Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 48
FRÉTTASKÝRING
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Atvinnuþátttaka var á síðastaári sú mesta meðal fólks áÍslandi á aldrinum 15-74ára af löndum Evrópska
efnahagssvæðisins, EES, samkvæmt
tölum evrópsku hagstofunnar Euro-
stat. Mældist atvinnuþátttakan um
80% á síðasta ári, sem er um fjórum
prósentustigum meiri en í Sviss og
um níu prósentustigum meiri en í Sví-
þjóð og Noregi, sem koma í næstu
sætum á eftir.
Þegar atvinnuþátttaka er skil-
greind er um að ræða alla sem eru
starfandi auk þeirra sem eru atvinnu-
lausir og í atvinnuleit. „Þeir sem
standa þar fyrir utan eru t.d. heima-
vinnandi, veikir eða námsmenn sem
eru ekki í vinnu með námi eða í at-
vinnuleit.“ segir Lárus Blöndal,
deildarstjóri hjá Hagstofu Íslands.
Hann segir nokkrar ástæður
kunna að útskýra hvers vegna málum
sé svo háttað á Íslandi. „Á Íslandi er
hærri þátttaka kvenna á vinnumark-
aði en víðast í Evrópu. Í Suður-
Evrópu er t.a.m. ekki jafn sterk hefð
fyrir atvinnuþátttöku kvenna. Eftir-
spurn eftir vinnuafli skiptir einnig
miklu máli og á Íslandi er aðgangur
að störfum mun meiri en víðast ann-
ars staðar,“ segir Lárus. Meðal-
atvinnuþáttaka í löndum
EES-svæðisins er um 64% og segir
Lárus að það kunni að hluta til að
skýrast af því að stór hópur fólks hafi
gefist upp á því að reyna að fá vinnu
og teljist því utan vinnumarkaðar.
„Könnun Eurostat gengur út á það
hvort viðkomandi hafi leitað að starfi
á undanförnum vikum og sé tilbúinn
að hefja störf innan tveggja vikna. Ef
fólk segir nei við þessu telst það utan
vinnumarkaðar,“ segir Lárus. Hann
segir að þessi hópur hafi stækkað
innan EES-svæðisins á undanförnum
árum.
Mikil atvinnuþáttaka ungra
Hann segir að sérstaklega sé
mikill munur á atvinnuþáttöku ungs
fólks á Íslandi og í öðrum löndum inn-
an EES svæðisins. Þannig voru 70-
74% fólks á aldrinum 15-24 ára með
atvinnu árið 2014 og enn hærra hlut-
fall þegar horft er til sumarmánað-
anna. Fór atvinnuþátttaka ungs fólks
upp í 84% yfir sumarmánuðina. Ef
undan er skilin atvinnuþáttaka í Hol-
landi og Sviss, þar sem hún fór hæst í
um 70% árið 2014, og Danmörku, þar
sem hún fór hæst rétt yfir 60% í
aldurshópnum, er atvinnuþáttaka Ís-
lendinga að jafnaði nokkrum tugum
prósentustiga meiri en í öðrum lönd-
um á EES-svæðinu. Þannig var með-
altalatvinnuþátttaka um 43% meðal
fólks 15-24 ára á EES-svæðinu árið
2014. „Fólk í þessum aldurshópi vinn-
ur allt að 30 klukkustundir á viku hér
á landi. Það er mun meiri atvinnu-
þátttaka en annars staðar í Evrópu.
Það er einstakt hve margir eru í
vinnu með námi á Íslandi,“ segir
Lárus.
Eldri vinna líka meira
Þegar horft er til þeirra sem eru
á vinnumarkaði frá 15-64 ára breyt-
ast tölurnar nokkuð. Þannig var þátt-
takan áfram mest á Íslandi, eða
85,1%, en atvinnuþátttaka í Sviss
var 84,5%, 80,6% í Svíþjóð,
79,6% í Hollandi, 78,5% í
Danmörku og 77,5% í Nor-
egi. Af þessum tölum má
sjá að atvinnuþátttaka
minnkar minna á Íslandi í
aldurshópnum 65-74 ára
en í öðrum löndum.
„Þetta sýnir að atvinnu-
þátttaka er meiri í öllum
aldurshópum á Ís-
landi,“ segir
Lárus.
Atvinnuþátttaka
mest á Íslandi
Morgunblaðið/Eggert
Ísland Atvinnuþátttaka er meiri á Íslandi en í öðrum löndum á EES-svæðinu.
Hlutfallið er hærra í öllum aldurshópum samkvæmt tölum Eurostat.
48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er dálít-ið hættu-spil að
skrifa leiðara í
prentmiðil um
atburðina í
Grikklandi. Sveiflurnar eru
miklar á þeim slóðum og
sjaldnast fyrirsjáanlegar. Í
augnablikinu bendir flest til
að Tsipras forsætisráð-
herra hafi orðið undir í
„störukeppninni“ við ESB.
