Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 64
64
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015
HJÓLREIÐAR
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Eflaust eru fáir sem gera sér grein
fyrir því að reiðhjólaverslunin Örn-
inn er með elstu fyrirtækjum lands-
ins og fagnar 90 ára afmæli á þessu
ári. Jón Pétur Jónsson er eigandi
verslunarinnar í dag en hann keypti
reksturinn árið 1990 ásamt þremur
félögum sínum. Árið 2004 eignast
hann svo reksturinn allan.
„Harald S. Guðberg stofnaði
Örninn árið 1925 og allt fram á 10.
áratuginn var verslunin til húsa á
ýmsum stöðum í miðborginni, og við
Óðinstorg þegar við kaupum fyrir-
tækið og flytjum í Skeifuna,“ segir
Jón Pétur og bætir við að fyrstu ára-
tugina hafi Örninn einkum fengist við
reiðhjólasmíði og viðgerðir.
„Höft af ýmsum toga þýddu að
erfitt var að komast yfir gjaldeyri og
illgerlegt að flytja inn reiðhjól. Þurfti
því að smíða hjólin innanlands og
halda vel við þeim hjólum sem þegar
voru til í landinu.“
Að því er Jón Pétur kemst næst
eru ekki lengur til nein upprunaleg
hjól með merki Arnarins en reið-
hjólamenningin hafi greinilega verið
nokkuð blómleg á upphafsárum fyr-
irtækisins. „Ef ég fer ekki með rangt
mál þá voru það ýmsir stórkaupmenn
sem urðu fyrstir til að flytja reiðhjól
inn til landsins til nota fyrir sig sjálfa
og aðra heldri borgara. Reiðhjólin
voru þá góð leið til að skjótast á milli
A og B öðruvísi en á hestbaki eða
tveimur jafnfljótum, en líka nokkuð
dýrt farartæki sem ekki var endilega
á færi allra að eignast.“
Var Örninn í eigu sömu fjöls-
kyldunnar allt þar til Jón og félagar
eignast fyrirtækið. Síðan þá hefur
starfsemin stækkað og dafnað, og
fleiri stoðum verið rennt undir rekst-
urinn. „Í upphafi sáum við fram á það
að reiðhjólasalan yrði mjög árstíða-
bundin og vissara að selja fjölbreytt-
ari vöru. Bættust því við þrektæki,
golfvörur og einnig ungbarnavörur,“
bætir Jón Petur við en barnavöru-
verslunin Fífa er dótturfyrirtæki
Arnarins.
Rykfallnir racerar
Ef við spólum fram til dagsins í
dag þá er reiðhjólamarkaðurinn orð-
inn allt annar og blómlegri en árið
1990 enda hefur átt sér stað mikil
vakning í hjólreiðum upp á síðkastið.
Jón Pétur segir að í gegnum tíðina
hafi komið upp ýmsar tískusveiflur
tengdar reiðhjólum en sprengingin
núna og viðhorfsbreytingin sem virð-
ist vera að eiga sér stað sé annars
eðlis. „Á áttunda áratugnum var t.d.
mjög mikill áhugi á svokölluðum
götuhjólum, „racerum“, og ég held að
á bilinu 30-35.000 slík hjól hafi verið
flutt inn til landsins á meðan það æði
stóð yfir. Á endanum virtust þessi
hjól þó flest enda á að safna ryki inni
í bílskúrnum, við hliðina á fótanudd-
tækinu, mögulega vegna þess að að-
stæður til hjólreiða voru þá ekki upp
á marga fiska.“
Snemma á 10. áratugnum bloss-
aði síðan upp mikill áhugi á fjallahjól-
um sem Jón Pétur segir að hafi hent-
að betur íslenskum aðstæðum, með
sínum malarvegum og ófærum. „Við
vorum þá þegar með merkið Muddy
Fox á okkar snærum en síðan hélt ég
út á reiðhjólasýningu og hitti þar full-
trúa reiðhjólaframleiðanda sem hafði
átt í töluverðu basli og meira að segja
farið á hausinn. Endurskoðandi
fyrirtækisins keypti þrotabúið og
kom starfseminni aftur í gott horf.
