Morgunblaðið - 30.07.2015, Page 100

Morgunblaðið - 30.07.2015, Page 100
100 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Yasuji Sugai tekur brosmildur nokkur dansspor þegar hann kemur að borðinu til mín í veiðihúsinu Fossgerði við Selá, spor þar sem hendurnar snúast lipurlega upp fyr- ir höfuð. „Veistu hvaða dans þetta er?“ spyr hann. „Nei? Þetta er laxadans- inn.“ Sugai hlær og tekur upp af borðinu stóra harðspjaldaöskju og dregur út úr henni nýja bók sína í stóru broti, glæsilega prentað 208 síðna verk. Á síðum bókarinnar stökkva laxar; vinda sér til, snúast silfurgljáandi í loftinu og falla niður með buslugangi, oft með flugu í kjaftvikinu. Sumir eru myndaðir undir yfirborðinu, aðrir eru í nær- mynd, en það er mikið um stökk. Og inn á milli eru ljósmyndir af tignar- legu landslagi við eftirlætis- laxveiðiár ljósmyndarans, á Kóla- skaga í Rússlandi og í Noregi en flestar eru frá Vopnafirði, teknar við Selá og Hofsá. Þar ræður líka ríkj- um við árnar Orri Vigfússon, for- maður NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna í Norður-Atlantshafi, og hann er ritstjóri bókarinnar, skrifar hluta textans sjálfur, eins og Sugai, en meðal annarra höfunda eru Gísli Sigurðsson, Gylfi Pálsson og Þór Sigfússon. Formálann skrifar hinn kunni hagfræðingur Paul A. Volker. Sugai segir söluandvirði bókar- innar renna óskipt til styrktar NASF: „Til að vernda villta laxinn og heilbrigða náttúru, sem er mjög mikilvægt,“ segir þessi ástríðufulli laxveiðimaður og ljósmyndari. „Nú njótum við öflugra laxagangna og sterkra stofna hér í ánum og ég vil eiga minn þátt í að svo verði áfram, að þær kynslóðir sem taka við af okkur geti einnig notið laxins. Þess vegna kýs ég að styrkja NASF og starfsemi Orra.“ Sugai byrjaði að ljósmynda veiði- skap árið 1975 þegar hann hóf út- gáfu nokkurra útivistartímarita í Japan og náðu þau fljótt vinsældum. Það var á sama tíma sem hann tók að veiða á flugu. Sugai gaf árum saman einnig út þrjú sérhæfð stang- veiðitímarit. Nú rekur sonur hans útgáfufyrirtækið og Sugai einbeitir sér að ljósmyndun. Vatnið svo tært hér Þannig að stangveiði er vinsæl í Japan? „Já, auðvitað!“ er svarið. „Mikið er veitt af silungi í Japan og núorðið er nær öllum fiski sleppt aftur.“ Þá fari veiðimenn talsvert til annarra landa að veiða, ekki síst silung á Nýja-Sjálandi. Hvers vegna fór Sugai að mynda stökkvandi laxa sérstaklega? „Því er ekki auðvelt að svara,“ segir hann. „Það gerðist bara …“ Bókin er eins og myndljóð, segi ég. Þetta sé svo sannarlega dans sem laxinn sýni. „Það er satt,“ segir hann og flettir milli mynda. „Laxinn er einstaklega falleg skepna og mig langaði að hylla hann með þessari bók, og dans hans er einstaklega þokkafullur. Ég hef safnað þessum myndum í mörg undanfarin ár. Það var ástríða mín og draumur að koma þeim frá mér á svona vandaðan hátt.“ Hann segir ástríðu sína fyrir veiði og ljósmyndum fara vel saman. Margar myndanna eru teknar í og við Selá, þar sem við ræðum saman. Hvað er það sem hann kann svona vel að meta við þessa gjöfulu á? „Vatnið er svo tært hér! Það er frábært að mynda fiskana í ánni. Ég hef tekið ótalmargar ljósmyndir hér á bökkunum og ég þarf marga laxa til að ná myndum – sem betur fer er mikið af þeim í ánni,“ segir hann og hlær. „Ég hef komið hingað á hverju einasta sumri frá árinu 1993. Þá kynntist ég Orra og við erum orðnir gamlir og afar góðir vinir. Orri stakk upp á því að ég veiddi líka í