Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 190
Jón Ma. Asgeirsson
an sem eitthvað kveður að til að vitna megi til hennar málabúningnum til
stuðnings. Aðeins að þessu leyti, segir Mack, eru frásagnarkorn eða kenni-
sögur heimildarinnar ólíkar öðrum frá þessum sama tíma: Jesús birtist sem
heimspekingur sem leitast við að sanna sínar eigin kenningar!31
Frásagnarkornin í sinni upprunalegu mynd geyma í þessari heimild mis-
kunnarlausa gagnrýni Jesú á samtíð sína og samfélag. Þegar fylgjendur Jesú
á bak við þessa heimild taka að umrita hefð Jesú, segir Mack, taka stef um-
hverfisins að lita hinar röklegu forsendur (samfélagið eins og Gyðingar
skildu það og átökin við Farísea). Það er loks í átökunum við Farísea, held-
ur Mack fram, að kappræðustíllinn verður áberandi en um leið fram settur með
kænskubrögðum Kýnikeanna þar sem andstæðingurinn á enga málsvörn og
Jesús ber sigur úr bítum.32
Þannig skilgreinir Mack hvernig sumar þessar kennisögur þjóna þeim til-
gangi að útskýra hvernig hópur þessa fólks samanstendur af ólíkum uppruna
(t.d. borðhald með syndurum í Mk 2.15-17). Aðrar kennisögur gagnrýna
óvenjulega hegðun (t.d. föstur í Mk 2.18-22). Þá taka enn aðrar á stefjum
skyldna (t.d. varðandi boðorðin í Mk 10.17-22). Aðrar kennisögur, eins og um
kennivald Jesú eða persónu, telur Mack heyra til yngra skeiði þessa meiðs og
einkanlega frá hendi Markúsar sjálfs (t.d. um kennivald mannsonarins í Mk
2.1-12 og Elía í Mk 9.9-13).33
Hvarvetna læðist þá þessi röktækni eða kænska úr arfleið Kýnikeanna
fram í efni þessarar fornu heimildar að baki Markúsarguðspjalls og eins þeg-
ar höfundur bætir við hana sjálfur enda þótt ekki blasi við augum við fyrsta
lestur guðspjallsins:
Þegar Jesús gekk út úr helgidóminum, segir einn lærisveina hans við hann:
„Meistari, lít á, hvílíkir steinar, hvílíkar byggingar!“
Jesús svaraði honum: „Sérðu þessar miklu byggingar? Ekki mun eftir látinn steinn
yfir steini, er eigi sé niður brotinn“ (13.1-2).
*
Ut úr ógöngum?
Það er aðeins á grundvelli þessara fornu heimilda og mælskufræðinnar sem
að baki þeim býr að hefðir skyldar Kýnikeum verða augljósar lesendum Mark-
úsarguðspjalls í dag. Og þannig geymir texti guðspjallsins eins og kveikju-
þráð tortímingarinnar í eigin kviði sem út á við birtist sjónum lesendans eins
31 Ibid., 198-199.
32 Ibid., 199.
33 Ibid., 197.
188