Morgunblaðið - 02.07.2015, Side 52
52 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015
Nú er þjóðhátíðar-
dagur okkar Íslend-
inga nýlega liðinn og
sumarfrí á næsta leiti
hjá flestum. Eflaust er
það gleðiefni fyrir
marga sem hlakka til
þess að fá frí einn dag
inni í miðri vinnuviku
eða nokkra daga á
sumri. En það á ekki
við um mig því ég hef
ekki ennþá fengið sumarvinnu. Hef
verið að sækja um sumarvinnu líkt og
margir háskólanemendur. Sendi at-
vinnuumsókn til u.þ.b. 30 stofnana og
fyrirtækja sem boðið var upp á sem
atvinnuúrræði fyrir háskólanema.
Þau fyrirtæki sem svöruðu mér til-
kynntu öll að því miður væri ekki
hægt að bjóða mér upp á vinnu vegna
þess að aðgengi að viðkomandi stofn-
un/fyrirtæki væri ekki í lagi fyrir
hjólastólanotendur. Staðreyndin er
nefnilega sú að ég nota hjólastól en
það sem ég hef með mér er að ég er
23 ára gömul stúlka og stunda stunda
nám í sálfræðideild Háskóla Íslands
og æfi sund þrisvar í viku, þar sem ég
syndi á æfingu allt að 3,5 til 4 km á
æfingu. Bý á stúdentagarði og nýt
þess að vera sjálfstæð með jafn-
ingjum mínum í háskólanum. Ég er
með bílpróf og fer allra minna ferða
sjálf, bæði með og án aðstoðar. Ég er
vel ritfær og kann vel á tölvu, blogga
á fésinu og vil vera bar-
áttukona fyrir rétt-
indum þeirra sem eiga
undir högg að sækja, já
að ógleymdu því að ég
notast við hjólastól. Ég
velti því fyrir mér í
tengslum við atvinnuleit
mína hvort styrkleikar
mínir hafi verið skoðaðir
af atvinnurekandanum
eins og þeir koma fram í
ferilskrá minni og af
hverju held ég að svo sé,
jú vegna þess að þau fyrirtæki sem
ekki svöruðu mér til baka gátu hugs-
anlega ekki borið við lélegu hjóla-
stólaaðgengi og ákváðu að þegja
þunnu hljóði. Getur verið að ég hafi
fengið strax stóran mínus í huga at-
vinnurekandans vegna þess að ég
notast við hjólastól? Ég veit að þessi
viðhorf eru til alltof víða í samfélag-
inu. Spurningin er þessi: Vill mig ein-
hver í vinnu, vill einhver nýta hæfi-
leika mína og getu til góðra verka?
Virkjum
hæfileikana?
Eftir Önnu Kristínu
Jensdóttur
Anna Kristín Jensdóttir
» Getur verið að ég
hafi fengið strax
stóran mínus í huga at-
vinnurekandans vegna
þess að ég notast við
hjólastól?
Höfundur er háskólanemi.
Tengslin við formæð-
ur og -feður eru þeir
þræðir sem saga og sam-
félag – sjálfsmynd ein-
staklinga og menning
þjóða er ofin úr. Á þeim
hvílir samstaða og sam-
kennd og ef þau eru ekki
í lagi fer allt upp í loft –
upplausnarógnin er á
næsta leiti eins og með
allt sem skiptir mestu
máli í lífinu. Þessi tengsl
eru því á sinn hátt heilög
í eðli sínu enda er ættfeðradýrkun
einkenni á manneskjunni frá grárri
forneskju og leifar af þessu trúar-
formi skjóta upp kollinum í flestum
hinum svokölluðu þróuðu og stofn-
anavæddu trúarbrögðum. Trúar-
stofnunum er því oftar en ekki
treyst til að véla um þessi tengsl og
ein grein lögfræðinnar, sifjafræðin,
fjallar um þau sérstaklega. Kon-
ungar, spámenn og höfðingjar og
fleiri kynna sig til leiks með því að
tefla fram ættartölu sinni, þetta
þekkjum við úr Biblíunni, Heims-
kringlu og Íslendingasögunum og
samræðum fólks sem hittist af til-
viljun úti á götu eða í samkvæmi.
Það er því ekki undarlegt að heil
fræðigrein, ættfræðin, hafi myndast
um fjölskyldu- og ættartengsl sem
og að hún sé stunduð bæði af lærð-
um og leikum. Innan raunvísinda er
auk heldur ein fræðigrein sem sinnir
þessu sérstaklega og það er erfða-
fræðin.