Þetta var fjallahjólaframleiðandinn
Trek, og komumst við að sam-
komulagi um sölu á hjólunum
þeirra.“
Í dag er Trek leiðandi í þróun og
hönnun á öllum helstu gerðum og
tegundum reiðhjóla „Og ennþá er
það fjölskyldufyrirtæki sem er mjög
gott að versla við.“
Fengu menninguna frá Evrópu
Jón Pétur segir að næsta stóra
breytingin á reiðhjólamarkaðnum
hafi verið orðin greinileg árið 2010
eða þar um bil. Þá byrja borgarhjólin
að setja svip á samfélagið. „Mikil
hækkun bensínverðs hafði þar mikið
að segja og sömuleiðis að bankahrun-
ið og lánavandamálin urðu til þess að
margir gátu ekki lengur rekið bíl
með góðu móti. Umfram allt held ég
samt að átak eins og Hjólað í vinnuna
hafi breytt reiðhjólamenningunni, og
að þar hafi þróunin verið leidd áfram
af vel menntuðum Íslendingum sem
höfðu kynnst evrópskri reiðhjóla-
menningu í háskólanámi sínu í út-
löndum.“
Nú var sagan nánast komin heil-
an hring, og reiðhjólin aftur orðin að
samgöngutæki eins og þegar Örninn
hóf starfsemi. Hjólreiðafólk er núna
á ferðinni um allan bæ, í öllum veðr-
um, og aðstæður til hjólreiða batna
ár frá ári með umfangsmiklu neti
hjólreiðastíga.
„Reiðhjólaverkstæðið okkar
hafði alltaf verið lokað hálft árið, en
núna er þar nóg að gera árið um
kring og á háannatíma er nokkurra
vikna biðlisti eftir viðgerðarþjónust-
unni þótt við bætum við okkur starfs-
mönnum. Hingað koma menn í ka-
faldsbyl og spyrja hvort þeir geti
ekki fengið lánaða pumpu því annað
dekkið er orðið loftlaust.“
Jöfn sala er best
Salan hefur dregist ögn saman á
síðustu tveimur árum, mælt í fjölda
seldra hjóla, og segir Jón Pétur að
það sé jákvæð þróun. Þetta þýði að
reiðhjólamarkaðurinn sé að ná jafn-
vægi og hjálpi það seljendum að
skipuleggja reksturinn betur og
sinna vel þjónustu við viðskiptavin-
inn. Þótt seldum hjólum hafi fækkað
hefur meðalverð hvers hjóls farið
hækkandi því þegar fólk notar hjólin
oft og mikið fer það að vilja eignast
hjól sem er sem léttast og liprast.
„Einnig hefur sala í keppnis-
hjólum farið sífellt vaxandi eins og
sést á WOW-keppninni þar sem um
1.100 manns hjóluðu hringinn eins og
ekkert væri.“
Um leið hefur salan á auka-
hlutum og fatnaði glæðst mjög. „Þeg-
ar reiðhjólið er notað til daglegra
samgangna vill fólk gjarnan körfur
og töskur og mæla sem sýna hraðann
og hitaeiningabrennsluna. Síðan
verður að eiga hentugan fatnað fyrir
allar árstíðir og nagladekk til að tak-
ast á við snjó og hálku.“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Þarfir Úrvalið af hjólum er fölbreytt og líka margir sem vilja sérpanta öndvegishjól. Er þá hvert smáatriði haft eftir höfði kaupandans.
Hafa selt reiðhjól í 90 ár
Í gegnum árin hafa alls kyns tískusveiflur komið í hjólasportinu og t.d. varð sprenging í götuhjólasölu
á áttunda áratugnum og fjallahjólin urðu allsráðandi á tíunda áratugnum Eigandi Arnarins segir
vitundarvakninguna nú annars eðlis, og breytingin í hjólamenningunni á Íslandi komin til að vera
Uppbygging Jón Pétur Jónsson eignaðist fyrst hlut í rekstrinum árið 1990.
Fljótlega eftir það landaði Örninn mikilvægum sölusamningi við Trek.
Keðja Sölumenn og viðgerðarmenn hugsa vel um bæði hjól og viðskiptavini.