Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 131
Allegóría um hlutdeild heiðinkristinna . . .
Þessi allegóría er felld inn í framsetningu Mt. á fagnaðarerindinu til safn-
aðarins og fellur vel að undanfarandi frásögu um hreint og óhreint.148
Viðtakandi sögumanns
Að lokum er hægt að spyrja um viðtakanda sögumanns. Sögumaður gerir ráð
fyrir, að viðtakandinn sé kristinn, að afstaða Jesú skipti hann máli, að hann
standi í aðstæðum, þar sem hlutdeild kristinna af heiðnum uppruna er stað-
reynd, að meðal viðtakenda séu konur, sem lifi í heiðnum aðstæðum og beri
heiðna fjölskyldu sína eða ættmenn sína fyrir brjósti. Sögumaður gerir ráð fyr-
ir, að viðtakandi hans standi í trúboði meðal heiðingja og að hann gerir sér
grein fyrir stöðu hins heiðingkristna í hjálpræðisverkinu. Hann væntir bæn-
heyrslu drottins Jesú Krist í umhyggju hans fyrir ættmennum sínum. Sögu-
maður gerir ráð fyrir að viðtakandi samsami sig konunni og afstöðu hennar,
umhyggju og væntingu vegna trúar sinnar.
Innbyggður höfundur og innbyggður viðtakandi
Það er erfiðara að festa hönd á innbyggðum höfundi og innbyggðum viðtak-
anda.
Af mótun sögumanns frásagnarinnar má álykta, að hinn innbyggði höf-
undur sé kristinn maður, sem lifir í samfélgi, sem viðurkennir hlutdeild heið-
ingjans í hjálpræði Jesú Krists, styður kristniboð hans meðal heiðingja og trú-
ir því, að drottinn kirkjunnar veiti því framgang. Sögumaður miðlar viðhorfi
hans
Hinn innbyggði viðtakandi stendur í svipuðum aðstæðum og er móttæki-
legur fyrir skilningi hins innbyggða höfundar.149
dissimilarity" frásöguna eiga uppruna sinn í lífi Jesú, hún væri sem slík léttvæg, ef hún
væri samin vegna ágreinings um trúboð.
148 Mann 188 telur textann falla eðlilega inn í guðspjallið á eftir texta um hreint og óhreint,
þar sem hann fjalli um tengsl Gyðinga og heiðingja vegna aðsóknar þeirra, sem ekki voru
Gyðingar, inn í hið messíanska samfélag. Held 188 telur staðsetninguna vitna um að þessi
frásaga sé „Lehre,“ ekki kraftaverkafrásaga, efnið sé trú, sbr. Frankemölle 135.
149 Sjá Luz 437, sem reynir að setja sig í spor hins raunverulega safnaðar og telur söfnuð
Mt. heyra í þessari frásögu, hvað Jesús segi um kraft bænarinnar og trúarinnar í erfiðum
aðstæðum, ennfremur gegni frásagna fyrir söfnuðinum hlutverki hjálpræðissögulegs tákns
í umhverfi heiðingja, sem söfnuðurinn á að boða fagnaðarerindi Jesú. Luz telur frásög-
una boða, að Jesús hafi ekki lokað Guð innan marka ísraels, heldur látið hrærast af trú
heiðinnar konu.
En það má einnig hugsa sér, að þessi frásaga hafi haft og hafi sérstaka þýðingu fyrir
þær konur, sem taka trú á Jesúm Krist, en lifa í erfiðum aðstæðum heiðinnar fjölskyldu.
129