Morgunblaðið - 30.07.2015, Page 104
104 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015
Kjartan Már Ómarsson
kmo@mbl.is
Í dag er opnun sýningarinnar Vænt-
anlegt / Coming Soon í útibúi Ný-
listasafnsins í Núllinu, Bankastræti
0. Hugsanlega er rýmið betur þekkt
sem almenningssalerni fyrir kven-
fólk en undanfarna mánuði hafa
Nýló og Reykjavíkurborg unnið að
endurbótum þess og umbreytt
kvennaklósettinu í sýningarrými.
Það var síðasta vetur sem Ný-
listasafnið fékk sarlernið til afnota
og hefur í hyggju að vera með fjöl-
breytta dagskrá, innlendra jafnt
sem erlendra listamanna, um
óákveðinn tíma.
Fyrsta sýningin á nýju klósetti
Væntanleg er fyrsta sýningin sem
haldin er í rýminu eftir að því var
var breytt. Listamennirnir eiga það
sameiginlegt að hafa allir útskrifast
úr myndlist frá Listháskóla Íslands
á síðasta ári og hafa unnið sameig-
inlega áður. Þau eru Brynjar Helga-
son, Ívar Glói Gunnarsson, Logi Leó
Gunnarsson og Una Björg Magn-
úsdóttir. Blaðamaður bað Unu að
segja sér lítillega frá sýningunni
sem verður opin fimmtudaga til
sunnudaga frá kl. 14:00-18:00 til 30.
ágúst.
„Þetta er nýtt sýningarrými á
vegum Nýlistasafnsins,“ segir Una.
„Við erum fjögur sem útskrifuðumst
saman árið 2014 og höfum sýnt sam-
an áður, t.d. í Safnahúsinu í fyrra áð-
ur en stóra sýningin, Sjónarhorn var
opnuð.“
Hljóðverk áberandi
Eruð þið öll að vinna með sama
miðil?
„Við vinnum þannig að það er eng-
inn sérstakur miðill hjá neinum.
Þetta er mikið unnið út frá skúlptúr
og hljóði en er mjög ólíkt innbyrðis.
Það er svo sem ekkert sérstakt
þema í þessari sýningu, annað en að
verkin virka vel saman. Hljóðverk
verða hins vegar áberandi.“
Una segir Núllið vera frábært
rými og mikla gæfu að kvennakló-
settið hafi ekki verið gert upp líkt og
var gert karlamegin. „Karlaklósett-
inu var breytt einhvern tíma þannig
að þar eru svona nýir plastbásar. Á
kvennaklósettinu er hins vegar allt
upprunalegt. Básarnir og flísarnar
eru til að mynda friðuð. Þetta er
mjög lítið og einfalt rými, en samt
kemst maður ekki hjá því að upplifa
sögu þess, bæði vegna staðsetning-
arinnar og af því að það eru ennþá
klósettbásar þarna inni, þó að það
séu engin klósett.“
Hvernig gengur að setja upp sýn-
ingu í friðuðu rými?
Það gengur vel. Þetta er alls ekki
truflandi. Það er náttúrlega búið að
gera upp stóran part. En það gefur
fremur af sér heldur en að skorða
mann af. Þetta opnar frekar fyrir
möguleika heldur en að skerða þá.
Rýmið er fallegt. Það eru flísar upp
til hálfs og þetta er allt hvítt, sem
býður upp á möguleika.“
Öðruvísi fólk en vanalega
Er þetta í fyrsta skipti sem rýmið
er notað í þessum tilgangi?
„Það var notað á Sequences-
hátíðinni í vor undir en þá var ekki
búið að gera upp rýmið. Þetta er í
fyrsta skipti sem þetta er á vegum
Nýló og eftir að rýmið var gert upp.
Það er búið að taka allt í gegn“
Una ítrekar hversu sérstök stað-
setningin á rýminu sé. „Nú er maður
búinnn að verja svolitlum tíma þarna
og maður finnur fyrir því hvað það
er mikil nánd við fólk þarna. Maður
heyrir í fólki þegar það gengur
þarna um. Þetta er mjög sérstakur
staður. Ég á von á að það komi
margt öðruvísi fólk sem er ekki vant
að leggja leið sína á listasöfn.“
Morgunblaðið/Eggert
Listamenn Hópurinn útskrifaðist á síðasta ári frá Listaháskólanum.
Hér er ró og
hér er friður
Morgunblaðið/Eggert
Una Mikil nánd við fólk í rýminu,
segir hún. Heyrir fólk ganga um.
Morgunblaðið/Þórður
Núllið Nú geta karlar farið niður
báðum megin skammarlaust.
Sýningin Væntanlegt / Coming Soon
opnuð í dag Bankastræti núll breytt
í sýningarrými Fjórir listamenn sýna
Paper Towns Margo (Cara Delevingne)
hverfur skyndilega eftir að
hafa farið með Quentin (Nat
Wolff) í næturlangt ævintýr
og nú er það á herðum
Quentin að finna hana aftur.
Metacritic 57/100
IMDB 7,1/10
Smárabíó 17.40, 20.00,
22.20
Háskólabíó 20.00, 22.20
Borgarbíó Akureyri 20.00
The Gallows 16
Tuttugu ár eru liðin síðan að
maður lést í miðju leikriti.
Nemendurnir koma nú sam-
an til að setja leikritið upp á
ný en það heppnast ekki
sem skyldi.
