Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 52
Gunnlaugur A. Jónsson
Staða sálmsins innan sálmasafnsins
Mikil og einhliða áhersia á hina formsögulegu rannsóknaraðferð Gunkels
lengst af síðastliðinni öld í ritskýringu sálmanna hafði það í för með sér að
lítið var hugað að uppbyggingu sálmasafnsins. Sú skoðun var ríkjandi að nið-
urröðun sálmanna væri að langmestu leyti tilviljunarkennd. Sálmana bæri fyrst
og fremst að skýra í ljósi notkunar þeirra í trúarlífi hins hebreska safnaðar. A
þessu ríkjandi og einhliða viðhorfi hefur orðið talsverð breyting á allra síð-
ustu árum þó því fari fjarri að hinni formsögulegu rannsóknaraðferð hafi ver-
ið hafnað. Fremur er um það að ræða að menn hafa viljað ganga lengra, ekki
látið sér nægja upphaflega notkun heldur spurt sig hvaða breyting hafi átt sér
stað þegar einstakir sálmar urðu hluti af ritsafni og því er nú haldið fram af
fjölmörgum ritskýrendum að niðurröðun þeirri sé ekki tilviljunarkennd.
Þannig hefur verið bent á að sálmasafnið hefjist á sálmi sem leggi áherslu á
hlýðni við lögmál Drottins5 og að angurljóðin séu mun fyrirferðameiri í fyrri
hluta safnsins en lofgjörðarsálmar séu algjörlega ríkjandi í niðurlagi þess.
Þannig vísi sálmasafnið í heild veginn frá hlýðni við boð Drottins til lofgjörð-
ar.6
Hér skal nú hugað lítillega að stöðu sálms 90 innan sálmasafnins. Þar er
fyrst að nefna að 90. sálmur myndar inngang að 4. bók Saltarans (S1 90-106).
Hún hefst því á sálmi sem íhugar eðli mannlegrar tilveru á hátt sem minnir á
spekiritin. Bent hefur verið á að hefðir tengdar Móse og Fimmbókaritinu séu
fyrirferðamiklar í þessari 4. bók Saltarans.7 Kann það að skýra að þessi sálm-
ur, einn allra 150 sálma Saltarans, er tengdur Móse með yfirskrift.8
5 Gunnlaugur A. Jónsson, „Sálmur 1 - Réttlátir og ranglátir.“ Orðið. Rit Félags guðfrceði-
nema 36, 2000: 37-49. Sami: „Hinn útvaldi: Gyðingleg kvikmynd skoðuð af sjónarhóli
1. sálms Saltarans." 1: Guð á livíta tjaldinu. Trúar- og biblíustefí kvikmyndum. Háskóla-
útgáfan. Rvk. 2001: 217-228.
6 W. Brueggemann, „Bounded by Obedience and Praise: The Psalms as Canon,“ í riti sama
höfundar: Tlie Psalms and the Life ofFaitli. Fortress Press. Minneapolis 1995: 189-213.
7 E. Zenger, „The God of Israel’s Reign over the World (Psalms 90-106)“. í: N. Lohfink
and E. Zenger, The God oflsrael and tlie Nations. Studies in Isaiali and the Psalms. The
Liturgical Press, Collegeville, Minnesota. 2000: 161-190.
8 Það þarf því ekki að koma á óvart að einhver sálma Saltarans skuli eignaður Móse. En
hvers vegna þessi sálmur frekar en aðrir? Við þá spurningu tóku fræðimenn snemma að
glíma. R. Davidson (The Vitality ofWorsliip. 1998: 299) nefnir þá skýringu að Móse sé
eini maðurinn sem getið er um í Gamla testamentinu að hafi sagt Guði að skipta um skoð-
un (2M 32:11-12), en þar eru notaðar sömu sagnir [sub og niham] og í v. 13 hér í sálm-
inum. Brueggemann (The Message ofthe Psaltns 1984: 110-111) leggur til að sálmurinn
sé lesinn út frá þeim sjónarhóli að Móse sé nú í Pisgah (5M 34). Hann er þar kominn að
leiðarlokum. Hann stendur og horfir yfir fyrirheitna landið sem hann hefur stefnt að allt
sitt líf (sbr. Heb 11:23-28). Nú er honum ljóst orðið að hann muni ekki ná þangað.
50