Morgunblaðið - 02.07.2015, Síða 82

Morgunblaðið - 02.07.2015, Síða 82
ANNA JÓA MYNDLIST Sýningin Saga – Þegarmyndir tala í ListasafniÍslands er afbrigði sýn-ingar sem sett var upp í fyrra í Kunsthalle Recklings- hausen í Þýskalandi. Þar getur að líta verk eftir íslenska og Íslands- tengda listamenn sem margir hverjir eru vel þekktir í Evrópu og sumir víðar. Yfirskrift sýning- arinnar skírskotar til „sögueyj- unnar“ Íslands og er í þýsku sam- hengi skemmst að minnast bóka- messunnar í Frankfurt árið 2011 þar sem Ísland var heiðursgestur á sýningu sem nefndist einmitt Sagenhaftes Island. Val verka á sýninguna í Listasafninu mótast af áherslu á frásagnarþátt þeirra og tengingu við sagnalist af ýmsu tagi. Sýningin er í sal 1, 3 og 4 og í sýningartexta á vegg kemur fram að hún byggist á hugmynd „um leikræna framvindu“ þar sem lagt er út af (eftirprentun af) verki þýska 19. aldar málarans Johanns Heinrichs Hasselhorst af Þingvöllum. Frásögnin hefst í sal 1 og þar gefur innsetning Gabríelu Frið- riksdóttur, „Crepelescum“, tóninn með goðsagnakenndri dulúð en einnig dystópískri framtíðarsýn. Styrkleikar Gabríelu njóta sín í verkinu sem upphaflega var unnið fyrir sýningu í tengslum við áð- urnefnda bókamessu. Sagnaminni er einnig leiðarstefið í persónu- legum táknheimi málverka Helga Þorgils Friðjónssonar og í „Hug- myndaspjöldum“ Steingríms Ey- fjörð í sama sal. Mörgum kann að reynast erfiðara að átta sig á tengslum verka Dieters Roth og Kristleifs Björnssonar við „fram- vindu“ sýningarinnar; póstkort og annað sem tengist brotakenndri frásögn af hversdagslegum sam- skiptum í verki Roth, en verk Kristleifs snúast um upphafningu, ímyndasköpun og eðli mynda og myndrænnar frásagnar. Natúralísk víðmynd Hasselhorst í sal 4 skírskotar til „gullaldar“ þjóðveldistímans og rammar inn Þingvelli sem upphafinn „upp- runastað“. Vægi Þingvalla sem viðfangsefni landslagsmálverka í íslenskri listasögu er svo gefið til kynna með verkum eftir Jóhannes S. Kjarval, auk þess sem verk hans „Lokasenna“, „Flugþrá“ og „Fantasía“ minna á goðafræðina og þjóðsagnaarfinn. Þessi verk Kjarvals eru hér vitnisburður um nútímahræringar í íslenskri mynd- list fyrir og um miðbik síðustu aldar, á sýningu sem annars er helguð samtímamyndlist (frá um 1960 til líðandi stundar). Frásögn- in varð áberandi í myndmáli ís- lenskra myndlistarmanna með popplistinni og hræringum tengd- um SÚM en pólitísk verk Errós og póetískar myndfrásagnir Sig- urðar Guðmundssonar úr „Situat- ions“-myndröðinni (í sal 3 og 4) skírskota til myndasagna og æv- intýraminna úr heimi afþreyingar- og alþýðumenningar fyrr og nú. Ásgríms Jónsonar er af einhverj- um ástæðum ekki getið sem lista- manns á sýningunni, en þarna er þó „Fýkur yfir hæðir“ (1905), sem Steingrímur Eyfjörð vísar til í samnefndu verki frá 2004 – og virðist verk Steingríms fjalla um sjálfa táknmynd náttúrunnar, sem kann að vera í hættu stödd. Leik- ræn sviðsetning einkennir jafnan verk Ragnars Kjartanssonar og hér er það staðalímynd dægur- lagasöngvarans sem þrástagar tregablandnar laglínur með ómót- stæðilegum hætti. Þjóðsagnakenndar lágmyndir og skúlptúrar Huldu Hákon í sal 3 fela jafnframt í sér gagnrýni á málefni