Strangar reglur gilda í öllum sam-
félögum um allt sem lýtur að til-
komu nýrra einstaklinga, hvernig og
hvenær þeir koma undir og hvaða
aðilar eru réttmætir til að eiga aðild
að því ferli og svo fæðingin og skrán-
ingin og öll æviritúöl sem hver ein-
staklingur fer í gegnum til að geta
talist til fjölskyldunnar, ættarinnar
og samfélagsins. Í þessu sambandi
er mjög áhugavert að skoða laga-
bálka forna og nýja um ljósmæður
og eftirlit með þeim og lög og reglur
um skráningu þegnanna og það
hvernig þessar reglur tengjast þjóð-
félagsstöðu og mannréttindum.
Prestar og forstöðumenn trú-
félaga eru opinberir starfsmenn að
því er kemur til að framkvæma og
skrá tilteknar athafnir sem skil-
greina feril einstaklingsins frá fæð-
ingu til þess að hann er jarðaður.
Þess vegna eru kirkjubækur mik-
ilvægar heimildir fyrir ættfræðinga.
En það verður að segjast eins og er
að þótt íslenskir þjóðkirkjuprestar
séu vel menntaðir og vel launaðir
eru sumir þeirra algerir skussar í
því að skila skýrslum um sóknar-
börn sín og því liggja ekki fyrir tölur
sem fulltreystandi er um fjölda
skírðra, fermdra, hjónavígslur og út-
farir og þetta þótt það standi skýr-
um stöfum í sjálfum þjóðkirkjulög-
unum frá 1997 að skírn og skráning
sé forsenda þess að geta talist til
hinnar evangelísku lúthersku þjóð-
kirkju. Þetta er bagalegt fyrir þá
sem vilja rannsaka þróun trúarlífs
og helgisiða á Íslandi og bera saman
við þróun í öðrum löndum.
Árið 1956 var stofnað sérstakt
embætti æviskrárritara sem Jón
Skagan gegndi og tók hann við
skýrslum frá prestum og forstöðu-
mönnum skráðra trúfélaga og þeir
sem ekki sinntu skyldum sínum í
þeim efnum voru sektaðir um 100
krónur sem voru talsverður pen-
ingur í þá daga. Það hefði eins verið
hægt að staðsetja embætti við guð-
fræðideildina og reyndar nærtæk-
ara þar sem prestsnemar verða að
læra embættisfærslu og skýrslu-
gerð. Íslenskir prestar og guðfræð-
ingar hafa líka lagt fram drjúgan
skerf til ættfræðirannsókna og má
þar fremsta nefna þá Jón Guðnason
og Benjamín Kristjánsson sem um
skeið gegndi kennslustöðu við guð-
fræðideild og ekki má gleyma Birni
Magnússyni sem var prófessor þar í
áraraðir.
Það má segja Íslendingum til
hróss að yfirleitt hafa þeir mikinn
áhuga á ættfræði og vilja halda upp-
lýsingum um forfeður sína til haga.
Upp eru komnir tölvuvæddir gagna-
bankar í ættfræði sem hafa reynst
ómetanlegir við mannfræði-, þjóð-
fræði- og læknisfræðilegar rann-
sóknir. Byggðasaga og átthagafræði
eru óhugsandi án ættfræðiþekk-
ingar.
Oddur Helgason, fv. togara-
sjómaður, hefur undanfarin ár helg-
að sig nákvæmri skráningu á ætt-
artengslum og sett inn í skrár sínar
upplýsingar um viðkomandi og hann
er hafsjór af fróðleik um ættir og
ýmsar sögur og sagnir um ein-
staklinga og fjölskyldur sem rata inn
í safn hans. Hann rekur ORG og hef-
ur nú á að skipa samstarfsfólki og
einstaka fræðimenn, lærðir sem
leikir, eiga þar aðsetur með verkefni
sín og fá kaffi og neftóbak eins og
þeir geta í sig látið til að halda sér
við efnið. Oddur er sestur við að
bæta við og fullkomna gagnabanka
sinn upp úr sex hvern morgun, virk-
an dag sem helgan, og er á sífelldum
þönum við að afla og veita upplýs-
ingar, hringjandi út um hvippinn og
hvappinn og spjallandi við fólk sem
kemur inn á skrifstofu hans til að fá
upplýsingar og hressa sig við and-
lega.
