Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 98
98 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015
Laugavegi 54, sími 552 5201
Finnið okkur á facebook
Kjólar
Áður 14.990 Nú11.990
Mussur
Áður 8.990 Nú6.990
Nýjar haustvörur
20% AFSLÁTTUR
Ádagskrá Listahátíðar íReykjavík, sem í ár vartileinkuð höfundarverkikvenna, er forvitnileg
sýning í Gallery Gamma á verkum
eftir bandaríska listamanninn Do-
rothy Iannone (f. 1933). Iannone er
ein af nokkuð mörgum fullorðnum
konum sem listheimurinn hefur
verið að uppgötva á undanförnum
árum og hefja til verðskuldaðrar
virðingar. Iannone var hálfáttræð
þegar fyrsta einkasýningin á verk-
um hennar var opnuð í safni í
heimalandinu og í fyrra var haldin
yfirlitssýning á ferlinum á safni í
Berlínarborg þar sem Iannone er
búsett. Angi þessa sýningarhalds
hefur nú borist hingað til lands en
flest verkanna eru frá 7. og 8. ára-
tugnum, þegar Iannone hóf að
blómstra í sinni listsköpun. Verkin
eru tengd Íslandsheimsókn hennar
árið 1967 en þá kynntist hún Die-
ter Roth sem hér var búsettur og
felldu þau hugi saman. Sýningin
ber heitið The Next Great Moment
in History Is Ours (Næsta mikil-
fenglega augnablik sögunnar er
okkar) og þar getur að líta opin-
skáa tjáningu á ástarlífi þeirra.
Hispurslaus verk Iannone
tengjast frelsisbaráttu tímabils-
ins: í verki frá 1970, sem ber
sama heiti og sýningin, sést nakin
kona standa í forgrunni, hún rétt-
ir sigurviss upp handlegginn og
er hvorki feimin við að sýna
brúskinn né geirvörturnar – og
eru stílfærð sköpin sýnd utan á
líkamanum. Stíll Iannone er sér-
stæður: bræðingur af áhrifum frá
myndasögum og myndlýsingum,
mynsturkennd og línumeðferð
hippatímabilsins og skreyti-
kenndri, erótískri myndgerð
fornra menningarheima. Alsælan
er ekki síst af andlegum toga í
verkum Iannone; það er hin and-
lega eining tveggja elskenda sem
hún leitast við að miðla með tákn-
rænum og endurtekningarsömum
hætti. Textar koma iðulega fyrir í
frásagnarlegum myndunum og er
bókarformið áberandi í verkum
eins og An Icelandic Saga þar
sem hún sjálf og Roth eru hetj-
urnar í nosturslega unninni
myndasögu þar sem jafnræði er
milli mynda og texta. Bókverkið
The Story of Bern er grafísk saga
um ritskoðun verka Iannone á
sýningu í Kunsthalle í Bern 1969
(hver síða er sýnd innrömmuð á
vegg í galleríinu). Snyrtileg rit-
hönd Iannone eykur á bernskt yf-
irbragð verkanna sem minna á
dagbækur og verkið Cookbook
(sýnt í eldhúsi) er spunakennd
kokkabók, krydduð erótík og með
dagbókarívafi. Sjálfsævisöguleg
verk hennar eru að þessu leyti
undir áhrifum frá flúxus-
hreyfingunni sem lagði áherslu á
samruna lífs og listar, og hina sí-
felldu verðandi. Um leið endur-
óma verkin með persónulegum
hætti það félagslega og listræna
andrúmsloft sem þau eru sprottin
úr.
Í sal á efri hæð má sjá verk eftir
Iannone þar sem teiknað og málað
hefur verið ofan í ljósmyndir.
Þessar myndir skera sig nokkuð
úr en hvergi er að sjá upplýsingar
um verkin. Þessi skortur á upplýs-
ingum er ljóður á sýningunni sem
nýtur sín annars vel í gallerí-
rýminu. Á móti kemur að hægt er
að glöggva sig á ferli Iannone í
bókum sem liggja á borði, og í
stofu er sýnd heimildarmynd um
Dieter Roth þar sem Iannone er
meðal viðmælenda. Roth var fum-
kvöðull flúxuslistar og bóklistar og
má raunar líta á lífsverk hans sem
eina flæðandi listdagbók. Af orðum
Iannone í heimildarmyndinni, og
sýningunni í heild, má ráða að ást-
arsamband þeirra og frjótt, list-
rænt samneyti hefur haft sterk
áhrif á lífsdagbók hennar. En hið
sögulega augnablik í vændum er
hennar eigið.
Augnablik alsælunnar
Birt með leyfi listamannsins
Ástarlíf Verk Dorothy Iannone „The Next Great Moment in History Is Ours“. „Alsælan er ekki síst af andlegum
toga í verkum Iannone; það er hin andlega eining tveggja elskenda sem hún leitast við að miðla með táknrænum og
endurtekningarsömum hætti,“ skrifar rýnir.
