Með þessu og frekari þjálfun síð- ar, hjá Wideröe í Noregi og Luft- hansa í Þýskalandi aflaði hann sér fullra réttinda sem flugstjóri í farþegaflugi. Frá upphafi hafði það verið óbifanlegur ásetningur hans að endurvekja farþegaflug á Íslandi en fyrri tilraunir til þess höfðu þegar hér var komið sögu allar farið út um þúfur. Við heim- komu sumarið 1936 var Agnar skipaður flugmálaráðunautur ríkisins mest fyrir tilstilli Sveins Björnssonar sendiherra og síðar forseta sem taldi nauðsyn að nýta þekkingu Agnars ekki aðeins sem flugmanns heldur og sem herskólagengings manns í ljósi þeirrar ófriðarbliku sem þá var tekin að hrannast upp í Evrópu. Aðstæður til að hefja flugrekstur á Íslandi voru ekki bjartar og áhugi í lágmarki vegna fyrri áfalla. Agnar hófst strax handa við að afla hugðarefni sínu fylgis og stofnaði fljótlega eftir heim- komuna Svifflugfélag Íslands. Fyrirmyndinni hafði hann fyrir algera tilviljun kynnst í Dan- mörku stuttu fyrir heimför og gerði sér strax grein fyrir þýð- ingu þess að ná til ungmenna með brennandi áhuga á flugi sem vildu ná tökum á frumatriðum fluglistar. Þetta gekk eftir og margir kunnir menn sem fóru til Bandaríkjanna í stríðinu til að læra flug, frumkvöðlar Loftleiða og flugstjórar flugfélaganna komu úr félögum svifflugmanna sunnan lands og norðan sem og ýmsir tæknimenn sem tengdust flugi. Sem flugmálaráðunautur var það strax meginverkefni Agnars að kanna til þrautar allar leiðir sem til greina komu til að hefja á ný rekstur farþegaflugs á Ís- landi. Erlend flugfélög höfðu áð- ur sýnt málinu áhuga en bæði Pan Am og KLM drógu sig í hlé þegar eftir efndum var gengið og ríkistjórn Íslands hafnaði 1939 beiðni Lufthansa um aðstöðu hér á landi enda töldu margir að hún tengdist vaxandi hernaðarums- vifum Þjóðverja. Agnar beitti sér á mörgum sviðum við að afla stuðnings við stofnun innlends flugfélags með kynningarfund- um, útvarpserindum og blaða- skrifum. Hann naut í þessu öfl- ugs stuðnings eldri flugáhugamanna einkum dr. Al- exanders Jóhannessonar og Jóns Eyþórssonar veðurfræðings. Agnar beitti sér fyrir stofnun Flugmálafélags Íslands á árinu 1936 en þar gerðust félagar margir öflugir áhrifamenn sem höfðu áhuga og skilning á þessari nýju samgönguleið. Þessi barátta Agnars og fleiri leiddi að lokum til þess að hópur athafnamanna á Akureyri undir forystu Vilhjálms Þórs sem var þjóðkunnur af störfum sínum í viðskiptalífinu tók höndum saman og samþykkti á grundvelli áætlana Agnars að stofna flugfélag í byrjun júní 1937 og hlaut það nafnið Flug- félag Akureyrar. Það félag varð síðar Flugfélag Íslands og eftir samruna við Loftleiðir 1973 að Flugleiðum og er nú rekið undir merkjum Icelandair sem á því í dag að baki liðlega 78 ára sam- felldan rekstur. Í beinu framhaldi af stofnun Flugfélags Akureyrar hóf Agnar sem þá strax var ráð- inn fyrsti flugmaður og forstjóri félagsins undirbúning að flug- vélakaupum og uppbyggingu á innviðum félagsins og sótti í þeim efnum reynslu til nágrannaland- anna. Fyrsta flugvél Flugfélags