Við leggjum til að ORG verði falið
að sjá til þess að upplýsingar um
æviferil Íslendinga í skrám sem
þjóðkirkjan á að sjá um séu réttar.
Oddur mundi ýta við skussunum og
orga á þá ef ekki annað dugir.
Þrautalendingin er að sekta þá
presta sem reynast ófáanlegir til að
gegna skyldum sínum í þessum efn-
um, sektarféð mundi renna til ORG
óskipt.
Ófremdarástand í skráningarmálum
þjóðkirkjunnar og leið til bóta
Eftir Odd Helgason
og Pétur Pétursson » Það má segja Íslend-
ingum til hróss að
yfirleitt hafa þeir mik-
inn áhuga á ættfræði og
vilja halda upplýsingum
um forfeður sína til
haga.
Frændur og vinir Oddur Helgason togarajaxl og
Pétur Pétursson skútukarl við menningarstýri
þjóðarinnar vilja bæta skráningu í kirkjubækur.
Oddur er æviskrárritari og Pétur pró-
fessor í guðfræði við Háskóla Íslands.
Einhverra hluta
vegna keppast yfirvöld
sóttvarna um að láta
sem öll bóluefni séu
örugg og virk. Samt eru
að koma upp tilfelli eftir
tilfelli þar sem bóluefn-
in virka ekki, ásamt al-
varlegum aukaverk-
unum og dauðsföllum
sem valda því að fólk er
hætt að treysta yf-
irvöldum. Ekki eru til
neinar vísindarannsóknir sem sanna
að bóluefni hafi virkað innan um sjúka
einstaklinga. Tveir þekktir uppljóstr-
arar og fyrrverandi veirufræðingar
hjá Merck, þeir Stephen Krahling og
John Wlochowski, hafa farið í mál
gegn bóluefnafyrirtækinu Merck og
gefið það út, að allt frá níunda ára-
tugnum hafi niðurstöður með MMR-
bóluefninu gegn hettusótt, mislingum
og rauðum hundum verið falsaðar, til
þess að láta sem MMR-bóluefnið virk-
aði. Síðustu 10 árin hafa í Bandaríkj-
unum komið upp 1.564 mislingatillfelli
og engin dauðsföll, á móti 108 dauðs-
föllum eftir MMR-bólusetningar og yf-
ir 400 skaðabótamál. Það hafa því fleiri
látist af völdum MMR-bólusetningar,
en af völdum sjálfs sjúkdómsins. Fyrir
nokkrum árum fengu yfir 1.000 manns
hettusótt í New Jersey og New York,
og voru um 77% þeirra bólusett. Svip-
að var árið 2006, þar sem meirihlutinn
af 6.500 sem fengu hettusótt voru
bólusettir einstaklingar og bóluefnið
virkaði ekki.
Dr. Robert Rowen er á því, eftir að
hafa fylgst með hverjum mislingafar-
aldrinum á fætur öðrum, að bólusetn-
ingar virki ekki og bendir á að í Zheji-
ang-héraði í Kína hafi 99% af
börnunum verið bólusett, en mörg af
þessum bólusettu börnum fengu misl-
inga (PloS One.2014;9 (2):e89361). Á
sínum tíma í háskóla í Kólóradó komu
upp 84 mislingatilfelli og af þeim voru
70 einstaklingar sem voru bólusettir
(Am J Public Health 1991 Mar; 81(3)
:360-4). Eins og dr. Robert segir; þú
þarft ekki að vera vísindamaður til
þess að sjá að bóluefnið virkar ekki.
Dr. William W. Thompson, uppljóstr-
ari og fyrrverandi vísindamaður hjá
Sóttvarnastofnun BNA
(CDC), hefur gefið út
yfirlýsingu á vef lög-
fræðiskrifstofunnar
Morgan Verkamp,
LLC, þar sem hann við-
urkennir að hafa tekið
þátt í því að fjarlægja
niðurstöður, en upp-
runalegu niðurstöð-
urnar sýndu að drengj-
um stafaði mikill hætta
á að fá einhverfu eftir
MMR-bólusetningu.
Það má því reikna með
fleiri, fleiri þúsund
skaðabótamálum í viðbót hvað varðar
MMR-bóluefnið.
