Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 154

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 154
Pétur Pétursson Það sem gerðist við tilkomu félagsvísinda er að menn fara að beita kerf- isbundnum rannsóknum á sviðum, sem áður voru falin fulltrúum trúarlega valdsins, hins óbreytanlega, sanna og fyrirfram gefna - sem hver og einn hlyti sálu sinnar vegna að hlýða. Hagfræðin - sem að vissu leyti heyrir félagsvís- indunum til - útskýrir þær efnahagslegu forsendur sem breyta kjörum manna og skiptingu gæða. Hamfarir og óáran eru ekki lengur skilgreind sem refsi- dómur guðs heldur er vísað í náttúrulögmál, sem á sinn hátt hafa afdrifarík áhrif á efnahagslega afkomu manna. A miðöldum og jafnvel fram að upplýs- ingu taldi fólk og fyrirmenn að öfl og atburðir í samfélagi og stjórnmálum væru vitnisburður um beina íhlutun guðs og stjórn í lífi manna, en félagsfræð- ingar og mannfræðingar hafa aðrar skýringar, sem þeir leitast við að byggja á röklegu samhengi orsaka og afleiðinga. Fullyrðingar um inngrip guðs í þá keðju orsaka og afleiðinga, sem aðferðafræði félagsfræðinnar snýst um, eru ekki teknar gildar vegna þess að ekki er hægt að finna þeim stað í þeim mód- elum sem félagsfræðingar hafa búið til af samfélaginu. Hins vegar rannsak- ar félagsfræðingurinn áhrif og tengsl trúarhugmynda og reynslu við athafnir, boð og bönn eins og Weber gerði í dæminu sem tekið var hér að framan. Sálfræðingar skilgreina innri heim mannsins, sem áður hafði verið svið trúarinnar, samvisku mannsins frammi fyrir guði almáttugum og fulltrúum hans sem dæmdu um eilífa útskúfun eða eilífa sæluvist. Af þessu mætti draga þá ályktun að aðferðafræði félgsvísindanna hafi útrýmt guði, að minnsta kosti gert hann óþarfan, enda töldu frumkvöðlar félagsvísindanna að þróun samfé- lagsins og vísindanna mundi leiða til afhelgunar og voru þeir flestir yfirlýst- ir guðleysingjar. En það er nú einu sinni svo að það er ótrúlega skammt á milli guðleysis og guðstrúar. Þetta kemur berlega í ljós hjá August Comte og höfundi sálgrein- ingarinnar, taugasérfræðingnum Sigmundi Freud (1856-1939). Saga og stjórn- mál 20. aldarinnar sýnir að trúarbrögðin skipta enn máli fyrir einstaklinga og samfélög. Þetta gefur þeim kenningum undir fótinn að handanveruleikinn, trú- arheimurinn sé óafmáanlegur hluti af mannlífinu þó svo að trúaratferli, stofn- anir og þekking manna á trúarbrögðum geti verið með ýmsu móti. Slíkar hug- myndir leggur einn af lærisveinum Freuds til grundvallar kenningum sínum um hin ýmsu svið og frummyndir sálarlífsins. Þeir sem nú kanna hagsögu og alþjóðastjórnmál kynna sér vandlega trúarbrögð og hinar ýmsu hefðir sem móta mannskilning, mannréttindi og menningu ólíkra þjóða og menningar- heilda. Karl Marx hefði aldrei getað hugsað sér að um öld eftir andlát sitt myndu æðstu fulltrúar kommúnismans vera í samningaviðræðumm við páfann í Róm um framtíð Evrópu. Kenningar Sigmundar Freuds, sem gengu út frá því sem vísu að trúar- 152
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.