Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 75
Trúarhefð á Norðurlöndum í Ijósi kirkjusögunnar
Og ennfremur:
Mér er með öllu fyrirmunað að segja hverjar hugsanir vöknuðu hjá afa mínum
... við þessar ívitnanir postillunnar í forna sérvitrínga úr Miðjarðarhafsbotnum,
að viðbættri þrautkerfaðri guðfræði þýskra sveitamanna einsog er hjá meistara
Jóni. Margir mundu telja andlega starfsemi einsog lestur hans innantóman form-
heingilshátt. Mér er eiður sær að ég heyrði hann aldrei víkja orði að neinu því
sem stóð í postillunni, né varð ég var við aðrar guðræknisiðkanir af hans hálfu
en þennan sunnudagslestur. Mér hefur ekki heldur tekist að hafa uppá neinum er
þess minnist að hafa heyrt Björn í Brekkukoti vitna í kenníngar um guðfræði,
siðfræði, ellegar heimspeki eftir postillunni. Mér er hulið hvort afi minn tók mark
á öllu sem stóð þarna, eða aungu... Ég held ef satt skal segja að hann Björn í
Brekkukoti afi minn hefði ekki orðið öðruvísi maður í nokkru því sem skiftir máli
þó hann hefði lifað hér á landi í heiðni; ellegar átt heima einhversstaðar þar á
jörðunni sem ekki er lesin postilla, heldur trúað á uxann Apís, guðinn Ra elleg-
ar fuglinn Kólibrí.56
Sé þessi mynd borin saman við lýsingar svarenda við spumingaskrá þjóðhátta-
deildar Þjóðminjasafns eða þann fjölda sjálfsævisagna sem segja frá reynslu
höfundar af hefðbundnum íslenskum húslestri kemur fullkomið samræmi
fram. Lýsing Laxness er raunar einkum endurtekin hér vegna þess hve
dæmigerð en jafnframt snjöll hún er. Lesturinn var lesinn um hádegi á helg-
um dögum úr hefðbundinni húslestrarbók og sumir héldu líka furðulengi í bók
bókanna á þessu sviði - Vídalínspostillu - þótt önnur prédikanasöfn kæmu á
markaðinn. Þá var lesturinn lesinn með sérstöku lestrarlagi sem greindi hann
frá öllum veraldlegum upplestri og almennt var inntak hans alls ekki rætt fyrr
en þá alveg undir lok þess tímabils er húslestur tíðkaðist og þá sennilega í
undantekningartilvikum. Var þá enda komið til misgengi milli þeirrar guðfræði
sem boðuð var í viðteknum húslestrarbókum og frjálslyndari guðfræði sem
rutt hafði sér nokkuð til rúms meðal almennings. Þessi þögn eða umræðuleysi
greindi húslesturinn frá veraldlegum upplestri sem mjög var stundaður á ís-
lenskum heimilum meðan húslestrarhefðin var sterkust, þ.e. lestri úr rímum,
íslendingasögum, þjóðsögum og öðru afþreyingarefni. Þá er einkennandi að
almennt er húslestrinum lýst á fremur neikvæðum nótum. Oft er rætt um vana-
festu, langan og torskilinn texta, kröfu um þögn og tilhlýðilega virðingu sem
fylgt var eftir með harðri hendi ef á þurfti að halda. Sjaldnar er vikið að helgi,
friði, hátíðleika eða gleði.57 Vissulega ber að geta þess að flestar eru lýsing-
arnar skráðar af fólki sem fremur mundi húslestur frá bemsku en að það hafi
stundað hann sem fulltíða fólk. Allt hlýtur þetta þó að vekja áleitnar spurn-
56 Halldór Laxness 1990: 25.
57 Sjá Hjalti Hugason 1988: 293-309.
73