Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Síða 75

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Síða 75
Trúarhefð á Norðurlöndum í Ijósi kirkjusögunnar Og ennfremur: Mér er með öllu fyrirmunað að segja hverjar hugsanir vöknuðu hjá afa mínum ... við þessar ívitnanir postillunnar í forna sérvitrínga úr Miðjarðarhafsbotnum, að viðbættri þrautkerfaðri guðfræði þýskra sveitamanna einsog er hjá meistara Jóni. Margir mundu telja andlega starfsemi einsog lestur hans innantóman form- heingilshátt. Mér er eiður sær að ég heyrði hann aldrei víkja orði að neinu því sem stóð í postillunni, né varð ég var við aðrar guðræknisiðkanir af hans hálfu en þennan sunnudagslestur. Mér hefur ekki heldur tekist að hafa uppá neinum er þess minnist að hafa heyrt Björn í Brekkukoti vitna í kenníngar um guðfræði, siðfræði, ellegar heimspeki eftir postillunni. Mér er hulið hvort afi minn tók mark á öllu sem stóð þarna, eða aungu... Ég held ef satt skal segja að hann Björn í Brekkukoti afi minn hefði ekki orðið öðruvísi maður í nokkru því sem skiftir máli þó hann hefði lifað hér á landi í heiðni; ellegar átt heima einhversstaðar þar á jörðunni sem ekki er lesin postilla, heldur trúað á uxann Apís, guðinn Ra elleg- ar fuglinn Kólibrí.56 Sé þessi mynd borin saman við lýsingar svarenda við spumingaskrá þjóðhátta- deildar Þjóðminjasafns eða þann fjölda sjálfsævisagna sem segja frá reynslu höfundar af hefðbundnum íslenskum húslestri kemur fullkomið samræmi fram. Lýsing Laxness er raunar einkum endurtekin hér vegna þess hve dæmigerð en jafnframt snjöll hún er. Lesturinn var lesinn um hádegi á helg- um dögum úr hefðbundinni húslestrarbók og sumir héldu líka furðulengi í bók bókanna á þessu sviði - Vídalínspostillu - þótt önnur prédikanasöfn kæmu á markaðinn. Þá var lesturinn lesinn með sérstöku lestrarlagi sem greindi hann frá öllum veraldlegum upplestri og almennt var inntak hans alls ekki rætt fyrr en þá alveg undir lok þess tímabils er húslestur tíðkaðist og þá sennilega í undantekningartilvikum. Var þá enda komið til misgengi milli þeirrar guðfræði sem boðuð var í viðteknum húslestrarbókum og frjálslyndari guðfræði sem rutt hafði sér nokkuð til rúms meðal almennings. Þessi þögn eða umræðuleysi greindi húslesturinn frá veraldlegum upplestri sem mjög var stundaður á ís- lenskum heimilum meðan húslestrarhefðin var sterkust, þ.e. lestri úr rímum, íslendingasögum, þjóðsögum og öðru afþreyingarefni. Þá er einkennandi að almennt er húslestrinum lýst á fremur neikvæðum nótum. Oft er rætt um vana- festu, langan og torskilinn texta, kröfu um þögn og tilhlýðilega virðingu sem fylgt var eftir með harðri hendi ef á þurfti að halda. Sjaldnar er vikið að helgi, friði, hátíðleika eða gleði.57 Vissulega ber að geta þess að flestar eru lýsing- arnar skráðar af fólki sem fremur mundi húslestur frá bemsku en að það hafi stundað hann sem fulltíða fólk. Allt hlýtur þetta þó að vekja áleitnar spurn- 56 Halldór Laxness 1990: 25. 57 Sjá Hjalti Hugason 1988: 293-309. 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.