Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 82
ANNA JÓA
MYNDLIST
Sýningin Saga – Þegarmyndir tala í ListasafniÍslands er afbrigði sýn-ingar sem sett var upp í
fyrra í Kunsthalle Recklings-
hausen í Þýskalandi. Þar getur að
líta verk eftir íslenska og Íslands-
tengda listamenn sem margir
hverjir eru vel þekktir í Evrópu
og sumir víðar. Yfirskrift sýning-
arinnar skírskotar til „sögueyj-
unnar“ Íslands og er í þýsku sam-
hengi skemmst að minnast bóka-
messunnar í Frankfurt árið 2011
þar sem Ísland var heiðursgestur
á sýningu sem nefndist einmitt
Sagenhaftes Island. Val verka á
sýninguna í Listasafninu mótast af
áherslu á frásagnarþátt þeirra og
tengingu við sagnalist af ýmsu
tagi. Sýningin er í sal 1, 3 og 4 og
í sýningartexta á vegg kemur
fram að hún byggist á hugmynd
„um leikræna framvindu“ þar sem
lagt er út af (eftirprentun af)
verki þýska 19. aldar málarans
Johanns Heinrichs Hasselhorst af
Þingvöllum.
Frásögnin hefst í sal 1 og þar
gefur innsetning Gabríelu Frið-
riksdóttur, „Crepelescum“, tóninn
með goðsagnakenndri dulúð en
einnig dystópískri framtíðarsýn.
Styrkleikar Gabríelu njóta sín í
verkinu sem upphaflega var unnið
fyrir sýningu í tengslum við áð-
urnefnda bókamessu. Sagnaminni
er einnig leiðarstefið í persónu-
legum táknheimi málverka Helga
Þorgils Friðjónssonar og í „Hug-
myndaspjöldum“ Steingríms Ey-
fjörð í sama sal. Mörgum kann að
reynast erfiðara að átta sig á
tengslum verka Dieters Roth og
Kristleifs Björnssonar við „fram-
vindu“ sýningarinnar; póstkort og
annað sem tengist brotakenndri
frásögn af hversdagslegum sam-
skiptum í verki Roth, en verk
Kristleifs snúast um upphafningu,
ímyndasköpun og eðli mynda og
myndrænnar frásagnar.
Natúralísk víðmynd Hasselhorst
í sal 4 skírskotar til „gullaldar“
þjóðveldistímans og rammar inn
Þingvelli sem upphafinn „upp-
runastað“. Vægi Þingvalla sem
viðfangsefni landslagsmálverka í
íslenskri listasögu er svo gefið til
kynna með verkum eftir Jóhannes
S. Kjarval, auk þess sem verk
hans „Lokasenna“, „Flugþrá“ og
„Fantasía“ minna á goðafræðina
og þjóðsagnaarfinn. Þessi verk
Kjarvals eru hér vitnisburður um
nútímahræringar í íslenskri mynd-
list fyrir og um miðbik síðustu
aldar, á sýningu sem annars er
helguð samtímamyndlist (frá um
1960 til líðandi stundar). Frásögn-
in varð áberandi í myndmáli ís-
lenskra myndlistarmanna með
popplistinni og hræringum tengd-
um SÚM en pólitísk verk Errós
og póetískar myndfrásagnir Sig-
urðar Guðmundssonar úr „Situat-
ions“-myndröðinni (í sal 3 og 4)
skírskota til myndasagna og æv-
intýraminna úr heimi afþreyingar-
og alþýðumenningar fyrr og nú.
Ásgríms Jónsonar er af einhverj-
um ástæðum ekki getið sem lista-
manns á sýningunni, en þarna er
þó „Fýkur yfir hæðir“ (1905), sem
Steingrímur Eyfjörð vísar til í
samnefndu verki frá 2004 – og
virðist verk Steingríms fjalla um
sjálfa táknmynd náttúrunnar, sem
kann að vera í hættu stödd. Leik-
ræn sviðsetning einkennir jafnan
verk Ragnars Kjartanssonar og
hér er það staðalímynd dægur-
lagasöngvarans sem þrástagar
tregablandnar laglínur með ómót-
stæðilegum hætti.