er varða samtímann og þá einkum ofuráherslu á vægi pen- inga og hámarksgróða. Ólöf Nor- dal hefur einnig löngum unnið með þjóðsögur og menningararf í sínum verkum og hér eru sýnd ljósmyndaverk sem búa yfir ríkri tilfinningu fyrir hinu ókennilega. Útópískt inntakið í verkum eftir Þórð Ben Sveinsson myndar visst mótvægi við það gildismat sem Ósk Vilhjálmsdóttir og Anna Hall- in deila á með sviðsetningu sinni á neysluveruleika samtímans og við busluganginn sem birtist í verki Ólafs Elíassonar, „Cars in Ri- vers“. Ólafur er kunnastur fyrir verk sem snúast um skynjun en verk hans á þessari sýningu virð- ist helst þjóna þeim tilgangi að vera framlag til „framvindunnar“ eða frásagnar af óförum fólksins á sögueyjunni. Hrafnkell Sigurðsson hefur í vídeóverki sínu „Einvígi“ sviðsett átök sem túlka mætti sem innbyrðis átök í sjálfsmynd þjóð- arinnar. Eftirgrennslan leiddi í ljós að verk Bjarkar Guðmundsdóttur er staðsett á neðstu hæð safnins þar sem hægt er að tylla sér, skoða smáforritið Biophiliu í spjaldtölvu og gleyma sér í „alheimi“ sem í er fólginn samruni – í senn persónu- legur og goðsagnakenndur – tón- listar og mynda, tækni og náttúru. Þá eru upptaldar konurnar á sýn- ingunni, en þær eru helmingi færri en karllistamennirnir. Skýt- ur það óneitanlega skökku við á Listahátíð í Reykjavík sem til- einkuð er höfundarverki kvenna í tilefni af 100 ára kosningarétti þeirra hér á landi en sýningin telst framlag Listasafns Íslands til hátíðarinnar. Kynjaslagsíðan er einnig óheppileg í ljósi þess að sýningunni er, sem sumarsýningu Listasafnsins (með „landsliði“ listamanna) á aðalferðamanna- tíma, ætlað að kynna Ísland og ís- lenska myndlist út við. Saga – Þegar myndir tala felur engu að síður í sér áhugavert sjónarhorn á frásagnarþráð íslenskrar mynd- listar og bregður jafnframt upp þjóðfélagsspegli á „sögueyjuna“, og er þannig saga í sjálfri sér. Hús með vetrargarði Akrýlmálverk eftir Þórð Ben Sveinsson frá 1982. Saga sögueyjar Listasafn Íslands Saga. Þegar myndir tala bbbmn Björk, Dieter Roth, Erró, Gabríela Frið- riksdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hrafnkell Sigurðsson, Hulda Hákon, Jó- hannes S. Kjarval, Kristleifur Björnsson, Ólafur Elíasson, Ólöf Nordal, Ósk Vil- hjálmsdóttir & Anna Hallin, Ragnar Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, Steingrímur Eyfjörð og Þórður Ben Sveinsson. Á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Til 6. september 2015. Opið þri.-su. kl. 11- 17. Aðgangur kr. 1000. 67 ára og eldri, öryrkjar, hópar 10+ kr. 500. Yngri en 18 ára: ókeypis. Sýningarstjórar: Halldór Björn Runólfsson og Norbert Weber. Feðgar „Vaxmyndasafn-Sonur og faðir“ frá árinu 2010 eftir Ólöfu Nordal. Morgunblaðið/Þórður Crepusculum Innsetning Gabríelu Friðriksdóttur frá árinu 2014. Goðsagnakennd dulúð og dystópísk framtíðarsýn. 82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 - Þín brú til betri heilsu Taktu í taumana og finndu þitt jafnvægi – Eru kílóin að hlaðast á? – Er svefninn í ólagi? – Ertu með verki? – Líður þér illa andlega? – Ertu ekki að hreyfa þig reglulega? – ....eða er hreinlega allt í rugli? www.heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.