Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sp
ör
eh
f.
Fararstjóri: Hlín Gunnarsdóttir
12. - 22. september
Gardavatn& Feneyjar
Haust 9
Au
ka
bro
ttf
ör!
Gardavatn er ótvírætt einn vinsælasti áfangastaður
Íslendinga til margra ára, enda líkti Goethe staðnum við
himnaríki og skyldi engan undra. Í ferðinni njótum við þess
að sigla á Gardavatni, heimsækjum drottningu Adríahafsins,
Feneyjar og elstu borg Norður-Ítalíu,Veróna.
Verð: 219.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Kjalvegur verður opnaður í dag. Í
gær unnu vegagerðarmenn að því
að hefla kaflann milli Kerling-
arfjallaafleggara og Hveravalla,
sem var helsti þröskuldurinn. Aðrir
hlutar leið-
arinnar voru
orðnir greiðfærir
og nokkuð hefur
verið um það síð-
ustu daga að
ökumenn á vel
búnum bílum hafi
farið Kjalveg,
þrátt fyrir lok-
unarmerki.
Nokkuð er
síðan fært varð í
Kerlingarfjöll og er starfsemi ferða-
þjónustunnar þar komin í fullan
gang, að sögn Páls Gíslasonar stað-
arhaldara. Hann tók sig til og mok-
aði sjálfur úr sköflum og drögum á
leiðinni og flýtti þannig fyrir opnun.
Sama gerðu Vegagerðarmenn.
„Ef við hefðum ekki mokað
snjóinn þar sem mest var hefðum
við sjálfsagt ekki náð að opna fyrr
en um 10. júlí. Yfirleitt er Kjalveg-
ur þó orðinn fær um 20. júní, svo að
við erum ögn seinna nú en í með-
alári,“ sagði Páll Halldórsson, verk-
stjóri hjá Vegagerðinni á Selfossi.
Þess má og geta að opnað hef-
ur verið fyrir umferð á nýjan upp-
byggðan kafla á Kjalvegi, það er sjö
kílómetra spotta skammt norðan
við Hvítárbrú.
Mikill snjór á
Sprengisandsleið
Leiðin yfir Sprengisand er enn
lokuð. „Það gerist sjálfsagt ekkert
þar fyrr en í næstu viku. Norðan-
megin, svo sem við Kiðagil, er enn
mikill snjór, en nyrðra sjá okkar
menn á Húsavík um veginn,“ sagði
Bjarni Jón Finnsson hjá Vegagerð-
inni í Vík í Mýrdal, sem hefur um-
sjón með Sprengisandi og vegum á
sunnanverðu hálendinu. Á þeim
slóðum er orðið fært í Veiðivötn og
í Landmannalaugar frá Hraun-
eyjum. Aðrar leiðir í grenndinni eru
enn margar lokaðar, svo sem
Fjallabaksleiðir nyðri og syðri,
enda er mikill snjór enn á hálend-
inu. Á hálendinu norðanverðu er
orðið fært í Herðubreiðarlindir og í
Kverkfjöll.
Um fjallaskála er það að segja
að Ferðafélag Íslands hefur enn
ekki opnað í Nýjadal á Sprengi-
sandsleið. Hins vegar er Lauga-
vegurinn milli Landmannalauga og
Þórsmerkur að opnast og fólk kom-
ið á vaktina í öllum skálum FÍ á
þeirri leið, sem nýtur mikilla vin-
sælda meðal Göngu-Hrólfa.
Leiðin yfir Kjöl
opnuð í dag
Sprengisandsleið í biðstöðu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hálendið Við stæðilega vörðuna á Bláfellshálsi þar sem Kjalvegur liggur,
en sú leið er nú orðin fær, ögn síðar en venja er yfir sumartímann.
