Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 143
Krákustígur eða kláfferja
Perú12 í Heidelberg á árunum 1983-198513 kom glögglega í ljós að það var
ekki kenningin um altarissakaramentið sem hindraði sameinginlega göngu til
altaris, það var kenningin um embættið.
Kaþólsku guðfræðingarnir sem funduðu í Freiburg fáum árum áður, að
þessum sem hér stendur áheyrandi, voru ekki að finna út að munur á kenn-
ingu lútherskra og kaþólskra um sama efni hindraði sameinilega ekúmeníska
messu beggja heldur þvert á móti. Þá sögðu guðfræðingar já, - en kirkjustjóm-
ir sögðu nei, ekki vegna guðfræðinnar heldur vegna hefðarinnar og kirkju-
skilningsins.
Er kirkjuskilningurinn á hverjum tíma í samræmi við fagnaðarerindið? -
Það er guðfræðin sem svarar því.
Er messan sem samfundur, samfélag og sameiginleg uppbygging í sam-
ræmi við kenninguna? Hver svarar því? Guðfræðin.
Þegar herðir að og kristnum fækkar hækka aðgreiningarsinnar róminn.
Hver getur sem best sagt: Tökum saman höndum? Guðfræðin.
IV.
Hér við guðfræðdeild er praktísk guðfræði kölluð kennimannleg fræði. Það
er mikil þrenging á því sem að baki býr, þótt rétt sé þýtt sem pastoral guð-
fræði. Þannig hugtak nota rómverk-kaþólskir og reyndar sumir mótmælend-
ur, en það var píetisminn sem lagði mesta áherslu á þetta hugtak vegna þess
að hann sá ekki fyrir sér annað en að í þessari deild fræðanna væri einkum
og raunar einvörðungu lögð áhersla á prestinn og líferni hans.
Auðvelt er að sýna fram á t.d. með lýsingu á starfsemi einstakra sóknar-
kirkna að messan ásamt þeim leifum af heimilsguðrækni sem enn eru til, er
ekki nema lítill hluti af hinni skipulögðu iðkun trúarinnar. Starfsemi kirkjunn-
ar dag frá degi spannar marga fleti mannlegs lífs. Hlutverk kennimannsins er
í þess konar kirkjustarfi annað en í hinu fyrra, þegar presturinn var fyrst og
fremst embættismaður sem afgreiddi ákveðin embættisverk. Þó ekki væri
12 Skírn, máltíð Drottins, þjónusta. Skýrsla Trúar- og skipulagsnefndar Alkirkjuráðsins um
skímina, altarissakramentið og embætti kirkjunnar, sem samþykkt var í Lima í Perú, í
janúar 1982. íslensk þýðing: Einar Sigurbjörnsson. Utg. Kirkjuráð hinnar íslensku þjóð-
kirkju 1984.
13 FEST. Forschungstatte der evangelischen Studiengemende í Heidelberg. Frjáls og óháð
rannsóknarstofnun í evangeliskri guðfræði á tilgreindum tíma undir stjórn Dr.Hans Ad-
olf Dombois. ...Við þessa stofnun starfaði einnig siðfræðingurinn Heinz Edvard Tödt, sem
einhverjum lesumdum þessa rits er að góðu kunnur, og fékkst þar einkum við mannrétt-
indamál.
141