Hver einasta bandalags-
þjóð Grikkja á evrusvæðinu
hefur tekið þátt í magnaðri
hræðsluáróðursherferð sem
miðar að því að brjóta þá á
bak aftur.
Blaðamaður í Bretlandi
sem gerði úttekt á skrifum
evrópskra fjölmiðla um mál-
ið síðustu vikuna taldi hana
sýna að spursmálið væri
nánast einvörðungu um
hversu langt þeir hefðu
gengið í andúðinni á Grikkj-
um. Þýskir fjölmiðlar töld-
ust eiga vinninginn.
Evruleiðtogarnir tryllt-
ust þegar Tsipras tilkynnti
um þjóðaratkvæði þar sem
hann myndi hvetja landa
sína til að hafna úrslitakost-
um „þríeykisins“.
En þegar kannanir sýndu
að mjótt kynni að verða á
mununum í kosningunni var
snarlega skipt um hern-
aðaráætlun. Grískum bönk-
um er haldið lokuðum. Fólk
verður að standa í steikj-
andi hita í biðröðum til að
taka út að hámarki 60 evrur
(um 9.000 krónur) til að
fleyta sér áfram.
Á sínum tíma fullyrtu
Samfylkingarmenn og tagl-
hnýtingar þeirra á frétta-
miðlum og fræðastofnunum
að hefði Ísland verið í ESB
hefðu bankar þess ekki fall-
ið. Það var fjarstæða frá
upphafi, eins og atburðir í
fjölmörgum ESB-löndum
sýndu. Grikklandsfárið hef-
ur undirstrikað það alveg
sérstaklega.
Allt íslenska bankakerfið
féll á fáeinum vikum. En
nánast öllu sem mikilvæg-
ast var þá stundina var þó
haldið gangandi. Íslenski
seðlabankinn gekk strax inn
í tómarúmið og varð
ábyrgðaraðili þar sem
bankar höfðu áður verið.
Ríkið lofaði að tryggja allar
bankainnstæður, sem skap-
aði ákveðna ró. Íslendingar
á ferð erlendis undruðust að
íslensk kred-
itkort virkuðu
eins og ekkert
hefði gerst.
Seðlabankinn
ábyrgðist að
stórviðskipti, svo sem með
olíufarma til landsins,
gengju áhættulaust fyrir
sig.
Í Grikklandi er seðla-
bankinn aðeins þjónustu-
stofnun fyrir Seðlabaka
evrunnar. Sá banki hljóp frá
skyldum sínum sem þrau-
tavarabanki. Hann spilaði
meðvitað með til að auka
vandræði Grikkja sem mest
og tók fullan þátt í að berja
þá til hlýðni.
Nú er markmiðið aug-
ljóslega að koma ríkisstjórn
Tsiprasar frá. Menn geta
vissulega haft þá skoðun að
ekki sé heppilegt fyrir neitt
land að hafa ríkisstjórn inn-
stillta eins og sósíalista-
stjórnina í Grikklandi.
Menn höfðu skömm á
vinstristjórn Jóhönnu og
Steingríms og höfðu ríkar
ástæður til. En hún komst
til valda eftir lýðræðislegar
kosningar (og er þá sleppt
óeirðunum sem stofnað var
til í aðdraganda þeirra).
Ekki flögraði að nokkrum
manni í landinu að ekki bæri
að virða þær kosningar.
Tsipras og flokkur hans
komust til valda eftir kosn-
ingar, m.a. vegna sérstakra
kosningareglna í Grikk-
landi. Aðrir flokkar hafa
notið slíkra reglna á undan
honum. Það er beinlínis
óhuggulegt að horfa upp á
ESB meðvitað stefna að því
að koma löglega kosinni
stjórn Grikklands frá með
efnahagslegum þvingunum.
Sambandið hafði áður
komið Berlusconi, forsætis-
ráðherra Ítalíu, frá og beitt
Seðlabanka evrunnar til
þess og setti í kjölfarið fyrr-
verandi kommissar í ESB í
forsætisráðherrastólinn.
Eftir að hægrisinnaður
forsætisráðherra boðaði í
heimildarleysi (frá ESB) til
þjóðaratkvæðis í Grikklandi
var honum bolað frá og
varabankastjóri Seðla-
banka evrunnar settur í
stað hans.
Nú bendir margt til að
komið sé að Tsiprasi.
Drekinn spúandi hefur
betur gegn Grikkjanum
með stutta sverðið.