Akureyrar var sjóflugvél af gerð- inni WACO og hlaut einkennis- stafina TF-ÖRN. Vélin var sett saman í Reykjavík og fyrsta formlega flugið var póstflug til Akureyrar 2. maí 1938. Á árinu 1939 verða kaflaskil í lífi Agnars Kofoed-Hansen en þá fer Hermann Jónasson forsætis- ráðherra þess ítrekað á leit við hann að hann taki að sér embætti lögreglustjóra í Reykjavík og hefur þá eflaust verið horft til þess sem áður er nefnt að þar hafi mestu ráðið nýleg herskóla- menntun Agnars og nauðsyn þess að búa lögregluna eftir föng- um undir hugsanleg stríðsátök. Þessi ráðstöfun varð áreiðanlega ekki óumdeild enda var Agnar á þessum tíma aðeins 24 ára gamall og hann setti strax það skilyrði að öll ríkisstjórnin lýsti stuðningi við ráðninguna og honum að óvörum gekk það eftir. Agnar hóf strax sumarið 1939 undirbúning fyrir hið nýja starf en vegna nauðsynlegra lagabreytinga tók hann ekki formlega við embætt- inu fyrr en 6. janúar 1940. Agnar hóf þegar markvissa þjálfun lög- reglunnar miðað við að til hern- aðarátaka gæti komið og taldi m.a. nauðsynlegt að hún væri vopnum búin og gæti mætt hverju tilræði sem er við lýðræð- ið í landinu utan beinnar innrásar erlends hers. Þekkt er frásögnin af þvi að Agnar var með kjarna lögreglunnar í þjálfun á Laugar- vatni daginn sem Bretar her- námu Ísland. Agnar bendir á það í minningum sínum að það hafi skipt sköpum að hafa haft hina harðsnúnu „Laugvetninga“ þeg- ar reyna tók á samskipti við setu- liðið enda voru hér á landi allt að sextíu þúsund erlendir hermenn þegar mest var. Lögreglan hefði með snarræði, atorku og lagni bjargað fjölmörgum mannslífum eins og staðfest var síðar með bréfum hershöfðingja og sendi- herra þar sem borið var lof á framgöngu lögreglunnar. Agnar gegndi embætti lögreglustjóra öll stríðsárin og allt fram til 1947 er hann var skipaður formaður Flugráðs og tók við embætti flug- vallarstjóra ríkins en öll stríðs- árin hafði hann einnig sinnt fyrra hlutverki flugmálráðunauts. Árið 1951 tekur Agnar Kofoed-Han- sen við embætti flugmálastjóra sem hann gengdi til æviloka 1982. Rithöfundurinn Jóhannes Helgi skrifaði í samvinnu við Agnar æviminningar hans og fjallar þar í tveimur bindum um það tímabil sem hér á undan hef- ur verið rakið. Fyrri bókin „Á brattann“ kom út árið 1979 og sú síðari „Lögreglustjóri stríðsár- anna“ kom út tveimur árum síð- ar. Eftir lok síðari heimstyrjaldar verður mikill uppgangur í flugi og flugtengdri starfsemi hérlend- is. Þótt Bretar og Bandaríkja- menn hafi þá afhent Íslendingum tvo flugvelli til afnota þá dugði það skammt því önnur byggðar- lög höfðu í besta falli sanda eða mela sem gátu þjónað sem frum- stæðir flugvellir. Öryggi var þar að auki takmarkað þar sem mjög skorti á fjarskipta- og leiðsögu- tæki. Verkefnin voru því næg og þótt fjárveitingar væru takmark- aðar tókst með góðum sambönd- um erlendis að afla notaðs bún- aðar og þar skipti sköpum aðild Íslands að ICAO og sú tækniað- stoð sem þaðan fékkst. Reyndar hafa tengsl Íslands við ICAO frá þeim tíma reynst