Morgunblaðið - 30.07.2015, Page 98

Morgunblaðið - 30.07.2015, Page 98
98 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Laugavegi 54, sími 552 5201 Finnið okkur á facebook Kjólar Áður 14.990 Nú11.990 Mussur Áður 8.990 Nú6.990 Nýjar haustvörur 20% AFSLÁTTUR Ádagskrá Listahátíðar íReykjavík, sem í ár vartileinkuð höfundarverkikvenna, er forvitnileg sýning í Gallery Gamma á verkum eftir bandaríska listamanninn Do- rothy Iannone (f. 1933). Iannone er ein af nokkuð mörgum fullorðnum konum sem listheimurinn hefur verið að uppgötva á undanförnum árum og hefja til verðskuldaðrar virðingar. Iannone var hálfáttræð þegar fyrsta einkasýningin á verk- um hennar var opnuð í safni í heimalandinu og í fyrra var haldin yfirlitssýning á ferlinum á safni í Berlínarborg þar sem Iannone er búsett. Angi þessa sýningarhalds hefur nú borist hingað til lands en flest verkanna eru frá 7. og 8. ára- tugnum, þegar Iannone hóf að blómstra í sinni listsköpun. Verkin eru tengd Íslandsheimsókn hennar árið 1967 en þá kynntist hún Die- ter Roth sem hér var búsettur og felldu þau hugi saman. Sýningin ber heitið The Next Great Moment in History Is Ours (Næsta mikil- fenglega augnablik sögunnar er okkar) og þar getur að líta opin- skáa tjáningu á ástarlífi þeirra. Hispurslaus verk Iannone tengjast frelsisbaráttu tímabils- ins: í verki frá 1970, sem ber sama heiti og sýningin, sést nakin kona standa í forgrunni, hún rétt- ir sigurviss upp handlegginn og er hvorki feimin við að sýna brúskinn né geirvörturnar – og eru stílfærð sköpin sýnd utan á líkamanum. Stíll Iannone er sér- stæður: bræðingur af áhrifum frá myndasögum og myndlýsingum, mynsturkennd og línumeðferð hippatímabilsins og skreyti- kenndri, erótískri myndgerð fornra menningarheima. Alsælan er ekki síst af andlegum toga í verkum Iannone; það er hin and- lega eining tveggja elskenda sem hún leitast við að miðla með tákn- rænum og endurtekningarsömum hætti. Textar koma iðulega fyrir í frásagnarlegum myndunum og er bókarformið áberandi í verkum eins og An Icelandic Saga þar sem hún sjálf og Roth eru hetj- urnar í nosturslega unninni myndasögu þar sem jafnræði er milli mynda og texta. Bókverkið The Story of Bern er grafísk saga um ritskoðun verka Iannone á sýningu í Kunsthalle í Bern 1969 (hver síða er sýnd innrömmuð á vegg í galleríinu). Snyrtileg rit- hönd Iannone eykur á bernskt yf- irbragð verkanna sem minna á dagbækur og verkið Cookbook (sýnt í eldhúsi) er spunakennd kokkabók, krydduð erótík og með dagbókarívafi. Sjálfsævisöguleg verk hennar eru að þessu leyti undir áhrifum frá flúxus- hreyfingunni sem lagði áherslu á samruna lífs og listar, og hina sí- felldu verðandi. Um leið endur- óma verkin með persónulegum hætti það félagslega og listræna andrúmsloft sem þau eru sprottin úr. Í sal á efri hæð má sjá verk eftir Iannone þar sem teiknað og málað hefur verið ofan í ljósmyndir. Þessar myndir skera sig nokkuð úr en hvergi er að sjá upplýsingar um verkin. Þessi skortur á upplýs- ingum er ljóður á sýningunni sem nýtur sín annars vel í gallerí- rýminu. Á móti kemur að hægt er að glöggva sig á ferli Iannone í bókum sem liggja á borði, og í stofu er sýnd heimildarmynd um Dieter Roth þar sem Iannone er meðal viðmælenda. Roth var fum- kvöðull flúxuslistar og bóklistar og má raunar líta á lífsverk hans sem eina flæðandi listdagbók. Af orðum Iannone í heimildarmyndinni, og sýningunni í heild, má ráða að ást- arsamband þeirra og frjótt, list- rænt samneyti hefur haft sterk áhrif á lífsdagbók hennar. En hið sögulega augnablik í vændum er hennar eigið. Augnablik alsælunnar Birt með leyfi listamannsins Ástarlíf Verk Dorothy Iannone „The Next Great Moment in History Is Ours“. „Alsælan er