Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 78
Á Þjóðlagahátíð Joao Afonso syngur ástar- og baráttusöngva eftir José Afonso á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði. Zeca José Afonso er sérstaklega tengdur nellikubyltingunni svoköll- uðu í Portúgal árið 1974. Afonso, öðru nafni „Zeca“, er nán- ast þjóðsagnapersóna í heimalandi sínu, en fyrir nokkrum árum var hann kjörinn einn af 30 merkustu Portúgölum allra tíma. Afonso er sérstaklega tengdur nellikubylting- unni svokölluðu í Portúgal árið 1974, þegar herinn og þorri portú- galskrar alþýðu tók sig saman og steypti einræðisstjórninni sem ver- ið hafði við völd í 36 ár. Þar lék Afonso ekki ósvipað hlutverk og Victor heitinn Jara í Síle, steypti saman dægurlögum, þjóðlögum og fado-tónlist og notaði til uppörv- unar, brýninga og viðhorfsbreyt- inga meðal hlustenda sinna. Eitt þekktasta lag hans, „Grand- ola, Villa Morena“, var fyrirfram ákveðin kveikja byltingarinnar, þegar það var leikið í útvarpi árla dags þann 25. apríl 1974. Afonso lést úr hrörnunarsjúkdómi árið 1987, en vegur hans hefur farið ört vaxandi meðal þjóðar sinnar, auk þess sem spænskir og franskir söngvarar hafa gert lögum hans skil. Frændi Afonsos, João Afonso, hefur um nokkurt skeið flutt söng- lög hans, ástarsöngva jafnt sem baráttusöngva, undir heitinu „Um Vocabúlo Redondo“, ásamt píanó- leikaranum Filipe Raposo, sem er þekktur djassleikari. Með opinber- um stuðningi portúgalska menning- armálaráðuneytisins munu þeir fé- lagar flytja þessa dagskrá í kirkj- unni á Siglufirði hinn 3. júlí nk. Í tilefni af hingaðkomu þeirra tók portúgalski rithöfundurinn og Íslandsvinurinn Antónío Jacinto Rebelo Pascual að sér að ræða við João Afonso um tónlistarferil hans, hinn fræga frænda hans og Ís- landsferðina. Samkenndin áhrifamest António Jacinto Rebelo Pascoal: „Við eigum það sammerkt með Zeca að alast upp í Mósambík. Heldurðu að það hafi mótað þig sem tónlistarmann?“ João Afonso: „Tvímælalaust. Sönghefðir innfæddra í Mósambík snertu mig djúpt, t.d. vinnusöngvar námuverkamanna, þar sem menn kallast á og endurtaka frasa með alls konar viðaukum. Takturinn líka, og hvernig menn framkalla hann með frumstæðasta hætti, til dæmis með blikkdósum og vírbút- um. Það sem hafði kannski mest áhrif á mig var samkenndin sem þessi tónlist skapaði; enn í dag fæ ég mest út úr því að syngja með bræðrum mínum og nánum vin- um.“ AJRP: „Varstu nákunnugur Zeca?“ JA: „Við hittumst oft í Mósam- bík, auk þess fékk ég plöturnar hans jafnóðum og móðir mín sagði mér frá honum. Hann er mín stóra fyrirmynd og viðmið. Tónlist hans er einstaklega áheyrileg, fjölbreytt og hefur víða skírskotun. Sem manneskja – og frændi – var hann líka einstakur. Réttætiskennd hans var djúpstæð og kímnigáfan smit- andi. Mér er minnisstætt hvernig hann lék sér með orð og frasa. Þegar við horfðum saman á fót- bolta í sjónvarpinu sneri hann stöðugt upp á, og afbakaði, lýsing- arorðin sem þulirnir notuðu.“ AJRP: „ Hvar mundir þú stað- setja Zeca meðal söngvaskálda á seinni helmingi tuttugustu aldar?“ JA: „Ég mundi flokka hann með Jacques Brel, Pete Seeger, Vincíus de Moraes, Paul Simon og Merce- des Sousa.“ AJRP: „Þó las hann hvorki né skrifaði nótur, heldur lagði tónlist og texta á minnið.“ JA: „Hann notaði heimatilbúin tákn til að punkta niður laglínur. Honum fannst einhvern veginn óþarfi að upphefja lagasmíði sína; sagðist búa lögin til með svipuðu hugarfari og skósmiður smíðar skó.“ AJRP: „Þú átt þér söngferil al- veg burtséð frá því sem þú gerir í nafni Zeca. Hvenær skildist þér að það ætti sérstaklega vel við þig að túlka sönglögin sem frændi þinn lét eftir sig?“ JA: „Það gerðist smám saman. Ég fór að syngja stök lög eftir Zeca á tónleikum, og fór þá að skynja hve margt við áttum sam- merkt. Þá er ég ekki að tala um „tónlistargáfuna“, heldur sameig- inlegan „tón“, arfleifðina frá Afr- íkutónlistinni, ákveðið orðfæri sem var okkur báðum tamt. Allt þetta var mér jafneiginlegt og honum. Og þegar ég skynjaði hve djúpt Zeca hreyfir enn við fólki fylltist ég stolti – um leið og mér rann blóðið til skyldunnar. Því er tón- listarleg arfleifð Zeca hluti af því sem ég fæst við; hann er sínálæg- ur. Hins vegar leyfi ég mér að túlka tónlist hans eftir eigin höfði.“ Frjór tónlistarjarðvegur AJRP: „Hvernig heldurðu að muni ganga að vekja athygli fólks norður á Siglufirði á Íslandi á tón- list Zeca?“ JA: „Ég er að vona að okkur Fil- ipe Raposo takist að koma á til- finningasambandi við sönglög Zeca, jafnvel þótt tungumálið sé ákveðin hindrun. Sérstaklega hlakka ég til að sjá hvernig íslenskt tónlistarfólk bregst við lögum hans. Ég veit að á Íslandi er fyrir hendi ótrúlega frjór tónlistarjarðvegur; ég dáist að rödd Bjarkar og hæfileika henn- ar til að impróvisera. Ég hef líka hlustað með andakt á upphafna tónlist Sigur Rósar, auk þess sem mér var gefin afbragðsgóð tónlist eftir Aminu og Rökkuró, sem ég hreifst af. Ég vonast til að kynnast þessari íslensku tónlist betur í ferðinni.“ „Zeca er sínálægur“ Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefst í dag og verður á henni flutt söngdagskrá helguð portúgalska söngva- skáldinu og trúbadúrnum José Afonso. Aðalsteinn Ingólfsson skrifar um viðburðinn og þýðir viðtal við frænda Afonso, João, sem flytur lög hans á hátíðinni ásamt píanóleikaranum Filipe Raposo. 78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is Hurðir og gluggar í miklu úrvali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.