Þjóðsagnakenndar lágmyndir og
skúlptúrar Huldu Hákon í sal 3
fela jafnframt í sér gagnrýni á
málefni er varða samtímann og þá
einkum ofuráherslu á vægi pen-
inga og hámarksgróða. Ólöf Nor-
dal hefur einnig löngum unnið
með þjóðsögur og menningararf í
sínum verkum og hér eru sýnd
ljósmyndaverk sem búa yfir ríkri
tilfinningu fyrir hinu ókennilega.
Útópískt inntakið í verkum eftir
Þórð Ben Sveinsson myndar visst
mótvægi við það gildismat sem
Ósk Vilhjálmsdóttir og Anna Hall-
in deila á með sviðsetningu sinni á
neysluveruleika samtímans og við
busluganginn sem birtist í verki
Ólafs Elíassonar, „Cars in Ri-
vers“. Ólafur er kunnastur fyrir
verk sem snúast um skynjun en
verk hans á þessari sýningu virð-
ist helst þjóna þeim tilgangi að
vera framlag til „framvindunnar“
eða frásagnar af óförum fólksins á
sögueyjunni. Hrafnkell Sigurðsson
hefur í vídeóverki sínu „Einvígi“
sviðsett átök sem túlka mætti sem
innbyrðis átök í sjálfsmynd þjóð-
arinnar.
Eftirgrennslan leiddi í ljós að
verk Bjarkar Guðmundsdóttur er
staðsett á neðstu hæð safnins þar
sem hægt er að tylla sér, skoða
smáforritið Biophiliu í spjaldtölvu
og gleyma sér í „alheimi“ sem í er
fólginn samruni – í senn persónu-
legur og goðsagnakenndur – tón-
listar og mynda, tækni og náttúru.
Þá eru upptaldar konurnar á sýn-
ingunni, en þær eru helmingi
færri en karllistamennirnir. Skýt-
ur það óneitanlega skökku við á
Listahátíð í Reykjavík sem til-
einkuð er höfundarverki kvenna í
tilefni af 100 ára kosningarétti
þeirra hér á landi en sýningin
telst framlag Listasafns Íslands til
hátíðarinnar. Kynjaslagsíðan er
einnig óheppileg í ljósi þess að
sýningunni er, sem sumarsýningu
Listasafnsins (með „landsliði“
listamanna) á aðalferðamanna-
tíma, ætlað að kynna Ísland og ís-
lenska myndlist út við. Saga –
Þegar myndir tala felur engu að
síður í sér áhugavert sjónarhorn á
frásagnarþráð íslenskrar mynd-
listar og bregður jafnframt upp
þjóðfélagsspegli á „sögueyjuna“,
og er þannig saga í sjálfri sér.
Hús með vetrargarði Akrýlmálverk eftir Þórð Ben Sveinsson frá 1982.
Saga
sögueyjar
Listasafn Íslands
Saga. Þegar myndir tala bbbmn
Björk, Dieter Roth, Erró, Gabríela Frið-
riksdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson,
Hrafnkell Sigurðsson, Hulda Hákon, Jó-
hannes S. Kjarval, Kristleifur Björnsson,
Ólafur Elíasson, Ólöf Nordal, Ósk Vil-
hjálmsdóttir & Anna Hallin, Ragnar
Kjartansson, Sigurður Guðmundsson,
Steingrímur Eyfjörð og Þórður Ben
Sveinsson.
Á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Til
6. september 2015. Opið þri.-su. kl. 11-
17. Aðgangur kr. 1000. 67 ára og eldri,
öryrkjar, hópar 10+ kr. 500. Yngri en 18
ára: ókeypis. Sýningarstjórar: Halldór
Björn Runólfsson og Norbert Weber.
Feðgar „Vaxmyndasafn-Sonur og faðir“ frá árinu 2010 eftir Ólöfu Nordal.
Morgunblaðið/Þórður
Crepusculum Innsetning Gabríelu Friðriksdóttur frá árinu 2014. Goðsagnakennd dulúð og dystópísk framtíðarsýn.
82 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015
- Þín brú til betri heilsu
Taktu í taumana og finndu þitt jafnvægi
– Eru kílóin að hlaðast á?
– Er svefninn í ólagi?
– Ertu með verki?
– Líður þér illa andlega?
– Ertu ekki að hreyfa þig reglulega?
– ....eða er hreinlega allt í rugli?
www.heilsuborg.is
Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010