Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 119

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 119
Allegóría um hlutdeild heiðinkristinna . . . heldur einnig trúarskilning og vísa einnig til orða konunnar næst á undan.100 Hér er annars vegar um orsakasamband að ræða við orð konunnar næst á und- an og hins vegar við undanfarandi beiðni konunnar um hjálp sér til handa vegna þjakaðrar dóttur sinnar. Með þessu svari Jesú hefur frásagan náð fram til lausnar samsettu flækjunnar, annars vegar staðfestingar Jesú á hlutdeild hinnar heiðingkristnu konu í hjálpræði Guðs og hins vegar uppfyllingu vilja konunnar vegna dótturinnar, sem þjökuð er af illum öndum. b. 3. (v. 28b) Síðast kemur fylgistaðhæfing, sem segir frá því, að dóttir- in hafi læknazt frá þeirri stundu. Þessi staðhæfing felur í sér staðfestingu hinn- ar tvíþættu yfirlýsingar Jesú. Jesús sér til þess, að beiðni konunnar sé upp- fyllt.101 Það vekur athygli, að konan á frumkvæðið í allri frásögunni. Það, sem heldur saman sögunni er endurtekin heiðni um hjálp, sem sýn- ir umhyggju kristinnar konu af heiðnum uppruna fyrir þjakaðri dóttur sinni og viðhrögð Jesú við þessari endurteknu beiðni,102 Frásagan inniheldur ekki beint samband milli andsetnu dótturinnar og Jesú. Það vantar ýtarlega lýsingu á veikindum stúlkunnar. Það vekur athygli, að konan biður aldrei Jesúm beint um að lækna dóttur sína. En beiðni kon- unnar er tengd ástandi dótturinnar og þess vegna hlýtur staðfesting Jesú á trú hennar og uppfylling vilja hennar að tengjast lækningu dótturinnar.103 100 Sjá Held 263-276, þar sem hann tekur til umfjöllunar trúarhugtakið í kraftaverkafrásög- um Matteusarguðspjalls. Hann bendir á, að í samstofnaguðspjöllunum sé ekki aðeins um trú á mátt Jesú til kraftaverka að ræða, heldur einnig um innri afstöðu, virkni, vilja að ræða, og hann bendir á, að einkum hjá Mt. sé um biðjandi trú að ræða, sem svarað sé með bænheyrslu (274). Sjá einnig Verseput 3-24, einkum 18, sem setur innsæi konunn- ar í samband við v. 27 og umboðsvald Jesú í lok tímanna, en ekki eingöngu þrákelkni hennar: „...the ‘faith’ of this woman lies in her insight into the extent of Jesus’ éfouoía (cf. esp. 8.8-9),...“ Luz 436 telur, að orðin um trú vísi til endurtekinnar beiðni konunnar með tilvísun til Mt. 8.10, 13; 9.22, 29. Hann telur, að hið skilyrðislausa traust á drottni og Davíðs syni feli einnig í sér hlutlæga reynslu af lækningu. Trilling 83 telur hér um trú einstaklings að ræða andstætt vantrú ísraels og hún standi ekki í beinu sambandi við af- stöðu ísraels til heiðingja, Mt. vilji, að konan staðfesti forgang ísraels, orð hennar séu nánari skýring. Bonnard 233 telur orðaskipti Jesú og konunnar leggja áherzlu á tvennt í ætt við Róm. 9-11, haldið sé fast við söguleg forréttindi ísraels og að náð sé ríkulega veitt heiðingjum. 101 Andstætt Held 187, sem telur lækninguna tengda með formlegum hætti frásögu, sem sam- anstandi eingöngu af samtali. 102 Downing 133 bendir á, að gerendagreining (ensk. actantial analysis) sýni, að konan er meginmanngerð (ensk. chief protagonist) frásögunnar og sigurvegari. 103 Trilling 83 vekur athygli á því, að konan biðji strangt tekið ekki um lækningu, en Hagner 441 viðurkennir, að konan biðji um miskunn sér til handa, en í raun snúist beiðnin um 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.