Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Jaðrakanungar fundust í stelks- hreiðri í Önundarfirði þar sem stelkurinn gætti öryggis þeirra og hélt á þeim hita. Vaðfuglaungar þurfa ekki meira en það til að lifa af þó ólíklegt sé að það takist við þessar aðstæður. Þetta segir Böðvar Þórisson, for- stöðumaður Náttúrustofu Vest- fjarða, en það var hann sem gekk fram á hreiðrið. Telur hann mestar líkur á að jaðrakaninn hafi yfirgefið eggin vegna kulda eða af því að hann hafi ekki verið tilbúinn. „Það var reglulega kalt vor núna.“ Egg í annarra hreiðri Í hreiðrinu leyndust fjögur jaðrakanegg og eitt stelksegg. „Það klöktust út þrír jaðrakan- ungar en það virðist sem stelks- eggið og eitt jaðrakaneggið séu ófrjó eða ekki verið legið nógu vel á þeim,“ segir Böðvar. Er þetta í fyrsta skipti sem hann sér eitthvað þessu líkt. „Það þekkist meðal fugla að þeir laumi eggjum í ann- arra fugla hreiður en það er þá yf- irleitt innan sömu tegundar, eins og hjá gæsum,“ segir Böðvar. Hon- um þykir ólíklegt að þetta hafi ver- ið af mannavöldum því erfitt sé að finna jaðrakanhreiður. „Þeir eru lúmskir fuglar og hreiðrin því oft vel falin.“ Í faðmi foreldranna Jaðrakanungar eru þó alla jafna á vegum foreldra sinna í réttu hreiðri eins og kom í ljós á Siglu- firði þar sem ungur drengur gekk fram á jaðrakanhreiður þar sem einn nýfæddur ungi hélt til ásamt ófæddum systkinum sínum. „Við ákváðum að heilsa upp á þennan nýjasta íbúa fjarðarins, sem beið eftir að systkinin tvö færu nú einnig að brjóta sér leið og tak- ast á við það sem lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Sigurður Ægisson, fréttaritari Morgunblaðsins. Hreiðrið sem jaðrakaninn býr sér er að mestu ófóðruð laut ofan í þúfnakolli og valinn staður í grón- um mýrum, flóum með þurrum blettum eða í röku graslendi. Heimsborgari Allflestar fuglategundir eru bún- ar að unga út um þetta leyti, enda stutt til haustsins. Jaðrakaninn heldur af landi brott í september og fer víða. Dvelur hann erlendis vetr- arlangt áður en hann snýr aftur til varpheimkynna sinna í apríl. Ljósmynd/Böðvar Þórisson Nýr Jaðrakanunginn heldur sig til hlés í stelkshreiðrinu þar sem hann var skilinn eftir ásamt systkinum sínum. Stelkur fær óvænt þrjá jaðrakanunga Eggin Jaðrakanegg og stelksegg eru svipuð en ólík að stærð. Varp jaðrakananna » Varpheimkynni Jaðrak- ananna eru víða í Evrópu, á Ís- landi og um miðbik Asíu. » Egg þeirra eru yfirleitt 3-4 talsins, græn eða dökkbrún að grunnlit en alsett svarbrúnum doppum. » Báðir foreldrar sjá um áleguna en útungunartíminn er 22-24 dagar. » Ungarnir eru hreiðurfælnir og verða fleygir eftir 25-35 daga, ef þeir lifa af.  Jaðrakan viðskila við egg sín  Óvíst er um afdrif þeirra Samkomulag hefur náðst um að fresta viðræðum Starfsgreinasambandsins við bæði ríkið og sveit- arfélög um endurnýjun aðalkjarasamninga fram í ágúst vegna starfsmanna í aðildarfélögum SGS sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Gert er ráð fyrir að búið verði að ganga frá kjara- samningum fyrir 1. október samkvæmt samkomulag- inu og er út frá því gengið að ef samningar nást á þessu tímabili verði þeir afturvirkir og gildi frá 1. maí sl. samkvæmt upplýsingum Drífu Snædal, fram- kvæmdastjóra SGS. SGS, RÍKI OG SVEITARFÉLÖG FRESTA VIÐRÆÐUM FRAM Í ÁGÚST Drífa Snædal Ætla að semja fyrir 1. október Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Starfsmenn í stéttarfélögum Starfs- greinasambandsins (SGS) sem starfa hjá sveitarfélögum eiga von á umtalsverðum kjarabótum vegna endurskoðunar á starfsmati, sem samkomulag hefur náðst um. Nið- urstaðan varð sú að flest störf eru metin til hærri stiga en þau voru áð- ur og skilar það sér í hækkun á launaflokkum. Hækkanirnar ná til