Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 24
Á FERÐINNI Benedik Bóas benedikt@mbl.is Ferðamannafjöldinn skreið í fyrsta sinn yfir milljón á síðasta ári og hefur þre- faldast síðan árið 2000. Ekki er talið sér- staklega hve margir fara Gullna hring- inn; á Þingvelli, Gullfoss og Geysi, en samkvæmt tölum Ferðamálstofu fara 61% vetrargesta og 72% sumargesta þennan hring. Að mati Ferðamálastofu aflar ferðaþjónustan nú meiri gjaldeyr- istekna en sjávarútvegurinn og ál- framleiðslan. Tekjur af erlendum ferða- mönnum innanlands námu 158,5 milljörðum árið 2014 eða 27 milljörðum meira en árið 2013 sem er 20% aukning. Ísland gerir margt vitlaust Morgunblaðið slóst í för með ferða- mönnum um Gullna hringinn og spurði þá um upplifun sína af Íslandi. Allir við- mælendur voru á einu máli um að nátt- úran og landslagið væri það sem þeir myndu muna eftir. Eftir smá spjall kom hinsvegar í ljós að áhyggjur þeirra af landinu voru töluverðar. Einn ferðamað- ur við Gullfoss sagði að Ísland væri að gera ansi margt vitlaust. Tollurinn hefði verið lélegur, ekki leitað í einni tösku og hann bjóst við að strangari reglur yrðu settar innan tíðar. Annar lýsti öryggisleysinu við Gullfoss og skildi ekki hvað lítill spotti ætti að stöðva. Við Geysissvæðið fannst einum svæðið lítið og átti erfitt með að sjá Strokk gjósa. Það var hinsvegar allt í blóma á Þingvöllum að sögn viðmælenda, en rútur með Ítölum, Frökkum og Jap- önum komu þegar Morgunblaðsmenn bar að garði og töluðu þeir enga ensku. Ekki voru margir Íslendingar á ferð um hringinn þennan þriðjudag en þeir sem unnu á bak við afgreiðsluborðið segja að þeim fjölgi um helgar. Rúmlega 37% Íslendinga ferðuðust um hringinn á síðasta ári. Ofboðslega dýrt að stoppa Áberandi er hversu dýrt er að kaupa sér mat og drykk á þjónustumiðstöðvum. Klósettferð á Þingvöllum kostar 200 krónur en ókeypis var að létta á sér á Geysi og við Gullfoss. Fyrir einn kaffibolla á Þingvöllum, Djæf-íspinna, Flórídana-safa, langloku og pínulítið hangikjötsflatbrauð þurfti að reiða fram rúmar 2.000 krónur. Á Geysi er falleg miðstöð, sem minnir um margt á vel hannaðan flugvöll þar sem allskyns mállýskur mátti finna. Þar var svo mikið að gera að ferðalangar blaðsins fengu sér ekkert í gogginn. Við Gullfoss kost- aði heit samloka 1.550 krónur. Hún var köld þegar hún kom á borðið. Það er hægt að kaupa allskonar ferðamanna- varning í þessum þrem þjónustu- miðstöðvum. Frá íslenskri hönnun upp í rándýrar úlpur frá 66°Norður. Lundar og eldgosanammi auk póstkorta og minja frá Íslandi eru á víð og dreif. Þá var hægt að kaupa íslenskt fjallaloft á 1.100 krónur. Þá var einnig áberandi hve stóru jöklajepparnir eru erfiðir viðureignar á vegunum og á bílastæðunum við Gullna hringinn. Hreinlæti er hinsvegar alls staðar gott, hvort sem er innanhúss í þjónustu- miðstöðvunum eða úti á svæðinu. Það er greinilega mikið lagt upp úr hreinlætinu því töluverður fjöldi starfsmanna var við störf við Þingvelli að tína upp laus- legt rusl sem hafði fallið til. Klósett voru alls staðar hrein og engin biðröð við þau. Ferðamenn passa einnig upp á sitt og henda ekki neinu rusli út í nátt- úruna. Einn missti tóman kaffibolla við Gullfoss en bollinn var gripinn af Svía sem kom honum í ruslið. Ánægja ferðamanna mikil með Gullna hringinn en stutt í áhyggjur  Ferðamenn lýsa upplifun sinni af Íslandi og Gullna hringnum  Tekjur af erlendum ferðamönnum námu 158,5 milljörðum á síðasta ári  Í fyrsta sinn komu fleiri en milljón ferðamenn á árinu 2014 24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Nick frá Sydney í Ástralíu segir að þegar Ástralar ferðist sé það langt og strangt ferðalag. „Af hverju er ég hér? Þetta er bara allt svo mikið öðruvísi hér en heima. Sumar á Íslandi er kaldara en veturinn í Ástr- alíu og það er gott að komast aðeins í kuldann. Ég er hér með fjölskyldunni, búinn að vera í nokkra daga og líkar vel. Ég leigði húsbíl því að við erum svo mörg í fjölskyldunni, sem virðist stungin af – ég allavega finn hana ekki, að við gistum á veginum, eða á tjaldsvæðum. Ætlum að keyra hringinn í kringum landið og njóta okkar,“ segir Nick. Hann segir það hafa komið sér á óvart hve margir hafi ferðast til Íslands frá Ástralíu. „Maður skynjar að hér er sprenging meðal ferðamanna. Það hlýtur að valda landinu miklu raski því að þetta svæði er ekki stórt og skyndilega er allur þessi fjöldi kominn saman. Það er meira að segja erfitt að finna stað til að sjá hverina gjósa. Kannski er fjölskyldan farin ofar því að þar sést kannski betur. Það sést líka að Ís- lendingar vita ekki alveg hvernig á að ráða við þessa fjölgun.