Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 34
Björn Björnsson
sem er ekki nægjanlega grunduð í manneðlinu sjálfu? Margur tekur vafalaust
undir þessa spurningu Karenar Lebacqz. En viðbrögð hennar eru að hún álít-
ur að slíkar efasemdir og gagnrýni sé byggð á misskilningi. Kjarninn í kenn-
ingu Thielicke um dignitas aliena feli í sér ákvæði og innsæi sem nú á dög-
um geti ráðið úrslitum í mikilvægum siðferðismálum, m.a. innan lífsiðfræð-
innar. Karen nefnir fimm áhersluþætti þessu til staðfestingar.
1. Dignitas aliena heldur hlífiskyldi yfir fólki.
Aðfengin tign kemur utan frá; hún býr ekki í sjálfri mér. En ég eignast
hana þegar Guð, sem er kærleikur, skapar mig, og hún mun aldrei yfirgefa
mig. Tignin sú sem gjöf Guðs er orðin kjarninn í persónu minni, raunveruleg
sem hver annar þáttur persónuleika míns, aðeins miklum mun varanlegri.
Einmitt sökum þess að mannhelgin er „aðkomin" verður hún aldrei áunnin,
og ekki er hægt að glata henni. Hún er óháð hörundslit, kynferði, kynhneigð,
vitsmunum eða nokkrum öðrum eiginleikum til hugar og handar. Hún helg-
ast ekki af „verkum“. Hún er ævarandi og óafmáanleg, boðandi að í elsku
Guðs séum við helguð honum. Þannig til komin býr mannhelgin sér stað í
innsta kjarna sálarlífs hvers og eins.
2. Dignitas aliena gerir alla menn jafna fyrir augliti Guðs. Þar eð mann-
virðing er ekki áunnin heldur Guðs gjöf er engin manneskja meira „virði“ en
önnur. Af þessu leiðir að afstaða til annarra fær aldrei að ráðast af nytjahyggju
eða með hliðsjón af því hvað menn leggja af mörkum til samfélagsins. Dign-
itas aliena sem gjöf Guðs ber vitni um hið einstaka, persónulega og ósam-
bærilega virði sérhvers manns. Fyrir augliti Guðs eru allir eitt sem jafningj-
ar, en með því er ekki sagt að allir séu eins. Karen Lebacqz bendir á mikil-
vægi þess að saman fari áhersla á það sem líkt er með öllum, jafnvirði, og
ólíkt, eins og einstaklingarnir eru margir. Eftir því sem genamengisáætlun-
inni, HGP, fleygir fram er nauðsynlegt að vera við því búinn hversu nærtækt
það kann að reynast að setja erfðafræðilega staðla, viðmið, fara í manngrein-
arálit og taka neikvæða afstöðu til þeirra sem ekki ná gæðastaðli. Nefnt hef-
ur verið að sú hætta sé fyrir hendi að opnast kunni bakdyr fyrir mannakyn-
bætur með því að réttlæta félagslega mismunun í nafni erfðvísinda þegar haf-
ist verður handa við að „leiðrétta" afbrigðilega erfðavísa. Sumir verða sagð-
ir búnir „normal“, eðlilegum, genum, aðrir afbrigðilegum, og enn aðrir „úr-
vals“, framúrskarandi genum. Þegar svo yrði komið skyldi áréttað að dignit-
as aliena stríðir einmitt gegn slíku manngreinaráliti, að draga taum eins á
kostnað annars. Karen Lebacqz kemst að þeirri niðurstöðu að hvað mestu
muni valda um þróun erfðatækninnar til góðs viðurkenning á því sem líkt og
ólíkt er með fólki en um leið að allir séu metnir jafnir.
3. Dignitas aliena kallar hvern og einn til persónulegrar siðferðilegrar
32