Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 30
Björn Björnsson
Það er nokkuð til marks um það að fræðigreininin er stundum nefnd „siðfræði
lífs og dauða“. Það er ekki að ófyrirsynju, þar sem áleitin, persónuleg, sið-
ferðileg úrlausnarefni, láta mjög til sín taka við upphaf lífs, sbr. tæknifrjóvg-
un, rannsóknir á fósturvísum, fósturgreining, fóstureyðing; og við lífsins lok,
aldraðir og virðing fyrir persónunni, „réttur“ til að deyja, líknandi meðferð,
líknardráp. Andspænis þeim einkennum lífsiðfræðinnar að viðfangsefni henn-
ar verða æ persónulegri, snerta sálarlíf manneskjunnar dýpra en áður hefur
tíðkast í hefðbundinni heilbrigðisþjónustu, verður sú spurning býsna áleitin,
hvort undan því verði vikist öllu lengur að taka til umræðu grundvallarspurn-
ingar um manninn, hvað býr í mannlegu eðli, hvað prýðir mennsku og mann-
kosti, í hverju er mannleg reisn fólgin, - en einnig brigð mannsins og brest-
ir. A lífið sér merkingu og tilgang, hvar er maðurinn staddur í leit sinni að
lífsfyllingu og hamingju, hverju svarar nútímamaðurinn þegar Guð, drottinn
lífsins, spyr hann eins og hann í árdaga spurði Adam í Edensgarði: Hvar ertu?
hvar ertu Adam, mannsins barn, nú og í framtíð eftirkomenda þinna?
III
Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir
Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu. 1M 1:26
Um Helmut Thielicke sagði femínistinn og siðfræðingurinn Karen Lebacqz:
„Enginn nútíma siðfræðingur liefur spunnið þráðinn milli guðsmyndarinnar,
imago Dei, og mannvirðingar af meiri kostgæfni en hinn rómaði þýski guðfræð-
ingur Helmut Thielicke.“2
Höfuðáherslan í túlkun Thielicke á sköpun mannsins eftir Guðs mynd er
að hann hafnar þeirri hugmynd að ómetanlegt gildi mannsins byggi á tiltekn-
um eðliseiginleikum sem geri hann einstakan meðal lífvera.3 Þessir eiginleik-
ar eru skv. klassískum húmanisma að maðurinn sé skynsemisvera, með frjáls-
an vilja, og hæfur til góðra verka. Maðurinn skapaður eftir Guðs mynd á ekki
manngildi og mannréttindi undir sjálfum sér komin heldur undir Guði, sem
með sköpun sinni á manninum gefur honum tign og mannhelgi sem ekkert,
hvorki þessa heims né annars, fær numið úr gildi. Til að undirstrika þetta, að
manngildið öðlast maðurinn „utanfrá“, notar Thielicke hugtakið dignitas ali-
ena, aðfengin tign. Það er sjálf sköpunarmynd Guðs í manninum sem er hans
2 Karen Lebacqz: Alien Dignity: The Legacy of Helmut Thielicke for Bioethics, í Allen
Verhey(ritst.): Religion and Medical Elhics. Grand Rapids, Michigan/Cambridge, 1996.
s.44
3 Helmut Thielicke: Theologische Ethik I, Tiibingen 1958, s.245 nn.
28