“ Einn Nick var búinn að týna fjölskyldunni sinni. Hann var þrjá daga að komast til Íslands. „Það er allt langt í burtu frá Ástralíu,“ segir hann. Margir samankomnir á litlu svæði Sam og Steph frá London stóðu við Strokk á Geysissvæð- inu og dáðust að náttúruundrinu. „Ísland er svolítið í tísku í Bretlandi núna. Eftir að við ákváðum að fara kom okkur á óvart hversu margir voru búnir að koma hingað og aðrir sem vildu fara. Einn vina minna mælti með landinu fyrir þó nokkru og við höfum verið að skoða landið á netinu lengi síðan þá. Vinir okkar voru samt undrandi, því að Bretar vilja fara í sólina yfir sumarið,“ segir Sam. Hann segist kunna vel við sig á Íslandi. „Maður gerir meira í svona veðri en að liggja bara í sólinni og það er eins og maður eigi skilið bjór um kvöldið eftir góðan dag.“ Sam segist sjá vel að Ísland sé í tísku því þau áttu erfitt með að sjá Strokk gjósa. „Það eru rosalega margir hérna núna og svolítið erfitt að sjá. Ég hef velt því fyrir mér hvað Íslendingum finnst um ferðamenn eftir að ég las að einhver róttæklingur hefði málað Geysi bleikan. Það fannst mér mjög skrýtið. Skrýtnast af öllu hefur mér þó fundist allt veggjakrotið sem er víða – meira að segja á bóndabæj- um.“ Skyrfólk Sam og Steph voru búin að heyra margt gott um landið frá Bret- landi. Sögðust hlakka til að borða íslenskan mat, sérstaklega skyrið. Ísland í tísku í Bretlandi „Við höfum ekki verið lengi á landinu en það sem við höfum séð er dásamlegt. Ég er hér með minni fjölskyldu, við leigðum bíl og hús í gegnum Airbnb-vef á Selfossi,“ segir Sven Bon- dold frá Danmörku. Hann segist alltaf hafa verið spenntur að koma til Íslands og nú þegar börnin séu komin á fínan ferða- aldur hafi verið ákveðið að taka rúnt um Ísland. „Dvölin hefur verið góð hingað til og ekki skemmir veðrið. Mig hefur alltaf langað til að koma til Íslands og krakkarnir eru á góðum aldri til að ferðast þannig að við drifum okkur bara. Það er auðvelt að fara í gegnum Airbnb-vefinn og hann léttir manni lífið. Þegar maður á þrjú börn þá komast þau ekki fyrir í einu hótelherbergi og þá er þetta ódýrara.“ Hann segist ekki hafa náð að sjá nógu mikið af landinu til að sjá ummerki um aukinn ferðamannastraum, en það var hins- vegar töluverð umferð til Þingvalla. Dönsk og dásamleg Sven, Sofie, Eric og Anna Catrina og Dagmar. Alltaf langað til að koma Michael Denzel frá Þýskalandi kom hingað til lands fyrir tíu árum. Nú er hann með fjölskyldu sinni, konu og nýfæddri dóttur sem verður átta vikna í dag. Hann flutti inn forláta Benz-húsbíl sem hann getur keyrt víða en hann áætlar að vera hér í tvo mánuði. „Ég kom til landsins fyrir viku en bíllinn hefur verið hérna í þónokkra mánuði. Mamma og pabbi nýttu hann fyrst og óku um landið. Við vorum að eignast litla stelpu og hún kemur til með að ráða för. Hingað til hefur þetta verið mjög ánægjulegt en þó er mikil breyting á fjölda ferðamanna frá því þegar ég kom hingað fyrir rúmum tíu árum.“ Fallegur fararskjóti Michael Denzel fyrir framan bílinn sinn sem hann flutti til landsins en inni í honum sváfu kona hans og nýfædd dóttir. Litla stelpan ræður för Morgunblaðið/Eggert Myndasmiðir Ekki þarf að leita lengi á samfélagsmiðlum til að sjá hversu vinsælt Ísland er orðið. Fjöldi manns frá öllum heimshornum staðsetur sig á Íslandi. Pavel og Mikela frá Tékklandi eru stödd hér á landi í brúð- kaupsferð, en þau giftu sig fyrir 10 dögum. Þau brostu út að eyrum þegar talið barst að náttúrunni en það kom þeim á óvart hvað þau gátu gengið um landið óáreitt. „Við vorum í Ástralíu í heilt ár, sem var dásamlegt. Öll dýrin, ströndin og sólin. Hér er þetta öðruvísi,“ segja þau. Eftir Ástralíu ferðuðust þau til Nýja-Sjálands. „Vegna ferða- manna eru mjög strangar reglur þar í landi. Það má ekki tjalda hvar sem er og enginn má sofa í bílum. Það má ekki koma með banana, fræ, mat eða neitt þannig því að þeir eru svo hræddir við aðskotahlut í umhverfinu. Nýja-Sjáland og Ísland eru lík lönd, með fallega en mjög viðkvæma náttúru,“ sögðu þau. Þau segja Ísland nýtt fyrir ferðamenn og það sé ljóst að við eigum langt í land. „Á næstu árum verða hér settar strangari reglur því að þegar við lentum voru engar af töskunum okkar skoðaðar. Við hefðum getað komið með hvað sem er inn í land- ið. Ísland mun komast á leiðarenda, finna út hvernig er best að gera hlutina, en núna sér maður að landið á erfitt með að taka á móti svona mörgum.“ Nýgift Pavel og Mikela brostu út að eyrum enda stutt síðan þau giftu sig. Ljóst að Ísland á langt í land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.