Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 121
Allegóría um hlutdeild heiðinkristinna . . .
virzt standa í andstöðu við beiðni konunnar, en eru það ekki.108 Endurtekn-
ing bænarákalls konunnar og orðs lærisveinanna svo og bænar konunnar virð-
ast þjóna að hluta þeim tilgangi að draga fram sjálfstæð spakmæli Jesú. Orð
konunnar, sem byggjast á hliðstæðu, sýna, að hlutdeild heiðingjans og send-
ing Jesú aðeins til Israels fari saman. Það skiptir máli, að Jesús fer viðurkenn-
ingarorðum um þennan trúarskilning.
Meginfléttan um hjálparbeiðnina og lausn hennar í orðum Jesú um að upp-
fylla vilja konunnar er orsakaflétta. Hér er einnig fólgið visst orsakasamband
milli trúar, sem tjáir sig í bæn og bænheyrslu,109 þar sem áherzlan hvílir á
lausn meginfléttunnar, að Jesús uppfyllir fyrir trú bæn kristinnar konu af
heiðnum uppruna um hjálp vegna andsetinnar dóttur sinnar.
M anngerðir frásögunnar
Manngerðir frásögunnar eru Jesús, konan og lærisveinarnir. Dóttirin, sem er
haldin illum anda er utan sviðs frásögunnar.
Manngerð Jesú
í frásögunni er manngerð Jesú lítt samsett, þar sem hún fellur fyrst og fremst
að hlutverki hans í frásögunni sem drottins og frelsandi messíasar, sem er
alltaf á staðnum og aðrir eins og kanverska konan og lærisveinarnir snúa sér
til. Hann sýnir viss tilbrigði í viðbrögðum sínum gagnvart þeim. Hann hefur
vikið undan aðstæðum annars staðar og er staddur á heiðnu landsvæði. Hann
er lærimeistari, sem sést af því, að honum fylgja lærisveinar, sem snúa sér til
hans með bón sína. Meitluð og myndræn ummæli hans í orðaskiptum við kan-
versku konuna falla að stöðu hans sem lærimeistara.
Fyrir konunni hefur hann tignarstöðu. Það birtist í því, að hún lýtur hon-
um, v. 25. Hún ávarpar hann ávallt með virðingarheitinu „herra,“ KÚpte, í vv.
22b, 25b, 27, og tignarheitinu „sonur Davíðs,“ „úlós1 AauíS,“ sem gefur til
kynna að viðkomandi sé álitinn af ætt Davíðs konungs, hinn fyrirheitni
frelsandi messías, sbr. Mt. l.la. 9.27 og 22.42, og að hann vinni máttarverk
hjálpræðistímans, sbr. Mt. 12.23, 20.30, 21.16.110 Hann er í guðspjallinu hinn
108 Sbr. Trilling 82 n., sem vekur athygli á, að Mt. hugsi ekki um sigur á Jesú, orð konunn-
ar í v. 27 feli í sér nánari skýringu og staðfestingu forgangsraðar ísraels. „Bei Mt. geht
die Tendenz dahin, die Einschrankung der Sendung Jesu und damit die Vorzugsstellung
Israels durch die Frau gerade bestatigen zu lassen."
109 Held 269 n.
110 Sjá Lohse 490-491, sem segir um notkun titilsins í Mt„ að Jesús sé uppfylling fyrirheita
til ísraels sem sonur Davíðs, að hann dragi fram hina gyðing-kristnu játningu gagnvart
119