Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 26
SVIÐSLJÓS Brynja D. Guðmundsd. Briem brynjadogg@mbl.is Undirbúningur fyrir eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð á Hvolsvelli hefur tafist og er fyrirsjáanlegt að hún verði ekki opnuð vorið 2016. „Opnuninni mun fyrirsjáanlega seinka eitthvað, þetta er búið að taka lengri tíma en við áformuðum í upphafi. Opnunin verður allavega ekki snemmsumars en ég vona að við séum enn að horfa til 2016. Ég er nokkuð bjartsýnn á það,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri miðstöðvarinnar. Ásbjörn segir hönnunarferlið hafa tekið lengri tíma en áætlað var en samningaumleitanir og við- ræður séu enn í gangi við bygging- arverktaka og miði vel. Hönnunar- vinnan sé í sífelldri þróun en eftir að samningar nást sé næsta skref að klára verkfræðiteikningar, sækja um byggingarleyfi og hefja framkvæmdir. Vinnan taki sinn tíma en taka þurfi tillit til sum- arleyfa o.fl. Fjármögnun langt komin Ásbjörn segir fjármögnunarþátt- inn að mestu frágenginn. „Það er kominn meirihlutinn af þessu hlutafé. Það hefur verið gefið vil- yrði, að því gefnu að allt annað gangi upp, um að byggingarfram- kvæmdir og annað standist og falli undir þau áform sem við höfum kynnt. Við ljúkum ekki endanlega viðræðum við bankastofnanir um lán og annað fyrr en við erum búin að semja við byggingarverktaka, en hlutafjársöfnun hefur gengið afar vel,“ segir hann. Hann segir að það hafi komið skemmtilega á óvart að tölur um fjölda ferðamanna sem fara gegn- um svæðið hafi verið áætlaðar full- hóflega í viðskiptaáætlun. „Það er miklu meiri umferð um svæðið en við höfum gert ráð fyrir og það gef- ur okkur byr undir báða vængi. Það er þörf á aukinni afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn á landinu. Ef ferðamenn hafa ekki nóg að gera er ekki víst að þeim fjölgi jafn hratt og verið hefur undanfarið,“ segir Ásbjörn. Að sögn Ásbjörns er grundvöll- urinn fyrir því að verkefnið gangi svona vel sá góði vilji sem finna megi hjá Rangárþingi eystra. „Deiliskipulag og annað er tilbúið hjá sveitarfélaginu, það hefur geng- ið eftir og lítur vel út. Það er gott að finna að það er samhljómur við samfélagið fyrir austan, allir eru sammála um þessa stefnu. Fólk bíður spennt eftir að sjá eldfjalla- miðstöðvarnar rísa upp úr jörðinni og verða að þessum ævintýragarði sem við ætlum að gera þarna.“ Opnun eldfjalla- og jarð- skjálftamiðstöðvar seinkar Eldfjallamiðstöð Á myndinni má sjá hvernig Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöðin kemur til með að líta út.  Undirbúningur hefur tafist en vonast er til að miðstöðin verði opnuð á næsta ári 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Þegar þú kaupir bökunardropa frá Kötlu, styður þú fjölfötluð börn til náms. Sunnusjóður hefur í meira en 30 ár aukið námsmöguleika fjölfatlaðra barna. Katla er helsti bakhjarl sjóðsins. DROPAR SEM LOFA GÓÐU www.sunnusjodur.is www.katla.is/dropar Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöðin við Hvolsvöll verður fræðasetur með skemmtigarðsívafi. Í mið- stöðinni verður boðið upp á ýmiskonar afþreyingu en þar verður til dæmis hægt að upplifa eldgos, sjá norðurljós, horfa ofan í jörðina með aðstoð speglatækni, finna hita frá möttulstrók og fara í jarðskjálftahermi. Ásbjörn telur eldfjallamiðstöðina munu laða að erlenda ferðamenn en þar verður einnig gott úrval af hollum íslenskum mat. Áformað sé að byggingin verði allt að 2.500 fermetrar að flatarmáli og er vonast til þess að opnun náist á árinu 2016. Góð skemmtun í fræðslusetri HÆGT AÐ UPPLIFA ELDGOS OG JARÐSKJÁLFTA Ásbjörn Björg- vinsson Yfir 250 hjúkr- unarfræðinemar á 1., 2. og 3. ári við Háskóla Ís- lands og Háskól- ann á Akureyri hyggjast ekki ráða sig til starfa sem hjúkr- unarfræðingar að lokinni út- skrift nema betri samningar náist. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem íslenskir hjúkr- unarnemar sendu fjölmiðlum og heilbrigðisráðherra. Segir þar að skortur á hjúkrunarfræðingum verði óhjá- kvæmilega meiri nema gripið verði til róttækra aðgerða. „Dragi hjúkr- unarfræðingar ekki uppsagnir sín- ar til baka, fari þeir hjúkrunar- fræðingar sem geta á eftirlaun og ráði nýútskrifaðir hjúkrunar- fræðingar sig ekki til starfa gæti farið svo að allt að helmingur stétt- arinnar verði óstarfandi eftir nokk- ur ár,“ segir í yfirlýsingunni. 250 nemar ráða sig ekki til starfa fáist ekki betri kjör Kjör Nemarnir vilja róttækar aðgerðir. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, hefur skipað nýja verðlags- nefnd búvara. Ráðherra til- nefndi Ólaf Frið- riksson, sem jafnframt verður formaður nefnd- arinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytinu. Nefndin er skipuð til eins árs í senn og eru tveir fulltrúar til- nefndir af samtökun launþega, tveir af Bændasamtökum Íslands og tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkurframleiðslu. Samtök launþega ákváðu að nýta sér ekki rétt sinn til tilnefningar og féll það því í hlut ráðherra vinnu- markaðar að tilnefna tvo fulltrúa í nefndina Ný verðlagsnefnd búvara skipuð Ólafur Friðriksson Unnið er þessa dagana að end- urbótum á flugvellinum á Gjögri í Árneshreppi á Ströndum. Skipt er um burðarlag vallarins, ný klæðning lögð á flugbraut og lendingarljós verða endurnýjuð. Það eru starfs- menn á verkum Borgarverks hf. sem annast framkvæmdir sem á að vera lokið seinnipartinn í ágúst. „Þetta er allstórt verkefni og við verðum þarna með 5 til 10 karla í sumar,“ segir Óskar Sigvaldason, fram- kvæmdastjóri Borgarverks. Flug- brautin á Gjögri liggur frá norðri til suðus og er 800 metra löng. Yfir vetrartímann er þangað reglulegt áætlunarflug tvisvar í viku. Er það afar þýðingarmikið, enda er land- leiðin úr Steingrímsfirði fljót að teppast í snjóum á veturna og er yf- irleitt lokuð langt fram á vor. Tólf tímar á dag „Verkið gengur vel. Þarna erum við með fínan mannskap sem vinnur oft tólf tíma á dag,“ segir Óskar Sig- valdason sem lagði inn 95 milljóna króna tilboð í verkið sem Isavia ohf. gekk að. Í Árneshreppi segja menn að endurbætt flugbraut verði fyrsti spottinn þar í sveit með slitlagi. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Ívar Benediktsson Flug Vinnuvélar við völlinn. Byrgisvíkurfjall sést handan Reykjafjarðar. Endurbæta flugbraut  Framkvæmdir á Gjögri  Slitlag í Árneshreppi Borgarverk á staðnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.