Gallery Gamma, Garðastræti 37
Dorothy Iannone – The Next Great
Moment In History Is Ours
bbbmn
Á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Til
31. júlí 2015. Opið virka daga kl. 13-17.
Aðgangur ókeypis. Sýningarstjóri: Ari
Alexander Ergis Magnússon.
ANNA JÓA
MYNDLIST
Sýning á verk-
um Margeirs
Dire verður
opnuð kl 17 í
dag. Ber sýn-
ingin heitið
MILLJÓN SÖG-
UR.
Vaginaboys
spilar nokkur
vel valin lög og
garðurinn verður opin. Ný og
gömul verk verða einnig til sýnis
á göngum Gallery orange og
einnig mun Margeir spreyja
glugga með kalki og útbúa
gluggalist sérstaklega fyrir Gall-
ery orange.
Það einkennir Margeir að
skapa list sem hefur takmark-
aðan líftíma en hann er orðin
þekktur fyrir gjörninga sína þar
sem hann endar líftíð listaverka
sinna.
Þar má nefna gjörninginn Að
enda ferðar, þar sem hann
kveikti í málverki og endar þar
með líf þess. Þá málaði hann yfir
málverk sín á útskriftarsýningu
sinni frá myndlistarskólanum á
Akureyri.
Sýningin er sögð góð upphitun
fyrir verslunarmannahelgina.
Allt hefur
sinn líftíma
Margeir Dire
Harbinger, listamannarekið sýn-
ingarými á Freyjugötu 1, býður alla
velkomna á sýningu Rustans Sö-
derling, Man in the Anthropocene,
sem verður opnuð í dag kl.18 og
stendur sýningin til 30. ágúst. Sýn-
ingin er styrkt af Kultur Kontakt
Nord og Norður- og Eystrasalts-
landaferðaáætluninni fyrir menn-
ingarstarfsemi.
Rustan Söderling lærði grafíska
hönnun við Gerrit Rietveld Aca-
demie í Amsterdam, þaðan sem
hann útskrifaðist 2009. Hann fæst
við vídeó, prent, skrif, ritstjórn og
hönnun. Hann hefur m.a. sýnt í
Beurschouwburg (Brussel), W139
(Amsterdam), Vita Rosen (Gauta-
borg), Casa do Povo (Sao Paolo) og
SanSerriffe (Amsterdam).
Söderling í
Harbinger
Það er allt að gerast hjáStellu Blómkvist í Morð-unum í Skálholti, mál tilvinstri og hægri og mikið
fjör þess á milli. Samt er ekki um
eiginlega spennusögu að ræða held-
ur er spurning hvort ekki eigi frekar
að líta á hana sem parodíu eða skop-
stælingu á spennusögum.
Tónninn er gefinn strax í byrjun
með því að líkja málverkum eftir
Kjarval við risastórar klessur. Í kjöl-
farið er gert lítið úr lögreglunni eða
prúðupiltunum, eins og þeir eru
nefndir, og þeim líkt við Bakkabræð-
ur sem finna ekki rassinn á sjálfum
sér. Stjórnmálamenn og menn á
þeirra vegum fá að finna til tevatns-
ins. Talað er um jakkafataða kerfis-
karla og möppudýr pólitísks valds,
flokksdindla, skúrka og skítseiði,
pólitískar risaeðlur og pungstöppur.
Stella er yfir allt þetta lið hafin enda
benda lögmenn í London á hana
þegar leysa þarf mál.
Stella er að sumu leyti yfirnátt-
úruleg, lifir af hátt fall, ekki einu
sinni heldur tvisvar, sem í báðum til-
fellum hefði drepið alla aðra. Hún
getur drukkið hvaða mann eða konu
sem er undir borðið, ekur um á
glæsikerru og sér bólfélaga í nánast
hverri konu, blautan næturverð.
Það sem er gleymt og grafið vefst
ekki fyrir Stellu, hún á svör við öllu
og gefst aldrei upp. Hún er minnug
orða móður sinnar í tíma og ótíma og
til að árétta tilvist hennar skýst hún
vestur um haf til að kveðja hana.
Þó sagan risti ekki djúpt eru
ágætis sprettir í henni og hug-
myndaflugið er mikið, en öllu má of-
gera og sérstaklega missa tilvitnanir
í móðurina marks.
Skopstæling frekar en
eiginleg spennusaga
Morgunblaðið/Ómar
Skáldsaga Þar sem málverk eftir Kjarval er líkt við risastórar klessur.
Spennusaga
Morðin í Skálholti bbbnn
Eftir Stellu Blómkvist.
Mál og menning 2015. Kilja. 288 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR