Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Mikið úrval vélorfa - bensínmótor, rafmótor eða rafhlöðudrifin - Vélorf ÞÓR HF Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 -18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Róm. AFP. | Hópur kafara í landi pastaréttanna og pestósins hefur fundið upp leið til að rækta basil neðansjávar og vonar að rækt- unartilraunir hans leiði til byltingar í krydd- og matjurtaframleiðslu á ófrjóum strandsvæðum. Hópurinn er undir forystu kaf- arans Sergios Gamberini og starfar í Liguria, ítölsku héraði sem er þekkt fyrir stórbrotna strandlengju og gómsætar pastasósur. Kaf- ararnir hafa ræktað basil í stórum plasthvolfum sem eru fest við sjávarbotninn um 100 metra undan ströndinni og átta metrum undir sjávarborði. Ræktunartilraunin er kölluð „Nemó-garðurinn“. Gamberini byrjaði á því að nota einfalda kúlu, setti í hana ker með kryddjurtafræjum í safnhauga- mold. Kafararnir hafa nú ræktað basil í þrjú ár í neðansjávargarði með þrjú „lífhvolf“ sem þeir mega hafa í sjónum í þrjá mánuði á ári í tilraunaskyni. Gamberini segir að mikil upp- gufun tryggi 80-90% rakastig inni í plasthvolfunum og rakaþéttingin skapi hentug skilyrði til ræktunar. Þótt garðurinn sé átta metrum undir sjávarborði sé sólarbirtan nægileg til að tryggja Ijóstillífun, efnaferlið þar sem blaðgræna virkj- ar sólarorku til að framleiða líf- ræna næringu úr koldíoxíði og vatni. Byrjunin lofar góðu Gamberini segist nú hafa sannað að hægt sé að beita þessari aðferð en nú þurfi hann að sanna að hægt sé að beita henni til að framleiða krydd og grænmeti þannig að ræktunin standi undir kostnaði. „Ég veit ekki hvort hún á framtíð- ina fyrir sér vegna þess að við þurf- um að sanna að hún beri sig,“ sagði hann. „Ef salatið, ræktað neðan- jarðar, er of dýrt þá verður þessari aðferð ekki beitt í framtíðinni.“ Gamberini segir þó að byrjunin lofi góðu, basilplantan sem hann ræktar neðansjávar sé mjög lauf- þétt og henti mjög vel til fram- leiðslu á ekta Leguria-pestói. „Til lengri tíma litið gæti þetta verið góð lausn fyrir ófrjó strandstæði.“ Stöðugur hiti í sjónum er helsti kosturinn við neðansjávarræktun, að sögn Giannis Fontanesi, sam- starfsmanns Gamberinis. „Í sjónum er hitamunur dags og nætur lítill.“ Plöntunum, sem eru ræktaðar neðansjávar, stafar ekki hætta af skordýrum og sníklum sem herja á basilplöntur á landi í sumarhitanum á Ítalíu. Kafararnir hafa hafið ræktun á salati í tilraunaskyni og ætla að reyna að rækta sveppi, tómata og baunaplöntu í sumar. AFP Nemó-garður Ítalski kafarinn Gianni Fontanesi kannar „lífhvolf“ í neðansjávargarði við strönd Liguria-héraðs á norðanverðri Ítalíu. Jurtir ræktaðar neðansjávar  Kafarar vona að tilraunir þeirra leiði til byltingar í matjurtaræktun Hæfilegur raki Kafari kannar rakaþéttingu í einu „lífhvolfanna“. Tugir manna biðu bana í hörðustu árásum sem liðsmenn Ríkis íslams, samtaka íslamista, hafa gert til þessa á Sínaískaga í Egyptalandi. Fyrstu fregnir hermdu að víga- mennirnir hefðu orðið að minnsta kosti 70 manns að bana. Flestir þeirra sem létu lífið voru hermenn en á meðal þeirra voru einnig nokkr- ir óbreyttir borgarar, að sögn AFP. Fréttaveitan hafði eftir hátt- settum egypskum herforingja að þetta væru hörðustu árásir sem liðs- menn Ríkis íslams hefðu gert til þessa í Egyptalandi. Árásarmenn- irnir hefðu verið fleiri en í fyrri árás- um og beitt öflugri vopnum. Þeir beittu meðal annars bílsprengjum í árásum á um fimmtán eftirlits- stöðvar hermanna á Sínaískaga og skutu sprengjum á lögreglustöð. Hermt er að minnst 38 vígamenn íslamistasamtakanna hafi legið í valnum eftir átök við her- og lög- reglumenn. Hundruð hafa fallið Að minnsta kosti 600 lögreglu- og hermenn hafa beðið bana í Egypta- landi í árásum íslamista frá því að herinn steypti íslamistanum Moha- med Morsi af stóli forseta fyrir tveimur árum. Hundruð liðsmanna samtaka hans, Bræðralags múslíma, hafa látið lífið í aðgerðum hersins gegn þeim og hundruð til viðbótar hafa verið dæmd til dauða. Tugir liggja í valnum á Sínaískaga  Mestu árásir Ríkis íslams í Egyptalandi Kínverjar hafa stækkað síðustu ár vegna auk- innar hagsældar en hún hefur einnig orðið til þess að þeir hafa fitnað enn meira. Um 9,6% fullorð- inna Kínverja voru of feit árið 2012, tvöfalt fleiri en áratug áður. Meðalþyngd fullorðinna kínverskra karla var 66,2 kíló árið 2012, 3,5 kílóum meiri en tíu árum áður. Kínverskar kon- ur þyngdust um 2,9 kíló að meðal- tali á tímabilinu og meðalþyngd þeirra var 57,3 kíló árið 2012. Meðalhæð kínverskra karlmanna var 167,1 cm og kvenna 155,8 árið 2012. Karlarnir hækkuðu um 0,4 cm og konurnar 0,7 cm á tíu árum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu kínverskra heilbrigðisyfir- valda. KÍNA Kínverska þjóðin stækkar og fitnar Kínversk börn í megrunarátaki. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kúbu hafa náð sam- komulagi um að bandarískt sendi- ráð verði opnað í Havana og kúb- verskt í Was- hington. Barack Obama Banda- ríkjaforseti stað- festi þetta í yfirlýsingu í gær. Lönd- in náðu samkomulagi fyrr á árinu um að taka upp formlegt stjórn- málasamband að nýju. Bandarísk stjórnvöld slitu stjórn- málasambandi við Kúbu og lokuðu sendiráði sínu í Havana í janúar 1961, eftir byltinguna á Kúbu undir forystu Fidels Castro 1959. BANDARÍKIN OG KÚBA Samið um að opna sendiráð að nýju Barack Obama Bandaríkjaforseti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.