Íslendingum mjög ábatasöm. Dr. Assad Ko- taite fyrrum forseti fastaráðs ICAO lýsti því í viðtali við Morg- unblaðið í október 1994 að strax á stofnfundi ICAO í Chicago 1944 hafi Agnar Kofoed-Hansen fulltrúi Íslands vakið máls á nauðsyn svæðisbundinnar sam- vinnu varðandi flug yfir N-Atl- antshaf og sameiginlegrar fjár- mögnunar aðbúnaðar og þjónustu. Hjálmar Finnson sem um skeið var forstjóri Loftleiða segir síðan frá því í viðtali í sama blaði árið 2000 að á fundi ICAO í Genf árið 1947, þar sem Agnar fór fyr- ir íslensku sendinefndinni, hafi Íslendingar tekið við alþjóðaflug- þjónustunni á N-Atlantshafi af Bretum í umboði ICAO. Hjálmar sem var einn fulltrúa Íslands á þessum fundi segir síðan orðrétt: „Því fór fjarri að eining ríkti um þennan samning og umræðurnar stóðu í nokkrar vikur. Bretar og Kanadamenn voru okkur and- snúnir en Bandaríkjamenn stóðu með okkur. Framganga Agnars á þessum fundum var á þann veg að mér fannst eins og við værum þegnar stórþjóðar en ekki fá- mennrar þjóðar á eyju í Atlants- hafi. Auðfundið var að framkoma hans hafði áhrif á fleiri en mig í umræðum á þinginu og ekki síður utan funda“. Þessi þjónusta er enn starfrækt hér á landi og veit- ir fjölda Íslendinga atvinnu og skapar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. Þótt flugverkefni væru ærin hér innanlands þá kom snemma að því að íslensku flugfélögin vildu hefja millilandaflug. Á þeim tíma var frelsi til slíkra athafna afar takmarkað og allt flug byggðist á loftferðasamingum við einstök lönd og gagnkvæmum samningum um lendingaréttindi og fargjöld. Flest stærri flug- félög voru þá ríkisrekin og nutu hvert um sig öflugs stuðnings og verndar stjórnvalda heima fyrir. Í grein sem Jakob F. Ásgeirsson stjórnmálafræðingur ritar í Morgunblaðið 10. mars 1994 í til- efni þess að þá voru 50 árin liðin frá stofnun Loftleiða rifjar hann upp baráttu félagsins fyrir þeirri ætlan sinni að bjóða flug milli Evrópu og Bandaríkjanna á lægra verði en þá þekktist. Flug- félög sem voru aðilar að IATA höfðu bundist samtökum m.a. um lágmarksfargjöld og mátti búast við harði andstöðu þeirra. Jakob segir í grein sinni „Agnar gerði sér undireins ljóst hverjar afleið- ingarnar gætu orðið. Honum kom í hug smáríkið Lúxemborg. Landið lá í þjóðbraut og þar var ágætur flugvöllur, en flugsam- göngur litlar sem engar. Agnar lét sér detta í hug að með sam- starfi tveggja smáþjóða mætti slá tvær flugur í einu höggi, finna griðland fyrir Loftleiðir í Evrópu og hleypa lífi í flugstarfsemi í Lúxemborg. Hann undirbjó því loftferðasamning milli ríkjanna á grundvelli Chicago sáttmálans og var hann undirritaður haustið 1952. Tæpum þremur árum síðar fór Loftleiðavél í fyrstu áætlun- arferð félagsins til Lúxemborg- ar“. Agnar Kofoed-Hansen hlaut fjölda viðurkenninga innanlands og utan fyrir brautryðjendastörf sín að flugmálum. Alþjóðaflu- gmálastofnunin ICAO veitti Agn- ari heiðursviðurkenningu árið 1979 fyrir dýrmætt framlag til al- þjóðlegra flugmála og þróun flu- gleiðsöguþjónustu yfir