Morgunblaðið - 30.07.2015, Page 93

Morgunblaðið - 30.07.2015, Page 93
var komið á koppinn, hef sinnt þar öllum þeim störfum sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða og unnið þar alla mína tíð. Auk þess starfa ég þar með systkinum mínum.“ Getur ekki verið svolítið erfitt að reka fyrirtæki með systkinum sín- um? „Ég veit það ekki. Það hefur aldrei verið erfitt hjá okkur. Hér hefur allt gengið eins og smurð vél og samstarf okkar draumi líkast. Ég held að pabbi hafi svolítið lagt þess- ar línur, kennt okkur að taka tillit og virða hvert annað. Fyrirtækið sér um alhliða þjón- ustu í glervinnslu og var á sínum tíma brautryðjandi í gerð tvöfalds glers í gluggum eins þau tíðkast í dag. Við vorum fyrst til húsa í Skeif- unni en fluttum síðan í Smiðju- hverfið í Kópavogi og vorum meðal frumbyggja þar. Fyrirtækið hefur vaxið hægt og bítandi en sígandi lukka er best. Nú starfa hjá fyr- irtækinu um 30 manns.“ . Guðmundur er ekki einn um það að hafa fyrst og fremst áhuga á fjöl- skyldu sinni og starfinu: „Við hjónin erum bæði mikið fjölskyldufólk enda eigum við fimm börn, 11 barnabörn og eitt barnabarnabarn. Ekkert er dýrmætara en samveran með þessum stóra og góða hópi. Við höfum verið að byggja okkur hús austur í sveit með aðstoð góðra manna nú að undanförnu og höfum haft mikla ánægju af því. Við gætum vel hugsað okkur að flytja þangað á einhverjum tímapunkti. Kannski að maður setjist í helgan stein fyrir austan.“ Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Hrafn- hildur Proppé, f. 20.6. 1952, flug- freyja. Foreldrar hennar voru Guð- rún Hulda Gísladóttir Proppé, f. 28.8. 1917, d. 27.12. 1980, húsfeyja, og Óttarr Ólafsson Proppé, f. 19.2. 1916, d. 6.12. 2007, forstjóri P. Árna- son & Proppé. Fyrri kona Guðmundar er Evelyn West, f. 3.4. 1955, búsett í Berlín. Börn Guðmundar og Evelyn eru Oddný Marie Guðmundsdóttir, f. 11.11. 1976, verktaki hjá Sinnun, bú- sett í Kópavogi; Marta Jane Guð- mundsdóttir, f. 25.12. 1976, starfs- maður hjá Pennanum, búsett í Hafnarfirði, og Grímur Guðmunds- son, f. 22.7. 1981, starfsmaður tölvu- deild Þórs í Ármúla, kvæntur Anetu Kusz leikskólakennara. Dætur Hrafnhildar og fósturdætur Guð- mundar eru Hulda Dögg Proppé, f. 20.3. 1979, kennari, búsett í Reykja- vík, gift Jóhanni Garðari Ólafssyni (Gassa) ljósmyndara, og Tinna Hrönn Proppé, f. 15.10. 1981, starfs- maður hjá Eddu USA, í sambúð með Axel Ólafi Þórhannessyni, þjálfara hjá Gerplu. Barnabörnin eru Aníta Björk, f. 1991, Guðmundur Óli, f. 1994, Elín Sigurbjört, f. 1998, Óttarr Daði, f. 2002, Róbert Aron, f. 2004, Hrafn- kell Orri, f. 2005, Alexander, f. 2007, Hallur Hrafn, f. 2007, Viktor, f. 2010, Ísabella, f. 2014, Úlfhildur Nanna, f. 2014, en langafabarn Guð- mundar er Oliver Bjarki Anítuson, f. 2011. Systkini Guðmundar eru Finnur Grímsson, f. 12.1. 1957, framleiðslu- stjóri Íspan, búsettur í Kópavogi; Elín Grímsdóttir, f. 13.9. 1959, launafulltrúi hjá Íspan. Hálfbróðir Guðmundar, sam- mæðra, er Jón Elvar, f. 11.11. 1946, starfsmaður hjá Íspan, búsettur í Kópavogi. Hálfsystkini Guðmundar, sam- feðra, eru Óskar Smith Grímsson, f. 30.4. 