Morgunblaðið - 30.07.2015, Side 96

Morgunblaðið - 30.07.2015, Side 96
Menning MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Þýðendur eru ekki orða- bækur á fótum ljósmynd/wikipedia Sígildar sögur Ódysseifur deyr ekki ráðalaus, eins og alþekkt er, en það er þýðingum Sveinbjarnar Egilssonar að þakka að við getum glöggvað okk- ur á ævintýrum hans í Eyjahafi. Hróður þýðinganna virðist hafa ratað víða. eigin menningar. Nýjasta verkefnið á sviði þýð- inga er íslenskun á bandarísku leikriti unnin í samstarfi við Ing- ólf Eiríksson, góðan vin minn sem kláraði sitt grískunám eins og maður, og Brynhildi Guðjóns- dóttur, sem fer með leikstjórn verksins. Þegar ég segi að þýðendur séu túlkendur eigin menningar meina ég að allt sem tiltekin per- sóna segir í sínum erlenda veru- leika á sér samsvörun í okkar ís- lenska veruleika, og þar koma beinþýðingar oftast að litlu gagni. Þegar persónan Jean, sem á ensku að móðurmáli og er fædd og uppalin í New York, segir eitt- hvað er það okkar að ákveða hvernig hún Nína, sem er af- skaplega lík Jean að öllu leyti nema hvað hún á íslenska foreldra og talar því íslensku að móð- urmáli, myndi orða sömu hugsun í sömu aðstæðum. Hvernig talar hin íslenska Jean? Hvernig tala ís- lenskir plebbar? En íslenskir sér- vitringar og hrokagikkir? Hvenær myndi íslenskur glæpamaður ákveða að sletta ensku? Myndi Ís- lendingur kalla mömmu sína „móðir“ við sömu aðstæður og Bandaríkjamenn segja „mother“? Er tilgerðarlegt að segja „dánar- beður“ í sumum aðstæðum þar sem þó væri eðlilegt að segja „deathbed“? Spurningar á borð við þessar verða óhjákvæmilega á vegi þess sem leggur þýðingar fyrir sig, að því gefnu að viðkomandi ætli að leggja meira á sig en að pikka bókmenntirnar í Google Trans- late. Fyrir mitt leyti er ákveðin fró sem fæst við þýðingar, ákveð- in skapandi útrás, mikilvæg þjálf- un og reynsla og ekki síst nýr skilningur á bókmenntum og eigin tungumáli. Þeir sem vilja hlýða á nýjasta afrakstur þessarar vinnu mega fylgjast spenntir með Tjarn- arbíói í haust. Þar verður verkið Sími látins manns sett á fjalirnar í nýuppgerðum sal, með fyrirvara um breyttan titil. »Hvernig tala ís-lenskir plebbar? En íslenskir sérvitringar og hrokagikkir? Hvenær myndi íslenskur glæpa- maður ákveða að sletta ensku? AF LISTUM Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is Undirritaður getur státað af því að hafa lært forngrísku, þó ekki hafi verið nema eina önn í menntaskóla. Það var einn daginn á þessari einu önn sem útlend- ingur nokkur – ég held hann hafi verið Vestur-Íslendingur – kom að okkur skólasystkinunum þar sem við sátum og borðuðum pitsu. Hann var greinilega áhugamaður um íslenskt skólakerfi, því hann hófst ófeiminn handa við að spyrja okkur spjörunum úr um okkar nám. Enn meiri áhuga hafði hann þó á forngrískum bók- menntum, enda lifnaði yfir honum þegar þær bárust í tal. Eins einkennilegt og samtalið var orðið kom mér mest á óvart áhugi hans á íslenskum þýðingum fornbókmenntanna. Hann sagði eitthvað í ætt við þetta: „Þið lesið þá væntanlega Hómer?“ Jújú, við lásum valda kafla úr Hóm- erskviðum. „En varla á frummál- inu?“ spurði hann. Nei, svo langt vorum við ekki komin. Við lásum þýðingu. „Aha!“ sagði hann þá. „Núna er ég mjög öfundsjúkur. Ég hef heyrt að þið Íslendingar eigið afar merkilega þýðingu á Hómer.“ Ég var agndofa. Þótt ofan- greint samtal hafi vissulega verið fært í stílinn er engin lygi að maðurinn vissi allt um Sveinbjörn Egilsson og þýðingar hans á Hóm- erskviðum, og tjáði okkur einlæga öfund sína yfir að geta lesið þær á móðurmáli okkar, íslensku. Var hann öfundsjúkur út í íslensku þjóðina vegna þess eins að hún átti ákveðna þýðingu á erlendu verki? Hvað með Njálu? Hvað með Laxness? Hann minntist ekki á Sjálfstætt fólk en vildi vita allt um þýðingar Sveinbjarnar Egilssonar.    Næstu áramót eftir þetta eftirminnilega samtal hopaði ég reyndar af hólmi grískunámsins, kláraði minn lestur á Hómer heimafyrir og það sem meira er – ég kynntist starfi þýðandans á eigin skinni. Það er að mörgu leyti vanmetið starf að snara bók- menntum úr einu máli á annað. Að þessu var ég ekki lengi að komast. Þýðendur eru ekki bara orðabækur á fótum heldur miklir túlkendur verka, persóna og jú,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.