Páll
Gíslason
Vonast er til að mögulegar breyt-
ingar á rekstri Hafnarfjarðarbæjar
geti létt hann um allt að 900 millj-
ónir króna á ársgrundvelli. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá bæn-
um, en ráðgjafafyrirtækin Capa-
cent og R3 hafa undanfarið unnið
að úttekt á rekstri bæjarins. Mark-
miðið er að koma honum á réttan
kjöl og stöðva skuldasöfnun, en árið
2014 var skuldahlutfallið 202%.
Hæst var það hins vegar 2011 þeg-
ar það stóð í 250%.
Fram kemur að tillögurnar feli
ekki í sér skerðingu á þjónustu við
bæjarbúa, heldur sé markmiðið að
ná meiri árangri út úr núverandi
rekstri. Þá séu lagðar til umbætur á
borð við að nýta sér í meira mæli
útboðsleiðir við lækkun kostnaðar.
Hafnfirðingar vilja
spara 900 milljónir
Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s
hækkaði í gær lánshæfiseinkunn
Landsvirkjunar úr Baa3 í Baa2.
Hækkunin kemur í kjölfar hækk-
unar fyrirtækisins á lánshæfis-
einkunn ríkissjóðs í fyrradag.
Horfur lánshæfiseinkunnar
Landsvirkjunar eru að mati fyr-
irtækisins enn stöðugar.
Moody’s taldi ekki ástæðu til að
breyta lánshæfismati Orkuveitu
Reykjavíkur, sem er áfram með
einkunnina B1. Einkunn OR hefur
áfram jákvæðar horfur.
Landsvirkjun hækk-
ar en OR óbreytt
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Lýðræðisumbætur og skipting lífs-
gæða í ljósi bættrar stöðu fólks og
fyrirtækja í landinu voru meginvið-
fangsefnin í ræðum þingmanna og
ráðherra í eldhúsdagsumræðum sem
fram fóru í gærkvöldi.
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra sagði að mistekist hefði að
endurheimta traust þingsins og að
það væri hlutverk allra þingflokka að
vinna að úrbótum á þingsköpum til
þess að endurheimta traustið.
Nefndi hann tillögur um að setja
ákvæði um bindandi þjóðaratkvæða-
greiðslu í stjórnarskrá, að auka vægi
þingnefnda en stytta ræðutíma á
þinginu og heimild til þess að færa
þingmál á milli þinga.
Eins gerði Bjarni bættar horfur í
efnahagsmálum að umfjöllunarefni.
Hann harmaði hins vegar að ekki
hefði tekist að semja við hjúkrunar-
fræðinga og BHM í kjaradeilum
þessara stétta.
Benti hann á að tölur sýndu jöfnuð
mestan á Íslandi en slíkt væri ekki
nóg í huga stjórnarandstöðunnar.
„Rétt er að jöfnuður skiptir miklu en
hann er ekki ofar öllu,“ sagði Bjarni
og bætti við: „Staðan hefur sjaldan
verið jafn björt og nú.“
Helgi Hjörvar, þingmaður Sam-
fylkingarinnar, gerði lýðræðisum-
bætur einnig að umfjöllunarefni og
sagði fólk og fyrirtæki vera að rísa
en stjórnmálin ekki. „Það var stjórn-
kerfið sem starfaði eftir stjórnar-
skránni sem gerði okkur gjald-
þrota,“ sagði Helgi og taldi ástandið
um margt minna á árið 2007. Þá taldi
hann ójafnræði vera að aukast.
„Hvenær ætlar ríka fólkið að skilja
það að jöfnuður er bestur fyrir alla.
Það er einfaldlega best að búa í lönd-
um þar sem jöfnuður er mestur,“
sagði Helgi ennfremur.
Umræðurnar stóðu enn yfir þegar
Morgunblaðið fór í prentun.
Lýðræðisumbætur
og skipting lífsgæða
Eldhúsdagsumræður á Alþingi Staðan sjaldan betri,
sagði fjármálaráðherra Minnir á 2007, sagði Helgi Hjörvar
Morgunblaðið/Golli
Eldhúsdagsumræður Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra,
var eini ráðherrann meðal ræðumanna á Alþingi í gærkvöldi.