1945, kjötiðnaðarmaður á Sauðárkróki, og Margrét Gríms- dóttir, f. 26.7. 1957, búsett í Dan- mörku. Foreldrar Guðmundar voru Elín Sigurbjört Sæmundsdóttir, f. 10.9. 1922, d. 10.1. 2009, og Grímur Guð- mundsson, f. 15.8. 1925, d. 27.11. 2011, stofnandi og forstjóri Íspan. Úr frændgarði Guðmundar Grímssonar Guðmundur Grímsson Sigríður Ingibjörg Ólafsdóttir vinnuk. á Lækjarbotnum og húsfr. í Rvík Grímur Gunnlaugsson b. á Nauthól og búsettur í Hlíðarhúsum í Rvík Guðmundur Grímsson fisksali í Rvík Guðmundína Oddsdóttir húsfr. í Rvík Grímur Guðmundsson forstj. í Kópavogi Oddur Þórarinsson vinnum. í Sjóbúð í Rvík Eggrún Eggertsdóttir húsfr. í Hólsbæ í Grjótaþorpi og víðar í Rvík Bjarni Þorsteinsson húsm. á Herjólfsstöðum Sæmundur Bjarnason b. í Sólheimakoti og Eyjahólum Oddný Runólfsdóttir húsfr í Sólheimakoti og Eyjahólum Elín Sigurbjört Sæmundsdóttir húsfr. í Kópavogi Guðný Ólafsdóttir húsfr. á Suður-Fossi Finnur Ingólfsson fyrrv. alþm., ráðh. og bankastj. Seðlabankans Ingólfur Sæmundsson skrifstofum. hjá KS í Vík Elín Hirst alþm Valdís Vilhjálms- dóttir fyrrv. bankafulltr Vilhjálmur Bjarnason stofandi og forstj. Kassagerðar Rvíkur Bjarni Pálsson b. á Herjólfs- stöðum Kristín Bárðardóttir húsfr. á Jórvíkur- hryggjum í Álftaveri Margrét Bárðardóttir vinnuk. í Suður-Hvammi Einar Runólfsson verkam. í Rvík Þorleifur Einarsson jarðfræðingur Runólfur Runólfsson b. á Suður-Fossi í Mýrdal ÍSLENDINGAR 93 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Benedikt fæddist á Sörlastöð-um í Fnjóskadal 30.7. 1800.Foreldrar hans voru Þórður Pálsson, bóndi á Kjarna í Eyjafirði og ættfaðir hinnar þekktu Kjarna- ættar, og k.h., Björg Halldórsdóttir húsfreyja, dóttir Halldórs Björns- sonar að Hólshúsum. Eiginkona Benedikts var Ingveld- ur Stefánsdóttir húsfreyja, dóttir Stefáns Benediktsson, prests í Hjarðarholti, og Ingveldar Boga- dóttur húsfreyju. Börn Benedikts og Ingveldar sem upp komust voru Stefán Benedikts- son, trésmiður á Hóli í Tálknafirði, Ingveldur Benediktsdóttir, prestsfrú á Stað í Aðalvík, og Lárus Benediktsson, prestur í Selárdal. Benedikt var orðinn fullorðinn er hann hóf nám undir skóla hjá séra Árna Halldórssyni í Auðbrekku, móðurbróður sínum. Hann lauk stúdentsprófi frá Bessastaðaskóla árið 1833. Benedikt var við verslunarstörf hjá H.A. Clausen í Ólafsvík síðustu tvö sumrin fyrir stúdentspróf og var við verslunarstörf í Reykjavík hjá Sigurði Sívertsen 1833-35. Benedikt fékk Staðarprestakall á Snæfjallaströnd 1835, var prestur í Garpsdal frá 1843, fékk Kvenna- brekku í Dölum í skiptum við séra Bjarna Eggertsson árið 1844, var prestur á Brjánslæk frá 1848 og í Selárdal frá 1863. Hann gegndi jafn- framt Otraprestakalli um skeið frá 1864, tók séra Lárus, son sinn, sem aðstoðarprest í Selárdal 1866, lét af prestskap 1873 en bjó í Selárdal til æviloka. Benedikt var alþingismaður á ár- unum 1861-64. Eftir Benedikt eru Helgidaga- sálmar, óprentaðir Hugvekjusálmar og ýmsir söngtextar í handritum. Hann safnaði og skráði margar þjóð- sögur sem birtust í Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Í Íslenzkum æviskrám stendur meðal annars um Benedikt: „Hann var vel gefinn, góður kennimaður, prúðmenni, verklaginn og bú- sýslumaður, og þó kona hans meir.