Morgunblaðið - 02.07.2015, Side 92

Morgunblaðið - 02.07.2015, Side 92
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 183. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Geta ekki útilokað gos 2. Lúsmý herjar á Ísland 3. 10 ára stúlka féll í sjóinn 4. „Þau dóu saman við að gera …“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ljótu hálfvitarnir halda þrenna tónleika á Græna hattinum á Akur- eyri; í kvöld kl. 21 og annað kvöld og laugardagskvöld kl. 22. Um helgina fer fram Pollamót í knattspyrnu og segja Ljótu hálfvitarnir að besta upp- hitunin og óbrigðult ráð við nára- tognunum, krossbandsslitum og stuðningsmannaraddleysi, að sögn sjúkraþjálfara eða hómópata, sé að kíkja á tónleika þeirra. Óbrigðult ráð við náratognunum  Steinar Björg- vinsson, skóg- fræðingur og framkvæmda- stjóri Skógrækt- arfélags Hafnar- fjarðar, verður með leiðsögn um skrúðgarðinn Hellisgerði í kvöld kl. 20. Gangan er hluti af menningargöngum í Hafnar- firði sem efnt er til alla fimmtudaga í sumar og er gengið frá inngangi Hellisgerðis við Reykjavíkurveg. Leiðsögn um skrúð- garðinn Hellisgerði  Sirkus Íslands mun ferðast um landið í sumar með sýningar sínar og sú fyrsta fer fram í dag á Goslokahátíð í Vest- mannaeyjum. Þar mun sirkusinn sýna þrjár ólíkar sýn- ingar: Fjölskyldu- sýninguna Heima er best, krakkasýn- inguna S.I.R.K.U.S. og fullorðinskabarettinn Skinnsemi, í sirkustjaldi sínu Jöklu. Sirkussýningar hefj- ast á Goslokahátíð Á föstudag Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og skýjað að mestu en skúrir á stöku stað. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast í innsveitum. Á laugardag Austlæg átt, 3-8 m/s og víða bjart en 8-13 m/s syðst. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-15 m/s og úrkomulítið en bætir aftur í úrkomu undir kvöld. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast á Vesturlandi en svalast fyrir norðaustan og á Austurlandi. VEÐUR Víkingur Reykjavík spilar sinn fyrsta Evrópuleik í 23 ár þegar liðið leikur í Evr- ópudeildinni í knattspyrnu í dag. Víkingar taka á móti slóvenska liðinu Koper í Vík- inni en auk þeirra verða KR- ingar og FH-ingar einnig í eldlínunni í sömu keppni. Í dag eiga bæði lið útileiki fyrir höndum. KR-ingar eru á Írlandi og mæta Cork City en FH-ingar í Finnlandi og spila við SJK. »2-3 Fyrsti Evrópuleik- urinn í 23 ár Bandaríkin leika til úrslita á heims- meistaramóti kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Kanada eftir að liðið hafði betur gegn Þýskalandi, 2:0. Þeim mistókst þar af leiðandi að komast í úrslitaleik mótsins annað skiptið í röð. »1 Bandaríkin leika til úr- slita á HM í Kanada Knattspyrnuþjálfararnir Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Rúnar Krist- insson hafa gert það gott með Lille- ström í norsku úrvalsdeildinni þrátt fyrir veikan fjárhag félagsins. Sig- urður segir íslenskar þjálfunar- aðferðir vekja athygli þjálfara í Nor- egi en nýlegur árangur íslenska karlalandsliðsins leikur þar stórt hlutverk. »1 og 4 Rúnar og Sigurður vekja mikla athygli í Noregi ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Árið 2009 hóf Hólmfríður Geirs- dóttir garðyrkjubóndi og maður hennar, Steinar Jensen, ræktun á hind- og brómberjum. Hjónin keyptu tómt gróðurhús sem var í niðurníðslu, löguðu það til og gerðu tilbúið undir ræktun. Kom sér vel að Steinar er rafvélavirki og þúsund- þjalasmiður og verkvit hans kom því til góða í þessum framkvæmdum. Hindberjaplöntuna þarf að rækta í eitt ár áður en hún fer að mynda blóm og ber. Runninn er hávaxinn, verður rúmir þrír metrar á hæð og er mikil handavinna á bak við hvert ber. Þau eru handtínd ofan í öskj- urnar sem sjá má í flestum matvöru- búðum. Hólmfríður vonast til að geta boðið upp á fersk íslensk hind- ber fram í september. „Þessi ræktun gengur bara ágæt- lega. Við byrjuðum smátt, ætli þetta sé ekki fjórða sumarið sem við erum að tína. Höfum verið að auka við okkur smátt og smátt og erum kom- in með brómber líka,“ segir Hólm- fríður, stödd í gróðurhúsinu sínu. Býflugnasuð í botni Það er mikið um að vera í gróður- húsinu þó að öll starfsemi dagsins sé búin. Býflugur sjá um að frjóvga blómin og ýmis önnur nytjadýr eru notuð til að halda niðri meindýrum, enda segir Hólmfríður að það þurfi ekki lengur að skola íslenskt græn- meti. Nánast allir garðyrkjubændur notist við lífrænar varnir og því séu plönturnar ekki úð- aðar með eitri. „Hér eru nátt- úrulegar varnir, býflugnabú í öll- um húsum. Þær sjá um frjóvgun og svo notum við líf- rænar varnir ef það kemur upp lúsafar- aldur eða eitthvað annað. Þá kaup- um við skordýr sem vinna á því. Þannig losnum við við að úða plönt- urnar.“ Stór vinnustaður Alls vinna 13 manns á Kvistum í sumar enda segir Hólmfríður að mikil vinna sé á bak við hvert ber. „Tínslan er tímafrek því að hvert ber er bara 5-10 grömm. Í tínslu eru ber- in dregin af kjarnanum og þess vegna eru þau hol að innan. Berin eru viðkvæm og tínd beint í neyt- endapakkningar. Tínslan byrjar í maí og tínt er daglega fram í sept- ember en bíll frá Sölufélagi garð- yrkjumanna kemur þrisvar í viku og sækir ný og fersk ber til okkar,“ seg- ir Hólmfríður að endingu. Mikil vinna á bak við hvert ber  Hindberjarækt- un á Kvistum í Reykholti Morgunblaðið/Eggert Berjakona Hólmfríður Geirsdóttir er með rúma 1.800 fermetra undir berjaræktun sína. Hún segir ekki marga rækta þessi ber en mjög margir eru forvitnir um ræktunina enda fátt betra en nýtínd íslensk brómber. „Það eru margir spenntir yfir þessu, sérstaklega þegar við vorum að setja þetta á markað. Þá var mikið spáð og spekúlerað og margir komu í heimsókn til að skoða. Nú koma enn fleiri til að kaupa,“ segir Hólmfríður og hlær. Í miðju viðtalinu kom Stefán Jónsson leikstjóri í hlað með börnin sín og keypti. Skömmu síðar renndi Eva María Jónsdóttir sjónvarpskona í hlað með sinni fjölskyldu og keypti allar þær öskjur sem eftir voru. Sátu börnin svo við gróðurhúsið og hámuðu í sig góðgætið. Full- orðna fólkið stalst svo í eitt og eitt ber. Eftirspurn er mikil eftir berjunum því nánast um leið og þau koma í búðarhillurnar eru þau farin. Stoppa stutt í hillunum MIKIL EFTIRSPURN EFTIR HINDBERJUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.