Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 41
„. . . af stallinum Kristí“
í útleggingunni er oft beitt óeiginlegum (allegórískum) skýringum. Jesús
fæddist t.d. um nótt eða í myrkri og það hefur þessa merkingu fyrir líf vort:
I myrkri fæðist sá meyjar son,
mönnum að sönnu hjálparvon,
myrkra burt klárar mein og tjón;
það skæra ljós vor hjartans hús
gjörir góðfús.18
Skáldið skírskotar í englasönginn í 8. erindi og útleggur hann í 9. erindi á
þessa leið:
Fögnuður einn sá æðstur er,
öllu fólki á jörðu sker,
engill Drottins þann boðskap ber;
náð hýr og teit, það er hans heit,
sem hvör mann veit.19
Niðurstaða útleggingarinnar er í 11. erindi:
Kennir og játar klár í trú
kristnin öll, bæði fyrr og nú,
Jesú hvörn bar mey Máría frú,
Messíam þann vel vill og kann
heims bæta bann.20
Þessi niðurstaða leiðir til niðurlagsins í bæn (12. erindi) og lofgjörðar þar sem
alheimur allur er kallaður til lofgjörðar (13. erindi).
Vöggukvæðið, „Kvæði af stallinum Kristí“, ber hæst af jólakvæðum Ein-
ars Sigurðssonar og er jafnframt hans þekktasta kvæði. Það er langt kvæði og
margslungið, alls 28 erindi, auk viðlags. Eins og áður sagði hafa sjö þeirra
verið tekin upp í Sálmabók þjóðkirkjunnar sem sálmur nr. 72: „Nóttin var sú
ágæt ein“. Ástæða þess að kvæðið var fyrst tekið upp sem sálmur í sálma-
bókarútgáfunni 1945 er sú, að Sigvaldi Kaldalóns (1881-1946) hafði nokkrum
árum áður samið prýðilegt lag við kvæðið. Hann samdi lagið um jólin 1940,
en þá hafði hann rekist á kvæðið í vikublaðinu Vikunni. Lagið sendi hann vini
sínum Ragnari Ásgeirssyni, garðyrkjuráðunaut og í bréfinu sem fylgdi lag-
inu til hans (dags. í Grindavík 30. des. 1940) segir Sigvaldi:
Kæri vin. Eg þakka þér fyrir upphringinguna og bréfið; sendi þér nú hérmeð jóla-
lagið, sem eg hefi gert á þessum jólum við yndælan texta, sem eg fann í „Vik-
unni“, sem eg annars aldrei les; en þegar eg sá þetta kvæði, sem er 400 ára eft-
ir sjera Einar Sigurðsson í Heydölum (eða Eydölum) föður Odds biskups og sá
18 Vísnabók Guðbrands s. 98 (5. erindi).
19 Vísnabók Guðbrands s. 99.
20 Vísnabók Guðbrands s. 99.
39