Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 78
Hjalti Hugason
ur beri að líta á trúaraðstæður í samtímanum sem afleiðingu af hefðarofi eða
hvort þar gæti þvert á móti hefðarfestu. Ur þeim vafa verður ekki skorið með
dæmum á borð við þau sem hér var brugðið upp.
Með aðferðum nær- eða einsögu sem einkum eru stílaðar upp á persónu-
legar heimildir, dagbækur bréf og viðlíka einstaklingsbundna texta munum við
aðeins ná í skottið á þeim trúaraðstæðum sem hér ríktu fyrir daga þjóðfélags-
breytinga 20. aldar. Þær gefa því ekki óyggjandi svör. Við rannsókn á
alþýðlegum trúarheimi fyrri alda verðum við því að styðjast við annars kon-
ar efnivið og úrvinnslu. Vera má að bókmenntafræðingurinn Margrét Eggerts-
dóttir hafi bent á frjóa leið í því efni í grein sinni um sálma og daglegt líf í
3. b. Kristni á lslandi,65 Þar kynnir hún frumathugun á miklum fjölda hand-
skrifaðra bæna- og sálmakvera úr eigu alþýðu - gjarna alþýðukvenna - sem
legið hafa lítt könnuð í söfnum. I bland við sálma og vers eftir Hallgrím Pét-
ursson og fjölda annarra presta sem lögðu sig fram við að yrkja kirkjulegan
boðskap inn í þjóðarsálina er þar að finna annars konar kveðskap. Má þar
nefna erótískar kvöldbænir á borð við þessa:
Ut af legg ég mig nakinn nú
í nafni þínu, minn Jesú,
þess blómi og birta
í blundinum sé mín skyrta,
Guð gefi oss öllum góða nótt.
Að mér að hlýja eg þig bið
eja, minn Jesús, föðmunst við,
með ástarörmum,
ununarsalega vörmum,
Guð gefi oss öllum góða nótt.
Sænga þú, Jesú minn, hjá mér,
í mínum sálarfaðmi hér
annastu allt saman,
öndina og líkamann,
Guð gefi oss öllum góða nótt.66
Hér er vissulega á ferðinni alþýðleg og frumlæg, næstum líkamleg, brúð-
armystik sem kann að vísa veginn að íslenskri kvennaguðfræði frá fyrri öld-
um sem vart hefur átt sér beina samsvörun í opinberri boðun kirkjunnar a.m.k.
eftir siðbreytingu.
65 Margrét Eggertsdóttir 2000: 184-193.
66 Margrét Eggertsdóttir 2000: 192 (Eftir Lbs. 1119 8vo: 502).
76