rúmlega 1.000 starfsmanna, sem starfa m.a. í umönnunarstörfum, mötuneytum og áhaldahúsum, að sögn Drífu Snæ- dal, framkvæmdastjóra SGS. Breyt- ingarnar eru mismiklar eftir störf- um og hækka grunnlaun að jafnaði um tvö til tíu þúsund á mánuði. Fá einnig leiðréttingu launa heilt ár aftur í tímann Leiðréttingar sem gerðar hafa verið eiga að vera afturvirkar frá 1. maí 2014. Því er ljóst að margir starfsmenn sveitarfélaga, sem eru í stéttarfélögum innan SGS, geta vænst þess að fá leiðréttingu á sín- um launum heilt ár aftur í tímann, auk þess að raðast hærra í launa- flokk í framtíðinni. „Af því 161 starfsheiti sem er til í mörgum sveitarfélögum hækka 150 um launaflokka, 10 standa í stað en aðeins eitt lækkar um launaflokk, viðkomandi starfsmaður mun þó ekki lækka í launum. Mest hækkar mat á einstaka starfi sem samsvarar 10 launaflokkum,“ segir í umfjöllun um niðurstöðuna á vefsíðu SGS. Raða á starfsmönnum í réttan launaflokk út frá nýju starfsmati. fyrir 1. ágúst, þó ekki síðar en 1. september. Þar sem um töluverða vinnu er að ræða er sveitarfélögum gefið svigrúm til 1. október til að leiðrétta launin aftur í tímann. Samkomulagið nær til félags- manna í félögum SGS sem ekki eru í Flóafélögunum en Efling og Reykjavíkurborg hafa einnig fyrir nokkru lokið endurskoðun starfs- mats vegna starfsmanna hjá borg- inni. Forsaga þessarar endurskoðunar er sú að í næstsíðustu kjarasamn- ingum var ákveðið að ráðast í end- urmat á öllum störfum sem rúmast innan kjarasamninga SGS og Sam- bands Íslenskra sveitarfélaga. Nú er þeirri endurskoðun lokið og verður starfsfólki raðað upp á nýtt í launatöflur auk þess að fá afturvirka leiðréttingu greidda eins og fyrr segir. Sveitarfélögin og stéttarfélög- in hafa þegar fengið nýtt starfsmat í hendurnar og eru að hefjast handa við að raða starfsfólki í launa- töflurnar. Laun hækka umtalsvert  Kjarabætur með nýju starfsmati SGS Morgunblaðið/Eggert SGS Nýtt starfsmat starfsfólks hjá sveitarfélögum liggur fyrir. Verð á notkun farsíma og netlykla í reiki innan Evrópu lækkaði í gær samkvæmt reglugerð Evrópusam- bandsins um verðþök á notkun far- síma og netlykla innan ríkja sam- bandsins. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnun- ar, segir neytendur hér á landi njóta góðs af reglugerðinni þar sem hún taki einnig gildi á Íslandi með samn- ingnum um Evrópska efnahags- svæðið. Ný hámarksverð munu gilda í eitt ár, til 30. júní 2016. Er nú eftir breyt- inguna hámarksverð fyrir send SMS-skilaboð 10,99 krónur, fyrir að hringja 34,83 krónur á mínútuna og 9,16 krónur á mínútuna fyrir að svara. Hámarksverð gagnamagns er nú orðið 36,66 krónur/MB. „Verð fyrir farsímanotkun er nú mun hag- kvæmara en áður var innan evr- ópska efnahagssvæðisins. Þessi gríðarháu reikigjöld, sem við upplif- um til dæmis í Bandaríkjunum, eru nú að mestu aflögð innan svæðisins,“ segir Hrafnkell. „Roam like at home“ Næstu skref ganga svo enn lengra og tekur sú breyting gildi innan evr- ópska efnahagssvæðisins árið 2017. „Þar er hugmyndafræðin „roam like at home“, en þá borgar maður í raun ekki aukalega fyrir það að vera með símann erlendis innan Evr- ópska efnahagssvæðisins,“ segir Hrafnkell. Að sögn hans er hugsunin hér sú að notandi farsíma sem stadd- ur er erlendis og innan Evrópska efnahagssvæðisins þurfi ekki að greiða umframgjald fyrir hóflega notkun á símtækinu. „Þetta mun þó ekki gilda á heimsvísu,“ segir hann. Reikigjöldin á útleið  Verð vegna notkunar farsíma og netlykla í reiki innan Evr- ópska efnahagssvæðisins lækkar  Gjöldin hverfa alveg 2017 Morgunblaðið/Ernir Snjallsími Örar breytingar eru á farsímamarkaði í Evrópu. ÚTSALA 38 ÞREP Laugavegi 49 / sími 561 5813
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.