Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 56
Gunnlaugur A. Jónsson
Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár,
og þúsund ár dagur, ei meir,
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður Guð sinn og deyr.
íslands þúsund ár, :,:
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður Guð sinn og deyr.
Þúsund árin er stefið sem sótt er í S1 90: „Fyrir þér er einn dagur sem þús-
und ár, og þúsund ár dagur, ei meir“ eins og segir í lofsöngi sr. Matthíasar.
„Smáblómið" í þjóðsöngnum og hið „blaktandi strá“ (3. er.) eru önnur dæmi
um stef sem Matthías hefur sótt í 90. sálm Saltarans. „Ó, vert þú hvern morg-
un . . .“ (2. er.) minnir á 14. versið „Metta oss að morgni“. „Duftið“ er og
dæmi um orð sem kemur fyrir bæði í S1 90 og lofsöngi Matthíasar. Önnur
dæmi eru „Drottinn . . . frá kyni til kyns“. (1. er.= 1. v.). „Þú ert vort einasta
skjól“ (3.er.) er efnislega samhljóða v.l: „þú hefir verið oss athvarf1.
Því er ekki að leyna að því hefur verið haldið fram að lofsöngur sr. Matth-
íasar sé ekki heppilegur þjóðsöngur og eigi lítið skylt við þjóðsöngva ann-
arra þjóða. Sá sem gengið hefur ötullegast fram í þessari gagnrýni er sjálft
Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness. Það gerði hann upphaflega í grein í
Tímariti Máls og menningar 1944 en síðan aftur í nokkrum Morgunblaðs-
greinum 1983, en það ár voru sett sérstök lög til verndar þjóðsöngnum.
í einni af Morgunblaðsgreinum Halldórs Laxness segir hann meðal ann-
ars: „. . . kvæðið ber ekki nafn með rentu sem þjóðsöngur í þess orðs réttu
merkingu, heldur er nokkurskonar geimfræðilegt lofdýrðarkvæði“ og einnig
finnur hann að því að ekki sé í kvæðinu lögð „áhersla á neitt þjóðlegt né sagn-
fræðilegt íslenskt minni.“14 Taka má undir með Nóbelsskáldinu um síðari
staðhæfinguna. Því verður varla haldið fram að nokkur þjóðleg stef sé að finna
í lofsöngi Matthíasar, en þá er vert að veita því athygli að nákvæmlega sama
má segja um 90. sálm Saltarans. Þar er ekki vísað til neinna af lykilatburð-
um í sögu Israelsþjóðarinnar á tímum Gamla testamentisins, svo sem frels-
unarinnar úr ánauðinni í Egyptalandi, sáttmálsgjörðarinnar á Sínaífjalli, land-
námsins í Kanaanlandi, stofnunar konungdæmis eða nokkurra hliðstæðra at-
burða.
Þar er hins vegar borin fram játning til skaparans um að hann hafi verið
oss athvarf frá kyni til kyns og undirstrikaður er munurinn á hinni forgengi-
legu mannveru og hinum eilífa Guði „því að þúsund ár eru í þínum augum
sem dagurinn í gær.“
14 Halldór Laxness, „Þjóðsöngur í mútum.“ Mbl. 19. mars 1983.
54