Metacritic 30/100
IMDB 4,6/10
Sambíóin Álfabakka 20.45,
22.45
Sambíóin Egilshöll 20.00
Sambíóin Kringlunni 22.30
Sambíóin Akureyri 22.45
Ant-Man 12
Scott Lang er vopnaður of-
urgalla sem getur minnkað
þann sem klæðist honum en
aukið styrk hans um leið.
Gallinn kemur sér vel þegar
hjálpa þarf læriföðurnum að
fremja rán og bjarga heim-
inum.
Metacritic 64/100
IMDB 8,0/10
Laugarásbíó 22.35
Sambíóin Álfabakka 15.00,
17.20, 20.00, 22.45
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 17.20,
20.00
Sambíóin Akureyri 20.00
Sambíóin Keflavík 22.30
Minions Skósveinarnir eru hér mætt-
ir í eigin bíómynd. Í gegnum
tíðina hafa þeir gegnt mik-
ilvægu hlutverki, að þjóna
metnaðarfyllstu skúrkum
allra tíma, en eru nú orðnir
þreyttir á nýja stjóra sínum.
Metacritic 56/100
IMDB 6,8/10
Laugarásbíó 16.00, 18.00
Sambíóin Álfabakka 15.00,
18.40, 20.00
Smárabíó 15.30, 15.30,
17.50, 20.00
Háskólabíó 17.30
Borgarbíó Akureyri 18.00
Webcam 16
Lífið er afar frjálslegt hjá
framhaldsskólastelpunni
Rósalind en þegar hún fer að
fækka fötum á Netinu breyt-
ist allt.
Morgunblaðið bbbnn
Háskólabíó 17.30, 22.10
Magic Mike XXL 12
Mike og félagar setja upp
eina sýningu í viðbót á
Myrtle Beach, en þrjú ár eru
liðin síðan Mike hætti í nekt-
ardansinum.
Metacritic 60/100
IMDB 6,3/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.45
Sambíóin Egilshöll 17.30,
19.00
Sambíóin Kringlunni 20.00
Ted 2 12
Kjaftfori og hressi bangsinn
Ted er snúinn aftur.
Morgunblaðið bbmnn
Metacritic 48/100
IMDB 7,1/10
Laugarásbíó 22.15
Terminator:
Genisys 12
Árið er 2009 og John Con-
nor, leiðtogi uppreisnar-
manna, er enn í stríði við vél-
mennin.
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 39/100
IMDB 7,1/10
Sambíóin Álfabakka 22.10
Sambíóin Egilshöll 22.00
Inside Out Ung stúlka flytur á nýtt
heimili og tilfinningar hennar
fara í óreiðu.
Metacritic 93/100
IMDB 8,8/10
Sambíóin Álfabakka 15.40,
17.50
Sambíóin Kringlunni 17.50
Sambíóin Akureyri 17.40
Jurassic World 12
Á eyjunni Isla Nublar hefur
verið opnaður nýr garður,
Jurassic World.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 59/100
IMDB 7,6/10
Laugarásbíó 20.00
Sambíóin Álfabakka 17.20
Spy 12
Susan Cooper, CIA, er hug-
myndasmiðurinn á bak við
hættulegustu verkefni stofn-
unarinnar.
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 84/100
IMDB 7,4/10
Smárabíó 22.10
Hrútar 12
Bræðurnir Gummi og Kiddi
hafa ekki talast við áratug-
um saman.
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 83/100
IMDB 8,2/10
Háskólabíó 17.30, 20.00
Bíó Paradís 20.00, 22.00
Citizenfour
Bíó Paradís 17.45
Birdman
Bíó Paradís 20.00
Fúsi
Bíó Paradís 18.00
Vonarstræti
Bíó Paradís 20.00
The New Girlfriend
Bíó Paradís 22.15
Violette
Bíó Paradís 17.00
Hross í oss
Bíó Paradís 22.30
Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is
Kvikmyndir
bíóhúsanna
Ethan og félagar taka að sér erfiðara verkefni en þeir
hafa nokkru sinni áður tekið að sér. Nú þarf að uppræta
Samtökin, alþjóðleg glæpasamtök, en vandinn er sá að
Samtökin eru jafn hæf og þau.
Laugarásbíó 17.00, 20.00, 22.35
Sambíóin Álfabakka 15.30, 17.00, 17.15,
20.00, 20.00, 22.45, 22.45
Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 21.30,
22.45
Sambíóin Kringlunni 18.00, 21.00, 22.30
Sambíóin Akureyri 17.15, 20.00, 22.45
Sambíóin Keflavík 20.00, 22.45
Smárabíó 17.00, 17.00, 20.00, 20.00, 22.45, 22.45
Mission: Impossible -
Rogue Nation 12
Geimverur mistúlka myndbandsupptökur af
sígildum tölvuleikjum úr spilakössum og líta
á þær sem stríðsyfirlýsingu. Þær ákveða að
ráðast á Jörðina og nota leikina sem fyr-
irmyndir fyrir fjölbreyttum árásum.
Metacritic 27/100
IMDB 5,3/10
Laugarásbíó 17.00
Sambíóin Keflavík 20.00
Smárabíó 15.30, 17.40, 20.00, 22.20
Háskólabíó 20.00, 22.20
Borgarbíó Akureyri 18.00, 22.20
Pixels Heimildamynd eftir Bafta verðlaunahafann Asif Kapadia um söng-
konuna Amy Winehouse sem lést árið 2011. Í myndinni er sýnt áður
óbirt myndefni og er reynt að
segja harmræna sögu söngkon-
unnar hæfileikaríku með hennar
eigin orðum.
Metacritic 85/100
IMDB 8,0/10
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00,
22.00
Amy 12