Hofsá og hún er einnig spenn- andi. Þegar ég var í haustferð hér í september í fyrra var ísrek á Selá og erfitt að veiða en leiðsögumað- urinn vissi að stöng var laus í Hofsá og við fórum þangað yfir og þar er einstaklega fallegt á haustin; haust- litirnir voru að leggjast yfir landið og þá náði ég þessum myndum hér,“ segir hann og bendir. „Sumir segja að ljósmyndirnar í bókinni séu eins og teikningar, aðrir tala um ljóðræna eiginleika þeirra, og vissulega er þetta ekki bara veiðibók heldur líka listaverkabók.“ Sugai segir Orra hafa aðstoðað sig á allan mögulegan hátt við vinnslu bókarinnar og við textavinn- una. „Ég hefði ekki getað gert þessa bók án hans.“ Gaman að eltast við stóra Sugai hefur ekki bara veitt á Ís- landi frá 1993 heldur einnig á hinum rússneska Kola-skaga árlega síðan þá. „Það er mjög notalegt að veiða á Íslandi. Hægt er að aka milli veiði- staða, aðgengið er auðvelt, en nátt- úran og umhverfið á Kola-skaga er afar villt. Engir vegir og flogið er milli veiðistaða á þyrlum. Sem betur fer þurfum við ekki þyrlur hér. En það er mikið af laxi á Kola- skaga og stórum laxi inn á milli.“ Í bókinni má sjá ljósmynd af Sugai með einn slíkan í fanginu, sá vó hátt í fimmtíu pund. „Mér finnst spennandi að eltast við stóra laxa og því veiði ég alltaf í Kharlovka-ánni. Ég veiði líka í Ponoi þar sem laxinn er ekki eins stór en þar er mikið af honum. Á einni viku getur sami veiðimaðurinn veitt yfir hundrað laxa. Um daginn veiddi 13 manna holl sem ég var í yf- ir þúsund, laxa sem voru á bilinu fimm til sautján pund. Ég er ekki að telja en ég kann vel að meta að ná í þá stóru. Og stór hluti af ánægjunni við að veiða, bæði hér og þar, er að spjalla við aðra veiðimenn og leiðsögumennina, og njóta samveru með góðu og áhugaverðu fólki.“ Sugai segir veiðimenn um allar jarðir hafa áhuga á laxadansinum, það hafi hann fundið vel á liðnum ár- um, og þeir njóti þess greinilega líka að skoða bókina og lesa. „Laxinn er tákn fyrir glæsta og heilbrigða nátt- úru,“ segir hann. Sugai bendir áhugasömum veiði- mönnum og unnendum náttúru- ljósmyndunar á að lesa má um bók- ina og panta hana á vef hans. „Hún er ekki ódýr,“ segir hann brosandi, „kostar 250 dollara með sending- argjaldinu. Hún er líka gefin út í takmörkuðu upplagi og öll vinnsla og prentun er eins og best verður á kosið. Bókin er prentuð í Japan, prentunin er dýr þar en þú sérð ekki betur prentaðar litmyndir,“ segir hann stoltur. Og tekur lax- adansinn hlæjandi. Myndar dansandi laxa á Íslandi  Japanski ljósmyndarinn Yasuji Sugai gefur út glæsilegt bókverk um laxadansinn  Orri Vigfús- son ritstýrir verkinu og nokkrir textahöfunda eru íslenskir  „Laxinn er einstaklega falleg skepna og mig langaði að hylla hann með þessari bók,“ segir Sugai, sem hefur veitt á Íslandi frá 1993 Morgunblaðið/Einar Falur Laxaljósmyndarinn Yasuji Sugai með bók sína, Salmon Dance, við veiði- húsið í Selá í Vopnafirði þar sem margar ljósmyndanna voru teknar. Dansarar Opnur úr bókinni Salmon Dance, með litríkum ljósmyndum Yasuji Sugai frá Vopnafirði. Hann myndaði einnig í Rússlandi og Noregi. Myndum hans hefur verið líkt við teikningar. Augnablikið Sugai hefur sett í lax á Brúarbreiðu í Selá, leiðsögumaðurinn Valdimar Friðgeirsson er kominn með stöngina í hendur og ljósmyndarinn myndavélina; beðið er eftir dansi laxins. Heimasíða Salmon Dance: http://ufo-artistic.co.jp/
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.