ekki síst af andlegum toga í verkum Iannone; það er hin andlega eining tveggja elskenda sem hún leitast við að miðla með táknrænum og endurtekningarsömum hætti,“ skrifar rýnir. Gallery Gamma, Garðastræti 37 Dorothy Iannone – The Next Great Moment In History Is Ours bbbmn Á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Til 31. júlí 2015. Opið virka daga kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. Sýningarstjóri: Ari Alexander Ergis Magnússon. ANNA JÓA MYNDLIST Sýning á verk- um Margeirs Dire verður opnuð kl 17 í dag. Ber sýn- ingin heitið MILLJÓN SÖG- UR. Vaginaboys spilar nokkur vel valin lög og garðurinn verður opin. Ný og gömul verk verða einnig til sýnis á göngum Gallery orange og einnig mun Margeir spreyja glugga með kalki og útbúa gluggalist sérstaklega fyrir Gall- ery orange. Það einkennir Margeir að skapa list sem hefur takmark- aðan líftíma en hann er orðin þekktur fyrir gjörninga sína þar sem hann endar líftíð listaverka sinna. Þar má nefna gjörninginn Að enda ferðar, þar sem hann kveikti í málverki og endar þar með líf þess. Þá málaði hann yfir málverk sín á útskriftarsýningu sinni frá myndlistarskólanum á Akureyri. Sýningin er sögð góð upphitun fyrir verslunarmannahelgina. Allt hefur sinn líftíma Margeir Dire Harbinger, listamannarekið sýn- ingarými á Freyjugötu 1, býður alla velkomna á sýningu Rustans Sö- derling, Man in the Anthropocene, sem verður opnuð í dag kl.18 og stendur sýningin til 30. ágúst. Sýn- ingin er styrkt af Kultur Kontakt Nord og Norður- og Eystrasalts- landaferðaáætluninni fyrir menn- ingarstarfsemi. Rustan Söderling lærði grafíska hönnun við Gerrit Rietveld Aca- demie í Amsterdam, þaðan sem hann útskrifaðist 2009. Hann fæst við vídeó, prent, skrif, ritstjórn og hönnun. Hann hefur m.a. sýnt í Beurschouwburg (Brussel), W139 (Amsterdam), Vita Rosen (Gauta- borg), Casa do Povo (Sao Paolo) og SanSerriffe (Amsterdam). Söderling í Harbinger Það er allt að gerast hjáStellu Blómkvist í Morð-unum í Skálholti, mál tilvinstri og hægri og mikið fjör þess á milli. Samt er ekki um eiginlega spennusögu að ræða held- ur er spurning hvort ekki eigi frekar að líta á hana sem parodíu eða skop- stælingu á spennusögum. Tónninn er gefinn strax í byrjun með því að líkja málverkum eftir Kjarval við risastórar klessur. Í kjöl- farið er gert lítið úr lögreglunni eða prúðupiltunum, eins og þeir eru nefndir, og þeim líkt við Bakkabræð- ur sem finna ekki rassinn á sjálfum sér. Stjórnmálamenn og menn á þeirra vegum fá að finna til tevatns- ins. Talað er um jakkafataða kerfis- karla og möppudýr pólitísks valds, flokksdindla, skúrka og skítseiði, pólitískar risaeðlur og pungstöppur. Stella er yfir allt þetta lið hafin enda benda lögmenn í London á hana þegar leysa þarf mál. Stella er að sumu leyti yfirnátt- úruleg, lifir af hátt fall, ekki einu sinni heldur tvisvar, sem í báðum til- fellum hefði drepið alla aðra. Hún getur drukkið hvaða mann eða konu sem er undir borðið, ekur um á glæsikerru og sér bólfélaga í nánast hverri konu, blautan næturverð. Það sem er gleymt og grafið vefst ekki fyrir Stellu, hún á svör við öllu og gefst aldrei upp. Hún er minnug orða móður sinnar í tíma og ótíma og til að árétta tilvist hennar skýst hún vestur um haf til að kveðja hana. Þó sagan risti ekki djúpt eru ágætis sprettir í henni og hug- myndaflugið er mikið, en öllu má of- gera og sérstaklega missa tilvitnanir í móðurina marks. Skopstæling frekar en eiginleg spennusaga Morgunblaðið/Ómar Skáldsaga Þar sem málverk eftir Kjarval er líkt við risastórar klessur. Spennusaga Morðin í Skálholti bbbnn Eftir Stellu Blómkvist. Mál og menning 2015. Kilja. 288 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.