“ Benedikt lést 9.12. 1882. Merkir Íslendingar Benedikt Þórðarson 101 ára Margrét Þórarinsdóttir 90 ára Einar Guðmundsson Ester Sigurjónsdóttir Kristín Magnúsdóttir Ólöf Steinunn Einarsdóttir Páll Janus Pálsson 85 ára Guðrún Emilsdóttir Ragnar Sigfússon 80 ára Guðlín Linnet Halldóra Jónsdóttir Ragnheiður Stefánsdóttir Þóra Guðrún Marinósdóttir 75 ára Ingibjörg Egilsdóttir Páll Skúlason Reynir Davíðsson 70 ára Árni Marinósson Elsa Baldursdóttir Grétar Sigurðarson Kristín Ragnarsdóttir Rósa Guðrún Bjarnadóttir 60 ára Ásdís Geirsdóttir Ingi Brynjar Erlingsson Jens Uwe Friðriksson Kolbrún Linda Haraldsdóttir Premrudee Pengsuk 50 ára Ásmundur Jósef Pálmason Freyja Margrét Sigurðardóttir Guðmundur H. Kristjánsson Guðrún Ólöf Sumarliðadóttir Haraldur Pálsson Ingi Geir Sveinsson Ingólfur Arnarson Malgorzata Elzbieta Dabrowska Ólafur Björn Baldursson Ragnheiður Júlíusdóttir Sigurrós Ósk Karlsdóttir Valur Örn Gíslason Örvar Þór Einarsson 40 ára Anna Linda Magnúsdóttir Arnar Bill Gunnarsson Arnheiður Jónsdóttir Dariusz Stefan Golabek Einar Kjartan Jónsson Elías Þorsteinn Elíasson Guðmundur Rúnar Hallgrímsson Hermann Páll Traustason Jóna Hrund Óskarsdóttir Rósa Guðmundsdóttir Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir Sólveig Þórarinsdóttir Uldis Ozols Ösp Jónsdóttir 30 ára Birgir Örn Ragnarsson Egill Þorsteinsson Guðbergur Kristjánsson Guðfinnur S. Jóhannsson Guðrún Mikaelsdóttir Hafdís Þóra Hafþórsdóttir Kamil Konopelski Karen E.S. Ingvadóttir Kristín Rós Kristjánsdóttir Margrét Þ. Fjeldsted María Ósk Björgvinsdóttir María Teresa D. Cruz Hemmingsen Silja Rós Sigurmonsdóttir Simon Reher Svenja Huck Til hamingju með daginn 30 ára Íris Ósk ólst upp á Akranesi, býr þar, hefur stundað dansnám um árabil og rekur Dans- stúdíó Írisar á Akranesi. Maki: Gísli Kristinn Gísla- son, f. 1983, sjómaður. Börn: Fróði Hrafn, f. 2008, og Aníta Dís, f. 2014. Foreldrar: Einar Árnason, f. 1965, starfar hjá Norð- uráli á Grundartanga, og Sigríður Hjartadóttir, f. 1969, d. 2014. Íris Ósk Einarsdóttir 30 ára Hlín býr í Reykja- vík, lauk BA-prófi í fata- hönnun frá LHÍ og rekur hönnunarfyrirtækið Hlín Reykdal. Maki: Hallgrímur Stefán Sigurðsson, f. 1975, verk- fræðingur. Börn: Stella Reykdal, f. 2009, og Stefanía Reyk- dal, f. 2013. Foreldrar: Jón Reykdal, f. 1945, d. 2013, og Jó- hanna Þórðard., f. 1946. Hlín Reykdal 30 ára Herdís ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk prófi í tækniteiknun við Tækniskólann og er að fara í nám til Danmerkur. Maki: Sigfús Heimisson, f. 1982, knattspyrnuþjálf- ari og háskólanemi. Dætur: Þórdís Inga, f. 2010, og Margrét, f. 2013. Foreldrar: Inga Þóra Ingadóttir, f. 1968, náms- ráðgjafi, og Svanur Haf- steinsson, f. 1965, mat- reiðslumaður. Herdís Guðrún Svansdóttir Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911 www.facebook.com/spennandi Opið: Mán. - fim: 12 - 18 - (ath! lokað fös.31.07.) Mama B - Haust 2015
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.