Morgunblaðið - 02.07.2015, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 02.07.2015, Qupperneq 72
72 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Jón Sigurður Gunnarsson fagnar í dag 23 ára afmæli sínu. Að-spurður segist hann ekki búast við að geta haldið upp á afmæliðþví að í dag liggur leið hans til Vestmannaeyja, þar sem hann mun skemmta ásamt félögum sínum í Sirkus Íslands. Í sumar stefnir sirkusinn á að ferðast um landið. „Við verðum í Vestmannaeyjum fram á sunnudag og svo munum við fara til Blöndu- óss, Siglufjarðar og Fáskrúðsfjarðar eftir það,“ segir Jón glaður í bragði í samtali við Morgunblaðið. Eftirminnilegasta afmælisdaginn segir Jón hafa átt sér stað fyrir þremur árum þegar hann fagnaði tvítugsafmæli sínu. „Það var ein- staklega góður afmælisdagur því ég hélt vel heppnaða veislu þar sem vinir mínir gátu fagnað tímamótunum með mér.“ Að sumri liðnu setur Jón stefnuna á borgina Glasgow í Skotlandi þar sem fram mun fara á heimsmeistaramótið í fimleikum, en Jón hef- ur átt sæti í fimleikalandsliði Íslands frá árinu 2009. „Ég byrjaði í unglingalandsliðum þegar ég var 13-14 ára. Síðan keppti ég fyrst í fullorðinsflokki fyrir sex árum,“ segir Jón og bætir við að hann búist við að mótið verði erfitt að þessu sinni. „Þetta er auðvitað mjög stórt mót auk þess sem þetta er síðasta mótið fyrir Ólympíuleikana sem verða næsta sumar. Það besta sem gæti gerst væri að ná að uppfylla skilyrðin til að keppa á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana.“ Morgunblaðið/Ómar Afmælisbarnið Jón mun ferðast um Ísland í sumar með Sirkus Íslands. Engin veisla, bara sirkus og fimleikar Jón Sigurður Gunnarsson er 23 ára í dag Á gústa Guðmundsdóttir fæddist í húsi Þuríðar Þórarinsdóttur lang- ömmu sinnar á Hverf- isgötu 32 2. júlí 1945. Þaðan flutti hún tveggja ára gömul á Vesturgötu 46. Æskuslóðirnar voru gamli Vesturbærinn með Örfirisey, hafnarsvæðið og miðbærinn. Á sumrin bjó fjölskyldan í sumar- bústað sínum í Grafarvogi þar sem móðurforeldrar hennar áttu einnig bústað. „Á báðum heimilum var stöðug nýsköpun í gangi, afi Þór- arinn samdi tónlist, pabbi og félagar hans tefldu og mamma sinnti list- sköpun. Mér finnst ég hafa verið sérlega lánsöm að fá að alast upp hjá skapandi fólki. Pabbi var góður skákmaður og á Vesturgötunni, sem og í sumarbústaðnum í Grafarvogi, tefldu flestir þekktustu skákmenn landsins, ungir sem aldnir. Þangað komu líka margir erlendir skák- menn.“ Ágústa bjó í Noregi, Kanada og Bandaríkjunum ásamt eiginmanni og börnum á árunum 1964-1971 áður en hún hóf nám við öldungadeild MH. Hún segir að þessi tími að heiman hafi verið gott og mótandi þroskatímabil í lífi sínu. Ágústa gekk í Melaskóla, Gaggó Vest, Öldungadeild MH, lauk BS- prófi í matvælafræði (1980), fram- haldsnámi í lífefnafræði (1983) frá Háskóla Íslands og doktorsgráðu í örverufræði og sameindalíffræði frá University of Virginia í Charlottes- ville í Bandaríkjunum (1984-1988). Ágústa hefur starfað við rann- sóknir frá árinu 1980, á Raunvís- indastofnun Háskólans 1980-1984 og síðar en einnig í doktorsnámi 1984- 1988. Hún var skipuð dósent í mat- vælaefnafræði árið 1989 og prófess- or í sömu grein árið 1993. Jafnframt hefur hún verið rannsóknastjóri líf- tæknifyrirtækisins Zymetech um árabil. Hún hefur hlotið fjölmarga rannsókna- og þróunarstyrki frá innlendum og erlendum rann- sóknasjóðum allt frá árinu 1989. Zymetech hlaut Nýsköpunarverð- laun Íslands árið 2015. Ágústa er höfundur fjölda rit- rýndra vísindagreina og bókarkafla, einkaleyfa og hefur flutt erindi um vísindi, nýsköpun og önnur málefni. Ásamt kennslu BS-nema hefur Ágústa leiðbeint fjölda meistara- og doktorsnema í rannsóknaverk- efnum. Ágústa er formaður stjórnar Landsbókasafns Háskólabókasafns, forseti Rótarýklúbbs Reykjavíkur, formaður vísindaráðs Zymetech, formaður stjórnar rannsóknastofu í næringarfræði LSH/HÍ, í stjórn Miðstöðvar framhaldsnáms við Há- skóla Íslands, í Fagráði iðnaðar og þjónustu hjá Íslandsstofu, í stjórn Matís, í stjórn Hátækni- og sprota- vettvangs hjá Samtökum iðnaðarins. Auk þess situr hún í stjórn Félags sjálfstæðismanna í Nes- og Mela- hverfi. Ágústa var áður m.a. formað- ur Samtaka íslenskra líftæknifyr- irtækja, sat í stjórn Nýsköpunar- sjóðs atvinnulífsins og Manneldis- ráði. Helstu áhugamál Ágústu tengjast störfum hennar í vísindum, tækni- Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor og rannsóknastjóri – 70 ára Prófessorinn „Starfið við HÍ hefur verið sérlega gefandi, áhugavert og skemmtilegt. Samskiptin við nemendur mína og samstarfsfólk á öllum sviðum skólans hefur sannarlega veitt mér mikla gleði og innblástur.“ Lánsöm að hafa alist upp hjá skapandi fólki Hafnarfjörður Magnús Darri Hallgrímsson fædd- ist á Landspítalanum í Reykjavík 21. ágúst 2014. Hann vó 3.740 g og var 51,5 cm langur. Foreldrar hans eru Hallgrímur Ólafsson og Matthildur Magnúsdóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.