Norður- Atlantshaf. Viðurkenningin er kennd við Edward Warner fyrsta forseta ICAO og er veitt einstak- lingi eða stofnun sem skarað hef- ur framúr á sviði flugmála á heimsvísu. Hefur hún aðeins ver- ið veitt í 40 skipti frá árinu 1959 og síðast árið 2013. Þrátt fyrir annir sem stjórn- andi flugmála hélt Agnar ætíð góðu sambandi við grasrótina í starfsemi félaga flugáhuga- manna einkum í Svifflugfélaginu og Flugmálafélaginu. Hann var tíður gestur á fundum þeirra og margar ökuferðir fjölskyldunnar á sunnudögum enduðu á Sand- skeiðinu. Hann flaug einnig mikið sjálfur bæði svifflug og vélflug og hélt við öllum réttindum sínum. Eitt síðasta flug hans var í októ- ber 1982 en þá flaug hann Klemm flugvélinni TF-SUX, þá nýlega endurbyggðri sem hann hafði átt þátt í að fá til landsins árið 1938 og var m.a. notuð til að kanna lendingarstaði víða um land. Hann var hvatamaður þess að Flugbjörgunarsveitin kom sér upp fallhlífasveit og brýndi þá til dáða með því að lofa að hann skyldi stökkva fyrstur og stóð við það þá liðlega fimmtugur að aldri. Þá gaf hann sér oft tíma til að rölta út af skrifstofu sinni í flugturninum og spjalla við flug- nema. Ragnar Axelson (RAX ljósmyndari) segir í viðtali 2011 „virðing fyrir Agnari á meðal flugnema var mikil, framkoma hans og kurteisi er mér minnis- stæð og óendanlegur flugáhugi. ... Fyrir kom að maður var tekinn á teppið, menn voru ungir að fljúga af sér hornin, en málin voru leyst í bróðerni og sköðuðu engan. Framkoman ein gerði það að verkum að enginn vildi bregð- ast Agnari aftur“. Íslenskir flugáhugamenn hafa verið iðnir við að skrá sögu flugs og halda til haga minjum frá ár- um brautryðjendanna. Ber þar einkum að nefna ritun annála ís- lenskra flugmála og uppbygg- ingu einkaaðila á flugminjasafn- inu á Akureyri þar sem allt er gert af miklum stórhug og smekkvísi. Fjölskylda Agnars metur mikils þá virðingu sem þessir aðilar hafa sýnt minningu hans. Agnar hóf snemma að stunda fjallgöngur „Ég byrjaði á þessu þegar ég var í lögreglunni. Þegar ég var orðinn örþreyttur á erli og þrasi hvarf ég á vit fjallanna og kom þaðan eftir tvo tíma, nýr og stálsleginn.“ (Á brattann bls. 200). Hann gekk til liðs við Fjallamenn og Guðmund Einars- son frá Miðdal en þeir voru góðir vinir og stunduðu einnig veiðar saman. Seinna fór hann að glíma við fjöll erlendis og kleif bæði Mont Blanc og Kilimanjaro fyrst- ur Íslendinga. Hann hélt sér alla tíð í góðu formi með fjallgöngum, skíðaiðkun, líkamsæfingum og sundi. Agnar kvæntist árið 1938 Björgu Axelsdóttur Kofoed-Han- sen en hún lést árið 2013. Þau eignuðust sex börn, Astrid, Hólmfríði, Emilíu, Sophie, Björgu og Agnar. Af þeim eru Astrid og Emilía látnar. Þórður Jónsson. Agnar Kofoed-Hansen Listflug Agnar hafði mikla ánægju af listflugi. Flugliðsforningi Agnar við lok prófa í flugskóla danska flotans. Lýðveldishátíðin 1944 Agnar lögreglustjóri ásamt Björgu eiginkonu sinni. Ljósmynd/úr einkasafni Ljósmynd/úr einkasafni Morgunblaðið/RAX
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.