Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 34

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2001, Side 34
Björn Björnsson sem er ekki nægjanlega grunduð í manneðlinu sjálfu? Margur tekur vafalaust undir þessa spurningu Karenar Lebacqz. En viðbrögð hennar eru að hún álít- ur að slíkar efasemdir og gagnrýni sé byggð á misskilningi. Kjarninn í kenn- ingu Thielicke um dignitas aliena feli í sér ákvæði og innsæi sem nú á dög- um geti ráðið úrslitum í mikilvægum siðferðismálum, m.a. innan lífsiðfræð- innar. Karen nefnir fimm áhersluþætti þessu til staðfestingar. 1. Dignitas aliena heldur hlífiskyldi yfir fólki. Aðfengin tign kemur utan frá; hún býr ekki í sjálfri mér. En ég eignast hana þegar Guð, sem er kærleikur, skapar mig, og hún mun aldrei yfirgefa mig. Tignin sú sem gjöf Guðs er orðin kjarninn í persónu minni, raunveruleg sem hver annar þáttur persónuleika míns, aðeins miklum mun varanlegri. Einmitt sökum þess að mannhelgin er „aðkomin" verður hún aldrei áunnin, og ekki er hægt að glata henni. Hún er óháð hörundslit, kynferði, kynhneigð, vitsmunum eða nokkrum öðrum eiginleikum til hugar og handar. Hún helg- ast ekki af „verkum“. Hún er ævarandi og óafmáanleg, boðandi að í elsku Guðs séum við helguð honum. Þannig til komin býr mannhelgin sér stað í innsta kjarna sálarlífs hvers og eins. 2. Dignitas aliena gerir alla menn jafna fyrir augliti Guðs. Þar eð mann- virðing er ekki áunnin heldur Guðs gjöf er engin manneskja meira „virði“ en önnur. Af þessu leiðir að afstaða til annarra fær aldrei að ráðast af nytjahyggju eða með hliðsjón af því hvað menn leggja af mörkum til samfélagsins. Dign- itas aliena sem gjöf Guðs ber vitni um hið einstaka, persónulega og ósam- bærilega virði sérhvers manns. Fyrir augliti Guðs eru allir eitt sem jafningj- ar, en með því er ekki sagt að allir séu eins. Karen Lebacqz bendir á mikil- vægi þess að saman fari áhersla á það sem líkt er með öllum, jafnvirði, og ólíkt, eins og einstaklingarnir eru margir. Eftir því sem genamengisáætlun- inni, HGP, fleygir fram er nauðsynlegt að vera við því búinn hversu nærtækt það kann að reynast að setja erfðafræðilega staðla, viðmið, fara í manngrein- arálit og taka neikvæða afstöðu til þeirra sem ekki ná gæðastaðli. Nefnt hef- ur verið að sú hætta sé fyrir hendi að opnast kunni bakdyr fyrir mannakyn- bætur með því að réttlæta félagslega mismunun í nafni erfðvísinda þegar haf- ist verður handa við að „leiðrétta" afbrigðilega erfðavísa. Sumir verða sagð- ir búnir „normal“, eðlilegum, genum, aðrir afbrigðilegum, og enn aðrir „úr- vals“, framúrskarandi genum. Þegar svo yrði komið skyldi áréttað að dignit- as aliena stríðir einmitt gegn slíku manngreinaráliti, að draga taum eins á kostnað annars. Karen Lebacqz kemst að þeirri niðurstöðu að hvað mestu muni valda um þróun erfðatækninnar til góðs viðurkenning á því sem líkt og ólíkt er með fólki en um leið að allir séu metnir jafnir. 3. Dignitas aliena kallar hvern og einn til persónulegrar siðferðilegrar 32
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.