Enn taka
Grikklandsmálin
óvæntan snúning}
Lýðræðið er komið
aftast í röðina hjá ESB
É
g var svo heppin að vera boðið að
vera viðstödd útskrift nemenda
við Háskólann í Reykjavík 20.
júní síðastliðinn þar sem 553
nemendur tóku stoltir við próf-
skírteini og fengu handaband frá rektor. Eld-
borgarsalur Hörpu var sneisafullur af að-
standendum sem fögnuðu ákaft. Í huga þeirra
útskrifuðu hefur sjálfsagt örlítil eftirsjá gert
vart við sig að þurfa að segja skilið við skólann
og skólafélagana á sama tíma og feginleiki og
tilhlökkun hefur látið á sér kræla. Feginleiki
yfir því að hafa tekist að klára öll tilskilin próf
og tilhlökkun yfir því sem fram undan er með
fína prófgráðu í handraðanum. Á sama tíma í
Laugardalshöllinni var 2.081 kandídat sem tók
í höndina á rektor Háskóla Íslands og var það
metfjöldi. Það var til viðbótar við þá 476 kandí-
data sem brautskráðust frá HÍ í febrúar síðastliðnum.
Þessu til viðbótar eru allir þeir sem útskrifuðust úr öðr-
um háskólum landsins í júní, þar á meðal 132 frá Listahá-
skóla Íslands, 130 frá Háskólanum á Bifröst og 328 frá
Háskólanum á Akureyri.
En nú segja nýjustu fréttir að BS- og BA-háskólagráða
sé hætt að skapa sérstöðu og orðin jafngild því sem stúd-
entspróf var fyrir 30-40 árum. Aðrar fréttir segja að
launamunur þeirra sem hafa háskólamenntun og annarra
sé sáralítill hér í samanburði við það sem gerist í öðrum
löndum og kjarabaráttan ber meðal annars vott um. Ekki
lofar það heldur góðu að hlutfall háskólamenntaðra á at-
vinnuleysisskrá mælist 23% og hefur aldrei
verið hærra.
Ég átti auðvelt með að setja mig í spor
þeirra útskrifuðu í Eldborgarsalnum þarna
um daginn, enda tekið við þremur há-
skólagráðum. Ég held að Páll Skúlason, fyrr-
verandi rektor HÍ, hafi haft rétt fyrir sér þeg-
ar hann sagði að tilgangur náms væri námið
sjálft, þess vegna yrðu menn aldrei fullnuma í
neinni námsgrein, hversu mörgum og góðum
prófgráðum sem þeir lykju. Ég hef fundið það
á eigin skinni að því meira sem ég læri átta ég
mig betur á því hversu mikið ég á eftir að
læra. En það er ólíklegt að ég muni nokkurn
tíma fá allar þær gráður sem ég hef lokið
metnar í launaumslagi. Ég reyni að telja
sjálfri mér trú um að ánægjan yfir því að hafa
klárað öll verkefnin og prófin yfirvinni allar
langanir um fleiri krónur í vasann, sem er hin mesta vit-
leysa. Auðvitað vil ég eins og allir hinir sem státa af einni
eða fleiri háskólagráðum fá það metið til fjár.
Það er óskandi að allur sá mikli fjöldi sem fagnað hefur
háskólaútskrift á árinu finni sín tækifæri hér á landi. Að
sem flestir þessara 3.700 fái störf þar sem nýfengin þekk-
ing og færni nýtist um leið og greitt er almennilega fyrir.
Við þurfum á öllu þessu fólki að halda til að viðhalda hag-
vexti og auka velmegun. Við megum í raun engan missa
úr landi því það eru einungis 183.900 manns á aldrinum
16-74 ára sem eru að vinna fyrir þá 329.100 íbúa sem
byggja þetta land. margret@mbl.is
Margrét Kr.
Sigurðardóttir
Pistill
Við megum engan missa
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Í skýrslu McKinsey & Company
frá árinu 2012 um vaxtarmögu-
leika atvinnulífsins segir m.a. að
framleiðni vinnuafls hér á landi
sé um 20% minni en í nágranna-
löndunum. Mikla landsfram-
leiðslu á hvern íbúa megi að
miklu leyti rekja til meiri at-
vinnuþátttöku og lengri vinnu-
tíma en þekkist annars staðar.
Hannes G. Sigurðsson, aðstoð-
arframkvæmdastjóri SA, efast
um forsendur niðurstöðunnar.
„Vinnutími á Íslandi er verulega
ofmetinn. Við erum með ein-
hvern minnsta umsamda
vinnutímann. Við reiknum
alltaf neysluhlé með en
það er ekki gert í öðrum
löndum. Svo er yfirvinna
ekki eins mikil og af er lát-
ið. Það er nokkur yfirvinna
í iðngreinum en hún er
t.a.m. lítil þegar horft er
til verslunarfólks,“
segir Hannes.
Vinnutími
ofmetinn hér
YFIRVINNA EKKI MIKIL
Hannes G.
Sigurðsson