Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 52

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 52
Gunnlaugur A. Jónsson Staða sálmsins innan sálmasafnsins Mikil og einhliða áhersia á hina formsögulegu rannsóknaraðferð Gunkels lengst af síðastliðinni öld í ritskýringu sálmanna hafði það í för með sér að lítið var hugað að uppbyggingu sálmasafnsins. Sú skoðun var ríkjandi að nið- urröðun sálmanna væri að langmestu leyti tilviljunarkennd. Sálmana bæri fyrst og fremst að skýra í ljósi notkunar þeirra í trúarlífi hins hebreska safnaðar. A þessu ríkjandi og einhliða viðhorfi hefur orðið talsverð breyting á allra síð- ustu árum þó því fari fjarri að hinni formsögulegu rannsóknaraðferð hafi ver- ið hafnað. Fremur er um það að ræða að menn hafa viljað ganga lengra, ekki látið sér nægja upphaflega notkun heldur spurt sig hvaða breyting hafi átt sér stað þegar einstakir sálmar urðu hluti af ritsafni og því er nú haldið fram af fjölmörgum ritskýrendum að niðurröðun þeirri sé ekki tilviljunarkennd. Þannig hefur verið bent á að sálmasafnið hefjist á sálmi sem leggi áherslu á hlýðni við lögmál Drottins5 og að angurljóðin séu mun fyrirferðameiri í fyrri hluta safnsins en lofgjörðarsálmar séu algjörlega ríkjandi í niðurlagi þess. Þannig vísi sálmasafnið í heild veginn frá hlýðni við boð Drottins til lofgjörð- ar.6 Hér skal nú hugað lítillega að stöðu sálms 90 innan sálmasafnins. Þar er fyrst að nefna að 90. sálmur myndar inngang að 4. bók Saltarans (S1 90-106). Hún hefst því á sálmi sem íhugar eðli mannlegrar tilveru á hátt sem minnir á spekiritin. Bent hefur verið á að hefðir tengdar Móse og Fimmbókaritinu séu fyrirferðamiklar í þessari 4. bók Saltarans.7 Kann það að skýra að þessi sálm- ur, einn allra 150 sálma Saltarans, er tengdur Móse með yfirskrift.8 5 Gunnlaugur A. Jónsson, „Sálmur 1 - Réttlátir og ranglátir.“ Orðið. Rit Félags guðfrceði- nema 36, 2000: 37-49. Sami: „Hinn útvaldi: Gyðingleg kvikmynd skoðuð af sjónarhóli 1. sálms Saltarans." 1: Guð á livíta tjaldinu. Trúar- og biblíustefí kvikmyndum. Háskóla- útgáfan. Rvk. 2001: 217-228. 6 W. Brueggemann, „Bounded by Obedience and Praise: The Psalms as Canon,“ í riti sama höfundar: Tlie Psalms and the Life ofFaitli. Fortress Press. Minneapolis 1995: 189-213. 7 E. Zenger, „The God of Israel’s Reign over the World (Psalms 90-106)“. í: N. Lohfink and E. Zenger, The God oflsrael and tlie Nations. Studies in Isaiali and the Psalms. The Liturgical Press, Collegeville, Minnesota. 2000: 161-190. 8 Það þarf því ekki að koma á óvart að einhver sálma Saltarans skuli eignaður Móse. En hvers vegna þessi sálmur frekar en aðrir? Við þá spurningu tóku fræðimenn snemma að glíma. R. Davidson (The Vitality ofWorsliip. 1998: 299) nefnir þá skýringu að Móse sé eini maðurinn sem getið er um í Gamla testamentinu að hafi sagt Guði að skipta um skoð- un (2M 32:11-12), en þar eru notaðar sömu sagnir [sub og niham] og í v. 13 hér í sálm- inum. Brueggemann (The Message ofthe Psaltns 1984: 110-111) leggur til að sálmurinn sé lesinn út frá þeim sjónarhóli að Móse sé nú í Pisgah (5M 34). Hann er þar kominn að leiðarlokum. Hann stendur og horfir yfir fyrirheitna landið sem hann hefur stefnt að allt sitt líf (sbr. Heb 11:23-28). Nú er honum ljóst orðið að hann muni ekki ná þangað. 50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.