Tólf ný frumvörp voru samþykkt á
Alþingi í gær. Ber þar einna helst
að nefna að m.a. var samþykkt að
veita ráðherrum auknar heimildir
til þess að ákveða aðsetur stofn-
ana sem undir þá heyra. Gerðu
ýmis hagsmunasamtök athuga-
semd við þessar auknu heimildir.
Þá voru innleiddar fjölmargar
tilskipanir ESB á sviði
fjármálamarkaðar vegna aðildar
Íslands að EES-samningnum.
Gerðu fjármálafyrtæki og stofn-
anir tengdar fjármálamarkaði
nokkrar athugasemdir við frum-
varpið, sem mörgum þykja íþyngj-
andi fyrir fjármálastarfsemi hér á
landi.
Eins var ákveðið að setja á fót
Úrskurðarnefnd velferðarmála, þar
sem sjö úrskurðarnefndir voru
sameinaðar undir eina. Þá voru
samþykktar breytingar á ákvæð-
um lögræðislaga. Helstu breyt-
ingar varða ákvæði um lögræði,
sviptingu lögræðis, meðal annars
málsmeðferð, nauðungarvistanir,
yfirlögráðendur og eftirlit þeirra
með lögráðamönnum.
vidar@mbl.is
Ráðherra ákveði staðsetningu
12 FRUMVÖRP SAMÞYKKT Á ALÞINGI Í GÆR
Grunsemdir eru uppi um að ný mý-
flugnategund sé komin til landsins,
svokallað lúsmý. Undarlegt þótti um
síðastliðna helgi þegar mý tók að herja
á íbúa sumarhúsa á nokkrum stöðum
við Hvalfjörð og þeir sem urðu fyrir at-
lögunum voru flestir illa leiknir.
„Þetta gerist á afmörkuðu svæði á
nokkrum stöðum, ég kann enga skýr-
ingu á því og hef enga tilgátu. Það er
ekkert víst að þetta endurtaki sig,
kannski voru ákveðin veðurskilyrði
þarna sem voru hvati að þessu, bara
þessa helgi. Dýrin þurfa logn til að at-
hafna sig en öll tilvikin eru frá sum-
arhúsum þarna þar sem fólk hefur bú-
ið til skjól í kringum húsið,“ segir
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur
hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Atburðarás helgarinnar þykir und-
arlega samstillt í tíma og er talið að
veðurfarslegar aðstæður hljóti að
liggja að baki.
Á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar
kemur fram að lúsmý tilheyrir ættinni
Ceratopogonidae en talið er að umrætt
mý sé af ættkvíslinni Culicoides. Teg-
undinni hefur þó ekki verið fundið
fræðiheiti en um er að ræða örsmáar
mýflugur sem langflestar sjúga blóð úr
öðrum dýrum og geta borið í þau sjúk-
dóma. Helstu óþægindi sem menn
finna fyrir eftir atlögu flugnanna eru
roði, kláði og bólgur en tugir eða
hundruð lúsmýs geta lagt til atlögu
saman.
Á Íslandi hafa einungis sex tegundir
innan ættarinnar verið nafngreindar
en ættin er óaðgengileg og torvelt að
greina tegundirnar. Í nágrannalönd-
unum eru mun fleiri tegundir en sum-
ar leggjast á mannfólk og geta orðið til
mikils ama.
Uppeldisstöðvar lúsmýslirfa geta til
dæmis verið í vatni, blautum og rökum
jarðvegi eða í skítahaug við gripahús.
brynjadogg@mbl.is
Grunsemdir um
lúsmý á Íslandi
Gerði atlögu að íbúum sumarhúsa
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Lúsmý Mýið getur valdið óþæg-
indum og borið sjúkdóma í dýr.