Fleiri bólusetningar –
aukin áhætta
Allt frá árinu 2006 til 2014 hafa í
BNA verið greiddar skaðabætur í 64
málum eftir bólusetningar með
Pentavac, þ.e.a.s. í níu málum eftir
bólusetningar með Pentavac (DTaP,
Hib, HepB) og í 55 málum eftir bólu-
setningar með Pentavac (DTaP, Hib,
IPV), en þetta bóluefni er notað hér á
landi. En báðar útg. af þessu fimm-
falda Pentavac-bóluefni eru orðnar
frægar eftir að tveggja og hálfs mán-
aðar indverskur drengur lést 16 tím-
um eftir bólusetningu, og tveggja
mánaða barn frá Hallo Majra á Ind-
landi lést með sama hætti tveimur ár-
um áður, eftir að hafa fengið hina útg.
af Pentavac-bóluefninu, svo og þar
sem Pentavac-bóluefnið var bannað
þarna. Synflorix er enn eitt um-
deildra og hættulegra bóluefna sem
nýlega var tekið í notkun hér á landi,
og virðist sem Embætti landlæknis
keppist við að taka fleiri og fleiri um-
deild og greinilega banvæn bóluefni í
notkun. Málið gegn GlaxoSmithKline
(GSK) varðandi 14 dauðsföll eftir
Synflorix-bólusetningar í Argentínu á
margt sameiginlegt með Pentavac, en
Miguel Torres lögmaður vann málið
fyrir Alvaro Ovejero og allar 14 fjöl-
skyldurnar og aðstandendur fórn-
arlamba Synflorix-bóluefnisins gegn
GSK (Aljazeera 14. jan 2012). Saga
og þróun DPT, DTaP og svo yfir í
fimmfalda bóluefnið er einstök, með
öllum þessum alvarlegu heilabólgum,
heilaskemmdum, taugabólgum,
bráðaofnæmi, krömpum, Guillain-
Barre lömunartilfellum og dauðs-
föllum bólusetningar. Óstöðvandi,
nístandi grátur er merki um heila-
bólgu, kemur fyrir hjá einu af hverj-
um 497 tilfellum. Vísindakonan dr.
Viera Scheibner komst að því að
tengsl væru á milli bólusetninga og
skyndidauða ungbarna (SIDS) eftir
að hafa skoðað 200 tilfelli í Tennes-
see-sýslu, en í viðbót við SIDS er svo
Shaken Baby Syndrome; þar sem
foreldrum og öðrum sem annast
barn/börnin er kennt um að hafa hrist
það til dauða ef barnið andast fáum
dögum til viku eftir bólusetningu. Því
miður sitja margir foreldrar/
forráðamenn þessara barna í fangelsi
eða hafa verið sviptir forræði
barnanna sem lifað hafa Shaking
Baby Syndrome af. Það er svo auð-
velt að benda á og kenna um að x-
aðili/ar hafi hrist barnið/börnin þegar
innankúpublæðingar og heilabólga
hafa komið í kjölfar bólusetninga.
Margir sérfræðingar, eins og t.d.
John Menkes, eru á því að reynt sé að
breiða yfir dauðsföll af völdum bólu-
efna með því að kenna foreldrum um
(„Vaccine? It’s qestion that is tearing
families apart“ eftir Goodwin J.).
Foreldrar gera sér yfirleitt ekki grein
fyrir þessum tengslum við bóluefnin,
þar sem heilbrigðisyfirvöld minnast
aldrei munnlega á áhættu, aukaverk-
anir, alvarlegar aukaverkanir o.s.frv.,
auk þess sem passað er upp á að hafa
fylgiseðla ekki frammi á heilsugæslu-
stöðvum. Meginmál Embættis land-
læknis virðist vera að hræða fólk til
hlýðni – ekki fræða og að kaupa þá
goðsögn að bóluefni sé bjargvættur
en ekki böðull!
Bóluefni eru ekki örugg
og þeim fylgir áhætta
Eftir Þorstein Sch.
Thorsteinsson » Síðustu 10 árin hafa í
Bandaríkjunum
komið upp 1.564 misl-
ingatillfelli og engin
dauðsföll, á móti 108
dauðsföllum eftir MMR-
bólusetningar og yfir
400 skaðabótamál.
Þorsteinn Sch.
Thorsteinsson
Höfundur er margmiðlunarfræðingur
og meðlimur í Félagi áhugamanna um
bólusetningar.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar
greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að
nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í
samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið
birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni for-
síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn
„Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig
inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu.
Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.